Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 24
Á LISTARÖLTI MEÐ _BRYNHI LDI_ ÞORGEIRSDÓTTUR MYNDHÖGGVARA AÐ gustar af Brynhildi. Hún byrjaði að tala um leið og blaðamaður hitti hana á köldum degi á Kjarvalsstöðum og hætti ekki fyrr en tveimur tímum sein- na við verk Hafsteins Austmanns við hús Landsvirkjunar, ofan við Bústaðaveg. Brynhildur hefur verið virkur mynd- listarmaður í nær tvo áratugi og sýnt víða hérlendis og erlend- is. Hún hefur meðal annars hlotið starfs- laun Reykjavíkur- borgar í 3 ár auk ým- issa annarra styrkja og viðurkenninga. Hún vann nýlega keppni um útilista- verk í Garðabæ sem 34 listamenn tóku þátt í. Verkinu verður komið fyrir rétt fyrir framan íþróttahúsið í Garðabæ og mun blasa við vegfarendum á suðurleið. Fá ng verh „Pað er fátt um ný verk á Reykja- víkursvæðinu,“ segir hún á meðan hún veltir kortinu fyrir sér, „megnið af þessu er mjög hefðbundið dót, einhverjar stöplamyndir. Pað er voða skrýtið að það er engin til- raunastarfsemi í gangi í þessum flokki myndlistarverka. I Reykjavík er til dæmis lítið gert að því að fá listamann til að vinna verk fyrir ein- hvem ákveðinn stað. Það er helst að umhverfið sé þá hannað að verk- inu,“ segir hún og bendir á mynd af Sólfari Jóns Gunnars Árnasonar við Sæbraut. „Sólfarið er sérstakt dæmi um það því þar endaði allt með ósköpum því umhverfið var „yfirhannað“ og hefði keyrt Sólfarið í kaf ef myndlistarmenn hefðu ekki gripið í taumana." Brynhildur bend- ir síðan réttilega á að uppistaðan í útilistaverkum í borginni sé minnis- varðar um menn. íslendingar eru oft uppteknir við að útilistaverk þurfi að vera þannig úr garði gerð að þau standist tímans tönn og endist að eilífu að mati Biynhildar og vill hún breyta því viðhorfi. „Opin almenningssvæði, sem enginn notar hvort sem er hér á okkar kalda landi, væru tilvalin und- ir höggmyndasýningar. Þær þurfa svo kannski ekki að standa nema í ár og þá er hægt að skipta um verk.“ A næsta ári á Myndhöggvarafé- lagið 25 ára afmæli. Reykvíkingar eiga þá von á góðu að sögn Bryn- hildar því gefinn verður forsmekkur að tímabundinni útilistaverkasýn- ingu eins og minnst var á hér að framan. Myndhöggvarafélagið ?jtl- ar í samvinnu við Reykjavíkurborg að standa fyrir stórri sýningu þar sem reisa á iista- verk meðfram strandlengjunni, frá Seltjarnamesi og að Fossvogi. „Kannski verður þessi sýning okkar kveikjan að nýju viðhorfi til útilista- verka.“ Lúmsht ygrfi Á Miklatúni stendur verk Krist- ins Harðai-sonar. Prjár rauðar og hvítar stangir stan- da upp í loft og á jörðinni er högg; mynd úr jámi. I gegnum verkið liggur göngustígur. Sjálfsagt halda margir vegfarendur að hér sé um tímabundnar framkvæmdir að ræða, að mælingamenn hafi skropp)- ið í kaffi eða gleymt þama tækjum sínum eða þvíumlíkt, en svo er ekki. „Þetta er lúmskt verk,“ segir blaða- maður og Brynhildur segir göngu- stíginn gera sitt í að gera það lymskulegt. „Mér finnst mjög gott að svona verk skuli vera til hér í bænum og sýnir vel að verk þurfa ekki að vera uppi á einhverjum hvít- skúruðum stalli." í bílnum á leiðinni að næsta verki ræðum við um kjör listamanna og aðstöðu. Brynhildur segir að Reykjavíkurborg sé búin að skera niður um 5 milljónir á þessu ári til listaverkakaupa, „það er nú enginn smápeningur. Áuk þess hef- ur verið niðurskurður til verkefna- sjóðs listamanna og starfslauna listamanna. Pá er listskreytinga- sjóður ríkisins nánast ekki til leng- ur. Petta náttúrulega rosaleg skerð- ing á tekjumöguleikum myndlistar- manna. “ Við hemlum við Arnarhól þar sem grænleitur Ingólfur Arnarson eftir Einar Jónsson stendur og horfir út á haf. „Hér er klassíkin í öllu sínu veldi og stöpullinn er veglegur. Hér er allt eins og það á að vera.“ Þrengt aá Ustinni í hallargarðinum er minnismerki eftir Helga Gíslason. Þar stoppum við stutt. Verkið er eins konar nú- tímaminnismerki sem þó heldur í gömlu brjóstmyndahefðina. Rúrí á verk við Háskólann. Hún er ein af fáum konum sem eiga verk í bænum en hún á einnig vatnslista- verkið Fyssu í fjölskyldugarðinum í Laugardal. Við erum sammála um að það þrengi fullmikið að verkinu. Það á það sammerkt með verki Kristins á Miklatúni að margir átta sig ekki á að um listaverk er að Samkvæmt korti sem menningar- málanefnd Reykja- víkur og Ferða- málanefnd Reykja- víkur gefa út eru 84 útilistaverk skráð í Reykjavík. Þórodd- ur Bjarnason bauð Brynhildi Þorgeirs- dóttur í bíltúr um borgina í leit að skemmtilegum listaverkum og nið- urstaðan er sú að þau eru fá. ræða. Ástæðan gæti verið þrengslin og við íhugun komumst við að því að sum listaverk þrífast hreinlega ekki í þrengslum. Bæði þessi verk eru góð dæmi um hvað samspil við um- hverfið hefur mikið að segja. IMáttúrufegurð rís úr jörúu Næst var haldið í Garðabæ, til staðaríns þai- sem mynd Brynhildar á að rísa. „Það er fallegt í kringum Garðabæ, hraun, melar, og sjórinn sem hefur gengið langt á land. Hug- mynd min gekk út á það að flytja þessa náttúrufegurð inn í bæinn og láta hana rísa upp úr jörðinni. Hér er fjallgarður, klettur og fjalls- hryggur. Þríhymingsuppsetningin er síðan unnin út frá sömu hug- myndum og eru notaðar við hönnun japanskra garða. Þrenningin mað- ur, himinn og jörð.“ Verkið á að rísa innan hálfs árs að sögn Brynhildar. Hægt verður að ganga inn í það og nálgast á mjög auðveldan hátt enda engir stöplar eða annað til að trufla. Að því leyti má setja verkið í „til- rauna“-flokk útilistaverka, styttan er komin af stallinum og niður til Morgunblaðið/Halldór fólksins en rétt er að minna á þá staðreynd að verkið er ekki staðsett í Reykjavík. Verkið á að verða lif- andi að því leyti að mosagróður mun vaxa á því en einnig notar hún stein- steypu og gler meðal annars en því eru ekki allir hrifnir af að hennar sögn þó enginn sé feiminn við að byggja hús sín úr þeim efnum. Brons og marmari eru hin réttu list- hráefni. Lokastoppistöð náðum við þegar sól var að hníga til viðar þó enn væri miður dagur. Spenna eftir Hafstein Austmann við hús Landsvirkjunar var staðurinn. Við vorum sammála um ágæti þess verks þó enn sé það ráðgáta að listmálarinn sem er þekktur sem einn harðasti fylgis- maður geometríska abstraktmál- verksins hafi undið sér inn á þennan vettvang myndlistarinnar en það ber að hafa í huga að þarrna var um nafnlausa samkeppni að ræða. Niðurstaðan af bíltúrnum var sú að í Reykjavík er lítið til af skemmtilegum og spennandi úti- listaverkum og það hlýtur að vera á ábyrgð borgarinnar að bæta lista- verkaflóru sína, íbúum hennar til yndisauka. 1 VERK Kristins Hráfnssonar á Miklatúni. Margir halda að hér séu menn við vinnu. 2 INGÓLFUR Arnarson eftir Einar Jónsson. „Hér er allt eins og það á að vera." 3 HELGI Gíslason blandar sam an nútímaskreyti í höggmynd sinni og hefð- bundinni brjó'stmynd. 4 RÚRÍ er ein fárra kvenna sem eiga útilistaverk í bænum. Hér eru byggingar og annað dót allt um kring og þrengja að verki henn- ar. I baksýn á ber svæði sést i tónlistarmanninn eft- ir Ólöfu Pálsdóttur. 5 BRVNHILDUR Þorgeirs- dóttir við rnódel af verki sínU, Landslagsmynd, sem rísa á innan hálfs árs í Garðabæ. 6 SPENNA eftir listmálarann Hafstein Austmann er við hús Landsvirkjunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.