Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 41 Morgunblaðið/Arnór JÓNAS P. Erlingsson og Steinar Jónsson færa sig norður yfir heið- ar og spila með Akureyringum um rétt til þátttöku í íslandsmóti. Uppstokkun á sterkustu brids- sveitunum BRIPS Þönglabakki 1 REYKJAVÍKURMÓTIÐ Reykjavíkurmótið í sveitakeppni fer fram dagana 4.-19. janúar í Brids- höllinni við Þönglabakka. Aðgangur er ókeypis. ÞAÐ má segja að bridskeppnis- tímabilið byiji fyrir alvöru nú um helgina þegar reykvískir brids- spilarar hefja keppni um Reykja- víkurmeistaratitilinn í sveita- keppni. Þá kemur einnig í ljós hvernig helstu sveitir verða skipað- ar í keppnum vetrarins og hægt er að byija að spá í spilin um væntanlega sigurvegara á stór- mótum. Að þessu sinni hefur orðið nokk- ur uppstokkun á þekktustu brids- sveitunum. Tvær þær sigursælustu á síðasta ári, sveitir Landsbréfa og Samvinnuferða-Landsýnar, hafa til dæmis skipst á mannskap. Guðmundur Páll Arnarson og Þor- lákur Jónsson, sem áður voru í Landsbréfum, spila í vetur í sveit Samvinnuferða en Björn Eysteins- son og Ragnar Hermannsson, sem áður voru í sveit Samvinnuferða, hafa gengið til liðs við Landsbréf. í þeirri sveit verða áfram Jón Bald- ursson, Sævar Þorbjörnsson og Sverrir Ármannsson. í sveit Sam- vinnuferða verða, auk Guðmundar og Þorláks, Helgi Jóhannsson, Guðmundur Sv. Hermannsson og Karl Sigurhjartarson. Sveit VÍB hefur fengið liðsauka frá síðasta keppnisári, Sigurð Sverrisson sem spilar við Ásmund Pálsson. Áfram verða í sveitinni Aðalsteinn Jörgensen, Matthías Þorvaldsson, Guðlaugur R. Jó- hannsson og Örn Arnþórsson. Talsverðar breytingar hafa orðið á sveit Hjólbarðahallarinnar sem Hjalti Elíasson fer fyrir. Með hon- um verða Eiríkur Hjaltason, Páll Hjaltason, Einar Jónsson, sem áður var í sveit Samvinnuferða, og Ragnar Magnússon og Páll Valdi- marsson sem áður voru í sveit Búlka. Sveit Búlka verður skipuð Sig- tryggi Sigurðssyni, Braga Hauks- syni, Sigurði Vilhjálmssyni, Er- lendi Jónssyni og Ljósbrá Baldurs- dóttur. Sveit Roche verður skipuð Hauki Ingasyni, Jóni Þorvarðarsyni, Oddi Hjaltasyni, ísak Erni Sigurðssyni og Þresti Ingimarssyni. Þá spila þeir Kristján og Valgarð Blöndal, Guðmundur Sveinsson, Valur Sig- urðsson, Björn Theódórsson og Rúnar Magnússon saman undir nafni Eurocard. Sveit Símonar Símonarsonar verður skipuð hon- um og Páli Bergssyni, Guðmundi Péturssynij Stefáni Guðjohnsen og Kjartani Ásmundssyni. Þá spila Hermann og Ólafur Lárussynir með Hrannari Erlingssyni, Stefáni Jóhannssyni, Jakob Kristinssyni og Júlíusi Siguijónssyni. Loks má geta þess að Jónas P. Erlingsson og Steinar Jónsson, sem spiluðu í sveit Hjólbarðahallar- innar síðasta vetur, hafa gengið til liðs við Akureyringana Magnús Magnússon, Pétur Guðjónsson, Sigurbjörn Haraldsson og Anton Haraldsson og þessi sveit spilar um íslandsmótsrétt á Norðurlandi. Gott útspil Landsbréf unnu Samvinnuferðir í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins fyrir ári. Landsbréfamenn áttu heldur náðuga daga í úrslitakeppn- inni þá, enda í góðu formi eins og þetta spil úr fjórðungsúrslitum mótsins ber með sér. Jón Baldurs- son þurfti að spila út með þessi spil í vestur: Norður ♦ KG10642 ¥D105 ♦ 97 + ÁD Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta 1 spaði 3 spaðar pass 3 grönd// 3 spaðar báðu suður um að segja 3 grönd með spaðafyrirstöðu. Jón sá í hendi sér að fyrst norður hafði aðeins áhuga á spaðafyrirstöðu væri hann væntanlega með renn- andi láglit en lítið annað. Suður átti háspil í spaða og hjarta og því gat laufið verið opið. Jón spilaði því út laufaás og laufadrottningu þegar Sævar Þorbjörnsson í austur kallaði. Norður ♦ D7 y 93 ♦ ÁKDG106 ♦ 432 Vestur ♦ KG10642 VD105 ♦ 97 ♦ ÁD Austur ♦ 93 VG64 ♦ 53 ♦ KG10986 Suður ♦ Á85 V ÁK872 ♦ 842 ♦ 75 Eins og sést átti vörnin sex slagi á lauf og Landsbréfamenn unnu leikinn léttilega. Guðm. Sv. Hermannsson - kjarni málsins! A Hannes Hlífar og Helgi Ass töpuðu klaufalega í 6. umferð SKAK Norræna VISA bikarkcppnin RILTON MÓTIÐ í STOKKHÓLMI 27.12.- 5.1. Þrír islenskir stórmeistarar keppa á mótinu, sem er það fjórða af fimm undanrásamótum. ÞRÁTT fyrir spá völvunnar á Stöð 2 um að 1997 verði gott ár fyrir íslenska skákmenn byijuðu þeir árið illa í Stokkhólmi. Þeir Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Áss Grétarsson töpuðu báð- ir klaufalega fyrir sænskum al- þjóðameisturum í sjöttu umferð, en Jóhann Hjartarson vann sína skák. Staðan að þremur umferðum óloknum: 1.—3. Gausel, Noregi, Benjamin, Bandaríkjunum og Degerman, Svfþjóð 5 v. af 6 mögulegum. 4.—12. Ulibin, Agrest, Gleizerov og Jakovitsj, allir Rússlandi, Curt Hansen og Lare Schandorff, Danmörku, Sjúl- man, Úkraínu, deFirmian, Bandaríkj- unum og Áström, Svíþjóð 4 'A v. Helgi Áss og Jóhann eru í 13.—34. sæti með fjóra vinninga, en Hannes Hlífar hefur þijá og hálfan vinning. í gær átti Jóhann að hafa hvítt gegn sænska al- þjóðameistaranum Brynell, en Helgi Áss svart á Eistann Ehlvest, sem er stigahæsti keppandinn. Jóhann vann sænskan nafna sinn, alþjóðlega meistarann Johan Furhoff snaggaralega í fyrstu skák sinni á nýja árinu: Hvítt: Furhoff, Svíþjóð Svart: Jóhann Hjartarson Kóngsbragð I. e4 - e5 2. f4 - exf4 3. Nf3 - d6 4. d4 - g5 5. Rc3 - Bg7 6. g3 — h6 7. gxf4 — g4 8. Be3 - gxf3 9. Dxf3 — h5 10. Hgl - Bg4 11. Dg2 - Rc6 12. h3 - Bxd4 13. Bxd4 — Rxd4 14. hxg4 - Dh4+ 15. Kd2 — hxg4 16. Dxg4 - Df2+ 17. Be2 - Rf6 18. Dg3 — Rxe4+ og Furhoff gafst upp. Heildarstaðan í VISA—bikarkeppninni Fyrir mótið í Stokkhólmi standa íslenskir skákmenn nokk- uð vel að vígi. Tólf efstu komast í úrslitamótið. Þijú bestu mót hvers skákmanns eru reiknuð. Þeir sem hlotið hafa stig í mótun- um í Reykjavík, Kaupmannahöfn og minningarmótinu um Eikrem í Gausdal í Noregi eru þessir: 1. Hillarp—Persson, Svíþj. 43 2. Margeir Pétursson 42,5 3. Curt Hansen, Danm. 37,5 4. S. Agdestein, Nor. 35,5 5. Jóhann Hjartarson 34,17 6. Tisdall, Noregi 29 7. Hector, Svíþjóð 24,17 8. Djurhuus, Noregi 24 9. Gausel, Noregi 23,67 10. Helgi Ass Grétarsson 22 II. Helgi Ólafsson 22 12. Hannes H. Stefánsson 21,5 13. Þröstur Þórhallsson 19 14. Borge, Danmörku 17 15. Heine—Nielsen, Danm. 15,67 16. Mortensen, Danm. 13,17 17. L.B. Hansen, Danm. 12,17 18. Ákesson, Svíþjóð 7 19. Westerinen, Finnl. 7 20. Schandorff, Danm. 6 21. Furhoff, Svíþjóð 4 22. St. Pedersen, Danm. 4 23. Lejlic, Svíþjóð 4 24. Östenstad, Nor. 3,5 25. Gabrieisen, Nor. 2,5 26. Gundersen, Nor. 2,5 27. Bragi Halldórs- son 1,5 28. Lyrberg, Svíþjóð 1,5 29. Magnús Öm Úlfars- son 1,5 Það hafa orðið heil- mikil skrif um heppni Tigers Hillarps Perssons á fýrstu þremur mótunum. En í Stokk- hólmi gengur allt á afturfótunum hjá honum, hann hefur aðeins þijá vinninga úr fyrstu sex skák- unum og bætir varla stöðuna mik- ið. Það er því líklegt að Daninn Curt Hansen komist upp í efsta sætið. Miklar breytingar í Taflfélagi Reykjavíkur Það hefur ekki gengið vel hjá TR undanfarin ár. Virkum félög- um hefur fækkað jafnt og þétt og fjárhagserfiðleikar sett svip sinn á starfsemina. Reglulegum kvöldæfingum var hætt í fyrra eftir að hafa verið haldnar sam- fleytt um áratugaskeið. Á meðan hafa ný taflfélög á höfuðborgar- svæðinu blómstrað. Nú stendur aukaaðalfundur í félaginu fyrir dyrum fimmtudag- inn 9. janúar kl. 20. Ólafur H. Ólafsson, formaður, hefur undir- ritað skriflegt samkomulag við aðra stjórnarmenn um að hann hætti nú í stjórninni. Ólafur mun þó áfram sinna afmörkuðum verk- efnum fyrir félagið. Eins og allir skákáhugamenn vita hefur hann unnið af mikilli fómfýsi fyrir fé- lagið í meira en aldarfjórðung. Svipað samkomulag var gert fyrir ári síðan og átti þá Daði Örn Jónsson að taka við stjórnartaum- unum á aðalfundi í vor. En það gekk ekki eftir, Ólafur sigraði í formannskjöri og í framhaldi af því hættu Daði Örn og fleiri stjórnarmenn í TR og gengu til liðs við taflfélagið Helli. Það mættu margir á þann sögulega aðalfund og kusu, miðað við minnkandi starfsemi TR. Þá hefur verið gert samkomu- lag um sölu á hluta af félagsheim- ili TR, sem hefur reynst óþarflega stórt. Með því næst að greiða skuldir félagsins. Þeir Ingimar Jóhannsson, fiskifræðingur og Wilhelm Steindórsson, verkfræð- ingur hafa átt fmmkvæði að þess- um breytingum. Fylgi mun vera fyrir því að Þröstur Þórhallsson, nýbakaður stórmeistari, taki við formennsku fram að reglulegum aðalfundi í vor. Vonandi er þarna komin lausn á þeirri forystukreppu sem hrjáð hefur TR. Fé- lagið á glæsta sögu og fagnar aldaraf- mæli sínu árið 2000. Með heilbrigðri samkeppni tveggja öflugra taflfélaga, TR og Hellis, ætti framgangur skák- listarinnar í Reykja- vík að vera tryggð- ur. Atkvöld Hellis Taflfélagið Hellir flutti í nýtt húsnæði um áramótin. Nú er starfsemin að hefj- ast af fullum krafti eftir flutning- ana og fyrsta mótið á nýju ári verður haldið mánudaginn 6. jan- úar. Þá verður haldið atkvöld, sem er stutt og fjörugt skákmót. Fyrst eru tefldar þijár hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínút- ur til að ljúka skákinni og síðan þijár atskákir, með hálftíma um- hugsunartíma. Taflfélagið Hellir heldur atkvöld einu sinni í mánuði og hafa þau notið mikilla vin- sælda. Mótið fer fram í hinu nýja fé- lagsheimili Hellis í Þönglabakka 1 í Mjóddinni, efstu hæð. Sami inngangur og hjá Bridgesam- bandinu og Keilu í Mjódd. Rétt er að vekja athygli á að nýja fé- lagsheimilið er mjög vel staðsett með tilliti til strætisvagnaferða, en það er rétt hjá skiptistöðinni í Mjódd. Teflt verður með Fischer- FIDE klukkum. Mótið hefst kl. 20:00. Þátttökugjald er kr. 200 fyrir félagsmenn (kr. 100 fyrir 15 ára og yngri), en kr. 300 fyrir aðra (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri). Unglingaæfingar Hellis Eftir jólafrí eru æfingarnar að hefjast aftur og fara nú fram í Þönglabakka 1. Þær eru haldnar alla mánudaga kl. 17:15. Æfing- arnar taka um það bil eina og hálfa klukkustund. Eina skilyrðið til að vera með er að kunna að tefla. Æfingar sem þessar hafa verið haldnar undanfarin ár hjá Helli og aðsókn verið góð og farið vax- andi. Verðlaun eru veitt fyrir best- an árangur á hverri æfingu. Auk þess eru veitt sérstök verðlaun fyrir bestan heildarárangur og besta mætingu. í fyrra fengu þau Egill Guðmundsson, Ingibjörg Edda Birgisdóttir og Davíð Guðnason verðlaun fyrir bestan árangur. Eiríkur Garðar Einars- son, Haraldur Óli Ólafsson og Egill Guðmundsson fengu verð- laun fyrir besta mætingu. Um- sjónarmaður unglingastarfsins er Davíð Ólafsson. Óll verðlaun vegna unglingastarfsemi Hellis eru gefin af íslandsbanka, Breið- holti. Margeir Pétursson Jóhann Hjartarson vann nafna sinn Furhoff í 18 leikj- um í 6 umferðinni. BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Suðurlandsmót í tvímenningi 1996 Suðurlandsmótið í tvímenningi var spilað á Hvolsvelli þ. 30. nóvem- ber sl. með þátttöku 24 para. Spilað var um nýjan farandverðlaunagrip, sem Glerverksmiðjan Samverk hf. á Hellu gaf. Fyrir síðustu umferðina voru tvö pör jöfn í efsta sæti, en í mótslok stóðu Ólafur Steinason og Ríkharð- ur Sverrisson uppi sem sigurvegar- ar með 129 stig. í öðru sæti urðu Runólfur Jónsson og Sigfinnur Snorrason með 122 stig, en í þriðja sæti höfnuðu Óskar Pálsson og Kjartan Aðalbjörnsson með 81 stig. Fjórðu urðu síðan Þórður Sigurðs- son og Gísli Þórarinsson með 70 stig. Suðurlandsmót í sveitakeppni 1996 Mótið verður spilað á Hótel Flúð- um föstudaginn 17. janúar og laug- ardaginn 18. janúar. Er stefnt að því að mótið hefjist kl. 18 á föstu- dagskvöldið, en mótslok ráðast af fjölda þátttökusveita. Mótið er jafn- framt undankeppni íslandsmóts í sveitakeppni og öðlast þijár efstu sveitirnar þátttökurétt á Islands- móti. Þátttaka tilkynnist til Guðjóns Bragasonar í hs. 487 5812 eða vs. 487 8164, eða Karls Gunnlaugsson- ar í hs. 486 6621, í síðasta lagi þann 15. janúar nk. Bent er á að hægt er að panta gistingu ásamt mat á Hótel Flúðum. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 30. desember sl. var spilaður tvímenningur 16 pör mættu, 30 spil spiluð. Meðalskor 210. Bestu skor: Vilhjálmur Sigurðss. - ísak Sigurðss. 240 Guðlaugur Sveinss. - Magnús Sveinss. 239 Halldór Þorvaldsson - Baldur Bjartmarss. 236 Nk. mánudagskvöld verður spil- aður eins kvölds tvímenningur, Mitc- hell, forgefin spil. Skráning á spila- stað Þönglabakka 1 ef mætt er fyrir kl. 19.30. Mánudaginn 13. janúar 1997 hefst sveitakeppni. Aðstoð veitt við að mynda sveitir. Upplýsingar og skrán- ing í síma 587-9360, BSÍ, 5532968, Ólína og 557-1374, Ólafur. Spila- stóri er Isak Öm Sigurðsson. Gleðilegt nýtt ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.