Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Dökkt út- lithjá Fokker Amsterdam. Reuter. ÚTLITIÐ er dökkt í byijun nýs árs hjá hollenzku Fokker flugvéla- verksmiðjunum, því að Samsung fyrirtækið í Suður-Kóreu hefur hætt fyrir fullt og allt við tilraunir tii að bjarga verksmiðjunum. Hollenzka efnahagsráðuneytið hefur staðfest að því hafí borizt símbréf frá ríkisstjórn Suður- Kóreu, þar sem sá möguleiki sé útilokaður að Samsung Aerospace og fleiri aðilar bjóði í Fokker. Hollenzkir fjölmiðlar herma að verkefnasamtök Samsung, Dae- woo, Hyundai og kóreska flugfé- lagsins hafi komizt að þeirri niður- stöðu að vandi Fokkers sé of mikill. Rússneskt tilboð? Rússneski flugvélaframleiðand- inn Yakovlev er því eina fyrirtæk- ið, sem vitað er til að hafi enn áhuga á að bjarga Fokker, þótt Hollendingar efist um að hann hafi fjárhagslegt bolmagn til þess. Annað rússneskt flugiðnaðar- fyrirtæki Tupolev dró sig í hlé í ágúst. Fyrir jól sagði yfírhönnuður Yakovlevs, Alexander Dondukov, að hugmyndin um að kaupa Fokk- er væri liður í áætlun fyrirtækisins um að tryggja sér 25-30% hlut- deild á rússneskum flugiðnaðar- markaði fyrir árið 2000. Dondukov áætlaði að kostnaður- inn gæti orðið 200-270 milljónir dollara og sagði að Yakovlev hefði beðið ríkisstjórn Rússlands um fjárhagslegan stuðning. HLUTABREFAMARKAÐIR A ARINU 1996 Hlutabréfaverð á markaði í London, stærsta hlutabréfamarkaði í Evrópu, náði nýju meti á gamlársdag. Miklar hækkanir urðu á mörgum hlutabréfamörkuðum heimsins á árinu 1996, eins og sjá má hér að neðan. REUTERS/Morgunblaðið Lífleg viðskipti með hlutabréf á fyrsta viðskiptadegi ársins Hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,19% LÍFLEG hlutabréfaviðskipti voru á verðbréfamarkaði í gær og hækkaði gengi á hlutabréfum í mörgum félög- um talsvert frá upphafi til loka við- skipta í gærdag. Þannig hækkaði gengi hlutabréfa í öllum þremur stærstu hlutafélögunum á Verð- bréfaþingi, Eimskipafélagi íslands, Flugleiðum og íslandsbanka og leiddi þetta til samsvarandi hækkunar á hlutabréfavísitölunni. Hún hækkaði úr 2.215,6 stigum í 2.241,96 stig í lok dagsins eða um 1,19%, sem er óvenjulega mikil hækkun á einum degi. Til samanburðar lækkaði vísi- talan lítið eitt í desembermánuði, en í lok nóvember var hlutabréfavísital- an 2.218,43 stig. Viðskipti með hlutabréf á Verð- bréfaþingi og á Opna tilboðsmark- aðnum námu samtals rúmum 14,4 milljörðum króna að nafnvirði og tæpum 55 milljónum króna að mark- aðsverði í gær. Þetta eru óvenjulega mikil viðskipti á fyrsta viðskiptadegi ársins, því oftast hafa viðskipti á þessum tíma verið róleg í kjölfar mikilla viðskipta fyrir áramót vegna þess skattaafsláttar sem kaup á hlutabréfum veita. íslandsbanki hækkaði um 5% Verðbréfamiðlurum bar ekki alveg saman um ástæður þessara miklu viðskipta. Bæði töldu menn að skýr- ingin væri mikil almenn eftirspum eftir hlutabréfum, en einnig var nefnt að hlutabréfasjóðirnir hefðu verið tryggja sér hlutabréf vegna mikillar áramótasölu á hlutabréfum í þeim. Þá var einnig nefnt að verðbréfafyr- irtækin sjálf væru að tryggja sér hlutabréf og búa sig þannig undir væntanlega eftirspurn frá hluta- bréfasjóðunum. Loks nefndu menn að almennrar bjartsýni gætti um efnahagshorfur og afkomu á árinu sem í hönd fer. Gengi á hlutabréfum í íslands- banka hækkaði um 5% í viðskiptum gærdagsins og gengi á hlutabréfum í Eimskipafélagi íslands hækkaði um 2%. Verslunarráð íslands Sölu á eignarhlut í Sementsverk- smiðjunni fagnað VERSLUNARRÁÐ Íslands hefur sent viðskiptaráðherra bréf þar sem fagnað er þeirri ákvörðun Alþingis að veita ráðherra heimild til að selja Ijórðung af eignarhluta ríkisins í Se- mentsverksmiðjunni á Akranesi. Jafn- framt er ráðherra hvattur til þess að gefa eindregna yfírlýsingu um að all- ur eignarhlutur ríkisins í verksmiðj- unni verði seldur á næsta ári. í bréfinu til Finns Ingólfssonar, viðskiptaráðherra, segir að þátttaka hins opinbera í rekstri verksmiðja á borð við Sementsverksmiðjuna séu leifar gamals tíma sem afnema eigi hið fyrsta. Með yfirlýsingu um sölu alls eignarhluta ríkisins sé tekinn af allur vafi um fyrirætlanir ríkisins í þessum efnum, en ætla megi að vaf- inn geri þann fjórðungs eignarhluta sem í boði sé minna fýsilegan fyrir fjárfesta og gæti hann því selst fyrir lægra verð en ella. Þó svo verðlagn- ing sé ekki aðalatriði við einkavæð- ingu sé engin ástæða til þess að sölu- aðferð ríkisins valdi beinlínis lægra verði en mögulegt hafi verið að fá. Kann að brjóta EES-samning Loks segir í bréfinu til ráðherra: „Vegna ummæla á Alþingi þess efn- is að einkavæðing hefði í för með sér að gerðar yrðu arðsemiskröfur til verksmiðjunnar er rétt að benda á, að séu ekki gerðar eðlilegar arðse- miskröfur til verksmiðjunnar, þó hún sé í ríkiseigu, er verið að veita henni forskot á keppinauta. Slíkt kann hæglega að bijóta í bága við 61. gr. EES-samningsins um ríkisstyrki." Stofnun Soros ákærð fyrir skattsvik Zagreb. Reuter. KRÓATAR hafa ákært þijá háttsetta starfsmenn króatískrar deildar al- þjóðlegrar góðgerðarstofnunar bandaríska auðkýfingsins Georgs Soros fyrir íjármálamisferli og skatt- svik. Ákæran kemur í kjölfar herferðar gegn Soros, sem Franjo Tudjman forseti hleypti af stokkunum á árs- fundi stjórnarflokksins HDZ í nóv- ember þegar hann stimplaði Soros óvin ríkisins. Króatískir lögreglumenn gerðu áhlaup á aðalstöðvar Soros-stofnun- arinnar „Open Society" í Zagreb fyr- ir jólin og kváðust hafa fundið sann- anir um ólögleg viðskipti stofnunar- innar á undanfömum tólf mánuðum. Að sögn ríkisfréttastofunnar HINA hefur saksóknarinn í Zagreb ákært framkvæmdastjóra Open Soc- iety, Karmen Basic, samstarfsmann hans, Srdjan Dvornik, og Ivanka Marton bókhaldara. Saksóknarinn heldur því fram að starfsmenn Soros hafi fengið tvöföld laun síðan í desember fyrir ári - venjuleg laun í króatískri mynt og önnur í bandarískum dollurum, sem hafi ekki verið gefin upp til skatts. Ógreiddir skattar nema 2.7 millj- ónum kúna eða 490.000 dollurum samkvæmt ákærunni. í New York sagði Aryeh Neier, forseti Soros Foundations, í yfirlýs- ingu að gildar átæður væru til að ætla að viðskiptahættir og reiknings- skilavenjur Open Society Institute í Króatíu væru í samræmi við króatísk lög og viðurkennda starfshætti króa- tískra útibúa eriendra stofnana. Þess sé því vænzt að króatískir dómstólar sýni fram á sakleysi starfsmanna stofnunarinnar. Verðstríði franskra flug- félaga virðist lokið í hili Montpellier.Morgunblaðið. VERÐSTRIÐI franskra flugfélaga virðist lokið að sinni og hafa þau hækkað fargjöld bæði innanlands og til Karíbahafsins frá því sem var í nóvember síðastliðnum. Ein skýring þessara hækkana er 44% verðhækk- un á þotueldsneyti á síðastliðnu ári sem farin er að endurspeglast í far- gjöldum nú. Eldsneytiskostnaður samsvarar um 11% af rekstrarkostn- aði flugfélaga og hefur þessi mikla hækkun á eldsneytisverði þvingað flugfélög víða um heim til að.hækka fargjöld sín. Meginástæða þessara hækkana nú er hins vegar rakin til beiðni franska flugfélagsins Air Liberté þess efnis að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta í lok september síð- astliðins. í kjölfarið var félagið keypt af British Airways. Air Liberté hóf verðstríðið með því að lækka fargjöld sín verulega og þar með þvingaði félagið keppi- nauta sína til að bregðast við þessum lækkunum, m.a. með lægri fargjöld- um og fleiri auglýsingaherferðum. Félagið náði hins vegar ekki að halda þetta verðstríð út eins og fyrr segir og nú hafa keppinautar þess dregið verulega úr afsláttarkjörum sínum auk þess sem þeir hafa neyðst til að endurskipuleggja rekstur sinn. Fyrstu hækkanimar áttu sér stað í nóvember sl. er flest frönsk flugfé- lög hækkuðu fargjöld sín um 2-3%. Nú hafa þau hins vegar tilkynnt að fargjöld muni hækka um u.þ.b. 2% til viðbótar í janúar. Þá hefur flugfé- lögum á hverri flugleið innan Frakk- lands fækkað talsvert og hvergi er að fínna fleiri en tvö flugfélög á hverri leið, ef frá eru talin áætlunar- flug milli Parísar og Nice, en fyrir ári voru 3-4 flugfélög á hverri leið. Visa Island fær nýja IBM-stórtölvu VISA ísland fær nú um áramót- in afhentan nýjan móðurtölvu- búnað frá Nýheija hf., IBM Multiprise 2000, sem kom á markað nú í haust. Þessi nýja stórtölva er búin CMOS-3 ör- gjörvum með mjög öflugum inn- byggðum diskum. Jafnframt tekur VISA ísland í notkun IBM OS/390 stýrikerfi, arftaka MVS stýrikerfisins, sem m.a. er notað af Reiknistofu bankanna og Skýrr hf. Þar er um að ræða nýjustu útgáfu af stórtölvustýrikerfi sem býður upp á marga nýja möguleika, m.a. á sviði viðskipta og upplýsinga yfir Internet, Lotus Notes o.fl., að því er segir í frétt. Myndin var tekin við undirrit- un kaupsamningsins. Fremstir silja þeir Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri VISA ísland, og Frosti Sigurjónsson, forstjóri Nýheija hf. I aftari röð eru frá vinstri: Leifur Steinn Elíasson, aðst. framkvæmdastjóri VISA ísland, Hjálmtýr Guðmundsson, kerfisfræðingur Nýheija hf., Júlíus Óskarsson, forstöðumað- ur tölvusviðs VISA ísland og Emil Einarsson, framkvæmda- sljóri IBM sölusviðs Nýheija hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.