Morgunblaðið - 11.01.1997, Page 34

Morgunblaðið - 11.01.1997, Page 34
34 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Friðrik Guð- laugnr Márus- son fæddist að Minni-Reykjum í Fljótum hinn 8. ág- úst 1910. Foreldrar hans voru Márus Símonarson, f. 3. ágúst 1879, d. 14. apríl 1968 og Sigur- björg Jónasdóttir, f. 26. maí 1888, d. 6. desember 1958. Systkini Friðriks voru Símon, f. 1902, Jónas, f. 1909, d. 1982, Hallgrímur, f. 1913, Björgvin, f. 1916, d. 1993, Zophanias, f. 1919, Sól- veig, f. 1923 og Guðlaug, f. 1926. Friðrik kvæntist Halldóru Hermannsdóttur frá Ysta-Mói árið 1936. Börn þeirra eru Margrét Lára verslunarmaður á Siglufirði, f. 1940, gift Arn- grími Jónssyni skipsljóra og útgerðarmanni, Hermann múrarameistari í Reykjavík, f. 1942, kvæntur Agnesi Einars- dóttur hárgreiðslumeistara og Ævar ökukennari í Reykjavík, f. 1948, kvæntur Hjördísi Júl- íusdóttur skrifstofumanni. Friðrik lést á sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 2. janúar og fer útför hans fram frá Siglufjarðar- kirkju laugardaginn 11. þ.m. kl. 14.00. Þó að veturinn sé oft langur, grár og drungalegur í afskekktri sveit við ysta haf, þá eru kostir þessara byggða einnig finnanlegir í ríkum mæli. í einni slíkri fæddist Friðrik Márusson. Um og eftir síðustu aldamót voru sveitir landsins þéttbyggðar og þurfti engar kostajarðir til þess að það þætti sæmilegur kostur að hasla sér þar starfsvettvang. Þar var hver sveit heimur út af fyrir sig, og má reyndar segja að svo hafí einnig verið um hvert byggt ból. Þar bjuggu allir að sínu. Það var ekki hlaupið í búðir um miðjan dag eftir einhveiju smálegu, sem vantaði til heimilishaldsins hveiju sinni. Lifs- baráttan var oft hörð og kjörin knöpp. En þá var það líka innbyggt í hvern einstakling að sá á nóg sem nægja lætur. Þarfirnar voru ekki eins þandar af gervi hverfulleikans og _nú gerist. Árið sem Friðrik fæðist voru 79 jarðir í byggð í Fljótunum. Nú eru þær 27. Þetta er staðreyndin um byggðaflutninginn á ekki lengri tíma en rúmum 80 árum. Þeir sem nú eru komnir vel yfir miðjan aldur hafa lifað slíkar þjóðfélagsbreyting- ar, að engu líkist nema mergjaðri skröksögu. Geta ungir menn og konur gert sér nú í hugarlund lífið í afskekktri sveit, án vega, án raf- magns, án síma, hvað þá að komið væri útvarp. Jafnvei án verslunar nema í margra kílómetra fjarlægð. Friðrik ólst upp í Fljótunum fram eftir aldri í stórum systkina- hópi. Hann hleypti þó snemma heimdrag- anum. Hann fór ungur til Hóla og starfaði fyrst þar á eftir við ýmis jarðræktarstörf í utanverðum Skaga- firðí. Á þeim árum vann hann einnig við almenn sveitastörf á heimili foreldra sinna. Fljótin eru þeirra gæfu aðnjótandi að hafa alla tíð haft afar góðar ny- tjar af sjávarfangi og öðrum veiði- skap. Mér eru í minni lýsingar hans á því hversu mikinn þátt sjósóknin átti í fæðuöflun heimilisins. Hve mikil búbót var fyrir heimilið, ef einhver heimilismanna fékk að fljóta með í sjóróður, og ekki síður á vor- in þegar silungur fór að ganga upp að ströndinni við sandinn í Haganes- vík, að fá þá að vera með sjávar- bændum við fyrirdrátt. Fékkst þá oftast góð veiði, silungur jafnvel í hundraðatali og stundum smásíld eða loðna. Foreldrar Friðriks bjuggu allan sinn búskap í Fljótunum, fyrst á Minni-Reykjum, síðan Molastöðum og loks lengst í Fyrirbarði. Márus var myndarlegur maður, hár og grannur og góðum íþróttum búinn, m. a. ágætur sundmaður. Snemma var byijað að kenna sund í Barðs- laug, sem er á næsta bæ við Fyrir- barð. Þess nutu krakkarnir þaðan og voru öll ágætt sundfólk. Sigur- björg móðir Friðriks var mikil gæða- kona og mátti helst ekkert aumt sjá. Slíkt var þó erfitt hlutskipti á þessum árum. Ekki var um annað að ræða en leita út fyrir sveitina eftir vinnu þegar fullorðinsárin tóku við. Varð þá Siglufjörður fyrir valinu, enda byggð þar þá óðum að vaxa. En þar var heldur ekki vísa atvinnu að fá nema þá helst um sumartímann. Varð það því hlutskipti ungra manna að leita sér vinnu suður með sjó og í Vestmannaeyjum. En jafnan var þó leitað norður á ný. Þau Friðrik og Dóra hófu búskap á Siglufirði árið 1936 og bjuggu þá fyrst í leiguíbúðum, en jafnframt hófu þau fljótlega byggingu tvíbýl- ishúss við Hvanneyrarbraut í sam- vinnu við Jónas bróður Friðriks. Þar inn fluttu þau árið 1944 og bjuggu þar æ síðan. Á fyrstu Siglufjarðarárunum vann Friðrik alla almenna verkamanna- vinnu, en stundaði sjóinn þess á milli, oftast á litlu trilluhorni við annan mann. Sjórinn var sóttur af kappi, jafnvel teflt á tvær hættur á vetuma í misjöfnu veðurútliti. Þó róið væri fyrir allar aldir á morgn- ana var aldrei komið að fyrr en í myrkri. Biðin var oft erfið og óviss- an stundum yfirþyrmandi. Ánægjan þeim mun meiri er allt fór vel að lokum. Friðrik var harðduglegur verk- maður og því eftirsóttur í vinnu. Naut hann þess alla tíð þegar tak- markaða vinnu var að hafa. Er leið á starfsæfi hans varð hann verk- stjóri, fýrst við síldarsöltun og síðar í frystihúsum. Hann sótti oft nám- skeið í fiskverkun og fiskmati í tengslum við starf sitt. Hann hafði ákveðnar stjómmálaskoðanir, var jafnaðarmaður og starfaði innan vébanda Alþýðuflokksins. Hann tók einnig virkan þátt í verkalýðsmálum í heimabæ sínum. Samleið okkar Friðriks er nú orð- in ærin. Ég bjó um þriggja vetra skeið á heimili þeirra, er ég gekk í gagnfræðaskóla á Siglufirði. Það var ekki lítil hjálp í því að fá þar athvarf, er ég fyrst hélt ungur úr heimahúsum. Vafalaust reið það einnig baggamuninn að eiga þessa kost, og varð til þess umfram flest annað, að út í langskólanám var lagt. Þeir reikningar voru aldrei gerðir upp og verða naumast héðan af. Friðrik var myndarlegur maður, vel í meðallagi á hæð, grannholda og svaraði sér vel. Hann var gaman- samur og gat verið nokkuð stríðinn. Einkum hafði hann gaman af að gantast við börn, sem þau skildu kannski misvel, en þetta endaði allt- af með góðum vinskap þeirra á milli. Frístundimar voru ekki marg- ar til tómstundaiðju meðan hann var í fullri vinnu. Alltaf hafði hann þó gaman af því að skreppa í Fljótin um helgar, fyrst ríðandi, meðan vegasamband var ekki komið á, en síðar á Skodanum. Hann hafði mjög gaman af því að renna fyrir silung í vötnunum eða jafnvel sjónum, og enginn var lunknari við þær veiðar. Seinni ár hans naut hann þess í rík- um mæli að eiga betri tíma við veiði- skap og aðra útiveru. Svo góður vinur sem hann var mér alla tíð tókst ekki síður vinskapur milli hans og Rögnu konu minnar, eftir að hún kom til sögunnar. Við munum bæði sakna hans og er hann nú kært kvaddur. Síðustu dagana naut hann frá- bærrar umönnunar alls starfsliðs Sjúkrahúss Siglufjarðar og veit ég að aðstandendur þakka það og meta mikils. Hann lést í svefni fímmtu- daginn 2. janúar s. 1. Ekki er ólík- lega að það hafi verið með þeim hætti sem Sigurður Jónsson frá Brún sá fyrir: Fel þú mig, Svefn, í svörtum, þykkum dúk- um, sveipa mig reifum löngum, breiðum, mjúk- um, réttu svo strangann þínum þögla bróður. Þá ertu góður. Far þú í friði. Björn Hermannssön. Þegar ég lít til baka og reyni að gera mér grein fyrir lífi Friðriks Márussonar kemur alltaf upp í hug- an máltækið: „Af misjöfnu þrífast börnin best.“ Lengi vel efaðist ég um að láta máltækið koma fram í minningargrein, en að lokum fannst mér ekki annað hægt. Hann fædd- ist í Fljótum í Skagafirði 1910, börn- in mörg og fátækt á veraldlega hluti mikil, en af kynnum mínum við FRIÐRIK MÁRUSSON GUÐRÚN SIG URÐARDÓTTIR + Guðrún Sigurð- ardóttir var fædd í Skálavík í Bolungarvík 24. desember 1905. Hún lést á Hjúkrun- arheimilinu Drop- laugarstöðum 29. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Frið- björg Friðriksdótt- ir og Sigurður Vagn Magnússon. Guðrún giftist Páli Hafsteini Guð- mundssyni og Bolungarvík meðan Páll lifði. Þau eign- uðust saman þrjár dætur, þær Guð- björgu, Sigurbjörgu og Pálínu. Síðar á ævinni eignaðist Guðrún einnig Hrafnhildi Jóhanns- dóttur. Utförin fór fram frá kapellu Fossvogs- kirkju 7. janúar. Elsku amma mín. Mig langar með nokkrum orðum að bjuggu þau sína búskapartíð í minnast þín. Nú ert þú farin yfir á annað tilverusvið, þar sem þú ert komin og hafin upp og umvaf- in hlýjum örmum þeirra sem annt er um þig. Ég á ekkert nema góðar minn- ingar um þig, amma mín, og eru þær aðallega frá yngri árum mín- um. Ég dáðist að þeirri fag- mennsku og vönduðum verkum alls staðar þar sem þú tókst til hendi, einnig þinni hlýju og fáguðu framkomu sem þú viðhafðir hvar sem þú komst. Éinnig verð ég að minnast þeirrar smekkvísi og mik- ils fegurðarskyns sem mér fannst alltaf vera mjög sérstakt við þig. Annars fannst mér, elsku amma min, sem þú byggir yfir einhveijum leyndarmálum, sem þú hafðir gengið með í gegnum lífið og hefð- ir eingöngu fyrir þig sjálfa. Blessuð sé minning þín. Þinn dóttursonur Eyjólfur Hjartarson. Frigga Már er ljóst að vel hefur verið hlúð að uppeldi bamanna með hjartahlýju og kærleik, því þess bar hann merki alla tíð með umhyggju og hjálpfysi við aðra og sérstaklega þá sem minna máttu sín í lífínu. Hann var kvæntur Dóru frænku minni og hafa þau alltaf verið fast- ur punktur á sama stað í Siglufirði, allt frá því ég man eftir mér og þegar rifjuð eru upp bams- og ungl- ingsár kemur margt upp í hugann. Ég man alltaf einn atburð frá því ég var tíu ára, en þá fannst mér eins og himin og jörð væru að fa- rast, heim til mín var komin ljósmóð- ir, því mamma mín var að fara að eignast barn. Það var eins og við manninn mælt, án þess að láta nokkum vita hljóp ég beint til Dóru frænku og Frigga, ég minnist þess að mér fannst þetta langt þá, en þetta er u.þ.b. fjögurra mínútna gangur. Var mér vel tekið þar með mjólk, flatbrauði og kæfu ásamt fullt af hjartahlýju. Friggi var með fastmótaðar skoðanir í pólitík og fylgdi Alþýðuflokknum að málum. Nú fer ég aftur til viðreisnaráranna þ.e. þegar Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur vom við völd og eru minningamar úr stofunni á Ysta- Mói í kringum 1960. Þar hittist fjöl- skyldan gjarnan um helgar á sumr- in. Þar voru mættir pabbi minn, sem var sjálfstæðismaður, Friggi krati og þar með stjórnarsinnar báðir ásamt afa, móður minni, Dóru frænku og móðurbræðmm mínum stundum öllum sex sem allt er fram- sóknarfólk, ég held af Guðs náð ef það er hægt. Umræðuefnið var að sjálfsögðu pólitík. í minningunni finnst mér eins og ekki sé hægt að tala um umræður því hávaðinn var slíkur að þakið ætlaði að rifna af húsinu. Þar voru pabbi og Friggi tveir á móti öllu framsóknarfólkinu og datt manni stundum í hug að þetta fólk ætti aldrei eftir að talast við á lífsleiðinni, en þá var kallað úr eldhúsinu: - Kaffi. Þar var Elín amma á Mói búin að taka til sunnu- dagskaffið. Allt datt í dúnalogn og allt í einu allir hlæjandi og ánægðir við kaffiborðið á Mói. Ég hlýt að hafa dáðst af þeim stjórnarsinnum því aldrei kom til greina Framsókn- arflokkurinn. Annað máltæki kemur upp í hug- ann. „Bragð er af, þá barnið finn- ur.“ Friggi gat verið stríðinn við böm og áttuðu þau sig kannski ekki strax á honum, en aldrei leið á löngu áður en hann átti hug þeirra og hjarta þar sem hann kom að þeim á sinn einstæða hátt. Ég þakka fyrir að hafa tengst Friðrik Márussyni fjölskyldubönd- um. Ég og fjölskylda mín sendum Dóra frænku og frændsystkinum okkar bestu kveðjur. Ég veit að hann kvaddi þennan heim sáttur við allt og alla. Guð blessi minningu Frigga Már. Björn Jónasson. Fyrir 22 áram fór ég í fyrstu heimsókn mína til Frigga og Dóru ásamt dóttursyni þeirra sem lagði mikið upp úr því að ég hitti afa hans og ömmu. Strax við fyrstu kynni fannst mér eins og ég hefði þekkt þau alla tíð. Mannkostir þeirra, velvilji og væntumþykja gerði öll samskipti við þau að góðum stundum. Friggi var einn af þessum sér- stæðu persónuleikum sem settu svip sinn á tilveruna en eru nú smám saman að hverfa af sjónarsviðinu. Hann var af þeirri kynslóð sem þurfti að hafa fyrir lífínu strax í barnæsku og vissi að ekkert fékkst upp í hendurnar nema haft væri fyrir því. Veraldleg gæði skiptu hann engu máli. Hann sagði skoð- anir sínar umbúðalaust, var hrein- skiptinn og kryddaði frásagnir sínar og tilsvör með gnótt lýsingarorða og jafnvel blóti. Þegar ég kynntist honum var hann verkstjóri í frystihúsi Þormóðs ramma. Mér er hann minnisstæður þegar hann stransaði inn í vinnslu- salinn í frystihúsinu íklæddur hvíta sloppnum til þess að kenna mér handtökin í vinnslunni á fiskinum. Hraðinn var þvílíkur þegar hann mundaði hnífmn að mér tókst ekki með nokkru móti að ná því sem ég átti að gera og þurfti því að fá meira en eina sýnikennslu. Allt hans fas einkenndist af dugnaði og at- orku og leti og ómennska voru ekki til í hans huga. Eftir að við fluttumst til Reykja- víkur héldum við oft jólin á Siglu- fírði með fjölskyldum okkar. Á jóla- dag var komið saman hjá ömmu Dóra og afa Frigga og í minning- unni finnur maður ilminn af jóla- gæsinni og heitu súkkulaði og sér jólaljósin loga á gamla fallega jóla- trénu. Setið var við spil og spjall fram á kvöld og þegar haldið var heim á leið þá er minningin af Siglu- fírði ævintýri líkust, snjór yfír öllu, himinninn upptendraður af stjörn- um, norðurljósin á endalausri hreyf- ingu og tignarleg fjöllin baðandi sig í spegilsléttum haffletinum. Á skólaárum mínum þótti Dóru og Frigga ekkert sjálfsagðara en að koma til Reykjavíkur og aðstoða okkur við heimilið þegar tími prófa fór í hönd og fyrir það eiga þau skilið ævarandi þakkir. Börnin og barnabörnin áttu sérstakan stað í hjarta hans og fylgdist hann vel með þeim og vildi veg þeirra sem mestan á öllum sviðum. Reykjavík heillaði hann aldrei og var hann þeirri stundu fegnastur þegar hann hann komst úr borginni norður í kyrrðina og rólegheitin. Eftir að hann hætti störfum eyddu þau mikl- um tíma á sumrin í sveitinni á bæn- um Ysta-Móa, bernskuheimili Dóru. Þar undi hann sér vel, enda átti sveitin hug hans allan. Friggi hafði yndi af því að vera úti í náttúr- unni, silungsveiði var hans uppáhald og eyddi hann mörgum dögum í þá iðju. Á hveiju sumri fór hann í ótal beijaferðir með fjölskyldunni og hafði mikið gaman af. Allt fram yfir áttræðisaldur var Friggi einstaklega heilsugóður og vel á sig kominn. Síðustu ár sín átti hann við vanheilsu að stríða en aldrei heyrðist hann kvarta þótt hann væri sárþjáður. Þessi eljusami maður fann kraftana þverra og rétt fyrir jólin hrakaði heilsu hans enn frekar. Hann kveið ekki dauðanum, til þess var trú hans of sterk. Á öðram degi hins nýja árs lést hann á Sjúkrahúsi Siglufjarðar í návist tengdaforeldra minna sem vakað höfðu yfir honum í veikindum hans. Að leiðarlokum vil ég þakka hon- um einstakan hlýhug og vináttu frá upphafi og jafnframt fyrir það sem hann var nafna sínum og börnunum okkar og kveð hann með söknuði. Guðrún Ó. Blöndal. Fallinn er í valinn einn hinn elsti Siglfirðingur í dag, sem er mágur minn, Friðrik Márusson frá Fyrir- barði í Fljótum. Áttatíu og se'x ára gamall. Um Friðrik mætti skrifa margar blaðsíður, ef upp ætti að telja alla hans afrekasögu. En þótt mig langaði mikið til þess, mun ég hvorki reyna eða geta skrifað tæm- andi minningargrein um Friðrik lát- inn. Aðeins senda frá mér þakklæt- isvott fyrir að hafa fengið að kynn- ast og þekkja dugnaðar- og dreng- skaparmanninn Friðrik. Við ólumst upp í sömu sveit, Fljótunum, frá blautu barnsbeini og störfuðum tölu- vert saman í ungmennafélagi sveit- arinnar og að ýmsum öðrum málum þar, á árum áður, sem ungir menn. Fljótt mátti sjá, að þar sem Friðrik lagði hönd að verki, var kraftmikill og áhugasamur maður á ferð, sem síðar kom í ljós, sem allir vita, er til þekkja um lífsferil hans. Leiðir okkar skildi þó, þegar hann fluttist til Siglufjarðar og tók til óspilltra málanna þar. Hann byggði fljótlega tveggja hæða hús á Hvanneyrar- braut 34, ásamt bróður sínum, Jón- asi, og þar hefur hann búið ásamt konu sinni alla sína ævi. Um líkt leyti og Friðrik flytur til Siglufjarðar tekur ein heimasætan úr Fljótunum sig upp, Halldóra Hermannsdóttir frá Ysta-Mói og flyst til Siglufjarð- ar, þar sem þau þá felldu hugi sam- an og stofnuðu heimili sitt á Hvann- eyrarbraut 34, og á Siglufirði hafa þau búið síðan. Er óhætt að fullyrða að þar hafa þau lifað sæl og glöð öll sín búskaparár. Ætt Friðriks ætla ég ekki að rekja í þessari grein, það verður gert á öðrum stað, en saman áttu þau Halldóra og Friðrik

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.