Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 43 FRÉTTIR STARFSMENN Sjúkrahúss Reykjavíkur sem hlutu styrki að þessu sinni. Styrkveitingar til rannsókna á Sjókrahúsi Reykjavíkur NÝLEGA voru veittir styrkir úr Vísindasjóði Borgarspítalans og Styrktarsjóði St. Jósefsspítala til rannsóknarverkefna á vegum starfsfólks Sjúkrahúss Reykjavíkur. Alls voru veittir styrkir að upphæð kr. 3,7 milljónir til 18 rannsóknar- verkefna á ýmsum sviðum heil- brigðisvísinda. Verkefni þessi verða unnin af ýmsum starfsstéttum mismunandi deilda Sjúkrahúss Reykjavíkur og má þar nefna rannsókn á hálstognun eftir bifreiðaslys, rannsókn á færni í kjölfar mænuskaða, erfðafræðileg- ar rannsóknir á geðklofa, árstíða- bundnar sveiflur í D-vítamín- þéttni í blóði íslenskra stúlkna, könnun á notagildi úrræða sem mælt er með fyrir útskrift af öldrunarlækinga- deild, svo fátt eitt sé nefnt. „Slíkar árlegar styrkveitingar til rannsóknarverkefna hafa reynst mikil örvun og hvatning til starfs- fólks að kanna nýja þætti ýmissa sjúkdóma og meðferð þeirra til hags- bóta fyrir sjúklinga spítalans. Borg- arstjórn Reykjavíkur hefur sýnt mik- inn skilninig á mikilvægi þessa vís- indastarfs með auknu framlagi til móts við framlag starfsmanna spít- aians en auk þess fær sjóðurinn arð af stofnframlagi sjóðsins og rekstri verslunar RKÍ á Sjúkrahúsi Reykja- víkur,“ segir í frétt frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Morgunblaðið/RAX Styrkti Mæðra- styrksnefnd FYRIR jólin kom Ólafur Sig- mundsson til Mæðrastyrks- nefndar færandi hendi með 300 falleg kerti og ýmsar aðrar gjafir til bágstaddra. Myndin var tekin við það tækifæri, frá vinstri: Særún Siguijónsdóttir, Ólafur Sigmundsson, Unnur Jónasdóttir, Guðlaug K. Run- ólfsdóttir, Bryndís Guðmunds- dóttir og Guðrún Magnúsdóttir. Námskeið í skyndihjálp REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir tveimur námskeiðum í almennri skyndihjálp. Það fyrra hefst mánudaginn 6. janúar kl. 19. Það síðara verður helgina 25.-26. janúar. Bæði námskeiðin teljast vera 16 kennslustundir. Öllum 15 ára og eldri er heimil þátttaka. Sérstaklega er vænst þátttöku ungra ökumanna sem hafa í höndum ávísun á nám- skeið í skyndihjálp gefna út af Rauða krossi íslands. Námskeiðs- gjald er kr. 4.000, skuldlausir félag- ar í RKÍ fá 50% afslátt. Hægt verð- ur að ganga í félagið á staðnum. Einnig fá nemendur í framhalds- skólum og háskólum sama afslátt gegn framvísun skólaskírteinis. Meðal þess sem kennt verður á námskeiðinu er blástursmeðferðin, endurlífgun með hjartahnoði, hjálp við bruna og blæðingum úr sárum. Einnig verður fjallað um helstu heimaslys þ.m.t. slys á börnum og forvarnir almennt. Að námskeiðun- um loknum fá nemendur skírteini sem er hægt að fá metið í ýmsum skólum. Önnur námskeið sem haldin eru hjá Reykjavíkurdeild RKÍ eru um áfallahjálp, slys á börnum og það hvernig á að taka á móti þyrlu á slysstað. Athugasemd frá Jafningja- fræðslunni AÐ GEFNU tilefni vill Jafningja- fræðsla framhaldsskólanema koma á framfæri eftirfarandi athuga- semd: „Ungt fólk gegn vímuefnum hef- ur nú um hátíðirnar gengið í hús og boðið fólki að styrkja félagið- með fjárframlögum. Misskilningur hefur verið uppi um það hjá sölu- fólki að Jafningjafræðsla fram- haldsskólanema sé á einhvern hátt tengd félaginu og fái hlut í styrkn- um. Jafningjafræðsla framhalds- skólanema vill taka fram að engin tengsl eru á milli þessara tveggja félaga. Jafningjafræðslan hefur aldrei stundað sölu af neinu tagi, starfsemi okkar er eingöngu rekin á styrkjum frá fyrirtækjum og hinu opinberá.“ Fyrir hönd Jafningjafræðslu framhaldsskólanema, Víkingur Viðarsson, starfsmaður JF. Sól hf. fær nýtt íslenskt gerilsneyðingartæki NÝTT íslenskt gerilsneyðingar- tæki hefur verið tekið í notkun í ávaxtasafaverksmiðju Sólar. Þetta er í fyrsta skipti sem svo flókið tæki er smíðað hérlendis fyrir safaframleiðendur. Við hönnun þess er tekið sérstakt tillit til ís- lenskra aðstæðna og nýtist orkan a.m.k. 20% betur en með sambæri- legum erlendum búnaði, segir í frétt frá Sól. Gerilsneyðingartæki (e. Pasteurizer) er notað til þess að snögghita ávaxtasafa og drepa örverur sem ella stytta geymslu- þol. Tækið tekur ávaxtasafa inn á sig við um 1-3°C. Hann er hitað- ur upp í um 90°C. Tækið kælir hann svo í 5°C og er honum loks pakkað í neytendaumbúðir. Tækið er smíðað hjá Strand- smíði sf. í Hafnarfirði, en aðal- hönnuður þess er Þorgeir Gunn- laugsson. Hugmyndina að gerð þess fékk hann er hann starfaði sumarið 1989 í verksmiðju Sólar. Blöskraði honum mjög sóun á heitu vatni og var sannfærður um að hann gæti gert betur. Lykillinn að góðri orkunýtingu felst í því að heitur safi er notaður til að hita kaldan safa og kaldur safi er notaður til að kæla heitan safa. Hönnunin er á þá lund að inn í rörum með heitum safa eru rör með köldum safa og er því um mikla nákvæmnissmíð að ræða. Tækið tekur um tveggja fermetra gólfpláss, og er um 1,5 metri að hæð, en samanlögð lengd röra er hálfur kílómetri! Rafstýringu tækisins hannaði Einar Hallfreðsson hjá Straumbæ sf. í Reykjavík. Straumbær sá um raffræðilega uppsetningu tækis- ins. Núvirði tækisins er um 12 milljónir kr. Heimasíða Sjóvá-Almennra Hægtað reikna ót tryggingar SJÓVÁ-ALMENNAR tryggingar bjóða nú upp á þá nýju þjónustu að þeir sem eru með heimilistölvur og tengdir alnetinu geta farið inn á heimasíðu félagsins og reiknað út tryggingaiðgjöld sín og greiðslu- byrði bílalána. í fréttatilkynningu frá Sjóvá- Almennum segir að notendur ver- aldarvefsins geti nú notað tölvurn- ar sínar til þess að velja hentugar tryggingar fyrir heimilið og bílinn, reikna út tryggingaiðgjöldin og greiðslubyrði bílalána Sjóvá- Almennra. Einnig sé hægt að fá upplýsingar um hvort nauðsynleg- ur öryggisútbúnaður sé á reiðhjól- inu, fá upplýsingar um bílpróf og námskeið fyrir unga ökumenn og fræðast um fjölþætta starfsemi fé- lagsins og tryggingavernd sem það býður. Slóð til að komast á heimasíðu tryggingafélagsins er www.sjal.is. Útsölur á Löng- um laugardegi FYRSTI Langi laugardagurinn er í dag, 4. janúar. Á löngum laugar- dögum eru verslanir á svæðinu opnar til kl. 17. Nú er vetrarútsölutíminn að ganga í garð og sumar útsölur þegar bytjaðar. Margir kaupmenn við Laugaveg og nágrenni hyggj- ast bytja sínar útsölur á Löngum laugardegi. Það má því búast við að líf verði í tuskunum og því tilval- ið að kíkja í bæinn og freista þess að gera góð kaup, segir í frétt frá kaupmönnum. Við Laugaveg og nágrenni eru rúmlega 300 verslanir sem gera miðbæinn að langstærsta verslun- arsvæði landsins. Frítt er í öll bílastæðahús á laug- ardögum og frítt í stöðumæla eftir kl. 14. Nýr píanóleik- ari á Romanee NÝR píanóleikari hefur tekið til starfa á Café Romance. Heitir hann Neal Fullerton og kemur frá Eng- landi. Fullerton er 45 ára gamall og hef- ur leikið á píanó- börum víða um heim í meira en 20 ár. Þar á meðal hefur hann leikið á hinum fræga bar Maxims í Amsterd- am. Hann hefur á efnisskránni öll þekktustu dægurlög heimsins. Hann mun skemmta í janúar alla daga nema mánudag frá klukkan 20 á Café Óperu og frá kl. 22 á Café Romance. LEIÐRÉTT \ 4 i ■ Undir en ekki yfir lágmarksverði tóbaks ÞAÐ meginefni fréttar um sam- keppni í tóbakssölu á bls. 2 í blað- inu í gær, að kaupmönnum er nú fijálst að selja tóbak við því verði sem þeir kjósa svo framarlega sem það fer ekki undir lágmarksverð sem ÁTVR gefur út, komst ekki rétt til skila því að í inngangi frétt- arinnar stóð „ekki yfir lágmarks- verðið“ í stað „ekki undir lág- marksverðið“. Beðist er velvirðing- ar á þeim mistökum. Kraftaverkamyndir Lulu Yee SÝNING á kraftaverkamyndum Lulu Yee í galleríi Horninu verður j opnuð í dag laugardag kl. 17 en ekki kl. 14 eins og misritaðist í blaðinu í gær. Er beðist velvirðing- ar á þessum mistökum. Rangar tölur um TR í FRÉTT um bætur Trygginga- í stofnunar ríkisins, sem birtist í ■ Morgunblaðinu 29. desember, var farið rangt með tölur um fjölda örorkubótaþega. í desember 1996 voru þeir 7.834 en ekki 8.108 eins ' og sagði í fréttinni. Ennfremur var rangt farið með tölur um örorkulíf- eyri. Árið 1993 greiddi TR 1.106 milljónir í örorkulífeyri og örorku- styrk og árið 1995 voru þessar greiðslur 1.319 milljónir. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Árétting vegna viðtals SIGURÐUR Þórðarson, formað- ur Tannlæknafélags íslands, vill árétta vegna viðtals við hann í gær, að það er ákveðin meðferð, sem verður greidd af Trygginga- stofnun, að því er varðar for- varnastarf, 1-2 skoðanir, 1-2 röntgenmyndatökur og 1-2 flúor- lakkanir. Því sem fram yfir er má sækja um endurgreiðslu á til Tryggingastofnunar eða fólk greiðir sjálft. Endurgreiðsla fyrir allar almennar aðgerðir er meira. 1 og minna óbreytt. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.