Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ KRISTMANN MAGNÚSSON ■3» + Kristmann Magnússon fæddist á Heydalsá í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu 2. október 1899. Hann lést á dvalarheimil- inu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 29. desember síð- astliðinn. Móðir hans var Bjarnína Guðrún Krist- mannsdóttir, f. 9.6. 1879 á Miðhúsum í Kollafirði, d. 25.6. 1974 á Hólmavík, dóttir Kristmanns Kristjáns- sonar bónda í Miðhúsum og konu hans Ingibjargar Bjarna- dóttur. Faðir hans var Magnús Jónsson, f. 29.10. 1879 á Gests- stöðum, d. 22.12.1966 á Hólma- vík, bóndi í Arnkötludal, Strandasýslu. Foreldrar hans voru Jón Þorsteinsson bóndi á Gestsstöðum og Guðbjörg Sig- urðardóttir vinnuk. sst. Bjarn- ína Guðrún og Magnús áttu fimm börn. Einn drengur, Krislján, dó ungur en hin eru i aldursröð: 1) Kristmann. 2) Þorsteinn (1901-1996), m. Arn- óra Eyjólfsdóttir (1913-1937) áttu eitt barn. 3) Elín Júlíana (1909-1995), m. Þorsteinn Jóns- son (1905-1982), áttu 5 börn. 4) Guðjón (1911), m. Elín Jóns- dóttir (1910), eiga þijú börn. Kristmann gifti sig 21. októ- ber 1939. Kona hans er Sigríð- ur Rósa Sigurðardóttir, f. 29. júlí 1915 í Vestmannaeyjum. Faðir hennar var Sigurður Ingimundarson, útvegsbóndi í Vm. og kona hans Hólmfríður Jónsdóttir frá Skammadal í Mýrdal. Börn Kristmanns og Sigríðar eru átta: 1) Hólmfríður, f. 1.3. 1940, m. Guð- mundur Wiium Stefánsson og eiga þau fjögur börn, þar af er eitt látið. 2) Guðrún (Dúra), f. 16.2. 1941, m. Einar Pétursson (skilin) og eiga þau fjögur börn. 3) Kristmann Krist- mannsson, f. 29.8. 1943, m. Jakobína Guðfinnsdóttir og __ eiga þau fjögur börn. 4) Ómar, f. 5.10. 1949, m. Sonja Hilmarsdóttir og eiga þau fjögur börn. 5) Magnús, f. 6.9.1953, m. Ólöf S. Björnsdótt- ir og eiga þau þijú börn. 6) Ólafur, f. 7.8. 1955, m. Ruth Baldvinsdóttir og eiga þau þrjú börn. 7) Birgir, f. 17.10. 1958, m. Anna Bjarnadóttir og eiga þau eitt barn. 8) Ásta, f. 17.10. 1958, m. Sigmar Gíslason og eiga þau þijú börn. Ævistarf Kristmanns var mest framan af við vinnu- mennsku á ýmsum bæjum í Strandasýslu og víðar. Einnig fékkst hann við sjómennsku og ýmsa vertíðarvinnu. Hann var laghentur smiður og stundaði þá iðju, bæði við hús- byggingar, þó aðallega við skipaviðgerðir. Hann Iét af störfum hjá Skipaviðgerðum í Vestmannaeyjum 1977, 77 ára gamall og hafði hann þá unnið þar frá 1942 ef frá eru talin árin 1947-53. Útför Kristmanns verður gerð frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. MIIMNINGAR í dag kveðjum við sómamanninn Kristmann Magnússon sem lést 97 ára gamall. Hann var því af hinni rómuðu aldamótakynslóð og má segja að engin kynslóð hér á landi hefur upplifað jafn miklar þjóðfé- lags-, búskapar- og atvinnubreyt- ingar en hún. Þó að við tvær höfum komið inn í fjölskyldu Kristmanns með 10 ára millibili 1973 og 1983, kynntumst við honum vel og nutum frásagnar- gleði hans þegar hann rifjaði upp liðna tíma. Hann var þá orðinn aldr- aður maður að árum, en hugur hans og minni var betra en hjá mörgum yngri. Það sem helst háði honum var heymin, en hann átti orðið mjög erfítt með að fylgjast með í fjölmenni, en spjallaði þess meira þegar næði gafst. Nú þegar við hugsum til baka rifjast upp margar frásagnir hans og sögur. Kristmann sem fæddist í torfbæ á Ströndum bar stundum saman tímana í dag og þá sem hann upp- lifði. Foreldrar hans voru í vinnu- mennsku. Hann var elstur barnanna og fór fljótt að hjálpa til. Matur var oft af skornum skammti og kleip þá mamma hans iðulega af sínum mat og Iaumaði til hans bita og hafði orð á því að vaxandi ungling- ur þyrfti meira. Frostaveturinn mikla var Kristmann 18 ára og lýsti hann því oft fyrir okkur hvernig jörðin sprakk sökum frosta og Steingrímsfjörð lagði en yfir ísi lagðan fjörðinn fór hann ásamt fleirum fótgangandi, því tilvalið þótti að notfæra sér þessa nýju samgönguleið, hún stytti talsvert leiðina yfir á Drangsnes. Ein af hans uppáhaldsfrásögnum var þegar hann var í vinnumennsku í Tröllatungu. Haustið 1918 var Strandasýsla lokuð sökum spönsku veikinnar sem geisaði um landið nema þar, og var hann þá sendur með póst fótgangandi yfir Trölla- tunguheiði að Bæjarhóli. Hans fyr- irmæli voru þau að skilja póstinn eftir við ákveðinn stein og halda rakleiðis til baka. Þegar hann kom á áfangastað kallaði ábúandinn til hans og bauð honum inn og sagði: „Hér er engin pest,“ en hann þáði þó ekki þetta boð heldur hélt rakleið- is heim því eins og hann sagði, hann tók enga áhættu þótt boðið væri freistandi. Honum var oft tíðrætt um ferðamátann á þessum tímum, en hann var sá að ef ekki var farið fótgangandi eða á hestum, var hægt að fá far í lestum skipa og var þá vissara að hafa góða yfirsæng með í ferðinni. Árið 1933 fór hann í sína fyrstu ferð af mörgum til Vest- mannaeyja á vertíð. Þá var enga ferð að hafa með skipi að norðan svo hann fór gangandi í Borgames og tók sú ferð 4 daga, en þaðan fékk hann far með Suðurlandinu á áfangastað. I Vestmannaeyjum kynnist hann konuefni sínu, heima- sætunni á Skjaldbreið, Sigríði Rósu. Árið 1937 byggði hann ásamt bróður sínum Þorsteini hús á Hólmavík. í því húsi bjuggu foreldr- ar þeirra til dauðadags. Sumarið 1939 kemur Kristmann með unnustu sína, Sigríði Rósu, norður, en það sumar vann hann við smíðar á Gestsstöðum. Þau gengu í hjónaband á Hólmavík 21. október það ár og héldu síðan til Vestmannaeyja þar sem þau bjuggu óslitið síðan. Búskap sinn byijuðu þau á heim- ili foreldra hennar að Skjaldbreið. Árið 1953 fluttu þau í glæsilegt hús sem þau reistu sér að Vallargötu 12 og bjuggu þar þangað til þau brugðu búi og fóru á dvalarheimilið Hraunbúðir í árslok 1990. Sigríður Rósa varð síðan fyrir því óhappi að lærbrotna og hefur dvalið á Sjúkra- húsi Vestmannaeyja undanfarin ár. Eftir að Kristmann lét af störfum gaf hann sig allan að áhugamáli sínu, en það var að smíða og skera út ýmsa smáhluti s.s. aska, pijóna- stokka, tígulstokka ásamt ótal fleiri handverksmunum og stundaði hann það allt fram á síðasta ár. Hjónin á Vallargötunni eins og við tengdadæturnar kölluðum þau oft höfðu ekki ferðast út fyrir land- steinana. Árið 1985 fór Magnús sonur þeirra ásamt fjölskyldu sinni í frí til Danmerkur og ákvað að taka hjónin með. Þessi uppástunga vakti ekki mikla hrifningu í byijun, en það hafðist þó og var haldið upp á 70 ára afmæli Sigríðar Rósu á danskri grundu. Það er mér (Ólöfu) minnisstætt þegar Kristmann stóð á Ráðhústorginu og horfði þar í kringum sig og sagði: „Þetta hélt ég nú að ég ætti ekki eftir að sjá og upplifa." Þau lifðu lengi á minn- ingunni um þessa ferð. Kristmann var mikill rólyndis- maður, en fastur fyrir. Ef eitthvað kom upp á eða bjátaði á þá sagði hann fátt, en það sem hann sagði það meinti hann. í lokin viljum við deila með ykkur einni perlunni sem lýsir kímnigáfu hans vel. Honum hafði orðið það á að bijóta einn af sparibollum frú Siggu og kunni hún honum ekki miklar þakkir fyrir og segir að bragði: „Gastu nú ekki brotið þennan með skarðinu, í stað- inn fyrir heilan bolla?“ Það var ekki að sökum að spyija, hann svarar að bragði: „Það er nú hægt að bjarga því.“ Óg þar með fór sá með skarðinu einnig í gólfíð. Þó að bæði börn og barnaböm hafi verið einstaklega hugulsöm og dugleg að heimsækja Kristmann skal hlutur dætranna Dúm og Ástu nefndur hér sérstaklega. Fyrir hönd fjölskyldu Kristmanns viljum við senda starfsfólki Hraun- búða alúðarþakkir fyrir einstaka umönnun. Blessuð sé minning hans. Ólöf S. Björnsdóttir og Anna Bjarnadóttir. Elsku afi. Nú ertu farinn frá okkur, en minningin um þig mun lifa í hjörtum okkar. Þín verður sárt saknað. Einn er sá, sem öllum gefur óskahvíld á hinztu stund. Líknarfaðmi veika vefur, veitir sæta hvíld og blund. (Guðrún Magnúsdóttir) Kristmann, Brynhildur og Hjalti Magnúsarbörn. VIKTORIA HAFDIS VALDIMARSDÓTTIR + Viktoría Hafís Valdimarsdótt- ir var fædd í Sand- gerði 1. júní 1951. "> Hún lést 21. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Fanney Björnsdóttir og Valdimar Ragnar Valdimarsson, lengst af vélsljóri, d. 3. maí 1975. Haf- dís átti tvær systur, Eygló og Ragn- heiði. Eygló er bú- sett í Bandaríkjun- um en Ragnheiður í Reykjavík. Fyrstu bernskuárin var heimil- ið í Sandgerði. Þaðan flutti fjöl- skyldan í Ytri-Njarðvík. Hafdís giftist ung að árum ** Einari Guðberg og eignuðust þau saman synina Hauk og Val. Þau slitu sam- vistir. Valur dvelur á sambýlinu í Lyngmóa 10, Njarð- vík. Haukur er bú- settur í Grindavík, kvæntur Ágústu Ingu Sigurgeirs- dóttur og eiga þau dótturina Alex- öndru Marí. Hafdís bjó í Grindavík síðustu 14 árin. Seinni mað- ur hennar var Rún- ar Þór Björgvins- son, skipstjóri, og gengu þau í hjónaband 22. des- ember 1984 og í desember 1991 fæddist þeim dóttirin Inga Fanney. Útför Hafdísar fór fram frá Grindavíkurkirkju 28. desem- ber. Hún Haddý er dáin. Laugardags- morguninn 21. desember vorum við minnt á það hversu stutt er milli hláturs og gráts. Mikil gleði ríkti þegar fjölskyldan fór öll saman á jólahlaðborð föstudagskvöldið 20. desember og hvergi bar skugga á skemmtun okkar. Þegar heim var komið stoppuðum við stutta stund á yndislegu heimili þeirra Rúnars og Haddýjar og buðum hvert öðru góða nótt eftir vel heppnað kvöld. Á tímamótum í lífi okkar hugsum við til baka. Mikil eftirvænting ríkti hjá systrum Rúnars þegar hann til- kynnti þeim að unnusta hans væri að flytja til hans. Strax við fyrstu kynni kom í ljós hversu mikil hag- leikskona Haddý var. Heimili þeirra ber vott um fallegt handbragð hennar hvert sem litið er. Hún var saumakona af Guðs náð og höfum við öll fengið að njóta snilli hennar. Rúnar og Haddý giftu sig 22. des- ember 1984 og var hjónabandið fullkomnað þegar þeim fæddist loks lítil dóttir 9. desember 1991 og höfum við sjaldan vitað aðra eins hamingju. í þau skipti sem fjölskyldan kom öll saman var oft glatt á hjalla. Okkur er mjög minnisstæð ferð sú er farin var í ágúst 1994 til Eng- lands. Kom þá í ljós hversu sam- heldinn hópurinn var. Ekki þurfti að leita skemmtunar út fyrir hótel- ið þar sem í hópnum leyndust ýms- ir skemmtikraftar. Við áttum sam- an yndislega viku og minningarnar lifa í hjörtum okkar. Við þökkum Haddý fyrir allar góðu stundirnar sem þó voru alltof fáar. Megi góður Guð styrkja Rún- ar, Ingu Fanney, Val, Hauk, Ágústu, Fanney, Raggý og Eygló á þessum erfiðu tímum. Elsku pabbi og mamma, Guð styrki ykkur líka í sorginni. „Harmið mig ekki með tárum, þótt ég sé látinn. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóss- ins: Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífíð gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu." (Höf. óþ.) Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku Haddý. Hrafnhildur og Ottó, Gunnhildur og Símon, Óli Björn og Guðrún Jóna. Gættu vináttunnar. Ekkert er fegurra á jörðinni, engin huggun er betri í jarðnesku lífi. Vini geturðu tjáð hug þinn allan og veitt honum fyllsta trúnað. (Ambrðsíus viskubrunnur.) Þetta vinarljóð kom upp í hugann þegar okkur barst sú harmlega fregn að Haddý, eins og hún var alltaf kölluð, hefði kvatt þetta jarð- líf. En þetta litla vinarljóð segir allt um það hvemig Haddý var. í upphafi hátíðar ljóss og friðar ber skugga yfir. Skugga sem við eigum erfitt með að sætta okkur við. Við sjáum ekki lengur ljósin og tilhlökkunin dofnar. En eftir eigum við hlýjar og góðar minning- ar um listræna, hjartahlýja og glaðværa konu sem átti svo auð- velt með að lofa öðrum að njóta þess hve listræn og vinatrygg hún var. Því fengum við hjónin að kynn- ast þegar við giftum okkur árið 1992. Þá leituðum við til Haddýjar um aðstoð og það var engu líkara en við hefðum verið að segja henni frá happdrættisvinningi, slík var gleði hennar yfir þessari bón. Okk- ur er enn í fersku minni hvað hún lagði mikinn metnað og natni í að skreyta sal og borð fyrir okkur og veislugesti, enda var haft orð á því. Margt getum við um Haddý sagt en við kjósum að eiga minningarn- ar um hana í hjörtum okkar og þar munu þær ávallt verða. Elsku Haddý, haf þú þökk fyrir allt og allt. Drottinn, gef þú dánum ró, og hinum líkn sem lifa. Elsku Rúnar, Fanney^ Inga Fanney, Valur, Haukur, Ágústa, Alexandra Marí, Ragnheiður, Eygló og aðrir aðstandendur, megi góður guð og kærleikur jólanna gefa ykk- ur styrk í ykkar miklu sorg. Gunnar Björnsson, Bryndís Kjartansdóttir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og alit. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hijóta skalt. (V. Briem.) Elsku Haddý. Nú ertu farin frá okkur. Mikill tómleiki, sorg og söknuður er í huga okkar. Við söknum þín sárt en erum þakklátar fyrir þann tíma, sem við áttum saman. Tvisvar komst þú til Grímseyjar að kenna okkur að sauma, fyrst fyrir tíu árum, svo aftur í ársbyrj- un 1989. Voru það frábærar stund- ir. Þú hvattir okkur óspart í sauma- skapnum og við tókumst á við ótrú- legustu hiuti, því allt virtist hægt að framkvæma undir þinni leið- sögn. Glaðværð þín, hlýja og hvell- ur hláturinn smitaði út frá sér. Eftir að þú varst farin heim var bara slegið á þráðinn þegar vant- aði aðstoð í saumaskapnum. Það var sama hvenær okkur datt í hug að hringja, alltaf varst þú boðin og búin að rétta okkur hjálpar- hönd. Það er ekki lítils virði að eiga slíka að, það sjáum við nú. Þitt skarð verður ekki auðveldlega fyllt. Vorið 1989 heimsóttum við þig á heimilið þitt í Grindavík í hópi kvenfélagskvenna úr Grímsey. Allt yfirbragð heimilisins endurspeglaði eiginleika þína, hlýjan og glæsileik- inn hvert sem litið var og augljóst að þú hafðir lagt mikla alúð við allt sem að heimilinu sneri. Veiting- arnar voru í takt við annað hjá þér. Þessari stund gleymum við aldrei. Þú gafst okkur svo mikið af sjálfri þér og fyrir það viljum við þakka þér. Vertu Guði falin á þess- um nýja stað. Við biðjum þess af hjarta að Rúnar, Inga Fanney, Valur, Haukur og aðrir ástvinir fái styrk á erfiðum tímum. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Gísladóttir og Hólmfríður Haraldsdóttir. Elsku Haddý. Okkur langar að- eins með þessum fáu orðum að þakka þér fyrir ánægjulega sam- fylgd í gegnum lífið. Það er sárt að fá ekki að heyra smitandi hlátur þinn oftar og finna einlægnina sem honum fylgdi. Það væri of langt mál að segja allt sem við vildum sagt hafa, og því viljum við vitna í Spámanninn að lokum: „Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera? Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað.“ Elsku Rúnar, Inga Fanney, Val- ur, Haukur, Ágústa, Alexandra Marí og Fanney. Megi guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar og í fram- tíðinni. Hulda, Birna og Hanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.