Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ 22 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 RIÐUR og kyrrð ríkti í húsakynnum jóga- stöðvarinnar Heims- ljóss þegar undirritaður steig þar sín fyrstu spor í átt til bættra lífshátta, undir for- merkjum og leiðsögn jóga- heimspekinnar. Kristbjörg Kristmundsdóttir jógakenn- ari hafði boðist til að styðja hann fyrstu skrefin og henni til aðstoðar var Guðni Franz- son klarínettuleikari. Sjálf- sagt er vart hægt að hugsa sér betra veganesti enda virðast seiðandi tónarnir úr blásturshljóðfærum tónlist- armannsins hverfast um lífs- speki lærimeistarans og óhjákvæmilega kemst maður í upphafið sálarástand af slíkum samhljómi. „Guðni kom inn í þetta samstarf eins og engill af himni ofan,“ segir Kristbjörg aðspurð um hvernig samstarf þeirra, sem nú hefur skilað sér á geisladiski, er tilkomið. Guðni kveðst hins vegar ekki stunda jóga sjálfur enn sem komið er, en hann er „alltaf á leiðinm að fara að byrja“ eins og svo marg- ir aðrir. „Guðni er fæddur jogi, hann bara veit það ekki sjálfur," segir Kristbjörg. „Sem tónlist- armaður er hann í þessu flæði, sem er sam- bærilegt við jóga,“ segir hún ennfremur og Guðni tekur undir það sjónarmið að tónlist sé á vissan hátt miMl hugleiðsla. „Ég las um jóga sem unglingur, sérstaklega um það er lítur að önduninni og lærði æfingar sem ég nota enn þegar ég spila," segir hann. SamspH líkamsþjálfunar gg einbeitingar Kristbjörg kennir svokallað Kripalu jóga, sem byggist á samspili líkamsþjálfunar og hugleiðslu og einbeitingar. „Þetta snýst um það að af- tengja sig frá öllum ytri áreit- um sem fylgja hinu daglega amstri. Losa um mótstöðu, sem líkami og hugur mynda gagnvart því sem óþægilegt er. í lífinu,“ segir hún til út- skýringar. „Fyrir mér er þetta leiðin til að lifa af í brjáluðum heimi,“ bætir hún við brosandi. „Hægt er að stunda jóga með mörgum mismunandi aðferð- um, og valið stendur um hvernig menn vilja nálgast viskuna og kjamann í sjálfum sér og finna út hvað hent- ar hverjum og einum. Hægt er að gera það í gegnum líkamann, með því að stunda teygjur og æfingar, en sumum hentar betur að gera það í gegnum hugann. Aðrir geta nálgast þetta á trúarlegum forsendum eða í gegnum athafnir og störf. Ég kenni fólki að nálgast þennan kjama í gegn- um líkamann fyrst og fremst, en þó með andlegu ívafi, það er að segja að draga athyglina inná við, frá skilning- arvitunum. En þetta skýrist allt þeg- ar við byrjum." Um inntak þeirrar lífsspeki sem jóga byggist á segir Kristbjörg meðal annars: ,AHt h'f á jörðinni er í raun eitt, þó við upplifum okkur aðgreind hvert frá öðra, því við höfum sameig- inlegan kjama eða uppsprettu innra með okkur. Við höfum einnig skap- andi áhrif hvert á annað og á okkur sjálf. Því úr uppsprettunni flæðir hinn lífgefandi kraftur í gegnum okk- ur og myndar allar þær fjölbreyttu Lífsspeki jóga byggist á andlegri og líkamlegri þjálf- un með það mark- mið að styrkja hug- ann og losa sjálfíð úr fjötrum efnis- heimsins. Sveinn Guðjónsson fór í tíma til Kristbjarg- ar Kristmundsdótt- ur og Guðni Franz- son lék undir á klar- ínettu og ástralskan frumbygaahólk. Hver er munurinn á sálkönnun og atferlisfræði? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆDINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Hvað felst í sálkönn- un og atferlisfræði, hver er mun- urinn á þeim og hverjum koma þessi fræði að gagni. Er hægt að læra þessar greinar hérlendis? Svar: Hér er spurt um tvær meginstefnur í sálfræði og geð- lækningum og í stuttu svari fæst aðeins ófullkomin og yfirborðs- leg mynd af þessum umfangs- mildu fræðum. Kenning Sigmundar Freuds um sálkönnun byggist á athug- unum hans á sjúklingum sínum, þar sem afbrigðileg hegðun og geðræn sjúkdómseinkenni eru notuð til að varpa ljósi á almennt heilbrigt sálarlíf, þróun þess og persónuleika. Sálkönnun skoðar manneskjuna sem heild, feril hennar frá frambernsku og þau gagnvirkandi öfl, sem eru að verki í sálarlífinu. Margt er þar óljóst og umdeilanlegt og margir skoða þessar kenningar fyrst og fremst sem kerfi af vinnutilgát- um, líkan af persónuleikanum, sem stöðugt er í endurskoðun. Freud gekk út frá þeirri frum- forsendu að sálarlífið væri orka, sem upphaflega væri rannin frá hinni lífeðlisfræðilegu orku, sem væri síumbreytanleg og tæki á sig hinar ýmsu myndir í skynj- un, hugsun, tilfinningalífi og at- ferli. Uppspretta orkunnar væri í frumstæðum hvötum, sem leit- uðu útrásar og fullnægingar, en sú útrás mótaðist af kröfum um- hverfisins. Kröfur frum- hvatanna um tafarlausa fullnæg- ingu og kröfur umhverfisins um hömlur og aðlögun að raunveru- leikanum sköpuðu togstreitu, sem annars vegar leiddu til að- lögunar og þroska, en gætu hins vegar leitt til geðrænna sjúk- dómseinkenna. Eftir því sem áhrif raunveruleikans verða meira ráðandi verða hinar frum- stæðu hvatir meira dulvitaðar, en hið meðvitaða sálarlíf sækir eftir sem áður orku sína þangað. Allt atferli á sér orsakir og oft liggja þær í dulvitundinni; ekk- ert verður fyrir tilviljun. Mark- mið sálkönnunar er að leita þessara orsaka hjá einstaklingn- um og gera honum þær meðvit- aðar, þannig að hann fái innsæi í samhengið í sálarlífi sínu. í þessu felst lækning sálkönnun- ar. Atferlisfræði er runnin undan Sálarlíf og atferli rifjum tilraunasálfræðinna. Hún kom fram sem andsvar við þeim aðferðum við rannsóknir og meðferð, sem algengar vora á þeim tíma, m.a. sálkönnun. Þessar aðferðir voru að miklu leyti huglægar og erfitt að prófa þær á þann hátt sem vísindin gera kröfur um. Megininntak atferlisfræðinnar er að atferli mótist fyrir áhrif frá umhverfinu við skilyrðingu viðbragða. Tilraunir rússneska lífeðlisfræðingsins Pavlovs sýndu hvemig viðbrögð við nýj- um áreitum verða til á grund- velli hinna gömlu. Tiltekin áreiti kalla fram tiltekin lífeðlisfræði- leg viðbrögð. Með því að para þessi áreiti við önnur hlutlaus áreiti kalla þau einnig fram sömu viðbrögð. Þetta nefnist skilyrðing. Samkvæmt kenning- um atferlisfræðinga byggist allt atferli mannsins upp stig af stigi á þennan hátt. Öll dýr laga sig að kringumstæðum eftir lögmál- um um umbun og refsingu. Það einkennir sérstaklega manninn, að atferli hans mótast með námi og reynslu. Menn gerðu sér snemma grein fyrir því, að ef viðbrögð mannsins almennt lærast og mótast fyrir lögmál skilyrðing- ar, hlytu óheppileg viðbrögð og atferli, sem flokkast undir geð- ræn sjúkdómseinkenni einnig oft að vera af sömu rótum rann- in. Því var farið að gera árang- ursríkar tilraunir með svonefnd- ar atferlislækningar. Þeim er beitt með góðum árangri við fælni og geðræn streitueinkenni, og á síðustu árum hafa einnig verið gerðar vænlegar tilraunir með stjómun ósjálfráðrar lík- amsstarfsemi, svo sem blóð- þrýstings og hjartsláttar. Helsta gagnrýni á þetta meðferðarform hefur komið frá sálkönnuðum, sem telja að hér sé aðeins verið að lækna einkennið. Því megi gera ráð fyrir að þau sálrænu vandamál sem liggja til grund- vallar leiti út í nýjum einkenn- um. Munurinn á þessum tveimur kenningum og aðferðum þeirra til lækninga felst að veralegu leyti í því að atferlislækningar fást fyrst og fremst við að af- marka atferli meðan sálkönnun miðar að gagngeram breyting- um á persónuleika. Hvorki atferlisfræði né sál- könnun er hægt að læra til starfsréttinda hér á landi. At- ferlisfræði er verulegur hluti af almennu sálfræðinámi, en ekki er enn hægt að ljúka fullgildu prófi til starfsréttinda í sálfræði við Háskóla íslands. Sálkönnun sem meðferðarform er mjög sér- hæft og langt nám, sem sumir sálfræðingar og geðlæknar legg- ja fyrir sig sem viðbótarnám. I því felst m.a. að þeir gangi sjálf- ir í gegnum sálkönnunarmeð- ferð, sem tekur nokkur ár með þéttum viðtalstímum hjá sál- könnuði. Hægt er að stunda námið til réttinda við stofnanir erlendis, sem sérhæfa sig á þessu sviði. •Lesendur Morgunblaðsins geta spurl sálfræðinginn um það sem þeim liggur Á hjnrta. Tekið er á móti spumingum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í sínm 569 1100 og bréfum eða símbréf- um merkt: Vikulok, Fax 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.