Morgunblaðið - 11.01.1997, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Á leiöinni í
GUÐI sé lof. Það er að minnsta kosti ekki flókið að rata . . .
Pétur Reimarsson, sljórnarformaður Pósts og síma hf.
Viljum ekki standa í
stríði við starfsmenn
PÉTUR Reimarsson, stjómarfor-
maður Pósts og síma, segir að við-
ræður séu i gangi milli Pósts og síma
hf. og póstmannafélagsins og síma-
mannafélagsins og allt verði gert til
þess að lægja öldur meðal starfs-
manna.
„Það getur vel verið að það sé
rétt að starfsmenn hafi ekki fengið
nægilega miklar upplýsingar og mér
finnst sjálfsagt að taka þær ábend-
ingar til greina. En þar sem þetta er
í tengslum við kjaraviðræðumar þá
held ég að þau mál séu ekki í meiri
óvissu hjá starfsmönnum Pósts og
síma en á almennum vinnumark-
aði,“ sagði Pétur.
Pétur segir að varðandi samskipti
innan fyrirtækisins og meintan skort
á upplýsingum hafi upplýsingum þó
verið komið á framfæri með nýju
skipuriti. „En það getur vel verið
að þetta megi bæta og sjálfsagt að
skoða það. Við höfum engan áhuga
á því að standa í stríði við starfs-
menn og stéttarfélög þeirra."
Aðspurður hvort rétt hafi verið
staðið að málum þegar fýrirtækið
gekk í Vinnuveitendasamband ís-
lands sagði Pétur að fyrir stærstan
hluta starfsmanna, þá sem eru í
póstmannafélaginu og símamanna-
félaginu, skipti innganga Pósts og
síma í VSÍ engu máli varðandi kjör
þeirra.
Með kjarasamninga við 70
stéttarfélög
„Hin félögin hafa ýmist verið í
samfloti eða samið sérstaklega.
Rafiðnaðarmennirnir og önnur ASÍ
félög eru hvort eð er að semja við
Vinnuveitendasambandið svo ég sé
ekki að þetta hafi áhrif á þeirra
samninga. Við gerðum formönnum
félaganna grein fyrir þessari
ákvörðun og kynntum hana í um-
burðarbréfi og í fréttum. Við höfð-
um velt þessu fyrir okkur töluvert
lengi. Þetta er ákvörðun sem félag-
ið tók og stjórn þess og hefur með
það að gera hvernig félagið sjálft
vill haga sínum samskiptum við
stéttarfélögin. Það er ekkert svig-
rúm fyrir einhvern millileik. Þess
vegna tókum við þessa ákvörðun
og kynntum hana með eins góðum
hætti og við töldum.
Póstur og sími er með kjara-
samninga við 70 stéttarfélög á al-
mennum vinnumarkaði og það er
eðlilegt að félagið vilji nýta sér þær
samningaviðræður sem eru í gangi
en sé ekki að setja upp þessa starf-
semi alla sjálft," sagði Pétur.
Forstöðumaður kvennadeildar
Efast um tengsl
brj óstakrabbameins
og getnaðarvarnapillu
Reynir Tómas Geirsson
EKKI eru allir læknar
á eitt sáttir um nið-
urstöður nýlegrar
rannsóknar sem bendir til
að tengsl kunni að vera
milli brjóstakrabbameins
og notkunar getnaðar-
varnapillu hjá konum fyrir
tvítugt. Rannsóknin fór
fram á vegum Krabba-
meinsfélags íslands og
Rannsóknastofu í heil-
brigðisfræði við Háskóla
íslands en tengslin voru
könnuð í faraldsfræðilegu
gagnasafni Leitarstöðvar
Krabbameinsfélagsins.
Reynir Tómas Geirsson,
forstöðumaður kvenna-
deildar Landspítalans, var
inntur álits á niðurstöðum
rannsóknarinnnar. „Könn-
un Krabbameinsfélagsins
var vel unnin en niðurstöð-
ur hennar eru ekki eins
öruggar og æskilegt er þar sem
úrtakið var lítið. Aðeins 204 kon-
ur með krabbamein voru rannsak-
aðar, þar af 81 sem hafði tekið
pilluna og var undir tuttugu ára
aldri. Sá hópur var síðan borinn
saman við tæplega. 1.200 konur
sem ekki hafa fengið krabbamein.
Þá var einungis miðað við fyrstu
komu í krabbameinsskoðun og því
fylgdi ekki vitneskja um hvenær
pillunotkun var endanlega hætt.
Niðurstöður nýju rannsóknar-
innar stangast að auki á við könn-
un Krabbameinsfélagsins frá ár-
inu 1990 en þá virtist sem áhætt-
an á bijóstakrabbameini ykist
ekki af notkun pillunnar. í þeirri
rannsókn var skoðaður stærri
hópur, um 1.000 konur og miðað
var við síðustu komu í krabba-
meinsskoðun en með því fást upp-
lýsingar um lengra tímabil í ævi
hverrar konu. Yngstu konurnar
voru ekki athugaðar sérstaklega
í þessari rannsókn."
- Hvaða afleiðingar geta
fregnir um möguleg tengsl pili-
unnar við brjóstakrabbamein
haft?
„Fréttir af niðurstöðum
könnunarinnar gætu leitt til íjölg-
unar fóstureyðinga og ótíma-
bærra þungana meðal annars hjá
unglingstúlkum en af því höfum
við á fæðingardeild áhyggjur. í
Bretlandi fjölgaði fóstureyðingum
um mörg hundruð á örfáum mán-
uðum vegna frétta um þessi mál.“
- Fylgir notkun pillunnar auk-
in áhætta á brjóstakrabbameini?
„Pillan veldur sennilega ekki
krabbameini en tilgátur eru um
að hún örvi vöxt þess ef það er
til staðar í líkamanum. Rannsókn-
ir erlendis benda til að bijósta-
krabbamein greinist aðeins oftar
hjá yngri konum sem hafa verið
á pillunni en þeim sem eldri eru
en skýringin gæti verið að konur
á pillunni fari oftar í læknisskoð-
un en aðrar.“
- Hvað hafa erlendar rann-
sóknir um sama viðfangsefni leitt
( Ijós?
„í samantekt 54 alþjóðlegra
rannsókna sem birtust í júní síð-
astliðnum í Bretlandi kom fram
að örlítið meiri Iíkur eru á grein-
ingu bijóstakrabba-
meins ef konan notaði
pilluna fyrir 20 ára ald-
ur. Það er eins og nýj-
asta rannsókn Krabba-
meinsfélagsins bendir
til. Hins vegar er enginn merkjan-
legur munur 10 árum eftir að
konan hættir á pillunni. Þegar frá
líður getur því verið að konum
sem voru á pillunni sé minna
hætt við bijóstakrabbameini sem
► Reynir Tómas Geirsson er
fæddur í Reykjavík 13. maí
1946. Hann útskrifaðist frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1966 og lauk kandídatsprófi frá
læknadeild Háskóla íslands árið
1973. Á árunum 1975 til 1984
stundaði hann framhaldsnám í
fæðinga- og kvensjúkdóma-
fræði, fyrst á kvennadeild Land-
spítalans og síðar í Glasgow,
Dundee og London á Bretlands-
eyjum. Hann var aðstoðar pró-
fessor við Edinborgarháskóla
frá 1989 til 1990 og dósent við
Háskóla íslands frá 1985 til
1993. Frá árinu 1994 hefur hann
verið prófessor í fæðinga- og
kvensjúkdómafræði og for-
stöðumaður kvennadeildar
Landspítalans.
Reynir Tómas er kvæntur Stein-
unni Sveinsdóttur, meinatækni
hjá Krabbameinsfélagi íslands,
og eiga þau tvær dætur.
sýnir að töluverð óvissa er fyrir
hendi um þátt pillunnar í bijósta-
krabbameini.“
- Hvetjar eru líkurnar á að
konur fái brjóstakrabbamein?
„Bijóstakrabbamein hefur ver-
ið að aukast undanfarin ár en
mjög erfitt er að segja til um
hvort pillan á þátt í því. í bresku
rannsókninni sem tók til 53.000
kvenna kom fram að miðað við
35 ára aldur fá 16 af hveijum
10.000 konum brjóstakrabbamein
hafi þær aldrei tekið pilluna. Ef
hins vegar konan notaði pilluna
fram til 25 ára aldurs eykst
áhættan í 17 af 10.000 eða um
eina konu.“
- Því ættu yngri konur frekar
að fá brjóstakrabbamein af pill-
unni en þær sem eldri eru?
„Menn hafa velt fyrir sér hvort
pillan geti haft áhrif á bijóstavef
ungra kvenna en fyrir því skortir
vísindalegar sannanir."
- Hvaða jákvæðu þætti hefur
pillan fyrir utan að vera góð getn-
aðarvörn?
„Nýjar tegundir af getnaðar-
vamapillunni eru að mestu lausar
við aukaverkanir og þær draga
verulega úr blæðingaverkjum. Til
langframa minnkar pillan einnig
áhættu á eggjastokka-
krabbameini um allt að
helming. Einnig ver
hún konur fyrir sýking-
um í legi og eggjaleið-
urum og hefur vernd-
andi áhrif gagnvart krabbameini
í legbolnum. Pillan er mjög ör-
uggt lyf, öfugt við það sem marg-
ir halda. Verkjalyfið aspirin er til
dæmis mun hættulegra líkaman-
um.“
Ahyggjur af
fjölgun fóst-
ureyðinga