Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 33 f I ) I ) ) ) I I ) J I J 1 3 3 3 i f 3 8 « 4 ÞORSTEINN ÞÓRÐARSON + Þorsteinn Þórð- arson fæddist á Reykjum á Skeiðum 13. ágúst 1910. Hann lést á Ljósheimum á Selfossi 30. des- ember síðastiiðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá Sandlækjarkoti í Gnúpverjahreppi og Þórður Þorsteinsson frá Reykjum. Þor- steinn var þriðji í röð þrettán systk- ina, en tíu þeirra komust á legg. Hann vann við bú foreldra sinna á yngri árum en stundaði jafn- framt sjómennsku og kaup- mennsku. Árið 1945 kvæntist Þorsteinn Unni Jóhannsdóttur frá Iðu í Biskupstungum. Þau stofnuðu nýbýlið Reykhól úr landi Reykja 1945. Þau eignuðust sjö börn. 1) Þórður, f. 1946, kvæntur Málfríði Steinunni Sigurðar- dóttur. Þeirra börn eru Frið- semd Erla Soffía og Gunnhild- ur. 2) Bergljót, f. 1949, gift Guðmundi Sigurðs- syni, þeirra börn eru Unnar Steinn, Sigríður Eva og Haraldur ívar. 3) Bríet, f. 1951, gift Eyjólfi Kristmunds- syni, _ þeirra börn eru Óli Rúnar og Unnur. 6) Óskar, f. 1960, kvæntur Steingerði Kötlu Harðardóttur. Börn þeirra eru Bryndís Eva, Krislján Nói og Guðbjörg Líf. 7) Erla, f. 1964, gift Pálma Hilmarssyni, þeirra börn eru Berglind og Ástrós. Þorsteinn og Unnur stunduðu búskap til ársins 1976, en þá brugðu þau búi er Þorsteinn missti heilsuna vegna heilablæð- ingar. Bergljót dóttir hans og Guðmundur maður hennar tóku þá við búinu en Þorsteinn og Unnur dvöldu áfram í sinni íbúð. Útför Þorsteins fer fram frá Skálholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður á Ólafsvöllum. Við systkinin í Reykjahlíð viljum með örfáum orðum minnast föður- bróður okkar Þorsteins Þórðarson- ar á Reykhóli. Þorsteinn var einn þriggja bræðra sem hófu búskap á Reykjum þegar afi Þórður fór að draga saman seglin í sínum búskap. Á þessum tíma var mikið um það að jörðum væri skipt upp og stofnuð nýbýli, það gerðu Þor- steinn og Ingvar en Bjarni sat gamla býlið. Þeir bræður höguðu málum þannig að hver um sig átti sitt bú og sín hús en jörðin var óskipt, vélar sameiginlegar og ræktun. Af þessu leiddi að náin samvinna var á milli heimilanna. Við krakkarnir á Reykjum ólumst því upp við það öryggi að eiga skjól á þremur heimilum. Við lærð- um að vinna saman og taka tillit hvert til annars. Sjálfsagt þótti að hjálpast að við öll störf, senni- lega hefur verið fremur fátítt að sjá einn við verk á Reykjum á þessum tíma. Vinnubrögð ungmenna hljóta alltaf að mótast af því sem fyrir þeim er haft og verkstjórn ákaf- lega vandasöm. Við teljum ekki á hina bræðurna hallað þó við höld- um því fram að Steini hafi átt drýgstan þátt í því að kenna okk- ur að bera virðingu fyrir vinnunni og vanda í hvívetna það sem við tókum okkur fyrir hendur. Steini var einstakur verkmaður og ekk- ert verk taldi hann svo ómerkilegt að ekki ætti að leggja í það fyllstu alúð. í raun var hann í sínum daglegu störfum stöðugt að skapa listaverk. Sem dæmi um þetta má nefna heygjöfina hjá ánum, hann raðaði heyinu svo vandlega á garð- JON ÞORKELSSON + Jón Þorkelsson fæddist í Litla- Botni í Hvalfirði 17. október 1915. Hann lést á Akranesspít- ala 20. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 30. desember. Jón Þorkelsson, bóndi í Botnsdal í Hvalfirði, er horfínn á vit feðra sinna. Hann hafði um skeið átt við sjúkleika að stríða, unnið varnar- sigra um hríð, en laut loks í lægra haldi fyrir þeim sem leggur okkur öll að lokum. Jón leit dagsins ljós í Litla- Botni í Botnsdal 17. október 1915 og ólst þar upp _ ásamt þremur systkinum sínum. Á hinum bænum í dalnum, Stóra-Botni, átti heima nafni hans, og faðir minn, Jón Helgason. Þeir voru á líku reki og varð vel til vina í bemsku. Sú vin- átta hélst órofín meðan báðir lifðu, þótt leiðir þeirra lægju sín í hvora áttina þegar að því kom að þeir veldu sér starfsvettvang. Jón Þor- kelsson gerðist bóndi og bjó lengst af í Stóra-Botni, ásamt konu sinni, Guðleifu Þorsteinsdóttur, og son- um þeirra tveimur, Steinþóri og Þorkeli. Faðir minn fluttist til Reykjavíkur og starfaði þar sem blaðamaður. Botnsdalurinn var honum þó jafnan hugstæður, og vináttan við Jón og fjölskyldu hans gaf honum tilefni til að heimsækja æskuslóð- irnar. Þegar leið að starfslokum hans sem blaðamanns, átti hann þess kost að eignast skika úr landi Litla-Botns og naut þar æskuvinar síns og nafna. Reisti hann sér hús í dalnum og hugð- ist setjast þar að. Duldist engum að það var þeim nöfnum báð- um tilhlökkunarefni. En allt fór það á aðra lund en ætlað var, því að faðir minn lést í þann mund sem smíði hússins lauk. Það hefur síðan verið sum- ardvalarstaður fjölskyldu minnar. Þar með vorum við orðin nágrann- ar Jóns Þorkelssonar og áttum þess kost að hitta hann oftar en fyrr. Lærðum við þá enn betur að meta hann að verðleikum. Jón Þorkelsson var ágæta vel að sér á fjölmörgum sviðum. Hann kunni m.a. góð skil á landi og þjóð- arsögu, þótt auðvitað væri staðar- þekking hans mest um eigið hér- að. Til marks um það eru örnefni í Botnsdal, sem nú væru vafalaust mörg týnd, hefði hann ekki tekið saman um þau skrár. Margt kunni hann líka að segja mér af fólki og búskaparháttum í dalnum fyrr á tíð, þegar lífsbaráttan var önnur og harðari en nú. Jón var góður heim að sækja ann að hvergi sást misfella, hvert strá fékk sína meðhöndlun. Sama má segja um umgengnina í hlöð- unni þar sem heystálið var svo nákvæmlega skorið að færustu múrarar hefðu getað verið hreykn- ir af. Skepnuhirðing lék í höndum hans og hann lagði metnað sinn í að gera eins vel við hvern einstakl- ing og unnt var á hveijum tíma. Hugtakið sérhlífni var honum al- gerlega framandi, hann var alltaf reiðubúinn að fara í erfiðustu verk- in og taldi ekkert eðlilegra. Sér- staklega minnumst við vinnunnar með Steina fyrir það hvað hann treysti okkur vel til að leysa af hendi hin ýmsu verk. Þegar hann hafði kennt okkur hvemig best væri að standa að hveiju verki taldi hann ekkert eðlilegra en við öðluðumst smám saman þá fæmi sem til þurfti. Þetta efldi með okkur þann metnað sem nauðsyn- legur var. Það vekur einnig hlýjar minningar að rifja það upp að hann gerði aldrei upp á milli okk- ar krakkana, hann kom eins fram við okkur öll. Þetta styrkti sjálfs- traust okkar og hann varð eftir- sóttur samverkamaður. Ágæti frændi, við vitum að síð- ustu tuttugu árin hafa ekki verið dans á rósum fyrir þig. Það er ekki auðvelt fyrir verkmann eins og þig að sætta sig við að verða óvinnufær eftir heilablæðingu. Andlegri heilsu hélst þú til þess síðasta. Það vakti oft furðu okkar hvað þú fylgdist vel með öllu því sem gerðist í umhverfi þínu. í þessu stríði þínu stóðst þú ekki einn. Það hefur verið aðdáunar- vert að fylgjast með því hvað Unnur hefur stutt þig vel á þessum tíma. Ekki má heldur gleyma þætti þeirra Bergljótar og Guð- mundar í því að gera þér vistina bærilega. Kæri Steini. Þú hefur nú kvatt okkur hinstu kveðju, þér fylgja afskaplega hlýjar minningar og þakklæti fyrir þann þátt sem þú átt í uppvexti okkar. Unnur og fjölskylda, ykkur sendum við og fjölskyldur okkar hlýjustu samúðarkveðjur. Guðrún, Steinunn og Ema. og við vorum ófá sem nutum gest- risni hans. Hann kunni að gleðjast á góðri stund, var greiðasamur með afbrigðum og liðsinni hans var jafnan víst, ef eitthvað bjátaði á. Alltaf lagði hann gott til manna og málefna, og þætti honum á einhvern hallað í orðræðu, brást ekki að hann drægi fram málsbæt- ur og véki að einhveiju sem vel var. Vílgjam maður var hann ekki og gilti þá einu, þótt sjúkleiki bag- aði hann og Guðleifi konu hans hin síðari ár. Þá bjuggu þau hjón á dvalarheimilinu Höfða á Akra- nesi, þar sem þau nutu alúðar og elsku þess góða fólks sem þar starfar. Mótunarár Jóns Þorkelssonar voru sá hluti aldarinnar, þegar margvísleg vakning einkenndi þjóðlífið. Ræktun lands og lýðs mega vel teljast einkunnarorð hans. Þegar hann brá búi í Stóra- Botni hafði hann, ásamt sonum sínum, reist hús á föðurleifð sinni í Litla-Botni, á skógarflötinni fögru sem margir þekkja frá skátamótum fyrri tíðar. Við húsið sér þess vel stað hver ræktunar- maður hann var. Þar standa vöxtuleg tré sem sanna það. Jón Þorkelsson lifði sínu jarð- neska lífi á þann hátt að með sanni má kalla hann sæmdarmann. Hann var íslenskur alþýðumaður af bestu gerð. Botnsdalurinn, sem í minni vitund er dalur dala, verð- ur ekki samur og fyrr, nú þegar Jóns Þorkelssonar nýtur ekki leng- ur við. Guðleifi, Steinþóri og Þorkeli sendi ég og allt mitt fólk vináttu- og samúðarkveðjur. Helgi H. Jónsson. JÓN GUÐMUNDSSON + Jón Guðmundsson fæddist í Reykjavík 13. febrúar 1979. Hann lést á Landspítal- anurn 16. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Seljakirkju 27. desember. Vinur minn er látinn. Ég get ekki hætt að hugsa um hann Nonna. Hann dó svo ungur og fráfall hans er þeim mun þung- bærara. Líf þessa vinar míns var í raun nýhafið. Hvemig gat þetta gerst? Það vakti alltaf hjá mér gleði að hitta hann. Hann átti innri styrk og stórt bros handa öllum. Dauði hans virðist því svo ósann- gjarn og hefur fært mér heim sanninn um hversu brotgjarnt lífið er, að allt hangir á bláþræði. Með- an ég horfði á Nonna beijast fyrir lífí sínu varð mér ljóst hversu var- hugavert er að taka nokkru sem gefnu, hversu mikilvægt það er að gleyma ekki að segja sínum nánustu að maður elski þá. Þegar ég kvaddi Nonna hinstu kveðju sagði ég honum hversu vænt mér þætti um hann. Hann bara brosti sterkur og sagði: „Ég veit.“ Líf Nonna var stutt en ástríkt og ég veit að fólkið sem hann snart hugsar nú til hans með sama hætti og ég. Við fráfall hans er ég þakklát fyrir að fá að lifa og elska vini mína og fjölskyldu. Þakka þér, Nonni, fyrir að vera Fregnin um andlát Jóns Guð- mundssonar var mikil harmafregn. Við höfðum flest fengið mislangan undirbúningstíma fyrir þessi tíð- indi, en það er samt erfitt að taka andláti sautján ára drengs með æðruleysi. Að minnsta kosti ekki ef í hlut eigum við, hversdagslegar manneskjur, sem enn búa ekki yfir þeim þroska sem Jón náði ungur. Sonur minn sem í mörg ár átti Jón að besta vir.i hefur sýnt óvenju mikinn styrk á þessari aðventu og yfir þessi dapurlegu jól. Þessi styrkur er hinsta kveðja Jóns til hans. Þeir höfðu átt stundir saman þar sem eitthvað það fór þeim á milli sem hefur eflt þann sem eft- ir lifir. Vinahópur Jóns var reyndar óvenjulega þéttur. Þekkti einhver hér í hverfmu einn þeirra, hlaut sá hinn sami að þekkja þá alla. Þegar þessi hópur varð til í Öldus- elsskóla kom í ljós að ríkjandi þáttur í heimilislífí þessara drengja var sú staðreynd að þeir áttu yngri systur og báru þeir sig oft illa yfír því að þurfa að umbera slíkar verur. Nema Jón. Þegar yngri systur voru nefndar á nafn hurfu grettur hans oft í brosi. Honum þótti einfaldlega vænt um systur sína og hafði ekki sérstaklega mikið fyrir því að leyna því. Sama ástúð kom í ljós þegar vinirnir uppgötvuðu allt í einu þeim til undrunar, á þann hátt sem flest okkar hafa kynnst, að foreldrar þeirra voru breyskar mannverur sem brugðust við gelgjulátum þeirra á margvíslegan hátt. Aftur brosti Jón undirfurðulega, því hann virti foreldra sína mikils. Jón var sá félaganna sem hafði þau áhrif á Hafstein að hann skellti sér á hné úti í kirkju einn daginn, hlaut skírn og fermdist skömmu síðar með Jóni. Aðalsmerki Jóns var þó einhver þroskaðasta kímnigáfa sem ég hef rekist á í nokkrum manni. Tilsvör hans voru oft þannig að hann varp- aði bjartara ljósi á dægurþras og uppeldisköst mín sem mér hætti til að dreifa jafnt á félagahópinn þar sem ég gat iðulega ekki greint son minn frá hinum. Þessi kímni var svo skörp og hæfni Jóns til að greina hismið frá kjarnanum svo skýr að ég stend í ævarandi þakkarskuld við hann. Persónuleiki eins og Jóns naut sín vel á heimili hans, þar sem foreldrar hans einkennast bæði af kímni og ástúð sem hlúir að hveij- um sem á vegi þeirra verður. Þegar veikindi Jóns fóru að draga úr honum mátt og styrkur hans fór þverrandi áttum við stundum tal saman í síma, enda höfðum við alltaf átt auðvelt með að tala saman. Jón veiktist á þeim árum þegar þeir strákarnir voru að vaxa frá foreldrum sínum. Hópurinn fór að reyna fyrir sér á nýjum sviðum, þeir sem ekki gátu farið einir með strætisvögnum borgarinnar og gátu ekki farið í kvikmyndahús nema foreldrar sæktu þá eftir sýningu fóru allt í einu að hverfa niður í bæ og skila sér heim seint á nóttinni - og kærðu sig nú allt í einu síst um að foreldrar þeirra tækju á móti þeim. Þá gat Jón ekki fylgst með þeim lengur. Við tók erfíður tími. Upp- reisnartími þessa hóps varð reynd- ar afskaplega stuttur og þeir gerðu ekkert sérstakt af sér. En það atriði sem er hveiju foreldri erfíðast þegar hormónin taka yfír- höndina á þessum unglingsárum er reiðin. Foreldrarnir verða oftast sjálfkrafa fyrir þessari reiði. Við Jón töluðum um reiðina. Ýmis vonbrigði strákanna urðu smá í samanburði við vonbrigði hans. Og hafí veikindi Jóns og nálægð dauðans stundum ógnað vinahópnum, hvað þá um Jón sjálf- an? Símtöl okkar Jóns þróuðust þannig að ég sagði honum Haffa- sögur. Þær voru ekkert nákvæm- lega um Hafstein, þær voru um þá unglinga sem þeir hefðu getað orðið, báðir tveir. Og það var í gegnum þessar sögur sem Jón trúði mér fyrir því að hann fyndi til sárrar reiði á stundum og að hann vissi ekki hvert hann ætti að beina henni. Unglingamir í spjalli okkar gátu orðið reiðir við foreldra sína og systkini, skellt hurðum, rokið út og gert allt vit- laust. Svo snem þeir aftur og allir yrðu svona líka ánægðir með það að þeir skiluðu sér aftur heim. Um slíka hegðun var Jóni meinað og hafði hann þó ríkari ástæður til að finna til reiði en flestir jafn- aldrar hans. Með íhygli sinni og skörpum skilningi á kringumstæð- um sem ætíð einkenndi Jón tókst honum sjálfum að einbeita sér í átt til æðruleysis sem við fáum víst fæst öðlast á lífsleiðinni. Minning hans mun lifa með okkur sem nutum þess að þekkja hann. Æðruleysi Jóns í þungum örlögum hans vísaði okkur undan- fama mánuði á þörfína fyrir að greina kjarnann frá hisminu, ekki síður en kímnigáfa hans á bjartari tímum. Foreldrum hans og systur vil ég votta samúð mína og virð- ingu fyrir mikilfenglegan styrk þeirra undanfarin ár. Kristín Hafsteinsdóttir. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri I ’Wfc. blómaverkstæði 1 I HinnaJ I Skólavöröustíg 12, á horni Bergstaöastrætis, sími 551 9090
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.