Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Faðirokkar, tengdafaðir, afi og langafi MAGNÚS ADOLF MAGNÚSSON bifvélavirkjameistari, Ásbraut 15, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum í Reykjavfk á jóladag, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 6. janúar kl. 13.30. Kolbrún D. Magnúsdóttir, Björn Ólafsson, Björn M. Magnússon, Steinunn Torfadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og systir, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Kópavogsbraut 1 a, lést á heimili sínu 2. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Valgerður Björnsdóttir, Ágúst Þorgeirsson, Kristbjörg Ágústsdóttir, Hafsteinn Þór Pétursson, Björn Ágústsson, Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir, Laufey Lilja Hafsteinsdóttir, Finnbogi Guðmundsson. t Móðir okkar og tengdamóðir, ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR áður Meðalholti 15, lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð þann 1. janúar. Guðmundur Jensson, Skúli Jensson, Ólafur Jensson og aðrir aðstandendur. t Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, HRÓLFUR H. JAKOBSSON, Hólabraut 16, Skagaströnd, er lést á heimili sínu 27. desember, verð- ur jarðsunginn frá Hólaneskirkju á Skaga- strönd í dag, laugardaginn 4. janúar, kl. 14.00. Sylvía Hrólfsdóttir, Pétur Eggertsson, Hrólfur E. Pétursson, Brynjar Pétursson, Viktor Pétursson. t Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför systur minnar, mágkonu og frænku, KRISTÍNAR H. SIGFÚSDÓTTUR, Bólstaðarhlíð 68, Reykjavik. Ragnheiður Sigfúsdóttir, Sigfús Guðmundsson, Auðbjörg Ögmundsdóttir, Þórdis Sigfúsdóttir, Ögmundur Sigfússon, Guðmundur Guðjónsson, Ástvaldur Guðmundsson, Jórunn Garðarsdóttir, Guðmundur A. Ástvaldsson, Ragnheiður K. Ástvaldsdóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA INGVELDUR JÓNSDÓTTIR frá Hárlaugsstöðum, sfðast til heimilis í Lönguhlið 3, Reykjavík, (áður Fellsmúla 16), er andaðist á Landspitalanum 1. janúar, verður jarðsett frá Fossvogskapellu mánudaginn 6. janúar kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagiö eða Hjartavernd. Guðmundur Guðjónsson, Sigurður Sverrir Guðmundsson, Valgerður Jóhannesdóttir, Gylfi Guðmundsson, Svanhildur Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. SARA BRYNDIS ÓLAFSDÓTTIR + Sara Bryndís Ólafsdóttir sjúkraliði fæddist í Reykja- vík 1. apríl 1948. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 20. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaða- kirkju 29. desember. Sara dáin. Þessi frétt kom yfir mig sem reiðarslag. Þessi unga kona sem allir kunnu svo fádæma vel við. En hvað var það í fari Söru sem heillaði mig og alla er hana þekktu? Hún var alltaf hress og gamansöm, hnyttin í tilsvörum og hrókur alls fagnaðar. Maður var ætíð ríkari andlega eftir að hitta Söru. Með þessum orðum kveð ég þig, Sara mín, og veit að þú munt fá góðar móttökur á nýjum stað. Ég sendi fjölskyldu og ástvinum þínum mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Margrét E. Kristjánsdóttir. Elsku Sara frænka. Þú varst kveðin burt úr þessu lífi, alltof snögglega og eftir sitja svo margir með sárt ennið. Af hverju? spyijum við. Þú sem varst alltaf svo hress og kát. Það sitja svo margar minn- ingar eftir um hlýlegar móttökur á heimili þínu og fjölskyldu þinnar. Ég og Guðrún dóttir þín höfum verið_ svo mikið saman síðastliðin ár. Áður en Guðrún flutti í sína íbúð var ég alltaf með annan fótinn í Kvistó. Alltaf var ég velkomin að setjast við eldhúsborðið og njóta matarins með ykkur. Oftar en ekki þegar við komum í Kvistó, sátuð þið, þú og Aron Már, litli ömmu- strákurinn, sólargeislinn ykkar, við eldhúsborðið og voruð að syngja saman, eða þú að kenna honum vísur eða að telja. Þið voruð svo miklir vinir. Honum leið svo vel hjá ömmu sinni og afa. Svaf alltaf upp í hjá ykkur og var svo öruggur á milli ykkar. Aron byijaði svo oft daginn á að syngja vísumar sem þú hafðir kennt honum daginn áður. Já, hann var eins og kóngur í ríki sínu hjá ömmu og afa. Svo mikill er missirinn að hann bað pabba sinn að kaupa flugmiða handa ömmu sinni til baka, svo hann gæti verið hjá henni. Já, allt- af, fylltist maður spenningi þegar mamma og við vorum að fara í heimsókn í Kvistó. Alltaf var eitt- hvað á boðstólum. Kaffi og með því, fyrir fullorðna fólkið og Nóa- konfekt fyrir okkur krakkana. Það fór enginn svangur frá Söru og Gústa. Og svo em það bömin sem þú hafðir svo gaman af. Þú bauðst til að passa Jóhann, vin hans Arons, einn dag, þegar Aron var lasinn. Mamma hans Jóhanns hafði áhyggjur af því að þetta væri nú of mikið að hafa þá báða. Nei, nei, þú hélst nú ekki. Þú vildir bara að þeir gætu verið saman. Svona varst þú. Allt átti að smella saman. Þú sást um það. Elsku Sara mín, ég kveð þig og sakna þín. Guð geymi ykkur öll og styrki ykkur í sorginni. Ykkar Helena Dögg. Fyrir hönd foreldra og fjöl- skyldna okkar langar okkur að kveðja Söm með nokkrum orðum. Hún Sara okkar er lögð upp í sina hinstu för, þá för sem bíður okkar allra. En hver hefði trúað að þinn tími, kæra frænka, væri kom- inn til að kveðja þessa jarðvist? Með Söm er gengin manneskja sem gegndi veigamiklu hlutverki í stórfjölskyldu okkar. Hún var hlekkur sem öðrum fremur tengdi kynslóðir í þessari fjölskyldu. Sara var yngst sinna systkina og aðeins bam í foreldrahúsum þegar eldri systkini hennar vom að eignast sín fyrstu böm. Við sem fyllum þann hóp höfum því margs að minnast. Það hefur eflaust ekki alltaf verið auðvelt fyrir Söm að umbera okkur sem vomm tíðir gestir á heimili afa og ömmu, fyrst á Haðarstíg, seinna á Grettisgötu. En fyrir vikið urðu böndin sterk sem tengdu Söm við systkinabömin. Hún var fjölskyldu- manneskja og sýndi það ótvírætt í verki þegar hún t.d. bauð í veislur, þá var enginn undanskilinn. Hún vildi samgleðjast með öllum sínum. Elsku Gústi, Sverrir, Guðrún, Ágúst og Aron litli, missir ykkar er mikill, megi góður Guð styrkja ykkur og styðja. Sólin er birting hins andlega ljóss sem sendir okkur geisla sína. Megi geislar hennar verma minn- ingu Söm um ókomin ár. Heiða Björk, Fjóla Rut, Linda Rún og Gunnar Örn. GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR + Guðný Jónsdóttir fæddist í Hólmum í Vopnafirði 16. desember 1915. Hún lést á Landspítalanum að kveldi að- fangadags síðastliðins og fór útför hennar fram frá Háteigs- kirkju 3. janúar. Á meðan Reykjavík var Reykja- vík og byggðin umhverfis hana var í vitund manna í raun mörg byggð- arlög eða sveitir hvert með sínum brag og nafni sem hafði skýra merkingu í huga fólks, jafnvel smá- fólks, bjó góð kona utan bæjar- marka, á lágu nesi sem heitir Sel- tjarnarnes, í húsi er Elliði hét. Stundum fannst mér eins og hún hlyti að vera af ætt huldufólks, vissi reyndar að svo var ekki, því Guðný var föðursystir mín. En sá var ljóm- inn í kringum hana, sú var fram- ganga hennar og þannig var allt sem hún kom að, að mér fannst það harla ólíkt hvunndeginum mín- um. Það var því með eftirvæntingu, og ólíkt öðrum heimsóknum til vandamanna með foreldrum, að við lögðum í ferð að Elliða á Seltjarnar- nesi, sem í sjálfu sér, og í takt við annað í fari þeirra Guðnýjar og Kristjáns, stóð fremur undir Elliða- hamri í Staðarsveit en á Seltjarnar- nesinu. Og þó voru þau faðir minn ættuð austan úr Vopnafirði. Þitt elskulega viðmót, þá eins og allt til þess er við hittumst síðast nú í haust hefur verið mér birtugjafi á vegferð minni. Þá spurðir þú frétta af mér og mínu fólki, eins og þú gerðir alltaf, og þegar nafna þín sem sat hjá okkur heyrði að elsta dóttir mín væra á leið til Frakk- lands fáum dögum síðar, bauð hún litla Guðný að hjálpa henni á meðan hún stæði við í París. Og sannar- lega gerði hún það, eins og hún hafði lært af þér, að rétta fram hönd ef þyrfti. Þú hefur með þínu lífi þannig gert aðra að ljósberum. Já, þín elskulegheit mátu foreldrar mínir. Og það gerðum við systkinin líka. Og einhvern veginn er líf ömmu minnar ekki einasta eins og hluti af heimilismynd þinni, heldur er heimili þitt líkt og umgjörð um efri ár hennar og umönnun. Þetta veit ég að faðir minn mat við þig, en aldrei heyrði ég hann tala annað en hlýtt til þín og af bróðurást. Eitt bundið minningunni er að okkur þótti mikið til myndasýninga Kristjáns koma en slíkar sýningar tíðkuðust í jólaboðum á Kleppsveg- inum þar sem Elliði undir Fjallinu var orðinn að fallegu olíumálverki í stofu ykkar, en samt rótbundinn í tilveru ykkar eins og Hólmarnir í Vopnafirði. Mér er ekki grunlaust um að á þessum „sýningum" hafí undramáttur og veröld ljósmyndar- innar náð að fanga huga minn þannig að ljósmyndavélin hefur fylgt mér síðan. Margar konur heimsóttu þig, og árum saman hafðir þú þér til að- stoðar góðar konur sem megnuðu að gera þær er til þín leituðu, ham- ingjusamar í nýjum kjól eða öðrum klæðum. Mér fannst þessi smiðja þín gera þig að álfkonu, svo fínleg sem þú varst voru verk þín einnig eins og ofin í Hamrinum eða Hólm- anum og þaðan borin í mannheim að skýla og skreyta einhveija konu. Sem þó var aldrei einhver heldur í hvert sinn sérstök og naut alúðar þinnar. En þannig var líf þitt, að mega gagnast öðrum í einhveiju. Og það tókst þér þannig að margir eiga þér nú þakkir að gjalda. Ég verð þér ávallt þakklátur fyr- ir umhyggju þína og velvild í garð minna. Þegar Guð hefur nú á jólum kallað þig frá þrautum þínum síð- ustu daga þína hér vil ég þakka þér samferðina en ég veit að Hann verður þér náðugur. Eddu og Guðnýju bið ég Guð að styrkja og varðveita með þeim minninguna um góða móður og ömmu. Guðlaugur Óskarsson, Kleppjárnsreykjum. t Elskulegur faðir, bróðir minn, mágur og frændi, RAFN STEFÁNSSON, Fálkagötu 17, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu aðfara- nótt 31. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Þórey R. Stefánsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, (GUÐMUNDUR) ÓSKAR JÓNSSON fyrrverandi framkvæmdastjóri, Neðstaleiti 13a, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélagið. Rósa Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.