Morgunblaðið - 11.01.1997, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
LAU GARDAGUR 11. JANÚAR 1997 25
LISTIR
Morgunblaðið/Þorkell
ÞAU hlutu viðurkenningu Hagþenkis: Örnólfur Thorsson, Bergljót Soffía Kristjánsdóttir,
Guðrún Ingólfsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson.
UNDANFARIN ár hefur Hag-
þenkir, sem er félag höfunda
fræðirita og kennslugagna, veitt
viðurkenningu fyrir fræðistörf og
samningu fræðirita og námsefnis.
Sérstakt viðurkenningarráð,
skipað fulltrúum ólíkra fræði-
greina og kosið til tveggja ára í
senn, ákveður hver viðurkenning-
una hlýtur. Viðtakandi fær viður-
kenningarskjal og fjárhæð sem
nú er samtals 400.000 kr. er skipt-
ast að þessu sinni milli fjögurra
mótttakenda. Viðurkenning Hag-
þenkis 1996 er veitt í tilefni af
útgáfu geisladisks með texta allra
Islendingasagna ásamt orðstöðu-
lykli. Viðurkenninguna hljóta rit-
stjórar orðstöðulykilsins: Bergljót
Soffía Kristjánsdóttir, Eiríkur
Rögnvaldsson, Guðrún Ingólfs-
dóttir og Örnólfur Thorsson.
Fram kemur í texta á skjali þvi
sem fylgir viðurkenningunni að
hún er veitt „fyrir að opna nýjar
Nýjar leið-
ir að texta
*
Islend-
ingasagna
leiðir að texta íslendingasagn-
anna og rannsóknum á þeim með
því að birta textann í tölvutækri
mynd ásamt orðstöðulykli".
Mál og menning gaf geisla-
diskinn út á síðasta ári. Vísinda-
sjóður hefur styrkt verkefnið,
Upphaf þess má rekja til útgáfu
bókaútgáfunnar Svarts á hvítu á
íslendingasögum með nútímastaf-
setningu á árunum 1985-86. Rit-
stjórar textans, sem þá var sleg-
inn inn á tölvu, voru auk Örnólfs
Thorssonar, eins af ritstjórum
orðstöðulykilsins, þeir Bragi Hall-
dórsson, Jón Torfason og Sverrir
Tómasson. Var þeim þremur færð
gjöf frá Hagþenki fyrir að leggja
þannig grunn að fjölþættum
rannsóknum á ísiendingasögum
og að nýjum útgáfum þeirra. Eru
það steinmyndir tengdar fomum
sagnaarfi gerðar af Páli Guð-
mundssyni myndhöggvara á
Húsafelli.
Viðurkenningarráð Hagþenkis
skipa Indriði Gíslason málfræð-
ingur, Jón Gauti Jónsson land-
fræðingur, Kristín Bragadóttir
hókmenntafræðingur, Margrét
Eggertsdóttir bókmenntafræð-
ingur og Þorsteinn Vilhjálmsson
eðlisfræðingur.
Viðurkenningin var afhent við
athöfn sem fram fór í ráðstefnu-
sal Þjóðarbókhlöðunnar í gær.
Rússnesku Booker-verðlaunin afhent
Pólitík víkur
fyrir stíl
RÚSSNESKU Booker-verðlaunin
voru afhent fyrir skemmstu við
glæsilega athöfn og myndarlegan
kvöldverð þar sem glögglega kom
fram að matvælaframleiðandi er
helsti styrktaraðili verðlaunanna.
Hápunktur veislunnar var risastór
terta í líki opinnar bókar og voru
fímm kerti á henni, til marks um
fímm ára afmæli verðlaunanna, að
því er segir í The Times Literary
Supplement.
Iburðurinn við verðlaunaafhend-
inguna er í hróplegu ósamræmi við
val á sigurvegaranum en hann var
að þessu sinni Andrej Sergejev, eitt
hógværasta skáld þeirrar kynslóðar
skálda sem kennd eru við sjöunda
áratuginn. Hann var um árabil þekk-
ur fyrir þýðingar á verkum úr ensku,
sérstaklega verkum T.S. Eliot.
A meðal vina Sergejevs má nefna
Joseph Brodskí, en hann tileinkaði
Sergejev eitt þekktasta ljóð sitt.
Verk eftir hinn nýbakaða verðlauna-
hafa birtust hins vegar ekki opinber-
lega fyrr en á síðasta áratug; ljóð
og ævisögulegt lausamál sem var
stutt, hnitmiðað og lýsandi fyrir þá
tíma sem Sergejev er uppi á. Hann
fékk Booker-verðlaunin fyrir bókina
„Frímerkjaalbúm“ en hún er safn
minnismiða og dagbóka, athuga-
semda, skjala og ljóðabrota sem
draga upp ótrúlega yfírgripsmikla
mynd af lífínu í Moskvu frá 1930
og fram til þessa dags.
Þá voru einnig veitt „Litlu-Book-
er“ verðlaunin, en þau eru ætluð
einni ákveðinni bókmenntagrein. Að
þessu sinni var valinn „Besti nýliðinn
í skáldsagnagerð", sem reyndist vera
Ijóðskáldið Sergej Gandlevskí, fyrir
skáldsöguna „Heilauppskurð". Hún
er skrifuð sem ævisaga og segir frá
andlegri umbreytingu manns eftir
að hann gengst undir heilauppskurð.
Hún er einnig kaldhæðnisleg lýsing
á því hvaða breytingum bókmennta-
heimurinn í Moskvu hefur tekið á
síðustu árum, þar sem neðanjarðar-
skáld gærdagsins teljast til bók-
menntaelítu dagsins í dag.
Miklar breytingar hafa orðið á
vali dómnefndar rússnesku Booker-
verðlaunanna. Framan af skipti póli-
tískt innihald verðlaunabókanna
mestu máli en nú er horft til stíls-
ins. Hvorugt verðlaunaverkanna hef-
ur verið gefíð út á bók, þau birtust
í bókmenntatímaritum, sem hafa
geysileg áhrif á bókmenntir í Rúss-
landi. Það kemur ekki síst fram í því
að bókmenntagagnrýnendurnir sem
skipa dómnefndina starfa flestir hjá
tímaritunum.
Fyrstu fjögur árin sat Breti í dóm-
nefndinni en að þessu sinni var ítal-
inn Vittorio Strada eini útlendingur-
inn í henni. Flestir þeír sem tilnefnd-
ir voru til verðlaunanna eru Rússar
og hafa menn áhyggjur af þvi að
áhugi vestrænna bókaforlaga á verð-
laununum muni minnka eftir því sem
Rússar verði meira áberandi í hópi
dómara og hinna tilnefndu.
Nýjar bækur
Undir himni
frelsisins
UNDER frihetens
himmel. Fárder och
áventyr i Nordanland-
et nefnist ný bók eftir
Svíann Svante Lysén.
Hann er forvörður,
ljósmyndari og fyrir-
lesari að atvinnu, en
„innri maður náttúru-
unnandi og hirðingi“
að eigin sögn.
í Under frihetens
himmel segir Lysén
frá ferðum sínum í
óbyggðum og á ýms-
um fjarlægum slóð-
um. Hann lætur eink-
um heillast af norðlægum
Skandinavíu, Rússlands,
Kanada, Grænlands
og íslands. í upphafi
bókarinnar hermir frá
fjórtán mánaða dvöl
höfundar og þriggja
vina hans á einangr-
uðu svæði í Kanada.
í hlutanum um ís-
land eru kaflar um
suðurströndina, Mý-
vatn, Vesturland og
Vestmannaeyjar.
Útgefandi er Bok-
förlaget Settern, Ör-
kelljunga. Under fri-
Svante hetens himmel er 320
Lysén síður prýdd fjölda ljós-
hlutum mynda sem flestar eru teknar af
Alaska, höfundi.
•ÞEIR sem leið eiga um London
í janúar en þora ekki alla jafna
inn fyrir dyr hjá stóru uppboðs-
höldurum borgarinnar ættu að
líta inn í sýningarsali þeirra
næstu vikurnar. Að venju eru
ekki uppboð í janúar, þess í stað
halda Sotheby’s og Christie’s sýn-
ingar á mörgum fágætum verk-
um. „Saga þriggja borga: Canton,
Shanghai og Hong Kong“ heitir
sýning Sotheby’s sem stendur til
8. febrúar. Þar verða sýnd verk
og munir sem tengjast Austur-
landaverslun Breta. Christie’s
býður einnig vel en í salarkynnum
þeirra getur m.a. að líta verk
eftir Leonardo da Vinci og Pablo
Picasso, skartgripi frá miðöldum
og silfurmuni.
Gœðavara
Gjafavara — malar oo kaffistell.
Allir vpi ðílokkar.
HeiiiislrtPijir liönnuðir
m.a. Gianni Versace.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
amenskum heilsudýnum
svernsorum
um
Af rúmteppasettum
og gardýnum
/Vi ameriskum
liandklæáum
Ai 1 OKlim, piru
og dýnulilírum
:um
Af köfáagöfl um oj
náttLorðum
ýmsum u
vorum