Morgunblaðið - 11.01.1997, Side 12
12 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Miklar framkvæmdir við sundlaugma
Unnið fyrir
180 milljónir
MIKLAR framkvæmdir standa nú
yfir við Sundlaug Akureyrar og er
áætlað að þeim ljúki um mánaða-
mótin júní/júlí næstkomandi. Kostn-
aður við þessar framkvæmdir er
áætlaður um 64 milljónir króna.
„Það er mikið um að vera hér þessa
daga og mörg spennandi verkefni
framundan," segir Gísli Kristinn
Lórenzson forstöðumaður Sund-
laugar Akureyrar.
Síðustu daga hefur verið unnið
við að steypa upp kjallara nýs húss
á milli sundlaugarhússins og íþrótta-
hússins við Laugagötu. Þar verður
sett upp æfingamiðstöð fyrir sund-
laugargesti, en einnig verður þar
þvottahús og geymslur og hreinsi-
búnaði sundlaugarinnar verður
komið þar fyrir. Gert er ráð fyrir að
í framtíðinni verði aðalinngangur í
laugina á hæðinni fyrir ofan kjallar-
ann.
í þessum verkáfanga verður einnig
byggð ný sundlaug, 25x16 metrar
að lengd og kemur hún sunnan og
vestan við núverandi laug.
Gísli Kristinn vonaði að næsti
áfangi yrði boðinn út á komandi
hausti, en þá er ætlunin að ljúka
byggingu hússins, tengigangs milli
sundlaugarbyggingarinnar og
íþróttahússins og lagfæringar á eldra
húsinu. Meðal annars verður baðað-
staða lagfærð. Enn hefur að sögn
forstöðumanns ekki verið tekin
ákvörðun um hvað gert verður á efri
hæð gamla hússins, þar sem nú er
búningsaðstaða kvenna, en til greina
kemur að leigja plássið eða setja þar
upp ljósa- og eða nuddstofu.
I seinni áfanga verksins er ætlun-
in að breyta gamla sundlaugarker-
inu, gera það grynnra og að meiri
barnalaug. Áætlað er að kostnaður
við framkvæmdir við Sundlaug
Akureyrar á næstu þremur árum
verði um 180 milljónir króna.
Góð aðsókn
„Aðsóknin að sundlauginni er
mjög góð og ég fuliyrði að hún á
stóran þátt í að laða að ferðafólk
til bæjarins," sagði Gísli Kristinn.
Hátt á þriðja hundrað þúsund manns
sótti laugina á síðasta ári. Sundlaug-
in hefur fengið neðra tjaldsvæðið
við Þórunnarstræti til umráða og
næsta sumar verður fjölskyldugarði
komið þar fyrir.
Morgunblaðið/Kristján
Messur
AKUREYRARKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 14 á morg-
un, sunnudag. Æskulýðs-
fundur kl. 17. í Kapellu.
Sunnudagaskólinn hefst 19.
janúar. Biblíulestur í Safnað-
arheimili kl. 20.30 á mánu-
dagskvöld.
HJÁLPRÆÐISHERINN:
Sunnudagaskóli kl. 11 á
morgun, sunnudag. Ungl-
ingaklúbbur kl. 16 og almenn
samkoma kl. 20. Heimila-
sambandið kl. 16 á mánudag,
krakkaklúbbur kl. 17 á mið-
vikudag, 11+ á fimmtudag
og hjálparflokkur kl. 20.30.
HVÍTASUNNUKIRKJ-
AN: Vakningasamkoma,
ræðumaður Rúnar Guðna-
son, á morgun, sunnudag,
kl. 14. Vonarlínan, sími
462-1210, símsvari allan sól-
arhringinn með orð úr ritn-
ingunni sem gefa huggun og
von.
SJÓNARHÆÐ, Hafnar-
stræti 63: Sunnudagaskóli á
morgun, sunnudag, kl.
13.30. í Lundarskóla. Al-
menn samkoma á Sjónarhæð
kl. 17. Ástjarnarfundur kl.
18 á miðvikudag á Sjónar-
hæð. Unglingafundur kl.
20.30. á föstudag á Sjónar-
hæð.
>
Iþrótta-
maður KA
útnefndur
ÍÞRÓTTAMAÐUR KA árið 1996
verður útnefndur í afmælishófi í
KA-heimilinu nk. sunnudag kl. 15.
Þrír efstu íþróttamennirnir í kjör-
inu fá viðurkenningu en það er
aðalstjórn KA sem annast valið.
Útnefningin fer að venju fram í
kringum afmæli KA en félagið var
stofnað 8. janúar 1928 og fagnar
því 70 ára afmæli að ári.
----» ♦ ♦----
Carmina
Burana næsta
verkefni
ÆFINGAR eru að hefjast aftur
hjá Kór Tónlistarskólans á Akur-
eyri.
Næstu verkefni verða Carmina
Burana eftir Carl Oroff og Messe
Solennelle eftir Rossini.
Kórinn er opin öllu söngfólki.
Sérstakur unglingakór verður
stofnaður í tengslum við flutning
þennan og er áhugasömu fólki
bent á að hafa samband við skóla-
stjóra.
Samkeppni í steypusölu á Akureyri og nágrenni er á næstu grösum
Arnarfell setur
upp fullkomna
steypustöð
FYRIRTÆKIÐ Arnarfell hf. á
Akureyri hefur sett upp fuilkomna
steypustöð á athafnasvæði sínu
við Óseyri og hyggst hefja steypu-
sölu í bænum innan tíðar. Fyrir-
tækið Möl og sandur hf. hefur
verið alls ráðandi í steypusölu í
bænum en nú hillir undir sam-
keppni á þessum markaði.
Arnarfell keypti nýja og full-
komna færanlega steypustöð og
tvo notaða steypubíla á síðasta
ári. Tækin voru í notkun við
Kvíslarveituframkvæmdir fram á
haust, þar sem fyrirtækið var und-
irverktaki hjá Suðurverki.
Þór Konráðsson, einn eigenda
Arnarfells, segir að steypustöðin
hafí reynst mjög vel. Við Kvíslar-
veitu var steypt samkvæmt sér-
stökum ES-staðli en Þór segir að
slíkt hafi ekki verið gert hingað
til. „Við teljum okkur því vel sam-
keppnishæfa á þessum markaði.
Auk þess höfum við reynslu og
þekkingu til að framleiða hráefni
í góða steypu og góð framleiðsla
er besta auglýsingin. Þá er líka
jákvætt fyrir kaupendur steypu
að samkeppni sé á markaðnum."
Auðvelt að flytja stöðina
milli staða
Afkastageta steypustöðvarinn-
ar er um 60 rúmmetrar á klst. og
þykir hún stór miðað við afköst
en lítil miðað við umfang. Fyrir-
tækið stefnir að því að koma stöð-
inni í vinnu vítt og breitt um land-
ið en þess á milli verður hún stað-
sett á Akureyri.
Þór segir auðvelt að fiytja stöð-
ina milli staða og tekur aðeins einn
dag að pakka henni saman. Hún
þykir því tilvalin til notkunar bæði
við brúarsmíði og virkjunarfram-
kvæmdir.
Arnarfell hefur verið nokkuð
fyrirferðamikð í verktakavinnu
víðs vegar um landið en fyrirtækið
á einnig fjöldann allan af gröfum,
ýtum, grjótflutningabílum, vöru-
Morgunblaðið/Kristján
TVEIR af eigendum Arnarfells hf., bræðurnir Þór og Sigurberg-
ur Konráðssynir, fyrir framan steypustöð fyrirtækisins.
bílum og þijár malarasamstæður
til steinefnavinnslu. Arnarfell er
fjölskyldufyrirtæki, bræðurnir
Sigurbergur, Þór, Björn og Þor-
valdur eru hluthafar í fyrirtækinu
ásamt föður sínum Konráði Vil-
hjálmssyni og starfa þeir allir hjá
fyrirtækinu.
30 tonna réttindanámskeið
Kynferðisbrotamaðurinn verði áfram í haldi
Sjófarendur athugið! 30 tonna réttindanámskeið verður haldið
við Útvegssvið VMA á Dalvík.
Þátttaka skráist í síma 4661083 fyrir föstudaginn 17. janúar nk.
Þátttökugjald kr. 30.000.
Allar almennar upplýsingar veittar á skrifstofu skólans
alla virka daga frá kl. 8.00-12.00.
Kennslustjóri.
Rannsókninni lokið
LÖGÐ verður fram krafa í Héraðs-
dómi Norðurlands eystra næstkom-
andi mánudag um að maður á sex-
tugsaldri sem setið hefur í gæslu-
varðhaldi frá því um miðjan nóvem-
ber síðastlinn skuli vera í haldi þar
til dómur gengur í máli hans. Rann-
sókn á máli mannsins, sem viður-
kennt hefur kynferðisbrot gagnvart
ungum stúlkubörnum er lokið og
verður sent ríkissaksóknara.
Maðurinn var handtekinn 19. nóv-
ember síðastliðinn grunaður um kyn-
ferðislega misnotkun á stúlkuböm-
um, hann var fyrst að kröfu sýslu-
manns úrskurðaður í 10 daga gæslu-
varðhald sem svo var framlengdur
um 45 daga, eða til 13. janúar.
Við húsrannsókn á heimili manns-
ins fannst mikið magn af mynd-
bandsspólum með klámefni, svo og
yfir eitt þúsund tölvudisklingar með
klámmyndum, þar á meðal barna-
klámi.
Maðurinn hefur játað að hafa miðl-
að klámefni af bömum til annarra
um alnetið. í þeim gögnum sem lög-
regla lagði hald á fannst myndband
þar sem maðurinn hefur kynferðis-
mök við stúlkubörn en einnig hefur
hann játað að hafa „gælt“ kynferðis-
lega við stúlkur á aldrinum 7, 8 og
9 ára.
Ábendingar um athæfí mannsins
bárust frá fólki sem hafði haft sam-
skipti við hann á spjallrás á alnetinu.