Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 II00, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK ■ Fátækt á árinu 1996/29 -----» » »---- Ný meðferðartækni við illkynja blóðsjúkdómum Lífslíkur hvít- blæðissjúk- linga aukast STOFNFRUMUÍGRÆÐSLA er ný meðferðartækni, sem er vaxandi þáttur í meðferð gegn ýmsum ill- kynja blóðsjúkdómum og föstum æxlum, m.a. bijóstakrabbameini. Þetta er ein þeirra nýjunga sem kynntar voru á ráðstefnu um rann- sóknir í læknadeild Háskóla íslands, sem hófst í gærmorgun og lýkur í kvöld. Á ráðstefnunni eru 178 rann- sóknarverkefni kynnt. Igræðsla blóðmyndandi stofn- frumna í sjúklinga sem þjást af ill- kynja blóðsjúkdómum, s.s. hvítblæði, hefur að sögn Kristbjamar Orra Guð- mundssonar líffræðings í Blóðbank- anum komið sem meðferðarform að hluta til í stað beinmergsigræðslna, en þær hafa fram að þessu verið sú aðferð sem helzt hefur verið beitt við meðferð slíkra sjúkdóma. ■ Mikil gróska/11 Sveitarstjórn Kjósarhrepps Staðarval álvers vítavert HREPPSNEFND Kjósarhrepps samþykkti í gær að beina ein- dregnum tilmælum til stjómvalda að endurskoða staðarval álvers sem fyrirhugað er á reisa á Grund- artanga. í samþykkt sinni segir hrepps- nefndin að hún fyllist óhug vegna upplýsinga um gríðarlegt magn eiturefna sem streyma muni út í andrúmsloftið frá álverinu. Sú stefna stjórnvalda sé vítaverð gagnvart lífríki og ímynd Hval- fjarðar að reisa álbræðslu í miðju mikils landbúnaðarhéraðs þar sem víðtæk uppbygging í ferðaþjónustu og útivist sé hafin. Samþykkti hreppsnefndin að leita nú þegar eftir aðstoð lög- manna til að gera víðtækar skaða- bótakröfur á hendur stjórnvöldum og verksmiðjuhöldi þar sem aðilum verði gert að bæta allt það fyrir- og ófyrirsjáanlega tjón sem íbúar og fasteignaeigendur í hreppnum verði fyrir vegna skipaumferðar, - nærveru og mengunar verksmiðj- unnar, verði hún reist. í samþykkt sinni bendir hrepps- nefndin stjórnvöldum á að velja álverinu frekar stað þar sem um- hverfisáhrif á náttúru og samfélag verði minni en á Grundartanga, og bendir á land sem ríkið hafi þegar tryggt sér, á Keilisnesi eða í Straumsvík. Morgunblaðið/Þorkell Borgarafundur á Þingeyri um atvinnuástandið á staðnum 44 þús. fyrir einstakling, 75 þús. fyrir barnlaust par Þar kemur fram að í könnuninni séu fátæktarmörk skilgreind afstætt sem 50% af meðalfjölskyldutekjum á einstakiing. Fátæktarmörkin voru 44 þús. kr. heildarfjölskyldutekjur fyrir einstakling, 31 þúsund kr. að auki fyrir maka og 22 þús. kr. fyrir hvert barn. Samkvæmt því teljast hjón með minna en 75 þús. kr. heildartekjur undir fátæktarmörkum. Par með eitt bam þarf að ná 97 þús. kr. tekjum til að ná yfir fátæktarmörk en ein- stætt foreldri með eitt bam 66 þús. kr. Erfitt að taka þátt í lífi samfélagsins í greinargerðinni segir að fátækt- armörkin séu afstæð og taki mið af meðaltekjum í þjóðfélaginu á könn- unartímanum. „Meginhugsunin á bak við þessa afstæðu skilgreiningu er sú að slík fátæktarmörk gefi vísbend- ingu um stærð þess hóps í þjóðfélag- inu „sem á erfítt með að taka fullan þátt í lífi síns samfélags" og á þar af leiðandi erfitt með að veita börnum þokkaleg uppeldisskilyrði. Slík við- miðun getur aldrei orðið öðravísi en afstæð og hún hlýtur að taka nokk- urt mið af aðstæðum í þjóðfélaginu hveiju sinni. Rétt er einnig að benda á að fyrir umtalsverðan hluta þeirra sem lenda undir fátæktarmörkum í slíkum könnunum er um að ræða tímabundið ástand, sem ef til vill gefur ekki rétta mynd af lífskjöram viðkomandi til lengri tíma.“ Menjað í blíðunni VEÐURBLÍÐAN í höfuðborg- inni hefur gefið mörgum kær- komið tækifæri til að sinna verk- efnum utandyra sem venjulega er erfitt að sinna á þessum árs- tíma. Meðal þeirra sem gripið hafa tækifærið fegins hendi voru menn sem notuðu skamm- vinna dagsbirtuna til að klæða þennan bát nýjum lit í Reykja- víkurhöfn í gær. Félagsvísindastofnun segir 27 þús. manns undir fátæktarmör kum Fækkað um 6 þús- und frá árinu 1995 9,9% ÞJÓÐARINNAR, um 27 þúsund manns, töldust á liðnu ári undir Þetta kemur fram í greinargerð, þeim fátæktarmörkum sem Félagsvísindastofnun Háskóla íslands miðar við sem Stefán Ólafsson og Karl Sig- í rannsóknum á lífskjörum þjóðarinnar. Á liðnu ári fækkaði í þessum hópi urðsson hjá Félagsvísindastofnun um u.þ.b. 6 þúsund manns því árið 1995 voru rúmlega 12% þjóðarinnar, hafa tekið saman um niðurstöður um 33 þúsund manns, undir fátæktarmörkunum. könnunar Félagsvísindastofnunar sem gerð var í lok nóvember 1996 á tekjum og lífskjöram fjölskyldna. Reynt að bjarga Fáfni ÞAÐ mun skýrast á næstu vikum hvort tilraunir Byggðastofnunar til að bjarga Fáfni hf. á Þingeyri frá gjaldþroti takast. Stofnunin samþykkti um miðjan nóvember sl. að veita fyrirtækinu 40 milljóna króna styrk gegn því að fijálsir nauðasamningar tækjust um greiðslu 20% skulda. Slæmt atvinnuástand á Þingeyri var rætt á borgarafundi í gærkvöldi. Mistök í tímavörslu í prófi í læknadeild HÍ Hluti nemenda fékk lengri tíma ÞAU mistök urðu í tímavörslu í efnafræðiprófi í læknadeild Há- skóla Islands í desember að hluti nemenda fékk lengri tíma en aðrir til þess að leysa úr próf- inu. Málið er til athugunar hjá læknadeild og kennslustjóra há- skólans. 30 komast áfram Nemendurnir eru á fyrsta ári í læknisfræði og taka þeir fjögur próf á haustmisseri. Vegin ein- kunn úr þessum fjórum prófum ræður úrslitum um hvort þeir fá að halda áfram námi. Efnafræði- prófið sem um ræðir vegur þriðj- ung af einkunninni. Af þeim rúm- lega 140 nemum sem þreyttu prófin komast einungis þeir 30 áfram sem hæstu einkunnirnar hljóta. Próftíminn var þijár klukku- stundir en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins urðu þau mistök í einni prófstofunni að þar sátu nemendur lengur, sökum þess að starfsmaður sem sat yfír í prófínu hélt að próftíminn ætti að vera lengri. „Það er verið að athuga hvort þetta atvik hafí á einhvern hátt haft áhrif á niðurstöður prófsins," segir Þórður Kristins- son, kennslustjóri Háskóla Is- lands. Hann tekur fram að úrslit úr prófum hafi enn ekki verið birt og því geti hann ekki sagt meira um málið á þessu stigi. Byggðastofnun hefur frá því í haust unnið að því að fínna lausn á erfiðu atvinnuástandi á Þingeyri. Stofnunin fékk rekstrarráðgjafa til að koma með tillögur um úrbætur á rekstri Fáfnis. Um miðjan nóvem- ber voru fyrirtækinu veittar 18,2 milljónir króna í styrk til að greiða forgangskröfur, 11,6 milljónir króna í styrk til að greiða fyrir nauðasamningum og 12 milljóna króna lánum var breytt í hlutafé. Þá hefur stofnunin lagt fram 12 milljónir til viðbótar. Einar Oddur Kristjánsson alþing- ismaður sagði það trú sína, að þessi tilraun til að bjarga Fáfni minnkaði með hverri vikunni sem liði. Fyrir- tækið væri mjög skuldsett og veru- legt tap væri á rekstrinum. Hann sagðist samt vera fylgjandi því að áfram yrði reynt að bjarga því. Sighvatur Björgvinsson alþingis- maður sagði að Byggðastofnun hefði leitast við að fá fyrirtæki til samstarfs við Fáfni, m.a. með því að bjóða fjármuni í meðgjöf. Þegar væri búið að eyða háum upphæðum af almannafé í fyrirtækið. Á fundinum kom fram gagnrýni á þingmenn og stjórnvöld fyrir hvernig haldið hefur verið á málum. Gagnrýnin beindist einnig að kvóta- kerfinu og framsali aflaheimilda, en Þingeyri hefur tapað miklum aflaheimildum á síðustu árum. ■ Örlög/28 Morgunblaðið/Golli FORYSTUMENN í bæjarstjórn ísafjarðar voru þungbúnir á borgarafundinum. Frá vinstri: Halldór Jónsson bæjarfulltrúi, Þorsteinn Jóhannesson forseti bæjarstjórnar og Krislján Þór Júlíusson bæjarstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.