Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 25 Lesendur spyrja Morgunblaðið/Kristinn ÁSKELL Þórisson við hjólkoppana sem nú prýða bifreið hans. Hjólkoppar 222% dýrari í Reykjavík FYRIR jólin kannaði Áskell Þórisson verð á hjólkoppum á Volvo-bifreið sína. Þeir kostuðu 4.603 krónur stykkið. Ef Áskell hefði keypt eða pantað fjóra hjólkoppa hefðu þeir kostað 18.412 krónur. _ Skömmu síðar átti Áskell leið til Kielar í Þýskalandi og fór þar í Volvo-verslun. Þar keypti hann ij'óra hjóikoppa af sömu gerð og hann spurði um hjá umboðinu heima. Fyr- ir fjögur stykki borgaði hann 132.32 þýsk mörk sem samsvarar um það bil 5.715 krónum. Þegar Áskell kom heim hafði hann aftur samband við Brimborg sem er með Volvo-umboð- ið til að fá verðið staðfest. Fékk hann uppgefið sama verð og áður 18.412 krónur. Verðmunurinn er 12.697 krónur og hjólkopparnir því rúmlega 222% dýrari hérlendis. Áskell segist gjarnan vilja fá á því útskýringar hveiju munurinn sæti. Svar: „Innkaupsverðið hjá okkur er 1.560 krónur á hvern hjólkopp og það er hærra en útsöluverð á hverjum hjólkoppi í Kiel. Útsöluverð- ið er semsagt lægra en innkaupsverð- ið okkar,“ segir Egill Jóhannsson framkvæmdastjóri hjá Brimborg hf. „Þetta skýrir verðmuninn að stór- um hluta,“ segir Egill. Ofan á þetta verð borgum við 20% vörugjald og 24,5% virðisaukaskatt. Við höfum ekki náð sambandi við Volvo-verk- smiðjumar í Svíþjóð til að fá á því viðhlítandi skýringar hversvegna inn- kaupsverðið til okkar er 23% hærra en útsöluverðið í Kiel en skýringarn- ar kunna að vera ótalmargar." ÞAÐ var í nógu að snúast þegar litið var inn hjá Verðlistanum í gær Útsölur að hefjast Afsláttur svipaður og í fyrra SUMAR verslanir eru þegar byijað- ar með útsölur og þar hefur verið mikið að gera. Nokkrar verslanir við Laugaveg ætla að hefja útsölu í dag, á löngum laugardegi. Þeirra á meðal er Be- netton við Laugaveg en þar á allt að seljast og nýjar vörur eru seldar með 20-50% afslætti. Við Skóla- vörðustíg hefja einnig nokkrar verslanir útsölur í dag. Hjá Verðlistanum byijaði útsalan síðastliðinn fimmtudag og að sögn Halldóru Ágústsdóttur hefur verið margt um manninn þar. Þar er veittur 30% afsláttur af vetrarvöru og 50% af eidri vöru. Flestar útsölur hefjast í Kringl- unni þann 9. janúar næstkomandi. Þó eru sumar verslanir þegar bytj- Morgunblaðið/Ásdís JÓLAVARNINGUR var seld- ur með 40-70% afslætti hjá versluninni Byggt og búið í Kringlunni en þar hófst útsal- an í gær. aðar með útsölu eins og Monsoon og Byggt og búið. Hagkaup fylgir dagsetningu Kringlunnar með útsölu, sem þýðir að 9. janúar hefst útsaia þar á bæ. Að sögn Arnar Kjartanssonar hjá Hagkaupi mega viðskiptavinir bú- ast við allt að 70% afslætti að þessu sinni. Útsalan í sérvörudeild Bónuss í Holtagörðum hefst þann 8. janúar og þar geta viðskiptavinir keypt vörur með 50-80% afslætti. Þvottaefni fyrir upp- þvottavélar eru hættuleg ÞVOTTAEFNI fyrir uppþvottavélar eru hættuleg efni og mun hættu- legri en venjulegur uppþvottalögur. Nýlega var gerð könnun á merking- um þvottaefna fyrir uppþvottavélar og kom í ljós að aðeins ijórar af sextán tegundum sem skoðaðar voru reyndust alltaf og alls staðar rétt merktar. Könnunin var fram- kvæmd af Hollustuvernd ríkisins og heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga. Að sögn Bryndísar Skúladóttur efnaverkfræðings á eiturefnasviði hjá Hollustuvernd ríkisins eru flest þessara efna sterkt basísk og því ætandi eða ertandi fyrir húð og mjög hættuleg ef þau komast í munn eða meltingarveg. „Það er því mikilvægt að merkingar séu réttar og á íslensku." Ætandi og ertandi efni í þvottaefnunum Hún segir að langflest þvottaefni fyrir uppþvottavélar innihaldi það mikið magn af ætandi og ertandi efnum að varan er merkingarskyld samkvæmt íslenskum reglum og eiga merkingar að vera á íslensku, með viðeigandi varnaðarorðum, varnaðarmerkjum og notkunarleið- beiningum. Varnaðarmerkin eru svört á appelsínugulum grunni. Til- gangurinn er að vekja athygli á hættu við ranga notkun efnanna og forða slysum. „Þetta er sérstak- lega brýnt þegar um er að ræða efni sem eru notuð í heimahúsum. Þó að sá sem kaupir inn fyrir heimil- ið geti lesið erlendar leiðbeiningar þá eru oft fleiri á heimilinu sem umgangast þessi efni og þurfa að geta fylgt þeim.“ Þvottaefnin eru ýmist merkt sem ertandi eða ætandi og Bryndís seg- ir að efni flokkist sem ætandi ef þau sundra eða tæra lifandi vef. Ertandi efni skaða aðeins ystu lög húðarinnar og geta valdið roða og kláða. Þau má þekkja á varnaðar- merkjunum og þeim varnaðar- og liættusetningum sem fylgja. Geymist þar sem börn ná ekki til Bryndís segir að börn undir sex ára verði helst fyrir siysum vegna hættulegra efna. Hún telur aldrei of oft brýnt fyrir fólki að geyma hættuleg efni á ör- uggum stað þar sem börn ná ekki til. „Þau má ekki geyma í ruslaskáp eða uppi á eldhús- borði. Það er einnig varhugavert að setja hættuleg efni í aðrar umbúðir en þær eru seldar í vegna hættu á að varan sé tekin í misgripum fyrir annað. Það getur til dæmis verið hættulegt að hella þvottaefni í fal- lega krús með skeið og stilla upp á borð. Þess eru dæmi að gestkom- andi í húsi hafi þannig tekið þvotta- efni í misgripum fyrir salt og notað til matargerðar." Sumar umbúðir óheppilegar „Umbúðir þvottaefna eru mis- góðar en það eru ýmist pappakass- ar eða plastbrúsar. „Plastbrúsarnir hafa þann kost að þeir eru með öryggisloki. Pappakassarnir eru óheppilegri því það er ekki mögu- legt að loka þeim þegar þeir hafa einu sinni verið opnaðir. Auk þess þola þeir illa bleytu og hnjask.“ Bryndís segir að kannanir erlendis hafi sýnt að fækkun verður á slys- um af völdum hættulegra efna þeg- ar öruggar umbúðir eru teknar í notkun. Það er því full ástæða telur hún til að hvetja fólk til að velja vöru af þessu tagi í öruggum um- búðum. Hún segir ennfremur að ráðgert sé að banna fljótlega aðrar umbúðir en þær sem eru með ör- yggislokum fyrir ætandi efni. Gefa vatn og leita læknis - En hvernig á fólk að bregðast við ef efnið berst í augu eða munn? „Fyrstu viðbrögð skipta miklu. Það er mikilvægt að leiðbeiningar á umbúðum séu aðgengilegar. Ef slys verður er rétt að hafa samband við lækni eða Eitrunarupplýsinga- stöðina sem er tii húsa á Sjúkra- húsi Reykjavíkur. Ef efni berst í augu á að skola strax með miklu vatni. Við inntöku á ekki að fram- kalla uppköst heldur gefa vatn að drekka og leita strax læknisaðstoð- ar. Ástæðan fyrir því að ekki á að framkalla uppköst er sú að slímhúð vélindans er viðkvæm fyrir ætandi efnum. Við uppköst koma efnin aftur í gegnum vélinda og valda enn meiri skaða. Einnig er hætta á að efnin berist í lungu.“ Að lokum tekur Biyndís fram að rekist neytendur á vörur af þessu tagi sem eru með varnaðarmerking- um á útlensku en ekki á íslensku sé æskilegt að þeir hafi samband við heilbrigðiseftirlit síns sveitarfé- lags.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.