Morgunblaðið - 11.01.1997, Page 24
24 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
List á eld
eða í útlán
SUM lönd hafa komið sér upp smjör- eða
kjötfjalli. Svo eru önnur lönd þar sem mynd-
ast hafa listfjöll og Holland er eitt þeirra en
frá stríðslokum hefur hollenska ríkið veitt
tugþúsundum listamanna aðstoð með því að
kaupa verk þeirra, að því er segir í Svenska
Dagbladet.
Ríkissjóður Hollands hefur greitt tugi
milljarða fyrir verkin en nú er svo komið
að stjórnvöld vilja losna við þau. í geymslum
ríkisins er að finna hundruð þúsunda verka
sem enginn vill. Það eina sem orðið getur
þeim til bjargar eru listaverkasöfn, sem líkt
og bókasöfn bjóða myndir til láns gegn vægu
gjaldi.
Ljóst er að hluti þessara umkomulausu
verka verður brenndur, þar sem kostnaður-
inn við að geyma þau er mun hærri en and-
virði þeirra. Slík umræða er stjórnmálamönn-
um lítt að skapi, þrátt fyrir að þeim sé ljós
vandinn, og hafa þeir lagt bann við að eyðli-
leggingin sé fest á filmu. Nú þegar hafa fjöl-
mörg verk verið merkt með stöfunum
W/V(Weggeven/Vernietigen) - Gefaeða
eyðileggja. Listamönnunum sem eiga verkin
er boðið að fá þau aftur en sumir eru látnir,
aðrir horfnir og því ljóst að töluverður hluti
verður eldi að bráð.
Yfir 100.000
umkomulaus verk
Af þeim 220.000 verkum sem keypt höfðu
verið árið 1987 þegar ríkið hætti listaver-
kakaupum, hafa söfn og opinberar stofnanir
tekið þau bestu. Að því búnu tóku listaverka-
söfnin þau verk sem þau vildu. Og í rúmlega
eitt ár fóru tveir listfræðingar í gegnum lista-
verkalager ríkisins sem er skammt fyrir utan
Haag. Þeir komust yfir að skoða 500 verk á
dag, meira gátu þeir ekki. Þegar þeir höfðu
lokið sér af, var lagerinn enn fullur, þar
voru yfir 100.000 verk sem enginn vildi.
Þá var að reyna að hafa upp á listamönnun-
um. Það hefur tekist í mörgum tilfellum,
þeir vilja ýmist bjarga verkunum frá eyði-
LISTIR
UM 28.000 verk eru í eigu Listaverkaútlána hollenska ríkisins.
leggingn eða koma þeim sjálfir fyrir kattar-
nef, enda oft um verk að ræða sem gerð voru
í upphafi ferilsins og þeim vilja þeir ekki
flíka.
Listaverk til útláns
Eitt listaverkasafnanna er
í Osdorp, útborg Amsterd-
am. Þar eru um 8.000 lista-
verk boðin til láns og nú
hefur forstöðumaður hol-
lensku listaverkasafnanna
boðist til þess að sjá um þær
myndir sem afgangs eru í hirslum ríkisins.
Útlánin hafa mælst ágætlega fyrir, í Osdorp
hafa um 6.200 manns skráð sig á safnið, svo
að enn er rúmlega verk á mann. Fyrir um
það bil 300 kr. er hægt að fá lánað listaverk
í hálft ár en verðið hækkar eftir verðmæti
myndanna. Þá er hægt að fá verk í nokkurs
konar kaupleigu, fyrir 1.600 kr. á mánuði
fá lántakendur þrjú verk og mega hafa þau
eins lengi og þá lystir.
Vissulega eru engin Rembrandt-verk til
láns, en heldur ekki afgangsmyndir. Margir
landsþekktir listamenn eiga
verk í Iistaverkasöfnunum
og að mati listfræðinga eru
útlánin góð leið til að auka
tengsl almennings við lista-
menn með því að gefa þeim
kost á aðhafa „ekta lista-
verk“ á veggjunum.
Hugmyndin að listaverka-
útlánum er ekki ný af nálinni. Hún kviknaði
hjá listamanninum Pieter Kooistra fyrir fjór-
um áratugum en hann hjólaði með myndir
og lánaði þeim sem áhuga höfðu. Síðar fékk
hann stuðning frá hinu opinbera og árið
1968 var Listaverkaútlán ríkisins stofnað.
Það rekur sex söfn þar sem eru í boði um
28.000 verk.
Listaverkafjall hol-
lenska ríkisins er orðið
svo hátt að gripið hefur
verið til örþrifaráða til
að minnka það
Verk Jóns
Leifs fá
góða dóma
Berlín. Morgunblaðið.
TONLEIKARNIR í þýsku Fíl-
harmóníunni í Berlín, þar sem hin
þýsk-skandinavíska sinfóníuhljóm-
sveit æskunnar, undir stjórn
Andreas Peer Káhler, flutti verk
Jóns Leifs, vöktu feikimikla at-
hygli og í flestum stærri dagblöðum
borgarinnar var að finna greinar
um ævi og starf Jóns Leifs.
Þetta eru fyrstu tónleikar á verk-
um íslenska tónskáldsins í Þýska-
landi síðan nasistar bönnuðu upp-
færslu á verkum hans á stríðsárun-
um og jafnframt þýskur frumflutn-
ingur á þessum tveimur tónverkum;
Elegie opus 53 og Heklu opus 52,
bæði samin 1961.
Tónleikarnir fengu almennt mjög
góða dóma. Gagnrýnandi Berliner
Morgenpost fjallar um áhrif kulda
norðursins í Elegie þar sem verkið
virðist hvíia þunglamalegt og hreyf-
ingarlaust í rúmi með melódískan
samhljóm í bakgrunni sem virkar
eins og frosinn inn í verkið.
Der Tagespiegel talar um að
þetta einkennilega strengjaverk feli
í sér hinn miskunnarlausa óróman-
tíska stíl tónskáldsins sem lengi vel
mætti engum skilningi samlanda
hans. Þar segir jafnframt að verkið
virki svifaseint en sé samt borið af
ótrúlegum fínleik. Hekla sem er
samið fyrir stóra hljómsveit með
sextán slaghljóðfærum vakti mikla
hrifningu. Einn gagnrýnendanna
talar um snilldarlega túlkun á ofsa-
legum sprengingum eldgoss en seg-
ir þungamiðju verksins vera full-
komna endursögn á útrás berg-
kviku uppúr dularfullum djúpum
jarðarinnar.
i
I
I
i
\
)
I
t
\
í
TONLIST
Illjómdiskar
SCHARWENKA - SAUER
Franz Xaver Scharwenka: Píanó-
konsert nr. 4 í F-moll, op. 82.
Emil von Sauer: Píanókonsert nr.
1 í E-moll. Einleikari: Stephen
Hough. Hljómsveitarstjóri: Lawr-
ence Foster. Hljómsveit: City of
Birmingham Symphony Orchestra.
Útgáfa: Hyperion CDA66790.
Verð: kr. 1.490 - Japis.
Fjórir píanókonsertar
DYGGIR lesendur pistla Rík-
arðs Arnar Pálssonar um erlendar
hljóðritanir á klassískum verkum
þurfa ekki að örvænta. Hann hef-
ur aðeins tekið sér tveggja mán-
aða leyfi frá ritstörfum og hefur
undirritaður tekið að sér að
hlaupa í skarðið fyrir hann um
stundarsakir.
I nóvember á ári hvetju velja
gagnrýnendur enska tónlistar-
tímaritsins Gramophone þær
hljóðritanir sem þeir telja bestar
á árinu. Að þessu sinni kaus tíma-
ritið ofangreindan disk bestu
hljóðritun ársins 1996.
Scharwenka og von Sauer,
hverjir eru nú það? Von er að
spurt sé. Scharwenka (1850-
1924) var af pólskum ættum en
stundaði nám í Berlín. Hann kom
fyrst fram sem einleikari 19 ára
og ferðaðist víða um heim sem
mjög dáður konsertpíanisti. En
tónlist hans var einnig í hávegum
höfð og það af ekki minni mönn-
um en þeim Liszt, Brahms og
Tchaikovsky, þótt hún hafi seinna
fallið í gleymskunnar dá. Enn er
ótalið það afrek Scharwenka að
stofna eigin tónlistarháskóla í
Berlín sem hafði yfir þúsund nem-
endur og að auki útibú í New
York. En þar í borg lék Scharw-
enka einmitt fjórða píanókonsert-
inn í fyrsta sinn undir stjórn
Gustavs Mahlers. Emil von Sauer
(1862-1942) stundaði píanónám
um tveggja ára skeið hjá Nikolai
Rubinstein í Moskvu. Árið 1885
sló hann í gegn svo um munaði
er hann frumflutti fyrsta píanó-
konsert Scharwenkas í Berlín.
Hann naut eftir þetta gífurlegrar
hylli um allan heim og gengu
menn svo langt að telja hann hinn
sanna arftaka Liszts.
Það verður að segjast eins og
er að í fyrstu átti ég erfitt með
að skilja það lof sem á diskinn
hafði verið hlaðið því mér fannst
tónlistin heldur innihaldslítil. En
bæði verkin á diskinum unnu
geysilega á við frekari hlustun og
reyndist konsert Scharwenkas
glæsilegur. Hann er stór í sniðum,
tónmálið fullt af rómantískum
brellum og ritháttur einleikshljóð-
færisins með því tilkomumesta
sem ég hef heyrt. T.d. má benda
á kadensuna í hinum skemmtilega
intermezzó-kafia (2:57 - 4:48)
eða á glæsilegan lokakaflann sem
er eldfjörug tarantella og sann-
kölluð flugeldasýning. Konsert
Sauers er mjög heilsteypt tón-
smíð, yfirbragð hans ljóðrænt en
einnig hið glæsilegasta og aug-
ljóst er að hér hefur tónskáldið
ætlað sér að semja sannkallaðan
draumakonsert píanóleikarans
með syngjandi köflum, tilkomum-
iklum stefjum og leiftrandi glæsi-
köflum. Konsertinn hefur gnótt
fallegra laglína og til merkis um
það hefur höfundur kynnt hlust-
endum tvö gullfalleg stef áður en
3 mínútur eru liðnar af fyrsta
kafia. Óvæntar hugmyndir sem
halda athygli hlustandans vakandi
skjóta einnig oft upp kollinum (t.d.
5:01 í fyrsta kafla).
Stephen Hough [frb. Hoff] er
greinilega afburða píanóleikari
enda hefur hann áður hlotið verð-
laun Gramophone-tímaritsins fyr-
ir flutning á píanókonsertum J.N.
Hummels (Chandos 8507).
Tæknilegir yfirburðir, kraftur,
skýr ásláttur, tilfinning fyrir hinu
ljóðræna og fljótandi píanóleikur
hans er undraverður og hrein
unun á að hlýða. Píanóleikur af
þessu tagi leiðir hugann að horfn-
um stórsnillingum píanósins eins
og t.d. Horowitz.
Hljóðritunin er fyrsta flokks,
skýr og tær og hefur mikla dýpt.
Ástæða er einnig tii að geta þess
hve vandaður og fræðandi bækl-
ingurinn er sem fylgir diskinum.
Hljómdiskur Houghs er sá ell-
efti í útgáfuröð Hyperion-útgáf-
unnar sem nefnist The Romantic
Piano Concerto. Af öðrum merk-
um diskum þessarar útgáfuraðar
er vert að nefna magnaðan flutn-
ing ofurpíanistans Nikolai Demid-
enkos á tveimur hinna tilkomum-
iklu píanókonserta Nikolais
Medtners (Hyperion CDA 66580)
undir stjórn Jerzys Maksymiuks,
sem er tónleikagestum Sinfóníu-
hljómsveitar íslands að góðu
kunnur. Þessi diskur ætti að vera
til í sérhveiju plötusafni.
ARENSKY
-BORTKIEWICZ
Anton Arensky: Píanókonsert í F-
moll op. 2. Fantasía um rússnesk
þjóðlög op. 48. Sergei Bortkiewicz:
Píanókonsert nr. 1 í B-dúr, op. 16.
Einleikari: Stephen Coombs.
Hljómsveitarstjóri: Jerzy Maksym-
iuk. mjómsveit: BBC Scottish
Symphony Orchestra. Útgáfa: Hy-
perion (CDA 66624). Verð: Kr.
1.490 - Japis.
DISKUR þessi er úr sömu út-
gáfuröð og sá fyrri sem hér er
fjallað um og inniheldur eins og
hann tvo sjaldheyrða píanókon-
serta auk eins styttra verks. Rúss-
neska tónskáldið Anton Arensky
(1861-1906), oft nefndur hinn
rússneski Brahms, var undrabarn.
Hann nam tónsmíðar hjá Rimsky-
Korsakoff, varð ungur að aldri
prófessor við Tónlistarháskólann
í Moskvu og naut talsverðrar vel-
gengni á sinni tíð. Enn þann dag
í dag skjóta sum tónverk hans
upp kollinum í tónleikasölum og
hljóðritunum og mun vera hvað
þekktastur fyrir píanótríóið í D-
moll. Sergei Bortkiewicz (1877-
1952) er hins vegar flestum
gleymdur. Hann nam fyrst lög-
fræði en sneri sér svo að tónsmíð-
um og píanóleik sem hann nam
hjá Liadov í Pétursborg. En að
ævistarfi helgaði hann sig aðal-
lega kennslu og starfaði m.a. um
árabil við Tónlistarháskóla
Scharwenkas í Berlín. Síðasta
hluta ævinnar bjó hann og starf-
aði í Vínarborg.
Engum dettur sennilega í hug
segja að tónverkin á diski þessum
séu ódauðleg meistaraverk og síst
af öllum þeim er þetta ritar. En
sú gersamlega óbeislaða og hrein-
ræktaða rómantík sem hér bók-
staflega lekur út um allt er eigin-
lega alveg ómótstæðileg! Ef ykkur
finnst konsert Arenskys bera
keim af einhveiju sem þið hafið
heyrt áður (t.d. Grieg, Liszt,
Brahms) þá hafið þið alveg rétt
fyrir ykkur, en bíðið bara! Bortki-
ewicz-konsertinn er bókstaflega
talað einn allshetjar samnefnari
hins rómantíska GRAND-píanó-
konserts (t.d. 2:40 - 3:40 í öðrum
kafla). Þarna er þetta allt, eða ég
ætti kannski að segja þeir allir,
Wagner, Rachmaninoff, Tcha-
ikovsky, Liszt, Chopin o.s.frv.
Auðvelt er að ímynda sér þessa
tónlist sem kvikmyndatónlist í
svarthvítri kvikmynd millistríðs-
áranna og þá gjarnan um ein-
hvern misskilinn píanósnilling
(hlustið t.d. á niðurlag miðkaf-
Ians). Hæst rís konsertinn í villt-
um kósakkadansi lokakaflans sem
hefst í ósviknum Liszt-stíl. Fljót-
lega hljómar stef sem Rachmanin-
off hefði hiklaust notað hefði hon-
um dottið það í hug (frá 2:35 -
3:44) og þar á eftir sýnir tónskáld-
ið í sér tennurnar í nokkuð agress-
ífum (og frumlegum!!) kafla (3:44
- 4:35). Konsertinn endar eins
og svona konsertar eiga að enda.
Undirritaður staðhæfði að konsert
Sauers hlyti að vera draumakon-
sert píanistans, á sama hátt er
ekki úr vegi að telja Bortkiewicz-
konsertinn draumakonsert tón-
leikagestsins með glæsistíl og
rómantískri tjáningu sinni.
Enkenni þessa disks er leik-
gleði sem heyrist allt of sjaldan í
upptökum nútímans. Auðheyrt er
að allir flytjendur skemmta sér
konunglega yfir þessari nánast
óskammfeilnu rómantík og slíkt
andrúmsloft smitar alla leið til
hlustandans þrátt fyrir hið dular-
fulla ferli tækninnar. Flutningur
einleikarans Stephens Coombs
heyrist mér hafinn yfir alla gagn-
rýni og er hann dyggilega studdur
af hljómsveitinni undir stjórn hins
magnaða Maksymiuks.
Ef þú, kæri lesandi, ert tilbúinn
til þess að kanna ótroðnar slóðir
og láta fordómana ekki þvælast
fyrir þér þá er þetta er diskur
fyrir þig. Spilaðu hann fyrir vini
og kunningja sem hafa líka gam-
af einhveiju óvæntu og
skemmtilegu, en passaðu þig á
þeim sem aðeins kunna að meta
það sem „fínt“ þykir.
Ertu orðinn leiður á Tchai-
kovsky og Rachmaninoff? Gjörðu
þá svo vel og góða skemmtun!
i
í
I
Valdemar Pálsson
þ
t