Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Lárus Kjartans- son var fæddur í Austurey 5. apríl 1927. Hann lést á heimili sínu 22. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kjartan Bjarnason frá Minnabæ í Gríms- nesi, f. 4. nóvember 1891, d. 11. maí 1939, og Margrét Þorkelsdóttir frá Þórisstöðum í sömu sveit, f. 28. ágúst 1897, d. 30. janúar 1987. Þau bjuggu í Austurey í Laugardal. Systkini Lárusar eru Þorkell, f. 22. júní 1922, Kristrún, f. 27. maí 1923, Bjarn- heiður Ragna, f. 15. júlí 1928, Anna Sigrún, f. 17. janúar 1932, Þorbjörg, f. 13. september 1935, Einar Kjartan Sigur- steinn, f. 3. febrúar 1938. Lárus kvæntist 16. október 1954 Hermanníu Sigurrós Hansdóttur, f. 25. september 1921 frá Bláfeldi, Staðarsveit. Þeirra börn eru: 1) Kjartan, f. 25. febrúar 1955, kvæntur Auði Waage. Þeirra börn eru: Lárus, f. 26. júní 1978, Óðinn Þór, f. 28. október 1979. Fósturdóttir Kjartans og dóttir Auðar er Vilborg Guðný, f. 5. janúar 1973. 2) Ragnar Matthías, f. 14. október 1957 í sambúð með Fríðu Björk Hjartardóttur. Elsku afi. Margs er að minnast er við kom- um til ykkar ömmu í Austurey. Oft bauðst þú okkur að koma út í fjár- hús með þér, þú passaðir að öll ættum við kindur, sem þú hugsaðir um fyrir okkur og alltaf lést þú okkur vita þegar þær voru bomar svo við gætum komið til ykkar ömmu að skoða lömbin okkar og þú fylgdist líka með sauðburðinum hjá okkur í Stóra-Dal. Alltaf mund- ir þú eftir afmælum okkar og eins er við veiktumst hringdir þú alltaf og talaðir við okkur. Elsku afí, þú varst okkur svo góður og alltaf lagðir þú þína stóm hönd yfir hendur okkar þegar við sátum hjá þér við eldhúsborðið. Við munum sakna þín sárt en minning- arnar eigum við og ömmu líka. ' Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sigurrós Lilja, Ragnar Bjarki, Valur Gauti, Lára Rut, Grétar Þór, Arnar Freyr. Elsku afi. Nú reikar hugurinn aftur, þegar þú hefur kvatt þennan heim. Það má segja að þú hafir verið kallaður burt á þeim stað sem þér var kær- astur, á heimilli þínu hjá ánum þín- um. Þú varst sannur bóndi í okkar augum þar sem þú helgaðir þig bústofni þínum. Á vorin leið þér alltaf best, þá var sauðburður í fullum gangi og nýtt líf að kvikna allstaðar. Láms fylltist einnig spennu og hlakkaði mikið til að koma og hjálpa þér. Við hin í fjölskyldunni vomm á því að þið væruð andlega tengdir svo vel áttuð þið saman. Einnig minn- umst við er við fórum með þér ríð- andi um jörðina þína og þú sagðir okkur öll kennileiti. Það var gaman hversu glöggur þú varst á kindur, þekktir þær allar með nafni úr Þeirra börn eru: Sigurrós Lilja, f. 12. apríl 1982, Ragnar Bjarki, f. 11. mars 1986, Valur Gauti, f. 6. apríl 1991. 3) Margrét Sigurrós, f. 8. ágúst 1959, gift Karli Eiríkssyni. Þeirra börn eru: Gunnar Lárus, f. 16.11. 1978, og Sól- ey Ösp, f. 27. mars 1982, Hermann Geir, f. 28. ágúst 1986. 4) Hanna, f. 7. febrúar 1963, gift Þorsteini Þorvaldssyni. Þeirra börn eru: Lára Rut, f. 16. janúar 1987, Grétar Þór, f. 4. desember 1989, Arnar Freyr, f. 7. febrúar 1994. Fósturdóttir Lárusar og dóttir Hermanníu er Kristín Jóhanna Andersdóttir, _ f. 25. desember 1947, gift Ástgeiri Arnari Ingólfssyni. Þeirra börn eru: Bjarnheiður, f. 2. janúar 1969, gift Pétri Má Jenssyni og eiga þau Daníel Jens, f. 11. júní 1990, og Erlendur, f. 25. janúar 1975. Kristín átti áður Sigur- rósu Huldu Jóhannsdóttur, f. 5. september 1966, gift Sigmari Ólafssyni og eiga þau Ástgeir Rúnar, f. 8. janúar 1989, og Diönu Kristínu, f. 3. mars 1995. Utför Lárusar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarð- sett verður á Laugarvatni. langri fjarlægð. Ekki má gleyma smalamennskunni þótt oft hefði verið erfitt að fylgja nákvæmlega réttu fyrirmælunum, þá erum við ánægð í dag að hafa fengið að smala með þér. Það var alveg sama hvað gert var, þú leyfðir okkur allt- af að koma með, hvort sem það var á vatnið, í heyskapinn eða á hest- bak. Þú vildir alltaf allt fyrir okkur gera. Lárus var þess heiðurs aðnjót- andi að vera hjá þér á sumrin og fylgja þér á hrútasýningar sem voru í miklu dálæti hjá þér, enda áttir þú glæsilega hrúta. Við munum aldrei gleyma þér afi þar sem þú sast í þínum hús- bóndastól við eldhúsgluggann og tókst vel á móti öllum sem á bæinn komu. Einnig hvernig þú drakkst kaffið þitt á þinn einstaka hátt. Það var alltaf gott að koma til ykkar ömmu, okkur var alltaf tekið með opnum örmum. Afi, við hugsum til þín með hlýjum minningum sem þú veittir okkur systkinunum og kveðj- um þig með söknuði. Elsku amma, við vitum að missir- inn er mikill. Megi guð styrkja þig. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Lárus, Óðinn og Vilborg. í dag kveðjum við Lárus afa. Þökkum við allar stundirnar sem við áttum með þér. Því alltaf mátt- um við vera eins oft og eins lengi og við vildum hjá ykkur ömmu. Við munum er þú reiddir okkur fyrir framan þig á hesti þínum. Svo fór- um við að vera ein á hestunum. Gaman var svo að geta farið að smala með þér, og aðra útreiðar- túra með þér. Alltaf máttum við fara á hestbak þegar við vildum, vera með þér í sauðburðinum og gefa kindunum á veturna. Þegar ég var með þér síðustu helgina sem þú lifðir, til að hjálpa þér í gegningunum, datt mér ekki í hug að ég sæi þig ekki aftur. Ég er þakklát fyrir að hafa verið í sveit hjá þér allt síðasta sumar. Elsku afi, við þökkum fyrir okk- ur. Elsku amma, megi Guð vera með þér. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum fóðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. (M. Joch.) Hvíl í friði. Sóley Ösp, Hermann Geir og Gunnar Lárus. Feijan hefur festar losað. Farþegi er einn um borð. Mér er ljúft - af mætti veikum mæla nokkur kveðjuorð. Þakkir fyrir hlýjan huga, handtak þétt og gleðibrag, þakkir fyrir þúsund hlátra, þakkir fyrir liðinn dag. (J.Har.) Mér brá við er ég frétti lát kærs móðurbróður míns, Lárusar Kjart- anssonar, daginn fyrir Þorláks- messu. Daginn áður höfðum við spjallað saman í síma um skepnu- höld og mannlífið í sveitinni. Ég spurði hann um heilsuna sem ég vissi að hafði ekki verið góð. „Ég hef það alveg sæmilegt,“ sagði hann. Hann var ekki vanur að flíka sínum tilfínningum þótt heilsan hefði stundum mátt vera betri síð- ustu árin. Er við höfðum kvaðst og þakkað hvort öðru fyrir og ég lagt tólið á, þá var eins og hvíslað væri að mér að kannski yrði þetta í síð- asta sinn sem við töluðum saman. Þessi hugsun fylgdi mér fram á næsta dag og þann dag kom fregn- in um að hann hefði látist á heim- ili sínu í Austurey. Auðvitað er fólk alltaf óviðbúið slíkum fregnum og sviplegt fyrir þá sem eftir lifa, en er ekki best að fá að hverfa á braut þegar líkaminn er orðinn þreyttur og lúinn og þurfa kannski að liggja veikur á sjúkrahúsi um langan tíma. Það þurfa svo margir að reyna. Ég held að það hefði orðið frænda mín- um erfitt. Það er táknrænt að hann skyldi kveðja þennan heim við verk sín, við skepnurnar sínar og á jörðinni sinni sem hann unni. Þar fæddist hann og bjó allt sitt líf. Húsdýrin voru hans líf og yndi, einkum voru kindurnar og hestarnir honum hug- leikin. Hann átti oft fallegt fé og margt af því var fallegt á litinn og hann átti góða reiðhesta. Ég hef grun um að hann hafi stundum verið öfundaður af því á yngri árum hvað hann var vel ríðandi. Hugur minn reikar aftur og aftur þessa dagana til unglingsáranna. Ég man svo vel hve gaman var að koma í heimsókn að Austurey og fara með honum að skoða skepn- urnar, að ég tali nú ekki um að fara á beitarhúsin, norður á Holts- hús, sem er töluverðan spotta frá bænum. Hann hafði gaman af að sýna krökkunum uppáhalds kind- uraar sínar, oft voru þær mislitar, og hvort krakkarnir þekktu nú aft- ur sömu kindurnar frá því þegar þau komu síðast í heimsókn. Hann hugsaði vel um skepnurnar sínar enda var það honum ofarlega í huga í síðasta símtali okkar hve hann vantaði margar kindur enn af fjalli og hvernig þeim myndi nú reiða af er harðindin settust að. Að lokinni ferðinni á beitarhúsin var svo boðið í kaffi og hlaðið borð af kökum hjá Hermanníu konu hans, þau hjón voru afar gestrisin og gott að koma til þeirra. Mér verður hugsað til spilakvöld- anna hér áður fyrr, þá tíðkaðist að fólk labbaði á milli bæja að vetrin- um til að spila. Oft var það um jóla- leytið. Spilað var langt fram eftir nóttu. Krakkarnir fylgdust með af áhuga til að byrja með, en oft fór svo að þau sofnuðu í kringum spila- fólkið og vöknuðu síðan aftur eftir töluverðan tíma og þá var enn ver- ið að spila. Það var oft glatt á hjalla við spilamennskuna og þá glumdu við þúsund hlátrar eins og segir í kvæðinu hér á undan. Að lokinni spilamennskunni var svo labbað aftur heim á leið, stundum I glaða- tunglsljósi og mér finnst að stjörn- urnar og norðurljósin _ hafi aldrei verið fegurri en þá. Ég man vel frænda minn í atvikum sem þessum, þennan dillandi hlátur og léttleika, sem einkenndi hann og hvað hann var krökkunum góður og leit á þau sem jafningja sína, enda voru oft börn og unglingar á heimili þeirra hjóna. Hann gerði ekki víðreist um dag- ana, bjó á sinni föðurleifð alla tíð. Hann missti ungur föður sinn, þá stóð móðir hans ein uppi með stór- an barnahóp í ómegð, en þau hjálp- uðust öll að við að halda búskapnum áfram. Það þekki ég af eigin raun að hann vann öll sín verk af sam- viskusemi og alltaf var hann tilbú- inn að hjálpa ef var þörf einhvers staðar. í mörg ár var hann smala- maður í Lyngdalsheiðinni á haustin. í þessar ferðir fór hann eins lengi og heilsan leyfði og þá var frændi minn í essinu sínu, oft vel ríðandi. Hann var víða aufúsugestur og fylgdi honum jafnan gleðibragur. Hann var vinmargur en óvini átti hann fáa. Nú verður Laugardalur- inn fátækari við fráfall hans. Er nú komið að leiðarlokum og hann lagður af stað í sína hinstu för, sem við förum öll að lokum. Ég flyt honum þakkir fjölskyldu minnar, þakkir fyrir hlýjan huga, handtak þétt og gleðibrag, þakkir fyrir liðna daga. A móti honum munu taka vinir í varpa. Fjölskyldu hans sendi ég innilegustu samúðarkveðjur. Hann verður lagður til hinstu hvíld- ar í sveitinni sinni í dag. Genginn er góður drengur. Ragnhildur Helgadóttir. Ég var í miðjum undirbúningi jólanna er ég fékk þær fréttir að Lárus, móðurbróðir minn, hefði lát- ist fyrr um daginn og langar mig að rninnast hans í örfáum orðum. Ég minnist hans að störfum í sveitinni, í Austurey, en þar hafði hann búið alla tíð, fyrst í sambýli við móður sína eftir að faðir hans féll frá, ungur maður, síðan í tví- býli við bróður sinn og síðar bróður- son. Hann vildi ekki fara úr sveitinni þó heilsa hans hafí ekki verið góð síðustu árin, hann vildi vera hjá kindunum sínum. Hann var einmitt að koma úr fjárhúsunum ásamt eldri syni sínum þegar kallið kom. Ég var ung er ég man fyrst eft- ir mér í Austurey en þangað fóru foreldrar mínir öll sumur og stund- um á vetrum ef fært var. Það var farið í heyskap og önnur verk sem til féllu, því það er alltaf nóg að gera í sveitinni. Þegar ég varð eldri var ég sumarlangt og sumarparta í sveit hjá Lalla frænda og Hemmu, það voru lærdómsrík ár fyrir mig, þar lærði ég öll þau verk er til- heyra sveitastörfum og þar steig ég mín fyrstu spor í hestamennsku. Við krakkarnir sem vorum hjá hon- um í sveit máttum alltaf fara á hestbak þegar við höfðum lokið dagsverkunum og var Brúnn gamli, mikill ljúflingur, óspart notaður. Það voru margir sem fóru á bak honum sinn fyrsta reiðtúr. Lárus var mikill hestamaður og hafði mjög gaman af að ríða út. Hann átti allt- af góða hesta, og minnist ég helst Ýguls sem hann átti fyrir mörgum árum, stór og myndarlegur, grár gæðingur. Að koma í Austurey til Lalla og Hemmu var eitt af því fáa sem aldr- ei breyttist, þar var alltaf tekið vel á móti manni, hvenær sem var og þó heilsan hafi verið farin að bila hjá þeim báðum seinni árin var allt- af hægt að setjast niður við eldhús- borðið, fá sér kaffisopa og spjalla um menn og málefni. Hin seinni ár hafði hann dregið saman í búskapnum en snúið sér meira að sumarhúsabyggð sem hef- ur risið í landi hans. Hann fylgdist glögglega með öllu þar enda hefur hann alltaf haft gaman af lífi í kringum sig og að vera í góðum félagsskap. Ég sakna þess að hafa ekki Lalla frænda í Austurey lengur, hann var góður maður sem gott var að leita til. Að lokum vil ég þakka elskuleg- um frænda mínum fyrir samfylgd- ina í gegnum árin og óska honum alls góðs á nýjum stað. LARUS KJARTANSSON Elsku Hemma, Kjartan, Raggi, Magga, Hanna og aðrir aðstand- endur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð, Guð blessi ykkur öll. Helga Björg. I dag kveðjum við föðurbróður okkar, Lárus Kjartansson. Það er margs að minnast og mörg ólík minningarbrot koma upp í hugann, þegar við lítum til baka til æskuáranna í Austurey, en þá voru Lárus og Hermannía, ná- grannar okkar á neðri bænum, einn af föstu punktunum í tilverunni í Laugardalnum. Við systkinin erum mörg og munum Lárus hvert með sínum hætti frá okkar æskuskeiði, en þegar tuttugu ára aldursmun er að finna innan hópsins má segja að við höfum óbeint fylgt Lárusi mestan hluta ævi hans, um leið og hann átti ríkan þátt í æsku okkar og uppvexti. Lárus bjó allt sitt líf í Austurey, fyrst sem barn og síðar sem bóndi í Austurey I eftir að jörðinni var skipt milli hans og föður okkar. Fyrstu minningar okkar eru tengd- ar gamla bænum í Austurey, þar sem íjögur okkar eru fædd, en þar bjó Lárus einnig sín fyrstu búskap- arár, áður en hann byggði nýtt íbúð- arhús fyrir sig og fjölskyldu sína í Austurey I. Lárus var barngóður maður og hafði alltaf tíma fyrir okkur frænd- systkini sin; þá skipti litlu máli hvort verið var að ríða út eða setið yfir kaffíbolla í eldhúsinu og dægur- málin rædd. Sum okkar sáu fram á að með aukinni dvöl fyrir austan gæfust í náinni framtíð fleiri tækifæri til að rækta frændgarðinn betur en áður og skreppa í heimsóknir til Lárusar og Hermanníu, en nú eru að rísa nokkrir sumarbústaðir okkar systk- inanna í Krossholti í landi Austur- eyjar. Lárus fylgdist vel með bygg- ingu þeirra og hafði nokkrum sinn- um komið í Krossholtið, ekki bara til að athuga með nokkrar skjátur sem höfðu troðið sér inn á lóðirnar til að gæða sér á nýgræðingnum, heldur einnig til að koma í heim- sókn og þiggja kaffi og meðlæti. Þær heimsóknir verða nú ekki fleiri, og við getum aðeins hugsað til þess hve allt sé í heiminum hverfult. Lárusi þótti alltaf ofur vænt um heimahaga sína og vildi hvergi vera annars staðar en í Laugardalnum. Eins og aðrir bændur þurfti hann oft að skreppa bæjarleið, en í þau fáu skipti sem Lárus þurfti til Reykjavíkur var hann þeirri stund fegnastur þegar hann fór aftur að nálgast heimaslóðir. Hin síðari ár þurfti hann nokkrum sinnum að fara suður til að leita sér lækninga, en sjúkrahúsdvöl reyndi ætíð mikið á þolinmæðina; Lárus hreinlega beið eftir að komast sem fyrst i sveitina þar sem alltaf var nóg að gera fyrir bóndann í Austurey. Það er einkennileg tilhugsun að Lárus sé horfinn þaðan á braut, svo fastmótuð er sú hugsun í vitundinni að það sé hluti tilverunnar að vita af Lárusi á neðri bænum í Austurey. Með þessum fáu orðum viljum við systkinin ásamt fjölskyldum þakka samfylgdina um leið og við sendum Hermanníu og fy'ölskyldu hennar okkar innilegustu kveðjur á sorgarstund. Blessuð sé minning Lárusar Kjartanssonar. Systkinin frá Austurey II. Mig langar í fáum orðum að minnast Lárusar Kjartanssonar föð- urbróður míns. Ég hef þekkt Lárus frá því ég var ungur drengur, enda búið við hliðina á honum í tvíbýli jarðanna í Austurey alla mína ævi. Lárusar minnist ég fyrst og fremst fyrir ómetanlega hjálpsemi og fyrir hversu bóngóður hann var. Nei- kvætt svar var vart til í hans orða- forða ef menn leituðu til hans um einhverja aðstoð. Mér er minnis- stætt þegar ég keypti fyrsta bllinn minn, því þá lánaði Lárus mér, 16 ára unglingnum, hluta af kaupverði bílsins án þess að hika. Á milli bæjanna í Austurey hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.