Morgunblaðið - 11.01.1997, Side 31

Morgunblaðið - 11.01.1997, Side 31
30 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAU GARDAGUR11. JANÚAR 1997 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrfmur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LEIKFELAG REYKJAVÍKUR 100 ÁRA LEIKFÉLAG Reykjavíkur á 100 ára afmæli í dag. Félag- ið var stofnað hinn 11. janúar 1897. Leikfélagið hef- ur á einni öld lagt grundvöll að og átt mestan þátt í að skapa og móta íslenzkt leikhús. Það hefur verið einn af burðarásum menningarlífs á íslandi. Þar hafa nokkrar kynslóðir íslenzkra leikara og annars leikhúsfólks mótast og þroskast. Þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa byggðist kjarni starfsliðs þess á leikurum, sem starfað höfðu á veg- um Leikfélags Reykjavíkur. Fyrstu áratugina bjó Þjóðleik- húsið að því starfi, sem fram hafði farið á vettvangi Leikfé- lags Reykjavíkur. En Leikfélag Reykjavíkur var ekki einungis skóli fyrir fyrstu kynslóðir íslenzkra leikara og annarra leikhús- manna, heldur varð starfsemi félagsins einnig til þess að leggja grundvöll að íslenzkri leikritun. An þeirrar virku leikstarfsemi, sem haldið var uppi af Leikfélaginu hefðu íslenzkir leikritahöfundar átt erfiðara með að koma verkum sínum á framfæri. Þegar á fyrstu árum og áratugum í starfi Leikfélags Reykjavíkur var lögð áherzla á að setja á svið íslenzk leikverk. Leikfélag Reykjavíkur var áratugum saman félag áhuga- fólks um leikhús. í upphafi er ljóst, að nokkrar fjölskyldur í Reykjavík báru starfsemi félagsins uppi. Þessum áhuga- mönnum tókst hins vegar að skapa áhugavert íslenzkt leikhús, sem laðaði að sér áhorfendur og var langt fram eftir öldinni einn helzti þátturinn í því menningarlífi, sem fram fór í höfuðborginni. Svo vel tókst eldri kynslóðum íslenzkra leikara að skapa eftirminnilegar persónur í íslenzkum leikverkum, sem nú teljast sígild, að þeir sem sáu þær sýningar á sínum tíma hafa jafnan átt erfitt með að meta þær með nýjum leikur- um í sögulegum hlutverkum. Áratugum saman var það viðburður að sækja leiksýn- ingu hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó og það gamla hús er órjúfanlegur hluti af Leikfélaginu, þótt starfsemi þessi fari nú fram í öðru og veglegra húsi. Þegar Þjóðleikhúsið hóf starfsemi sína fyrir tæplega hálfri öld trúðu margir því að starfsemi Leikfélagsins mundi leggjast niður. En þá komu til sögunnar nýjar kynslóðir leikara, sem hófu Leikfélagið til vegs með glæsibrag. Starfsemi Leikfélagsins var orðin of umfangsmikil fyrir Iðnó löngu áður en Borgarleikhúsið kom til sögunnar. Sumir höfðu hins vegar áhyggjur af því að þegar tengslin við Iðnó og þar með fortíðina rofnuðu með flutningi í nýtt hús mundi Leikfélagið eiga erfitt með að fóta sig í nýju umhverfi. Og umræður um stöðu félagsins síðustu daga gætu bent til þess að svo sé. Leikfélagið hefur hins vegar áður staðið frammi fyrir erfiðum vandamálum. Að því vék Sigurður Grímsson, leik- gagnrýnandi Morgunblaðsins um árabil, í grein, sem hann skrifaði hér í blaðið á 50 ára afmæli félagsins hinn 11. janúar árið 1947. Hann sagði m.a.: „Leikfélag Reykjavíkur hefur oft átt við mikla örðugleika að etja á þessu hálfrar aldar skeiði, sem það nú hefur runnið. Fjárhagurinn hefur oft verið æði þröngur, húsakostur þess verið lítt hæfur fyrir leiksýningar síðustu áratugi, sem geta má nærri þar eð félagið er enn í sömu húsakynnum og það hóf í starf- semi sína en bærinn hefur tífaldazt að íbúatölu á tímabil- inu - og ýmis önnur vandamál hafa steðjað að því. Hefur því stundum verið all róstusamt innan félagsins og stjórnar- skipti all tíð eins og vera ber, þar sem hið ágæta lýðræði er í algleymingi. Engu að síður hefur félaginu tekizt að standa af sér alla storma og fárviðri til þessa og er það vafa- laust því að þakka, að jafnan þegar í óefni hefur verið komið hafa dugandi og aðsópsmiklir menn tekið forystuna og leitt félagið giftusamlega yfir torfærurnar.“ Auðvitað skiptast á skin og skúrir í leikhúsi eins og annars staðar. En félag, sem lifað hefur í 100 ár býr yfir miklum lífskrafti og það á áreiðanlega eftir að sannast á Leikfélagi Reykjavíkur nú. Að baki er merkileg saga, sem að nokkru er rakin í Les- bók Morgunblaðsins í dag og nýjar kynslóðir leikhúsfólks eiga að gæta þess að missa ekki tengslin við þá sögu og fortíð. Morgunblaðið óskar Leikfélagi Reykjavíkur, forsvars- mönnum þess og félagsmönnum til hamingju á sögulegum afmælisdegi og óskar félaginu velfarnaðar í framtíðinni. Fjölmenni og miklar umræður á kynningarfundi að Heiðarborg í Leirársveit um starfsleyfi fyrir álver Columbia á Grundartanga / LeirárÁ og Melahréppur i\1\arðarstrandarhreppUf Mðmiðunarmörk Miðsandui þynningarsvaeðis Skilmannahreppur Kiðafell Kjósar Saurbæf TePpur Skiptar skoðanir um meng- un, ímynd og staðsetningu Miklar og líflegar umræður urðu og skipst var á skoðunum á opnum kynningarfundi sem haldinn var að Heiðarborg í Leirársveit á fímmtudagskvöldið um tillögur Hollustuvemd- ar ríkisins að starfsleyfí fyrir væntanlegt ál- ver Columbia álfyrirtækisins á Grundartanga. — Omar Friðriksson fylgdist með fundinum. AÞRIÐJA hundrað manns sátu fundinn sem stóð yfir í á fimmtu klukku- stund. Voru þar saman komnir íbúar úr sveitarfélögum á svæðinu, fulltrúar Hollustuverndar, Náttúruverndar ríkisins, stofnana landbúnaðarins, iðnaðar- og um- hverfisráðuneytis, Markaðsskrif- stofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar, Skipulags ríkisins o.fl. stofnana, auk þingmanna af Vesturlandi, Reykjanesi og úr Reykjavík. Fram kom í fyrirspurnum og máli fjölmargra íbúa áhyggjur og efasemdir vegna starfsemi fyrir- hugaðs álvers á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga, m.a. vegna efna- mengunar og áhrifa á ferðaþjón- ustu. Drög að starfsleyfistillögu hafa legið frammi til kynningar og lögðu forsvarsmenn ríkisstofnana og ráðuneyta áherslu á að hver sem væri gæti komið á framfæri athuga- semdum við starfsleyfið til 13. jan- úar. Reglulegar mengunarmælingar og fast eftirlit Ólafur Pétursson fulltrúi Holl- ustuverndar kynnti í ítarlegu máli skilyrði sem sett eru í starfsleyfinu fyrir starfsemi álversins. í upphafi er gert ráð fyrir að framieidd verði 60 þús. tonn á ári af fljótandi áli í kerskálum verksmiðjunnar en áform eru um að stækka álverið í 180 þúsund tonn og gildir starfs- leyfið fyrir framleiðslu að því marki. Ólafur sagði að álverið yrði byggt í samræmi við fullkomnustu tækni sem völ væri á og lagði hann áherslu á að ef í ljós kæmu skaðleg áhrif á umhverfi af starfsemi verksmiðj- unnar, væri hægt að taka starfs- leyfið til endurskoðunar og einnig, þegar að því kæmi að álverið yrði stækkað, væri mögulegt að taka þau mörk sem sett eru fyrir losun mengunarefna frá verksmiðjunni til endurskoðunar. í máli ----------- hans kom fram að tryggt yrði að reglubundnar mælingar færu fram á mengunaráhrifum bæði frá álverinu ogjámblendi- verksmiðjunni á Grund- artanga. „Ef um bilun verður að ræða, þannig að ekki sé unnt að hreinsa að minnsta kosti 80% af öllu því magni sem berst til hreinsibúnaðar- ins og hætta er á að mengun á einni viku fari upp fyrir mörk sem gilda, þá er hægt að taka starfsleyfið til endurskoðunar og eins ef flúor- mengun fer yfir markið þrjá mán- uði í röð, er hægt að taka starfsleyf- ið til endurskoðunar,“ sagði hann. Heildarflúoríðmengun sem leyfð verður er 0,6 kíló á hvert framleitt tonn af áli og brennisteinstvíoxíð verður að hámarki 21 kg á tonn að ársmeðaltali eða 28 kg miðað við svokallað skammtímameðaltal. í máli fundarmanna kom fram mik- il gagnrýni á þessi útblástursmörk Byggt í sam- ræmi við full- komnustu tækni brennisteinstvíoxíðs og var bent á til samanburðar að leyfð væri að hámarki 4 kg á hvert tonn frá álver- um í Noregi. I starfsleyfinu er út frá því geng- ið að svokallað þynningarsvæði vegna loftmengunar skuli vera hið sama og þynningarsvæði iðnaðar- svæðisins alls á Grundartanga, en þar er um að ræða það svæði þar sem efnamengunar mun hugsan- lega gæta af starfsemi stóriðju en allir umhverfisþættir eiga að vera varðir fyrir mengun utan þessara marka. Benti Ólafur m.a. á að vatnsverndarsvæði Akraness væri utan þessara marka. Vilja að leyfið verði aðeins veitt til 4 ára Náttúruvernd ríkisins gerir í næstu viku fjölmargar athugasemd- ir við starfsleyfið. Trausti Baldurs- son, fulltrúi Náttúruverndar ríkis- ins, gerði grein fyrir drögum að þeim athugasemdum sem gerðar verða á fundinum í Heiðarborg. Náttúruvernd krefst þess m.a. að notaðar verði rafstýrðar kerþekjur af nýjustu og bestu gerð í stað svo- kallaðra handþekja, sem nota á í álverinu en þekjurnar hindra að kergas sleppi út í kerskálana. Þess- ar þekjur eru ekki jafnfullkomnar þeim sem notuð er í álverinu í Straumsvík og er í ýmsum fleiri atriðum ekki gerðar jafnstrangar kröfur og fylgt er í álverinu í Straumsvík að mati Náttúruvernd- ar. „Við teljum að ekki hafí verið sýnt fram á, hvorki í mati á um- hverfisáhrifum né annars staðar, að þessar þekjur séu jafngóðar og þær rafstýrðu," sagði Trausti. Náttúruvernd gagnrýnir notkun þurrhreinsibúnaðar í álverinu í stað vothreínsibúnaðar, sem myndi draga verulega úr efnamengun að mati stofnunarinnar. Gagnrýnt er að ekki skuli vera gert ráð fyrir aðgerðum til að draga úr koltvísýr- ingsmengun og þau mörk sem sett eru gegn ryk- mengun eru ekki talin nógu ströng. Náttúruvernd telur upp ________ 15 atriði sem ekki eru fullnægjandi að mati hennar varðandi grunnmælingar og loks er þess krafist að gildistími starfsleyfisins verði fjögur ár en ekki tíu ár eins og tillaga Hollustu- verndar gerir ráð fyrir. Keilisnes heppilegri staður en Grundartangi Margir íbúar og fleiri fundar- menn lýstu áhyggjum sínum eða beinni andstöðu við byggingu álvers vegna hugsanlegrar mengunar og héldu því fram að ímynd stórs iðnað- arsvæði á Grundartanga hefði skað- leg áhrif á landbúnaðarframleiðslu og ferðaþjónustu. Dagmar Vala Hjörleifsdóttir, dýralæknir og for- maður heilbrigðisnefndar Akraness, vitnaði til rannsóknar sem gerð hefði verið fyrir nokkrum árum á „ÉG vil enga stóriðju," sagði Sæmundur Helgason, bóndi í Galtalæk. Akranes Kjölur Mengunar- mörk Mengunarefni Árs- meðaltal kg/t Al Skamm- tíma- meðaltal kg/t Al 5 km Hcildarfluonð Ryk 0,6 1,0 21,0 0,8 1,3 28,0 Morgunblaðið/Þorkell JAMES F. Hensel (fyrir miðju), aðstoðarforstjóri Columbia álfyrir- tækisins, sat allan fundinn og fylgdist með umræðunum. Á ÞRIÐJA hundrað manns voru á kynningarfundi um tillögu að starfsleyfi fyrir álver á Grundartanga, sem haldinn var í Heiðar- borg sl. fimmtudagskvöld. áhrifum flúoreitrun á sauðfé á Straumsvíkursvæðinu annars vegar og í Lundarreykjadal hins vegar þar sem í ljós hefði komið mikið flúor- magn í kjálkum sauðfjár í nágrenni Straumsvíkur. Taldi hún að gengið hefði verið fram hjá hagsmunum bænda. „Það eru 20 til 30 kúabú á þessu svæði, hér eru nokkur hundruð hross og þó nokkrir bændur sem ennþá hafa fé og ég veit ekki bet- ur en að Akrafjallið sé stórt beiti- land fyrir þennan bústofn. Ríkj- andi vindátt frá Grundartanga er eins og allir vita í átt að vatns- svæðinu á Akrafjalli, sem er eina vatnssvæðið sem við eigum,“ sagði hún. Mikið var rætt um áhrif vindátta á dreifingu mengunar og töldu margir fundarmanna að þar væri ýmsum spurningum ósvarað en því vísuðu vísindamenn sem unnið hafa að undirbúningi starfsleyfis á bug. Þá var gagnrýnt að álverinu skyldi ekki hafa verið valinn staður í Keilisnesi fremur en á Grundar- tanga og töldu margir að ástæður staðarvalsins hefðu ekki verið skýrðar með fullnægjandi hætti. Ólafur Pétursson sagði að erfitt væri að leggja mat á sjónmengun af álverinu en hann sagðist viður- kenna að öll rök mæltu með því að Keilisnes væri heppilegri staður fyr- ir álver en Grundartangi með tilliti til efnamengunar. Þó bæri að hafa í huga að málið snerist um styrk mengunar og mengun af álveri á Grundartanga yrði vel innan settra marka. Hann sagði það rétt að strangari kröfum væri framfylgt í Noregi um losun brennisteinsdíoxíðs en hér á landi, enda hefðu íslendingar ekki gert kröfu um vothreinsibúnað líkt og í Noregi. Benti hann á að rekin væru gömul álver í Noregi en aðrar aðstæður væru hér á landi. Þá sagði hann að dreifing brennisteinsdíoxíðs væri meiri frá járnblendiverksmiðj- FRESTUR til að skila athuga- semdum til Hollustuverndar ríkis- ins við tillögur, sem fyrir liggja að starfsleyfi fyrir allt að 180 þúsund tonna álver á Grundar- tanga, rennur út 13. janúar. Gildir til framleiðslu á 180 þús. tonnum á ári Starfsleyfið gildir fyrir fram- leiðslu á allt að 180 þúsund tonnum af fljótandi áli á ári í kerskálum álvers Columbia Ventures á Grundartanga og fyrir vinnslu í steypuskála ál- vers sem reist verði í þremur áföngum, 60.000, 30.000 og 90.000 tonn á ári. Komi fram skaðleg áhrif á umhverfi verksmiðjunnar eða hætta, sem ekki var áður ljós, skal Hollustuvernd halda fund með álfyrirtækinu og leita í sam- einingu mögulegra lausna. Starfsleyfið verður endurskoðað í framhaldi af slikum viðræðum ef þörf er á. Útblástur í samræmi við alþjóðasamþykkt „Útblástur mengunarefna frá álveri á Grundartanga verður í samræmi við PARCOM Recomm- endation 94/1 um bestu tækni fyrir álver með þurrhreinsibún- aði. Þar er gert ráð fyrir að heildarmagn flúoríðs í útblæstri verði undir 0,6 kg/tonn af fram- leiddu áli og að ryk verði minna Úr tillögu að starfsleyfi f en 1 kg/tonn af framleiddu áli. Sérstaklega skal bent á að gas- kennt flúoríð (HF), sem talið er hættulegast fyrir gróður, verður líklega minna en helmingur þessa útblásturs sé miðað við rekstrarforsendur framleiðanda tækjanna og ábyrgðir framleið- anda hreinsibúnaðarins. Heild- arflúoríðútblástur frá 180.000 tonn/ár álveri er því innan við 110 tonn/ár og gaskennt flúoríð líklega um 50 tonn/ár. Fyrir fyrsta áfangann (60.000) er áætl- aður útblástur flúoríða því 36 tonn/ár og gaskennt flúoríð um 17 tonn/ár. Ryk í útblæstri og upp um þak kerskála, er einkum áloxíð með nokkru flúoríði. Það má verða að hámarki um 180 tonn fyrir 180.000 tonna álver eða um 60 tonn fyrir fyrsta 60.000 tonna áfangann. Hætta á verulega auknum útblæstri flúoríða og ryks er lítil,“ segir í starfsleyfis- tillögunni. „Gert er ráð fyrir sýnatöku- stöðvum innar við Hvalfjörð og sunnan fjarðar. Miðað við reynslu frá Straumsvík er ekki búist við að marktæk breyting á styrk flúoríðs mælist nema á mælistöðunum næst álverinu. Einnig er gert ráð fyrir að mæla flúor og fleiri þætti s.s. sýrustig og brennistein í yfirborðsvatni og úrkomu í nágrenni Grundar- tanga,“ segir í tillögunni. „Gerð hefur verið dreifing- arspá fyrir loftmengun frá iðnaðarsvæðinu Grundartanga miðað við aukna starfsemi þar með álveri og hugsanlega stækk- un járnblendiverksmiðjunnar. Út frá henni er ljóst að flúoríð mun dreifast í litlu magni út fyrir sjálft iðnaðarsvæðið. Það er helst lítið svæði norðvestan við iðn- aðarsvæðið þar sem flúoríð getur orðið yfir viðmiðunarmörkum eftir að stækkun í 180.000 tonn hefur átt sér stað. Fylgjast þarf sérstaklega með flúoríði í gróðri þar,“ segir í starfsleyfistillög- unni. „Sólarhringsmeðaltal brenni- steinstvioxíðs er nú yfir íslensk- um viðmiðunarmörkum á nokkuð stóru svæði samkvæmt mæling- um sem gerðar hafa verið á Grundartanga og útreikningum Verkfræðistofunnar Vatnaskil byggðum á þeim mælingum. Þessi mörk eru sett með tilliti til viðkvæms gróðurs. Áhrif álvers á Grundartanga á stærð þessa svæðis eru lítil sem engin,“ segir í tillögunni. Nýta ber allan úrgang eins og kostur er Columbia ber að gera sitt besta til að nýta allan úrgang sem til fellur við framleiðsluna, þar með talið brotajárn, einangrun úr kerum, bakskautum og forskaut- um og úrgang sem inniheldur ál í miklum mæli. Þá er leyfilegt að koma sérstökum föstum úr- gangi, sem ekki verður nýttur, fyrir í fyllingum eða flæðigryfj- um við ströndina í nágrenni verk- smiðjunnar, segir í starfsleyf- istillögunni. Hollustuvernd afgreiðir endanlegar tillögur að starfsleyfi til umhverfisráðherra. Ber stofnuninni að gera ráðherra nákvæma grein fyrir þeim skrif- legu athugasemdum sem gerðar verða við starfsleyfistillöguna og m.a. að færa rök fyrir því ef hún tekur ekki tillit til framkominna athugasemda. unni en af væntanlegu álveri Col- umbia. Halldór Jónsson, í Móum í Innri- Akraneshreppi, spurði fulltrúa Rannsóknarstofnunar landbúnaðar- ins af hveiju ekki hefðu verið gerðar rannsóknir á búfjárstofni á svæðinu líkt og gert hefði verið við undirbún- ing að fyrirhuguðu álveri Atlantsál- hópsins víða um land á sínum tíma. Fulltrúar RALA greindu frá því að ekki hefði verið óskað eftir sérstakri upplýsingasöfnun um búijárstofninn við undirbúning að starfsemi álvers á Grundartanga og sætti þetta harðri gagnrýni íbúa á fundinum, sem töldu að lítið tillit hefði verið tekið til sauðfjárbænda. Neikvæð ímynd Þegar leið á kvöldið hitnaði nokkrum fundarmönnum í hamsi og heyrðust raddir úr sal um fjand- samlega meðferð á íslenskri náttúru og lýsti einn íbúa yfir miklum áhyggjum af neikvæðum áhrifum þess í framtíðinni, þegar erlendir ferðamenn kæmu til að skoða óspillta íslenska náttúru og ækju fram hjá stóru álveri í Straumsvík, í gegnum Hvalfjarðargöngin, og þá blasti við stærsta iðnaðarsvæði landsins á Grundartanga. Björgvin Siguijónsson, formaður Búnaðar- sambands Borgarfjarðar, sagði að hér væri um að ræða eitt af bestu landbúnaðarhéruðum landsins og var mjög áhyggjufullur vegna áhrifa af starfsemi álvers á gróður, búfé og vatnalíf. Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi íslands, sagðist telja að neikvæð ímynd fyr- ir landbúnaðinn og ferðaþjónustu skipti sennilega mun meira máli en hugsanleg mengunaráhrif af starf- semi álversins. „Ég legg til að við hugsum mikið um þessi mál út frá ímyndinni," sagði hann. Guðmund- ur Sigvaldason jarðfræð- ------- ingur, sem var meðal fundargesta, sagðist stunda skógrækt í ná- grenni umrædds iðnað- arsvæðis og lýsti áhyggj- um af mengun af brenni- steinssýru á gróðurinn og efaðist um meðaltalsmælingar sem stuðst er við í umhverfismatinu. Eðlilega staðið að undirbúningi Talsmenn iðnaðar- og umhverfis- ráðuneyta vísuðu þeirri gagnrýni, sem fram kom í máli nokkurra íbúa, á bug að ekki hefði verið leitað til íbúa við mat á umhverfisáhrifum þegar svæðisskipulag var auglýst á sínum tíma. Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðu- neytinu, sagði að fyllilega væri tryggt að tekið yrði á mengunar- vamamálum í samræmi við lög og reglur og gerðar ströngustu kröfur. Hollustuvernd gerir ráð fyrir að endanlegar tillögur starfsleyfisins verði sendar umhverfisráðherra í næsta mánuði og Ingimar sagði að ráðuneytið myndi fjalla ítarlega um alla þætti þess áður en leyfið yrði gefið út. Andrés Svanbjörnsson, yfirverk- fræðingur Markaðsskrifstofu iðnað- arráðuneytis- og Landsvirkjunar, varaði menn mjög við því að reyna að vekja upp gamla drauga eða óttast atriði sem engin rök væru fyrir varðandi starfsemi stóriðju- vera. Hann fullyrti að ef vel væri að mengunarvörnum staðið væri álver ekki mengandi iðnaður. Benti hann máli sínu til stuðnings á starf- semi álvera í Evrópu og sýndi ljós- mynd af álveri í Tubingen í Þýska- landi, þar sem mikill gróður og akurlendi eru í nánasta umhverfi álbræðslunnar. Þar hefur starfsemi álversins engin áhrif haft á gróður, sem dafnar með besta móti, að hans sögn. Sagði Andrés að Col- umbia ætlaði að flytja hluta um- rædds álvers til íslands og nota í álveri sínu á Grundartanga. Svæðisskipulag yfir svæðið var unnið á árinu 1993 í samráði við heimamenn, og síðar samþykkt, þar sem gert var ráð fyrir verulegri stækkun iðnaðarlóðarinnar á Grundartanga, að því er fram kom í máli Stefáns Thors, skipulags- stjóra ríkisins. í framhaldi af því var gefinn út úrskurður um um- hverfisáhrif álvers. í máli Stefáns kom fram að alltaf væri spurning hversu ítarlega ætti að taka tillit áhrifa á landbúnað við skipulags- gerð og mat á umhverfisáhrifum. Hann sagði að við mat á umhverfís- áhrifum hefði það verið rækilega auglýst og m.a. haldinn borgara- fundur í Skilamanna- og Hvalfjarð- arstrandarhreppi. Einnig benti hann á á að öllum væri heimilt að afla sér gagna við undirbúning úrskurða og gera sínar athugasemdir. Full- trúar Kjósarhrepps hafa gagnrýnt fyrirhugað álver harðlega og m.a. haldið því fram að þeim hafí ekki gefíst fullnægjandi kostur á að koma athugasemdum sínum á fram- færi. Kveðja frá Starra í Garði Kjósveijar höfðu sig mjög í frammi undir lok fundarins og gagnrýndu harðlega fyrirhugaðar framkvæmdir. Sigurbjörn Hjaltason á Kiðafelli hélt því fram að skipu- lagsstjóri og umhverfísráðuneytið hefðu valtað yfir sjónarmið allra aðila í þessu máli. Beindi hann orð- um sínum sérstaklega til James F. Hensels, aðstoðarforstjóra Columb- ia, sem sat allan fundinn, og sagð- ist þakklátur yfír því að hann vildi kynna sér sjónarmið íbúa. „Það er gleði í huga okkar vegna nærveru þinnar en sorg í hjarta vegna fyrirætlana þinna. Þær ógna umhverfí okkar og lýta landið okk- ar,“ sagði hann. Guðbrandur Hann- esson, oddviti Kjósarhrepps, greindi frá því að hreppsnefnd hefði fengið stuðningsyfirlýsingar frá fjölmörg- __________ um um land allt við bar- áttu þeirra gegn álverinu. Hefðu m.a nokkrir Mý- vetningar hringt í sig og lýst stuðningi sínum. Vakti það kátínu á fund- inum er hann bar sér- staka baráttukveðju frá Starra í Garði til fundarmanna. Sæmundur Helgason, bóndi í Gal- talæk, sagðist undir lok fundarins búa innan umrædds þynningarsvæð- is yfír mengun frá verksmiðjustarf- seminni. „Hvað ætla þeir að gera fyrir mig? Ætla þeir að taka landið og borga sama verð fyrir það og lóð undir verksmiðju?“ sagðj Sæmundur. „Ég vil enga stóriðju. Ég vildi helst að blessaðir þingmennirnir, sem hafa þagað hér þunnu hljóði í allt kvöld, svöruðu því, til hvers ætlum við að nota þetta land? Ætlum við að menga það með stóriðju? Ætlum við að sökkva hálendinu? Hvar eru nú bakkamir, þar sem hann greiddi lokka, hann Jónas? Þeir era komnir á kaf,“ sagði Sæmundur. Ekkijafn- strangar kröfur og í Straumsvík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.