Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ
6 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997________________________
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Þorkell
BÖÐVAR Bragason lögreglustjóri, Stefán Hirst skrifstofustjóri, Guðmundur Guðjónsson yfirlög-
regluþjónn, Geir Jón Þórðarson aðalvarðstjóri, Haraldur Johannessen varalögreglusfjóri, Magnús
Einarsson yfirlögregluþjónn í Kópavogi og Hilmar Þorbjörnsson aðstoðaryfirlögregluþjónn voru
hinir ánægðustu með nýja hverfislögreglustöð í Völvufelli.
Ný lögreglustöð opnuð við Völvufell í Breiðholti
Lögreglan nær fólkinu
LÖGREGLAN í Reykjavík tók í
gær í notkun nýja hverfislög-
reglustöð í Breiðholti. Starfsemi
hverfislögreglunnar þar verður
aukin, auk þess sem þrír rann-
sóknarlögreglumenn verða á
stöðinni og er þeirra hlutverk
að aðstoða við rannsóknir mála
í Breiðholti og Grafarvogi, Árbæ
og Mosfellsbæ, þar sem einnig
eru hverfislögreglustöðvar.
Geir Jón Þórisson, aðalvarð-
stjóri, er yfirmaður á nýju lög-
reglustöðinni, sem er við Völvu-
fell. „Aukin starfsemi hér er í
samræmi við breytingar sem
verða þegar Rannsóknarlög-
regla ríkisins verður lögð niður
um mitt árið og rannsókn brota-
mála færist til lögregluembætt-
anna. Þá var einnig þörf á að
bæta aðstöðu lögreglunnar í
Breiðholti. Hverfislögreglu-
stöðvar hafa sannað gildi sitt og
við viljum halda áfram á þeirri
braut að færa lögregluna nær
fólkinu."
Nítján starfsmenn
Geir Jón segir að 19 starfs-
menn séu á nýju stöðinni. „Sjö
starfsmenn eru í föstum stöðum,
en átta lögreglumenn og fjórir
varðstjórar skipta með sér vökt-
um, sem nú eru allan sólarhring-
inn.“
Lögreglustöð var fyrst opnuð
í Breiðholti í ágúst 1989, í kjöl-
far kvartana verslunareigenda
vegna tíðra rúðubrota, innbrota
og íkveikja. Sú lögreglustöð var
tij húsa í verslunarmiðstöðinni
við Drafnarfell. Lögreglan var
ánægð með reynsluna af rekstri
stöðvarinnar, enda voru marg-
falt fleiri afbrot í hverfinu upp-
lýst eftir að henni var komið á
laggirnar.
Fimm stjórnendur af Stöð 2 ráðnir til Stöðvar 3
„Styrkir liðsheildina“
Stöð 3 hefur ráðið fímm stjómendur
frá keppinauti sínum, íslenska útvarpsfélag-
inu, þar á meðal Magnús E. Kristjánsson
sem sjónvarpsstjóra. Stjómarformaður
Stöðvar 3 segir að mennimir séu komnir
til starfa hjá Stöð 3 en stjómarformaður
Stöðvar 2 segir að þeir séu bundnir af
þriggja mánaða uppsagnarfresti og félagið
íhugi hvemig mögulegt sé að bregðast við
mæti þeir ekki til vinnu á mánudag.
MAGNÚS E. Kristjánsson sem verið
hefur framkvæmdastjóri markaðs-
sviðs íslenska útvarpsfélagsins hf.
og átt sæti í framkvæmdastjórn fyr-
irtækisins, hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri íslenskrar margmiðl-
unar hf. og sjónvarpsstjóri Stöðvar
3. Fjórir aðrir stjórnendur Stöðvar
2 og Bylgjunnar flytja sig yfir á
Stöð 3 með Magnúsi, dagskrárstjóri
Bylgjunnar og auglýsingastjóri,
tæknistjóri og framleiðslustjóri ís-
lenska útvarpsfélagsins. Þeir hafa
allir hafið störf á nýja vinnustaðnum.
Einar Kristinn Jónsson hefur ver-
ið starfandi stjórnarformaður Is-
lenskrar margmiðlunar hf. og sjón-
varpsstjóri frá því félagið tók við
rekstri Stöðvar 3 hinn 1. nóvember
sl. Hann segir að stjórnin hafi frá
þeim tíma leitað að framkvæmda-
stjóra og ýmislegt komið upp í þeim
efnum. „Við heyrðum af því að
Magnús E. Kristjánsson kynni að
vilja skipta um starfsvettvang og
könnuðum það eins og annað. Við-
ræðurnár leiddu til þeirrar niður-
stöðu sem nú er orðin,“ segir Einar
Kristinn.
Tók skaraman tíma
Um það hvemig hinir fjórir starfs-
menn Islenska útvarpsfélagsins hafi
komið til skjalanna segir Einar Krist-
inn að eftir að ljóst var að samning-
ar tækjust við Magnús hafi hann leit-
að til þessara samstarfsmanna sinna.
Þeir hafi haft áhuga á starfmu og
allir væru þeir komnir til starfa. Um
er að ræða Jón Axel Ólafsson dag-
skrárstjóra Bylgjunnar, Thor Ólafs-
son auglýsingastjóra íslenska út-
varpsfélagsins, Hannes Jóhannsson
tæknistjóra ÍÚ og Magnús Viðar Sig-
urðsson framleiðslustjóra ÍÚ.
Einar Kristinn segir að ráðning
Magnúsar hafi átt sér skamman
aðdraganda og talaði um_ nokkra
daga í því sambandi. Stjórn íslenskr-
ar margmiðlunar samþykkti ráðn-
inguna í fyrrakvöld og eftir funda-
höld í fyrrinótt sögðu mennirnir upp
störfum hjá Stöð 2 í gærmorgun og
hættu samstundis. Endanlega var
gengið frá málinu um hádegisbilið í
gær, samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins, og komu þeir þá
til starfa á nýja vinnustaðnum.
Magnús E. Kristjánsson segir al-
gengast, enda væri það fullkomlega
eðlilegt, að menn hætti strax við
vistaskipti eins og hér um ræðir.
Hann Ieggur áherslu á að þó þeir
félagar hafi auðvitað rætt saman
hafi þeir ekki tekið sameiginlega
ákvörðun um að skipta um starf,
þeir hafi orðið að ákveða það hver
fyrir sig hvort þeir tækju þeirri
áskorun sem fælist í því að fara til
starfa á Stöð 3.
Hafði hugsað mér
til hreyfings
„Mér hefur líkáð ákaflega vel hjá
íslenska útvarpsfélaginu þar sem ég
hef starfað með góðu fólki, bæði
stjórn og starfsmönnum. Eg hef
verið þarna í fímm ár og hafði hugs-
að mér til hreyfings, var til í að tak-
ast á við ný verkefni. Mér barst til-
boð um að taka að mér þetta verk-
efni hjá Stöð 3 og ákvað að slá til,“
segir Magnús þegar hann er spurður
að því af hverju hann hefði ákveðið
að hætta hjá Stöð 2.
Magnús ségir að sér lítist vel á
að taka þátt í að byggja upp þennan
nýja gölmiðil. Hann segir að hug-
myndir stjórnar fyrirtækisins um
starfsemi Stöðvar 3 séu áhugaverðar
og falli að mörgu leyti að hans eig-
in. „Þetta er spennandi verkefni þó
ég geri mér jafnframt grein fyrir
því að það er erfitt. Ekkert er sjálf-
gefið í fjölmiðlun og samkeppnin
hörð,“ segir Magnús.
Geta ekki gengið út
Sigurður G. Guðjónssón, varafor-
maður stjórnar íslenska útvarpsfé-
Fimm boðin ráðn-
ing í stöður rann-
sóknarprófessora
FORSÆTISRÁÐHERRA hefur boð-
ið fimm umsækjendum ráðningu í
tímabundnar stöður rannsóknarpró-
fessora við Háskóla íslands til fimm
ára. Er þetta í fyrsta sinn sem ráðið
er í stöður rannsóknarprófessora, en
þeim stöðum fylgir ekki kennslu-
skylda.
Á sviði hugvísinda er dr. Þór
Whitehead prófessor við Háskóla Is-
lands, boðin ráðning til að rannsaka
tengsl íslendinga_ við útlönd og er-
lenda menningu. Á sviði félagsvísinda
er dr. Þorvaldi Gylfasyni prófessor
við Háskóla íslands, boðin ráðning
til að rannsaka áhættustjórnun í ís-
lensku þjóðfélagi. Á sviði heilbrigðis-
vísinda er dr. Einari Steingrímssyni
sérfræðingi við National Cancer Inst-
itute í Bandaríkjunum, boðin ráðning
til rannsókna í erfðafræði.
Á sviði raunvísinda er dr. Hjör-
leifi Einarssyni lektor við Háskólann
á Akureyri og aðstoðarforstjóra
Rannsóknastofnunar fískiðnaðarins,
boðin ráðning til rannsókna í mat-
væla- og matvælaörverufræði. Á
sviði verkfræði er dr. Þórði Runólfs-
syni háskólakennara við John Hopk-
ins University í Bandaríkjunum, boð-
in ráðning til rannsókna í upplýs-
inga- og tölvuverkfræði.
í frétt frá forsætisráðuneytinu
kemur fram að stöðurnar voru stofn-
aðar af menntamálaráðherra sam-
kvæmt heijnild í lögum um Rann-
sóknarráð íslands og voru stöðurnar
auglýstar til umsóknar í júní 1995.
í mars 1996 vék menntamálaráð-
herra sæti og var forsætisráðherra
settur til að taka við í hans stað
samkvæmt stjórnsýslulögum vegna
tengsla menntamálaráðherra við
umsækjendur.
Skipuð var sérstök dómnefnd, þar
sem áttu sæti þeir Sveinbjörn
Björnsson rektor Háskóla íslands,
Sigmundur Guðbjarnason formaður
Rannsóknarráðs íslands og Rögn-
valdur Hannessön prófessor við
Verslunarskólann í Björgvin í Nor-
egi. Er ákvörðun forsætisráðherra
tekin í samræmi við niðurstöður
nefndarinnar.
Klippt af bifreiðum
LÖGREGLAN í Reykjavík klippti
númer af tuttugu og tveimur bifreið-
um í fyrrinótt, vegna þeirra bíla sem
hafa ekki skilað sér til skoðunar á
liðnu ári.
Þetta á einnig við um eigendur
þeirra ökutækja, sem fengu frest til
lagfæringa á seinasta ári, en hafa
ekki sinnt tilmælum þar að lútandi,
svo og þá bifreiðaeigendur sem hafa
ekki greitt bifreiðagjöld eða lög-
bundin tryggingaiðgjöld.
Lögreglan klippir númer af bif-
reiðum, hvar svo sem þær kunna
að vera staddar, og er umtalsverður
kostnaður fyrir bifreiðaeigendur að
endurheimta númerin til að geta
ekið um götur að nýju. y .
- *.
lagsins, segir að starfsmennirnir
fimm hafi afhent uppsagnarbréf um
hádegisbilið í gær. En þótt þeir
hafi tæmt vinnuaðstöðu sína og
ekki mætt til vinnu eftir hádegið
eigi þeir að mæta á mánudagsmorg-
unn. Leggur Sigurður áherslu á að
starfsmennirnir séu bundnir þriggja
mánaða uppsagnarfresti og geti
ekki gengið út á miðjum vinnudegi
enda hafi hvorki þeir né nýr vinnu-
veitandi þeirra samið um að þeir
gætu lokið störfum fyrr en samn-
ingar kveða á um. „Við munum að
sjálfsögðu skoða stöðu okkar félags
í ljósi ákvæða samkeppnislaga sem
leggja bann við því að menn sem
hafa komist yfír atvinnuleyndarmál
á réttmætan hátt í starfi sínu fari
með þau og hagnýti sér hjá sam-
keppnisaðila," segir Sigurður um
það hvað ætlunin sé að gera í mál-
inu.
Sigurður telúr ekki að það þurfí
að vera áhyggjuefni fyrir íslenska
útvarpsfélagið þó að fimm yfírmenn
hætti störfum. Menn hafi áður hætt
hjá íslenska útvarpsfélaginu, Ríkis-
útvarpinu og Sýn, án þess að himin
og jörð færust. „íslenska útvarpsfé-
lagið heldur sínu striki,“ segir hann.
„Þegar menn hafa unnið lengi hjá
fyrirtæki er það vísbending um að
þeir hafi reynst góðir starfsmenn,"
segir Sigurður þegar hann er spurð-
ur að því hvort hann sjái eftir um-
ræddum starfsmönnum.
Vindur í seglin
Ekki hefur verið gengið frá starfs-
heitum fjórmenninganna á Stöð 3
en í fréttatilkynningu fyrirtækisins
kemur fram að þeir muni starfa með
framkvæmdastjóra að sérverkefnum
við uppbyggingu Stöðvar 3. Fyrir
er fólk í ýmsum stjórnunarstöðum á
Stöð 3, sumum svipuðum og fjór-
menningarnir gegndu hjá Stöð 2.
Einar Kristinn telur ekki að ráðning
mannanna fjögurra raski störfum
þeirra sem fyrir eru. Tekur hann það
sérstaklega fram að starfsfólkið hafi
tekið tíðindunum vel í gærmorgun
og að almenn ánægja væri með að
fá nýja menn til liðs við hópinn.
„Við höfum haft úrvals starfsfólk
hjá Stöð 3 og það hefur unnið vel
að undirbúningi starfseminnar. Þeir
menn sem nú koma til liðs við okkur
styrkja liðsheildina."
Spurður um aukin útgjöld hjá
tekjulitlu fyrirtæki segir Einar Krist-
inn að þegar félagið tók við rekstri
fyrirtækisins hafi verið gerðar
ákveðnar áætlanir um reksturinn
sem þurfi að halda. Ráðning mann-
anna ein og sér hafi ekki í för með
sér breytingar á fjárhagsáætlun.
•+
*
i
(
C
i
i
c
<
i
€
í
(
C
C
I
I
«