Morgunblaðið - 11.01.1997, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 33
MARGRÉT
HARALDSDÓTTIR
+ Margrét Har-
aldsdóttir fædd-
ist á Jaðri í Garði
28. febrúar 1944.
Hún lést á heimili
sínu i Keflavík 31.
desember síðastlið-
inn.
Foreldrar henn-
ar voru Haraldur
Björnsson frá Fá-
skrúðsfirði, f. 30.
maí 1911, d. 29.
september 1961, og
Kristín Viktoría
Gísladóttir frá Set-
bergi í Miðnes-
hreppi, f. 6. nóvember 1917, d.
20. september 1981. Þau
bjuggu allan sinn búskap á
Jaðri og eignuðust fimm börn.
Margrét var gift Sigurði S.
Júlíussyni. Þau slitu samvistum.
Dætur þeirra eru: 1) Kristín
Viktoría Rose, f. 10. febrúar
1963, hún er gift Brian D. Rose.
Synir þeirra eru Robert Thom-
as Rose, f. 21. mars 1991 og
Patrick Brent Rose, f. 14. apríl
1995. Þau búa í Georgíu í
Bandaríkjunum. 2) Kolbrún
Hildur, f. 20. febrúar 1968.
Sonur hennar og Sigurðar B.
Magnússonar er Konráð Ingvi
Sigurðarson, f. 18. ágúst 1988.
Sambýlismaður
Kolbrúnar er Rúnar
Sigurbjartarson.
Þau búa í Bessa-
staðahreppi.
Eftirlifandi eigin-
maður Margrétar er
Magnús Kolbeins-
son, frá Auðnum á
Vatnsleysuströnd, f.
10. apríl 1950. Dótt-
ir þeirra er Magnea
Brynja, f. 12. sept-
ember 1980.
Margrét starfaði
hjá íslenskum aðal-
verktökum frá 1972
til dauðadags, fyrstu árin við
símavörslu og síðan við kostn-
aðarbókhald fyrirtækisins. Hún
var í nokkur ár í stjórn Fram-
sóknarfélagsins Bjarkar í
Keflavík og í sljórn Neytenda-
félags Suðurnesja. Hún var í
trúnaðarráði Verslunarmanna-
félags Suðurnesja og auk þess
trúnaðarmaður félagsins hjá
ísl. aðalverktökum. Hún starf-
aði mikið með Starfsmannafé-
lagi fsl. aðalverktaka. Einnig
var hún í stjórn Kvennaklúbbs
Karlakórs Keflavíkur.
Utför Margrétar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
„Af öllu því sem viskan færir
okkur til að við megum öðlast sem
mesta lífshamingju er ekkert nánd-
ar nærri eins dýrmætt og vinátt-
an.“ (Epíkúros 341 270 f.Kr. Þýð.
Óskar Ingimarsson).
Minning vinar: Á hveiju skal
byrja? Hvernig skal orða og halda
til reiðu öllum þeim hugsunum, sem
safnast að við andiát góðs vinar án
þess að söknuður og sársauki setji
mann hljóðan? Vinur minn, Margrét
Haraldsdóttir, er dáinn. Sorgin er
yfirþyrmandi. Mér finnst Margrét
hafa dáið langt um aldur fram en
Guð almáttugur hefur ákveðið og
því verður ekki breytt. Dætur henn-
ar þijár, þrír dætrasynir og sú hlýja
vinátta, sem þau Margrét og Magn-
ús veittu svo mörgum, eru á meðal
margra minnismerkja um dýrmætt
lífshlaup sem ekki verður metið út
frá jarðlegum skilningi.
Fyrir röskum 20 árum hjálpaði
Margrét mér að fylla út mörg flók-
in, og mér illskiljanleg umsóknar-
eyðublöð og afla nauðsynlegra
leyfa fyrir mig, sem þá var ekki
orðin íslenskur ríkisborgari, til að
kaupa íbúð. Fyrir þremur árum,
þegar Margrét kom að heimsækja
mig á sjúkrahús eftir erfiða að-
gerð, sagði hún lækninum að af:
panta herbergi á Sjúkrahóteli RKI
því Magnús hefði fengið lánaðan
sérstakan stól og ég myndi búa í
gestaherberginu hjá þeim uns ég
væri fær um að snúa heim á ný.
Þetta tvennt, og ótal önnur atvik
þar á milli, lýsir persónueiginleik-
um Margrétar sem ég og fleiri
nutu í ríkum mæli; hjálpsemi henn-
ar, frumkvæði, hugmyndaríki og
manngæsku.
Að leiðarlokum kemur margt í
hugann sem vert væri að minnast
á. En hvernig sem á því stendur
þá vaka efst í huga mér minningar
frá skemmtilegum samverustund-
um með Margréti, ekki síst í góðra
vina hópi þar sem hún var ávallt
hrókur alls fagnaðar. Við kynnt-
umst 1972 þegar Margrét gerðist
símavörður hjá íslenskum aðalverk-
tökum. Kaffitímar okkar voru
vissulega ekki eins líflegir í þá daga
og þeir urðu síðar eftir því sem
gagnkvæm málakunnátta okkar
jókst, en þá töluðum við saman
nánast með handapati og látbragði.
Einu sinni datt okkur í hug að keppa
um það daglega hvor okkar gæti
fundið lengra orð í tungumáli hinn-
ar. Ég efast um að til sé jafn langt
orð í ensku og „húsnæðismála-
stjórnarlán" en ég kunni þá varla
nógu mörg orð í íslensku til að
geta sannfært Margréti um að „Int-
ernational Killer" væri ekki eitt orð
heldur tvö.
Það var Margrét sem tók til sinna
ráða og fékk blaðamenn til að koma
og skoða, myndlistarsýningar mínar
og fjalla um þær. Slíkt kunni ég
ekki og hefði aldrei treyst mér til,
en auðvitað var það ómetanlegt.
Og það var Margrét sem fékk þá
snjöllu hugmynd (og framkvæmdi
hana) að fá Karlakór Keflavíkur til
að syngja við opnun stærstu sýning-
ar minnar fyrir ári. Ótal margt
fleira kemur í hugann sem ekki er
rúm fyrir hér. Það er erfítt að hugsa
sér vinnustaðinn okkar án Margrét-
ar sem alltaf var í góðu skapi, glett-
in, hjálpsöm og hlý, ótæmandi fróð-
leiksbrunnur um menn og málefni,
sannkallaður gleðigjafi. Minningin
verður ekki frá okkur tekin, hún
hjálpar okkur að bera söknuðinn
og mun veita okkur hamingju í
framtíðinni. Sá er jafnframt til-
gangur minningargreinar.
Þegar ég les yfír þessa fátæklegu
minningargrein og hugsa um allt
það sem ætti erindi í hana, kemur
í hugann að ég er aðeins ein fjöl-
margra sem hafa notið þess að eiga
Margréti að vini, hún hefur haft
bætandi áhrif á líf fjölda margra
annarra sem minnast hennar með
þakklæti og af hlýjum huga. „Þeir
sem guðirnar elska deyja ungir (í
anda),“ segir máltækið. Margrét
átti því láni að fagna að vera síung
til hinstu stundar. Þess nutu ekki
síst fjölskylda hennar, vinir og
starfsfélagar.
Magnús, Kristín, Brian, Kolbrún,
Rúnar og Magnea, minningin um
ástríka eiginkonu, móður, tengda-
móður og vin er hamingja sem
styrkir okkur í sorginni. Konni og
Tómas munu ávallt minnast ömmu
sinnar og við munum segja Patreki
litla frá henni þegar þar að kemur.
Patricia.
Það var á gamlársdag sem elsku
Magga mín lagði upp í sína hinstu
för.
Svo sæl á svipinn, svolítið prakk-
araleg og falleg, það var eins og
hún svæfi.
Þá var ég viss um, að hún hefði
fengið góðar móttökur á himnum.
Það var fyrir þijátíu og sex árum
sem vinátta okkar hófst sem aldrei
hefur borið skugga á.
Þegar við systurnar, hálfgerðar
sveitastelpur að norðan, komum á
vertíð til Keflavíkur hittum við
Möggu. Hún var líka úr hálfgerðri
sveit, úr Garðinum. Við unnum
saman í „Litlu milljón" .og brölluð-
um margt saman, en fórum aldrei
yfír strikið. Við vorum svo sak-
lausar og höfðum gaman að þessu
öllu.
Við áttum fyrstu börnin okkar á
sama árinu, vorum saman í sauma-
klúbb, sá síðasti var núna ellefta
desember síðastliðinn.
Magga mín átti góðan mann,
hann Magga sinn og dæturnar þijár
og ömmudrengina þijá sem hún sá
ekki sólina fyrir.
Vina- og kunningjahópurinn var
stór, Magga átti svo auðvelt með
að kynnast fólki og öllum líkaði vel
við hana. Það eru margir sem sakna
hennar, en þó sérstaklega fjölskylda
hennar.
Elsku Maggi, Stína, Kolla,
Magnea, tengdasynir og ömmu-
drengirnir. Það er svo lítið hægt
að segja til huggunar, en munið
fallega brosið hennar. Hún brosir
örugglega til ykkar núna og vakir
yfir ykkur.
Ebba Gunnlaugsdóttir.
Það tæra ljós það óx þér
innst við hjarta
sem ástin hrein það barst í
sálu mér inn
og nú þó dauðinn sígri
svip þinn bjarta
þú synpr enn þá gleði í huga minn.
Elsku vinkona.
Mig langar að minnast þín með
nokkrum orðum. Það er af svo
mörgu að taka að ef ég færi að
skrifa það allt yrði það efni í heila
bók. Manstu hvað var oft gaman
hjá okkur þegar við vorum að ala
upp börnin okkar og þegar við átt-
um Kollu og Álfhildi á sama árinu.
Hvað við vorum ánægðar þegar
við vorum að labba með þær úti í
vögnunum. Mikill er söknuðurinn
yfir því að missa þig svona unga.
Aldrei bar á aldursmuni okkar þó
svo ég hafi verið 25 ára þegar við
kynntumst en þú aðeins 13 ára og
leist þú þá bara á mig sem eldri
konu en þegar árin liðu fundum
við aldrei fyrir þessum aldursmun.
Ég mun alltaf minnast gleði þinnar
og gáskans í kringum þig. Þú varst
mjög framtakssöm og dugleg í öllu
sem þú tókst þér fyrir hendur. Oft
ræddir þú við mig um sumarbú-
staðinn ykkar, hvað þú hafðir mik-
ið yndi af að tala um allar plönturn-
ar sem þið Maggi voruð að setja
niður, hvað þú hlakkaðir til að eld-
ast með Magga þínum og veija
elliárunum í sumarbústaðnum, en
stundum fara hlutirnir öðruvísi en
við ætlum.
Ég þakka fyrir allar góðu minn-
ingarnar sem ég og fjölskylda mín
eigum um þig, þær munu ylja okk-
ur um ókomin ár.
Vina kær með ljúfa lund,
Ijós og gleði í vinum þínum.
Svo á einni örskots stund
ertu horfin sjónum mínum.
Elsku Maggi, Magnea, Kolla,
Stína og ijölskyldur, megi góður
guð styrkja ykkur og varðveita.
Hildur (Daisy) og fjölskylda.
Oft er það þannig í lífinu, að
þegar dauðinn knýr dyra hefur
hann bæði valið stund og stað, og
eitt er víst, að enginn fær hann flú-
ið. Það er líka hlutskipti margra
þeirra sem þurfa að beijast við
mein það, sem kennt er við krabba,
að baráttan verður oft hörð en stutt.
Þannig var það hjá Möggu minni,
eins og hún var alltaf kölluð hjá
okkur.
Þó að Magga mín gæti ekki val-
ið stundina sem dauðinn knúði dyra,
var hún búin að velja staðinn. Hún
ákvað að eyða síðustu dögunum í
faðmi fjölskyldunnar og þar naut
hún mikillar ástar og umhyggju
allan tímann. Um leið og við biðjum
góðan guð að styrkja alla ástvini
Möggu okkar í þeirra sorg, viljum
við þakka fyrir þann tíma sem við
áttum saman. _
Ólafur og Linda.
Nokkur fátækleg orð í minningu
góðrar vinkonu okkar hjóna sem
nú er látin, langt um aldur fram.
Magga, þessi hressa, lífsglaða
kona sem lét ekki erfiðleika dag-
legs amsturs buga sig og reyndi
ávallt að sjá jákvæðustu hliðar
hvers máls, varð eins og svo marg-
ir aðrir, að láta undan sjúkdómnum
ægilega sem engu eirir, krabba-
meini. Bjartsýni hennar var slík
að fram á síðasta dag var hún með
hugann hjá börnunum sínum og
barnabörnum og taldi ekki óhugs-
andi að skreppa fljótlega í heim-
sókn til dóttur sinnar í Ameríku,
þrátt fyrir að henni væri ljóst
hvernig komið væri. Hún hafði
góða innsýn í mannlegt eðli og
ræddi málin eins og sá einn sem
veit og reynt hefur.
Það var alltaf gott að koma á
heimili þeirra hjóna Möggu og
Magga. Þau tóku ávallt hlýlega á
móti gestum og var þá venjulega
glatt á hjalla í eldhúsinu á Eyjavöll-
unum og það var enginn svikinn
af því að vera boðinn í mat á því
heimilinu, af því höfum við góða
reynslu.
Magga starfaði við skrifstofu-
störf hjá íslenskum aðalverktökum
um langt árabil og var vel liðin
þar. Hún var einnig í stjórn starfs-
mannafélags ÍAV um árabil.
Við viljum ljúka þessum orðum
með því að senda Magga, dætrun-
um, tengdasonunum og barnaböm-
um okkar bestu kveðjur og biðjum
Guð að blessa þau.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Sigrún og Úlfar.
Ég sit hljóð og hálfdofin á nýbyrjT
uðu ári. Sumt er eitthvað svo óraun-
verulegt og erfítt að meðtaka eins
og það að Magga sé farin, sofnuð
burt frá okkur hinum sem stöndum
eftir og verðum að vaka og horfast
í augu við kaldan veruleikann. Það
var gott að hún þurfti ekki að þjást
svo miklu lengur fyrst svona var
komið, eitthvað í þessum dúr segj-
um við, en getum svo varla sagt
mikið meira í bili því veikindi og
dauði Möggu komu sem reiðarslag,
svo alltof fljótt á ævi sem við héld-
um_ öll að yrði svo miklu lengri.
Ég átti eftir að koma í heimsókn
til hennar og Magnúsar, i uppá-
haldsstaðinn fyrir austan Hvols-
völl, litla sumarbústaðinnn. Þar
ætlaði ég að sitja og hlæja og
spjalla, vitandi að það yrði engin
lognmolla hjá Möggu. Ég mundi
fá nýjustu fréttir af stelpunum
hennar og hún mundi stolt segja
frá framförum ömmustrákanna,
sem voru hver og einn hennar stolt
og yndi. Já, það yrði gott að koma
til Möggu og skoða allar trjáhrísl-
urnar sem búið var að planta og
mynduðu skjól og notalegheit
kringum litla reitinn þeirra.
Kannski fer ég til að upplifa um
stund eitthvað af öllum dásemd-
unum sem hún var búin að lýsa
fyrir mér. Ilminn eftir rigningu,
niðinn í náttúrunni á kvöldin og
friðinn allt um kring. Þá sem nú
mun ég hneigja höfuðið í bæn og
þakka Guði fyrir að hafa fengið
svo margar góðar stundir, fullar
af glettni og hlátri með Möggu
minni.
Fyrir níu árum tók ég þátt í
ræðukeppni á landsþingi ITC. Þeg-
ar ég velti fyrir mér hvernig ræðan
mín ætti að vera, því hún átti að
vera um góðan vin, var Magga eini
vinurinn sem mér fannst ég geta
sagt eitthvað verulega skemmti-
legt um. Ég lét því ræðuna fjalla
um hæfileika Möggu og hug-
myndaflug í því að fá saman unga
og gamla og fara í útilegu saman,
„þótt hann rigndi“. Það var bara
hægt að halda regnhlíf yfír grillinu
ef ekki vildi betur með blessað
veðrið. Svo var farið í leiki eða
gönguferð og grínast með sveppat-
ínslu undirritaðrar, þáverandi
mágkonu.
Það er skemmst frá því að segja
að ræðan um Möggu færði mér
lengstu ferð sem ég hafði nokkru .
sinni farið út í heim, því dómnefnd-
inni fannst eins og mér að mágkona i
mín væri meiriháttar gleðigjafí og
hressandi að kynnast. Magga mín
gladdist með mér og enn situr uppi
í hillu hjá mér gáfulega uglan, sem •
hún gaf mér sem heillaóskagjöf
áður en haldið var til Ameríku á
heimsþing ITC. Nú verður uglan
sú enn dýrmætari því nú minnir hún
mig á vin sem alltaf gat glaðst yfir
velgengni annarra og sýnt það í
verki.
Magga hafði sterkar tilfinningar,
þótt hún reyndi að fela þær ofurlít-
ið með gáskanum í sér. Hennar
aðalsmerki var að vera gleðigjafi í
vinahópi og hún vildi að allir væru
vinir.
Sjálf kom hún hreint og beint
fram og lét vita ef henni mislíkaði
en var jafnfljót að fyrirgefa ef beð-
ið var um slíkt. Það var ekki í eðli
hennar að bera kala til nokkurs
manns lengi, hún ýtti sárindum
gjarnan til hliðar og lét þau eiga
sig en sneri sér að bjartari hliðum
tilverunnar. Þannig var Magga, hún
var aldrei fyrir að velta sér uppúr
erfiðleikum eða mótbyr heldur tókst
á við vandann og vann sig út úr
honum. ***
Þó að leiðir okkar skildu, er ég
flutti, gat ég alltaf komið og litið
við eins og Magga væri systir mín.
Það var alltaf tekið vel á móti og
boðið upp á hressingu eða jafnvel
mat. Gestrisni var sterkur þáttur
í skapgerð hennar. Við áttum góða
samveru í lok júlí sl., en aðeins
örfáum mánuðum seinna heimsótti
ég hana fársjúka á spítala með litla
von um bata. Magga mín faðmaði
mig hlýtt eins og vanalega og^
bjarta brosið hennar lýsti upp
þreytt andlitið. Engin svartsýni,
enginn ótti, bara áform um að
nota tímann vel og heimsækja
„hana Stínu mína og Brian, strax
eftir áramót“.
Eins og ávallt áður ýtti Magga
skuggunum burt og lét bjartsýni
og kjark vera í fyrirrúmi. Þegar
tíminn gafst ekki svo sem þurftí,
notaði hún síðasta viljastyrkinn til
að halda meðvitund þar til Stína
hennar náði heim til íslands að hitta
móður sína í hinsta sinn. Eftir það
hvíldist hún róleg og sofnaði endan-
lega þetta síðasta kvöld ársins, sátt
við alla.
Á slíkri kveðjustundu bið ég góð-
an alföður á himnum að hugga og
veita styrk þeim sem syrgja sárt,
eiginkonu, móður, ömmu, systur og
vinkonu. Megi Guð blessa hvern og
einn í Jesú nafni.
Þórdís Malmquist Ollig.
í dag kveðjum við vin okkar og
vinnufélaga, Margréti Haraldsdótt-
ur, sem lést á gamlársdag eftir erf-
ið veikindi. Það er skarð fyrir skildi
í okkar hópi, þar sem Magga var
driffjöðrin í félagslífínu, bæði í og
utan vinnu. Við höfum oft haft á
orði að dagurinn byijaði ekki fyrr
en Magga var mætt, nær alltaf glöð
og hlátrasköllin hljómuðu á skrif-
stofunni. Þrátt fyrir að vera orðin
mikið veik tók hún ekki annað í
mál en að vera með okkur við jóla-
hlaðborð í síðastliðnum desember.
Hennar er sárt saknað.
Magga var mikil félagsmann-
eskja, trúnaðarmaður fyrir Verslun-
armannafélagið, alltaf viðloðandi
starfsmannafélagið með einum eða
öðrum hætti, siðast sem endurskoð-
andi. Um tíma gegndi hún einnig
trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélag-
ið og var virk í neytendasamtökun-
um.
Enda þótt Magga gæfi öðrum
mikinn tíma, þá snerist í raun allt
um heimilið. Hennar gæfa var
Maggi, dæturnar og barnabörnin —
þeirra er mestur missirinn. Við von-
um að minningin um góða eigin-
konu, móður og ömmu verði huggun
í harminum.
Vinkonur á skrifstofunni. ■%.