Morgunblaðið - 11.01.1997, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR11. JANÚAR 1997 19
ERLENT
Ciller
veitist að
Grikkjum
TANSU Ciller, utanríkisráð-
herra Tyrklands, sakaði í gær
Grikki um að hafa hvatt Kýp-
urstjórn til
að kaupa
rússnesk
flugskeyti,
sem gætu
skotið nið-
ur flugvél-
ar yfir
Tyrklandi
ef þeim yrði
komið fyrir
á Kýpur.
Tyrkir hafa hótað að gera
loftárásir á gríska hluta Kýpur
ef staðið verði við þessi áform.
Ciller sagði að Grikkir
hefðu notað Kýpurstjórn sem
tæki til að framfylgja fjand-
samlegri stefnu sinni gagn-
vart Tyrkjum. Þjóðirnar eiga
báðar aðild að Atlantshafs-
bandalaginu og hafa lengi eld-
að grátt silfur. Spennan í sam-
skiptum þjóðanna magnaðist
í fyrra vegna deilu þeirra um
eyðisker í Eyjahafi.
Reuter
EKKJA Hoxha ræðir við
fréttamenn eftir að hafa
verið sleppt úr fangelsi.
Ekkja Hoxha
úr fangelsi
EKKJA Envers Hoxha, leið-
toga kommúnistastjórnarinn-
ar í AÍbaníu, var látin laus úr
fangelsi í Tirana í gær eftir
að hafa afplánað fimm ára
fangelsisdóm fyrir að hafa
misnotað fé ríkisins til að fjár-
magna lúxuslifnað sinn. Hún
virtist vel á sig komin eftir
fangelsisdvölina og geislaði
af gleði þegar hún kyssti tvo
syni sína sem tóku á móti
henni fyrir utan fangelsið.
Nexhmije Hoxha er 76 ára
og var handtekin í desember
1991. Hún var dæmd í eilefu
ára fangelsi en dómurinn var
mildaður þrisvar sinnum fyrir
atbeina Salis Berisha forseta.
Vináttusátt-
málií
Mið-Asíu
FORSETAR þriggja fyrrver-
andi sovétlýðvelda í Mið-Asíu
- Kasakstans, Kirgístans og
Úsbekístans - undirrituðu í
gær sáttmála um „ævarandi
vináttu" og aukna samvinnu,
meðal annars í varnarmálum.
„Fyrir 400 árum voru engir
Kasakar, Úsbekar eða Kirgís-
ar til,“ sagði íslam Karímov,
forseti Úsbekístans, eftir und-
irritunina. „Við erum ein þjóð
og greinar af sama meiði."
Þjóðirnar eru komnar af
tyrkneskum ættflokkum, sem
settust að á stórum svæðum
í Mið-Asíu.
Reuter
BELGFARARNIR Bertrand Piccard (t.v.) og Wim Verstraeten eru
á góðri leið með að verða fyrstir til að fljúga viðstöðulaust
umhverfis jörðina.
Reyna hnattflug*
í loftbelg
Genf. Reuter. ^
NY TILRAUN til viðstöðulauss
hnattflugs í loftbelg verður gerð í
dag eða á morgun er Belgíumaður-
inn Wim Verstraeten og Svisslend-
ingurinn Bertrand Piccard freista
flugtaks í smábænum Chateau-
d’Oex.
Vonast þeir til að komast á fari
sínu upp í skotvinda í 10 kílómetra
hæð er bæru þá austur yfir Grikk-
land, Kína, Kyrrahaf, Bandaríkin
og Atlantshaf áður en belgfarið
bærist aftur inn yfir Evrópu.
Hnattflugstilraunin hefur verið í
undirbúningi í mörg ár og m.a.
flugu þeir yfir Atlantshafið 1992.
Belgfar þeirra er minna en loftbelg-
ur breska auðkýfingsins Richards
Bransons, sem gerði misheppnaða
hnattflugstilraun í byijun vikunnar.
Standa Piccard og Verstraeten
vel að vígi að verða fyrstir að fljúga
viðstöðulaust umhverfis jörðina.
Til að fá viðstöðulaust belgflug
umhverfis jörðina viðurkennt þarf
að leggja að baki á þriðja tug þús-
unda kílómetra og fara að nýju
yfir lengdarbaug flugtaksstaðar.
Sævarhöfða 2, Reykjavík
laugardaginn 11. og
sunnudaginn 12. janúar 1997
Opið frá ki. 10 - 18 laugardag
12 - 18 sunnudag.
Allt það nýjasta ð
vélsleðamarkaðlnum
% ww^w á
T —
AÐGANGUR OPEYPIS!
ymsuni
Sýning á vélsleöum,
varahlutum, ýmsum
aukabúnaði, öryggisbúnaði,
leiðsögutækjum, fatnaði í
miklu úrvali og mörgu fleiru
tengdu vélsleðamennsku og
almennri útivist. Glæsileg
aðstaða fyrir sýnendur og
gesti. Næg bflastæði, góð
aðkoma.
V. Reykjavík
ÁRSHÁTÍÐ
Verður haldin í Mánabergi
laugardaginn 11. janúar J997.
Þríréttaður kvöldverður,
skemmtiatríði Hljómsveit
Magnúsar Kjartanssonar
leikur fyrir dansi.
Skeljungur hf.
Einkaumboð fyrir Shell-vörur á íslandi
Ingvar Helgason ehf
So’varhÖföa 2 l32 Rcykjavík pósth. 12260
st'mi 567 4000 myndsemlir 587 9577
POLRRIS ski-doo VfMXft YAMAHA ARCTIC CAT