Morgunblaðið - 11.01.1997, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 27
AÐSEIMDAR GREINAR
Um tekjuskatt
einstaklinga
AÐ undanförnu
hafa orðið nokkrar
umræður um tekju-
skatt einstaklinga,
bæði hvernig hann hef-
ur breyst frá því stað-
greiðslukerfið var tek-
ið upp og ekki síður
hugsanlegar breyting-
ar til að draga úr
óæskilegum jaðar-
áhrifum tekjuskatts-
kerfisins. Eftir margra
ára baráttu við halla-
rekstur ríkissjóðs hillir
nú loks undir hallalaus
fjárlög á þessu ári. í
áramótaávarpi sínu
benti Davíð Oddsson,
forsætisráðherra, réttilega á að tvö
brýnustu verkefnin á sviði ríkisfjár-
máta næstu árin ættu að vera að
greiða niður skuldir ríkisins og
lækka tekjuskatta einstaklinga. I
þessari grein vil ég fara nokkrum
orðum um síðara atriðið, þ.e. um
tekjuskatt einstaklinga og nauðsyn
þess að lækka jaðarskatta.
1. Sérstaða íslenska
tekjuskattskerfisins
Tekjuskattlagning einstaklinga
hér á landi er að mörgu leyti frá-
brugðin því sem er í nálægum lönd-
um. Skattleysismörk eru óvíða
hærri sem skýrist af mun hærri
persónuafslætti en í flestum aðild-
arríkjum OECD. Þetta leiðir til
þess að aðeins um helmingur
framteljenda greiðir tekjuskatt og
reyndar einungis þriðjungur, sé
einnig tekið tillit til greiðslu barna-
bóta og vaxtabóta. Af þessum sök-
um reiknast meðalskattbyrði á
hveija fjölskyldu tiltölulega lág
samanborið við aðrar þjóðir. Þessi
sérstaða birtist einnig í afar mikilli
tekjujöfnun innan kerfisins eins og
sést best af því að brúttóálagning
tekjuskatts og útsvars á árinu 1996
er talin hafa numið nálægt 100
milljörðum króna, en nettóskil til
ríkissjóðs og sveitarfélaga, þ.e. að
teknu tilliti til persónuafsláttar, sjó-
mannaafsláttar og bótagreiðslna,
nam meira en helmingi lægri fjár-
hæð, eða rúmlega 40 milljörðum
króna. Þannig fer meira en önnur
hver króna út aftur
sem skattafsláttur,
sérstakar bótagreiðsl-
ur o.fl. Hins vegar
geta svonefnd jaðar-
áhrif hjá fjölskyldum
með miðlungstekjur
orðið býsna mikil.
Þessu veldur samspil
skatthlutfalls og
ýmissa tekjutengdra
bótagreiðslna (barna-
bótaauka, vaxtabóta
og húsaleigubóta).
Hár jaðarskattur dreg-
ur að öðru jöfnu úr
vinnuframlagi og
stuðlar að skattsvik-
um.
2. Skattkerfisbreytingin 1988
Árið 1988 var tekjuskattlagn-
ingu einstaklinga umbylt, þegar
tekin var upp staðgreiðsla á tekju-
skatti samhliða verulegri einföldun
á álagningarreglum, skattstofni og
bótagreiðslum. Meginþættir
þessarar breytingar voru breikkun
skattstofnsins með því að fella nið-
ur margvíslega frádráttarliði úr
gamla kerfinu, eins og iðgjalda-
greiðslur í lífeyrissjóði, námsfrá-
drátt o.fl. í stað þessara frádrátt-
arliða kom fastur og mun hærri
skattafsláttur (persónuafsláttur),
þannig að skattleysismörkin urðu
nær þrefalt (2,7 sinnum) hærri en
í gamla kerfinu. Loks var tekið upp
eitt skatthlutfall í stað fjögurra
áður, að meðtöldu útsvari. Við það
hækkaði lægsta hlutfallið í gamla
kerfinu, úr 28% í 35%, en hæsta
hlutfallið lækkaði úr 56% í 35%.
3. Breytingar á tekjuskatti
frá 1988
Frá því að staðgreiðslukerfið var
tekið upp í ársbyijun 1988 hafa
verið gerðar margvíslegar breyt-
ingar á álagningu tekjuskatts ein-
staklinga. Arið 1988 var skatthlut-
fall ríkis 28,5% og útsvarshlutfall
sveitarfélaga 6,7%, eða samanlagt
35,2%. Á árunum 1989 og 1990
var skatthlutfall ríkisins hækkað
um 4,3%, í 32,8%, og útsvarshlut-
fallið fór í 7%, eða samanlagt í
39,8%. Skatthlutfallið hækkaði
bannig um 4,6% á árunum 1988-
1990. Þótt persónuafsláttur hækk-
aði í takt við verðlag leiddi þessa
mikla hækkun á skatthlutfallinu til
verulegrar lækkunar skattleysis-
marka að raungildi á þessu tímabili.
í lok ársins 1996 nam skatthlut-
fall ríkisins 33,15% og hafði þannig
hækkað um 0,35% frá 1990, en
þeirri hækkun var ætlað að vega
að nokkru á móti áhrifum af lækk-
un virðisaukaskatts _af matvælum
í ársbyijun 1994. Útsvarið hefur
hækkað heldur meira, eða um 1,8%,
en sú hækkun gekk að mestu til
þess að mæta tekjutapi sveitarfé-
laga vegna niðurfellingar aðstöðu-
gjalds á árinu 1993. Þá var á árinu
1993 tekinn upp sérstakur 5%
skattur (hátekjuskattur) á tekjur
yfír ákveðnum mörkum.
Það er hins vegar rétt að ítreka
Frekari lækkun tekju-
skatta, segir Friðrik
Sophusson, er eitt af
forgangsverkefnum rík-
isstjórnarinnar.
að þær breytingar sem gerðar voru
á árinu 1993 og 1994 tengdust
báðar viðamiklum skattbreytingum
sem höfðu víðtæk áhrif á verðlag
og þar með á kaupmátt heimil-
anna. Skoðun á skatthlutföllum
einum sér segir því ekki alla sög-
una um heildaráhrif skattbreytinga
á kjör heimila. Þannig leiddi niður-
felling aðstöðugjalds til um 1,5%
almennrar lækkunar vöruverðs, að
mati ASÍ og VSÍ, eða sem jafngild-
ir í reynd þeirri hækkun sem varð
á útsvari. Sömuleiðis lækkaði verð
á matvælum umtalsvert í kjölfar
lækkunar virðisaukaskatts á mat-
vörum sem þannig vó á móti hækk-
un á tekjuskattshlutfallinu um
0,35%.
4. Hlutur ríkis og
sveitarfélaga í tekjuskatti
Nú um áramótin kom til fram-
kvæmda sú breyting að hluti tekju-
skatts ríkisins var færður yfir til
sveitarfélaga til þess að fjármagna
flutning grunnskólans. Skatthlut-
Friðrík
Sophusson
fall ríkisins lækkaði af þessum sök-
um um 2,74%, í 30,4%, en útsvars-
hlutfallið hækkaði ívið meira, eða
um 2,79%, og er þá komið í 11,6%.
Með þessari breytingu lækkar hlut-
ur ríkisins í tekjuskatti (að teknu
tilliti til bótagreiðslna) enn frekar,
eða í 33-34%, en hann nam við
upphaf staðgreiðslunnar tæplega
41%.
Þessi hlutföll eru athyglisverð í
ljósi þess að skatthlutfall ríkisins
er nær þrefalt hærra en útsvars-
hlutfallið. Skýringin á því að tekju-
skatturinn skilar engu að síður
minni nettótekjum í ríkissjóð en
útsvarið skilar til sveitarfélaga er
hin mikla tekjujöfnun innan tekju-
skattskerfisins í formi persónuaf-
sláttar og ýmissa bótagreiðslna.
Hér má einnig nefna annað sér-
kenni tekjuskattskerfisins, en það
er fjármögnun ríkisins á þeim per-
sónuafslætti sem nýtist á móti út-
svari sveitarfélaga. Útsvarið er
brúttóskattur í þeim skilningi að
það reiknast af öllum tekjum ein-
staklinga, jafnt þeim sem eru und-
ir sem ofan við skattleysismörkin.
Þess eru jafnvel dæmi að í tekjulág-
um héruðum séu einstaklingar
skattlausir þar sem ríkissjóður fjár-
magnar útsvarsgreiðslur þeirra til
sveitarfélaga að fullu í formi per-
sónuafsláttar. Lausleg áætlun fyrir
árið 1997 bendir til þess að sú fjár-
hæð sem ríkissjóður greiðir sveitar-
félögum i formi persónuafsláttar á
móti útsvari geti numið allt að 4 'h
milljarði króna. Annað dæmi eru
greiðslur sveitarfélaga í formi fé-
lagslegrar aðstoðar til einstaklinga,
en þær eru skattskyldar. Séu tekjur
viðkomandi undir skattleysismörk-
um þarf ríkið samt að greiða sveit-
arfélögunum útsvarshlutann að
fullu af þeim fjármunum sem tekju-
skattskerfið skilar.
5. Endurskoðun
tekjuskattskerfisins
Framangreindar breytingar á
staðgreiðslukerfinu, ásamt auknu
vægi tekjutengingar ýmissa bóta,
hafa dregið fram ýmsa annmarka
tekjuskattskerfisins sem áður voru
ekki eins augljósir. Einkum á þetta
við um svonefnd jaðaráhrif þess
sem lýsa sér í því að viðbótartekjur
einstaklinga lenda annaðhvort í
hærra skattþrepi eða leiða til lækk-
unar tekjutengdra bóta, nema
hvort tveggja sé.
í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Davíðs Oddssonar er gert ráð fyrir
endurskoðun á þessum þáttum með
einföldun og lækkun jaðarskatta
að leiðarljósi. í framhaldi af því
skipaði ég á síðasta ári nefnd sem
ætlað er að gera tillögur um málið.
í nefndinni sitja bæði fulltrúar
stjórnvalda og aðila vinnumarkað-
arins og er niðurstöðu að vænta
innan skamms.
6. Fyrstu skrefin
Þegar hafa verið stigin ákveðin
skref í átt til lækkunar jaðarskatta.
Sú ákvörðun stjórnvalda að leggja
ekki lengur skatt á lífeyrisiðgjöld
launþega, en síðasti áfangi þeirrar
breytingar kom til framkvæmda um
mitt ár 1996, jafngildir 1,5-1,7%
lækkun tekjuskatts einstaklinga.
Ennfremur kom á síðasta ári til
framkvæmda breyting á greiðslum
barnabóta til tekjulægri fjölskyldna
þar sem dregið var úr jaðaráhrifun-
um frá því sem áður var. Það hefur
þegar skilað sér í hærri greiðslum
barnabótaauka. Með báðum þessum
breytingum hefur verið dregið
nokkuð úr jaðaráhrifum skattkerf-
isins, einkum hjá tekjulágum barna-
fjölskyldum.
7. Næstu verkefni
Eins og fram kom í áramóta-
ávarpi forsætisráðherra er frekari
lækkun skatta eitt af forgangs-
verkefnum ríkisstjórnarinnar
næstu ár. Til þess að skapa svigrúm
til þessarar Iækkunar hefur ríkis-
stjórnin gengið út frá því að vænt-
anlegar tekjur af fjármagnst.ekju-
skatti gangi til lækkunar tekju-
og/eða eignarskatta. Jafnframt
hefur verið ákveðið að fella niður
í áföngum skattafslátt vegna hluta-
bréfakaupa og nýta þá fjármuni til
lækkunar jaðarskatta. Loks var
ákveðið að hækka ekki persónuaf-
slátt um áramótin heldur bíða þar
til endurskoðun tekjuskattskerfis-
ins lægi fyrir og skapa þannig svig-
rúm til að nýta þá fjármuni á ann-
an hátt, ef það verður talið heppi-
legra. Það er hins vegar ekki gert
ráð fyrir að þessir fjármunir renni
í ríkissjóð, enda eru þeir ekki færð-
ir til tekna í fjárlögum. í þessu
sambandi þykir mér rétt að leið-
rétta þann misskilning sem nokkuð
hefur gætt í umræðunni um að í
þessari ákvörðun felist skatta-
hækkun. Það er að sjálfsögðu ekki
rétt. Þar sem hvorki laun né per-
sónuafsláttur hafa breyst frá því
fyrir áramót mun þessi ákvörðun
ein og sér ekki hafa áhrif á skatt-
byrði einstaklinga.
Vonandi næst víðtæk samstaða
um að lækka jaðarskatta á ein-
staklingum á næstu árum því að
þetta er eitt brýnasta verkefni sem
við stöndum frammi fyrir. Fólk með
börn á framfæri og skuldir vegna
húsnæðis og náms verður að geta
aukið tekjur sínar án þess að því
finnist að skattkerfíð refsi fyrir
það. Slíkt kerfi er óréttlátt og þess
vegna mun því verða breytt.
Höfundur er fjármálaráðherra.
BÓKHALDSHUGBÚNADUR
/jwWINDOWS
Einföld lausn á
flóknum málum
§] KERFISÞRÚUN HF.
01 Fákafeni 11 - Sími 568 8055
Sjómannaalmanak Skerplu 1997
sjómanna Bókin sem beðið hefur verið eftir í 70 ár!
n ALmANHtx § ciíFRPLU Nútímalegt almanak tayggt á óskum íslenskra sjómanna
r* u.l ' " •• 2031>6 * 1 Céiflr - . ., - k <; " O C' 2 'lf-’ ) " — pfptBllÍ --.z ■ ■ i j Meða! efnis. ^Fullgilfc af SiglSngastofnun íalands^
Vitaskrá • Fjarskipti
Veður • Siglingaalmanak
Lög og reglur • Fyrirtækjaskrá
□ryggi á sjó • Hafnir á fslandi
*******
VÉLASALAN HF.
immt ' •
Verð aðeins
2.980
(Sendingarkostnaður innifalinn)
)
skerpla
Suðurlandsbraut 10* 108 Reykjavík
Pöntunarsimi 568 1SS5