Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 15 UR VERINU Vinnslustöðin heiðrar stofnendurna Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. Sljórnendur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum ákváðu að heiðra núlifandi stofnendur fyrir- tækisins, í tilefni af 50 ára af- mæli Vinnslustöðvarinnar í árs- lok, fyrir brautryðjendastarf þeirra. Að sögn Sighvatar Bjarna- sonar, framkvæmdastjóra, eru átta af stofnendum fyrirtækisins á Iffi og var þeim boðið á skrif- stofu fyrirtækisins í tilefni af af- mælinu. Fjórir þeirra gátu mætt en aðrir áttu ekki heimangengt sökum heilsubrests eða af öðrum ástæðum. Þeim fjórum sem mættu var afhent að gjöf frá fyrirtækinu mynd af Vinnslustöðinni, með áletruðum skildi, og klukka. Þeim hinum sem ekki gátu verið við- staddir voru síðan sendar gjafir sínar. Sighvatur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri, og Börkur Gríms- son, fjármálastjóri, tóku á móti brautryðjendunum, þökkuðu þeim þeirra störf og afhentu gjaf- irnar. ERLENT Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson FRÁ vinstri: Börkur Grímsson, fjármálastjóri, Jóhann Á. Krist- jánsson, Hlöðver Johnsen, Knud Andersen, Haraldur Hannesson og Sighvatur Bjarnason, framkvæmdastjóri. Skipum fækkar á Flæmingj agrunni FORMAÐUR LIU telur að reglu- gerð stjómvalda um úthlutun veiði- heimilda til íslenskra skipa á Flæm- ingjagrunni hafi verið nauðsynleg í samstarfí Islendinga við aðrar þjóð- ir um veiðistjórnun á alþjóða haf- svæðum. Búast má við að framsal veiðiheimilda á Flæmingjagrunni verði nokkuð á árinu þar sem leyfi- legur afli á þessu ári er þrefalt minni en afli á síðasta ári. Búast við að skipum fækki verulega Heildarkvóti íslenskra skipa á Flæmingjagrunni á þessu ári verður 6.800 lestir af rækju samkvæmt nýrri reglugerð sem gefin var út af sjávarútvegsráðuneytinu um ára- mót. Það er meira en þrefalt minna magn en fékkst á Flæmingjagrunni á síðasta ári en þá var afli íslenskra skipa þar rúm 20 þúsund tonn en alls stunduðu 42 íslensk skip veið- arnar á árinu. Þá voru í gildi al- mennar takmarkanir á veiðunum, byggðar á sóknarstýringu eða út- haldsdögum. Á þessu ári má því búast við að skipum fækki verulega í samræmi við minnkandi afla. Árið 1995 veiddist 7.481 tonn af rækju á Flæmingjagrunni, að verðmæti um 1,2 milljarðar króna. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útgerðar- manna, segir að sóknarstýringar- kerfi það sem verið hafi í gildi á Flæmingjagrunni á síðasta ári hafi verið einsdæmi, þar sem stærð skips skipti ekki máli, né hvort það dró eitt eða tvö troll. „Okkur var ljóst eftir NAFO fundinn í haust, þar sem þetta kerfi var framlengt með 10% fækkun á dögum hjá öðrum aðilum, að við gætum ekki haldið veiðum þar áfram með þeim hætti sem við höfum gert og yrðum að sætta okk- ur við sambærilega tonnatölu og við höfðum veitt með hliðsjón af því hvernig hinir takmörkuðust af dög- um,“ segir Kristján. Verðum að hlíta ákvörðun ríkisstjórnarinnar Kristján segir að þó ákvörðun rík- isstjórnarinnar um 6.800 tonna heildarkvóta íslenskra skipa á Flæmingjagrunni valdi mikilli skerðingu hafi LÍÚ stutt hana. „Ef við ætlum að taka þátt í alþjóðasam- starfi um stjórnun veiða utan lög- sögu verðum við að hlíta þessari ákvörðum þótt við séum óánægðir. Ef rækjustofninn á Flæmingja- grunni er sterkari en margir vilja halda, þá kemur það okkur til góða í framtíðinni með meiri afla,“ segir Kristján. Kristján segir ljóst að heimildir verði að einhveiju leyti framseldar þar sem ekki sé hægt að senda 42 skip til að veiða 6.800 tonn. „í sum- um tilfellum er þarna um að ræða útgerðir sem eru með fleiri en eitt skip á þessum veiðum og þannig geta þær hagrætt með því að láta þann besta veiða sinn kvóta á sem hagkvæmastan hátt,“ segir Krist- ján. Snorri Snorrason, útgerðarmaður á Dalvík og formaður Félags úthafs- útgerða, segist ekki vita á þessari stundu hvaða verkefni bíða þeirra skipa sem ekki hafi veiðiheimildir innan íslensku lögsögunnar þegar þau klári veiðiheimildir sínar á Fiæmingjagrunni. „Það er erfitt að segja til um hvað verður. Fyrir tveimur árum var kvóti aukinn um 20 þúsund tonn, tveimur mánuðum eftir að nýtt kvótaár hófst. Það er því aldrei að vita nema þessi kvóti verði aukinn. Af tvennu illu tel ég að við hefðum verið betur settir í sömu sporum og önnur ríki sem eru við veiðar á Flæmingjagrunni, í sóknarstýringarkerfi." Kallar á meira kvótabrask Guðbjörg ÍS veiddi á síðasta ári um 1.650 tonn af rækju á Flæm- ingjagrunni og gerir Þorleifur Páls- son, framkvæmdastjóri Hrannar hf., ráð fyrir að skipið fái úthlutað um 350 tonnum á þessu ári. Hann telur að þetta fyrirkomulag kalli á ennþá meira kvótabrask. „í stað þess að búa til enn meiri verslunar- vöru hefði verið hægt að leyfa skip- unum að veiða ákveðinn hámarks- afla og loka síðan svæðinu þegar honum er náð, líkt og gert var á Reykjaneshrygg í vor,“ segir Þor- leifur. Saltað í 151 þúsund tunnur af sfld SÍLDARSÖLTUN hefur gengið mjög vel það sem af er yfirstand- andi vertíð og er þegar búið að salta í um 151 þúsund tunnur af síld sem er um 10 þúsund tunnum meiri söltun en á allri vertíðinni í fyrra. Gera má ráð fyrir enn meiri aukningu frá síðustu vertíð því enn á eftir að framleiða í um 14 þúsund tunnur upp í þegar gerða samninga, aðallega síldarflök. Gunnar Jó- akimsson, formaður Síldarút- vegsnefndar, segir að þegar búið verði að framleiða upp í gerða samninga muni flestir framleiðendur Hklega snúa sér að loðnu. Frekari samningar um útflutning og sölu verði því ekki hugleiddir nema að því tiiskildu að framleiðendur fáist. Þegar hafa veiðst um 71 þús- und tonn af síld á vertíðinni og því eru um 40 þúsund tonn af síldarkvótanum óveidd. Veiðar og söltun hefjast að nýju nú fljót- lega eftir áramótin. Metsöltun á Neskaupstað Síldarsöltuninni lauk þann 20. desember sl. en veiði var sérstak- lega góð í október og í fyrri hluta nóvember. Minna var hinsvegar saltað á síðustu vikum ársins þar sem tíðarfar var rysjótt og síldin stóð djúpt og nótaveiðar gengu erfiðlega. Síld var söltuð á 13 söltunarstöðvum á 10 söltunar- Reuter Síldarsöltunin það sem af er vertíðarinnar i - w f Tunnur Vopnafjörður 7.613 Seyðisfjörður 16.848 Neskaupstaður 47.209 (Eskífjörður 22.269 Reyðarfjörður 1.557 Stöðvartjörður 80! Djúpivogur 9.304 Hornafjörður 36.758 Vestmannaeyjar 7.390 Akranes 2.1831 SAMTALS 151.211 BORIS Jeltsín Rússlandsforseta er afhent leikfang sem hann keypti í verslun í Moskvu á gamlársdag og er það ætlað barna- barni forsetans. Að baki forsetanum er borgarstjóri Moskvu, Júrí Lúzhkov. Fundur Helmuts Kohls og Jeltsíns Traustið nýtt til að ræða deiluna um stækkun NATO Bonn. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, heldur til Moskvu í dag, laug- ardag, til fundar við Borís Jeltsín Rússlandsforseta. Tilgangur kansl- arans með ferðinni er fyrst og fremst sá að freista þess að fá Rússa til að sætta sig við stækkun Atlants- hafsbandalagsins (NATO) til austurs en persónuleg tengsl þessara tveggja ráðamanna eru mjög náin. Til marks um það er haft að Kohi hitti Jeltsín í septembermánuði skömmu áður en sá síðarnefndi gekkst undir mikla hjartaaðgerð og nú verður kanslar- inn fyrstur vestrænna ráðamanna til að hitta Rússlandsforseti eftir að hann sneri aftur til starfa. Víst þykir að stækkun NATO til austurs verði efst á verkefnaskrá leiðtoganna. Ríki Vesturlanda hafa lýst yfir vilja til að ganga frá sérstök- um öryggissáttmála við Rússa í þeirri von að slá á óánægju þeirra vegna stækkunar bandalagsins sem verður að veruleika á fímmtíu ára afmæli þess árið 1999. „Vegna þess trausts sem Þjóðveij- ar njóta í Moskvu hafa þeir ákveðnu hlutverki að gegna í þessu viðfangi - að höfðu samráði við aðrar þjóðir bandalagsins," sagði Heinz Timmer- mann, sérfræðingur við Þýsku rann- sóknarstofnunina vegna Austur- Evrópu. Fleiri vestræn ríki hafa áhuga á að leggja áherslu á traust samskipti við ráðamenn í Kreml. Jacques Chirac Frakklandsforseti er væntanlegur til Moskvu í næsta mánuði til að hitta Jeltsín og búist er við Bill Clinton Bandaríkjaforseta í marsmánuði. Samband á grundvelli vináttu Þjóðveijar hafa öðrum þjóðum fremur í vestri veitt Rússum lán á þeim miklu erfiðleikatímum sem rið- ið hafa yfir frá því veldi kommún- ismans hrundi til grunna austur þar. Á hinn bóginn er það sérstaka samband sem einkennir samskipti ríkjanna að stærstum hluta tilkomið sökum þeirrar vináttu sem tekist hefur með þeim Kohl og Jeltsín en þeir hafa m.a. brugðið sér saman í gufubað og farið saman út á bát á Baikal-vatni. Rússar hafa margoft lýst yfír því að þeir geti ekki fellt sig við stækk- un NATO til austurs en gert er ráð fyrir að á leiðtogafundi bandalagsins um mitt þetta ár verði Ungveijum, Pólveijum og Tékkum formlega boð- in aðild að bandalaginu. I fyrra mánuði vakti mikla athygli er Igor Rodíonov, varnarmálaráðherra Rússlands, hafnaði á fundi í Brussel hugmyndum um að Rússar og bandalagsríkin skiptust á hermála- fulltrúum og lýsti yfír því að fyrir- huguð stækkun bandalagsins stefndi gerðum afvopnunarsáttmálum í tví- sýnu. Eystrasaltsríkin útilokuð? Þýskir sérfræðingar telja hins vegar að Rússar hafi þegar sætt sig við fyrstu lotu stækkunarinnar og að sú harka sem einkenni málflutn- ing þeirra sé tilkomin sökum þess að þeir geri sér vonir um að ná fram síðar tilslökunum af hálfu Vestur- landa. „Ef til vill vonast þeir til þess að tryggja sér raunverulegt neitun- arvaid hvað frekari stækkun varðar t.a.m. til norðurs í átt að Eystrasalts- ríkjunum eða til suðausturs," sagði þýskur sérfræðingur á þessu sviði sem krafðist nafnleyndar. Heinz Timmermann sagðist telja hugsan- legt að NATO-ríkin féllust loks á að Eystrasaltsríkin gætu ekki fengið aðild um fyrirsjáanlega framtíð. „Hvorki Rússar né NATO vilja að samskiptin taki að versna." Timmermann bætti við að Kohl kanslari myndi væntanlega leita eftir tryggingum fyrir því að stefna stjórn- valda væri samræmd og stöðugleiki ríkti í Rússlandi en misvísandi yfírlýs- ingar ráðamanna á borð við Rodíonov vamarmálaráðherra, Jevgení Prím- akov utanríkisráðherra og ívan Rybkín, forseta Öryggisráðsins, hefðu vakið undran á Vesturlöndum. Auk öryggismálanna kunna leið- togarnir að taka til umræðu mál sem varpað hefur nokkrum skugga á samskipti ríkjanna á undanförnum árum;þann fjölda ómetanlegra lista- verka sem Rauði herinn flutti sem herfang frá Þýskalandi til Rússlands í lok síðari heimsstyijaldarinnar. stöðum á árinu, alls í 151.211 tunnur og þar af voru saltaðar 111.258 tunnur af síld öðrum en flökum en í 39.953 tunnur af flök- Leikfuni 1 Grafarvogi Pallar • Vaxtamótun • Fitubrennsla • Þrekhringur Þriðjud. Fimmtud. Laugard. Kl. 5 bvri. = Kl. 9.30 bvri. Kl. 6 framh. = Kl. 10.30 framh. Kl. 7 framh. = Kl. 11.30 bvri. Kl. 8 byrj. = Kl. 12.30 framh. Jýtt hefst priðjudaginn 7. jan.í Fjölnishúsinu 8 vikur Kr. 5.400 Skráning í simum 587 7575 (Ásta) og 566 8488 (Lilja)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.