Morgunblaðið - 11.01.1997, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 35
þijú mannvænleg böm, sem öll eru
á lífi og eiga marga afkomendur,
sem öll syrgja sinn ágæta föður og
afa að leiðarlokum. Nú er mér full-
kunnugt um, að þó að þau Friggi
og Dóra, sem oft voru nefnd svo,
hafí kosið að stofna heimili á Siglu-
fírði á sínum tíma var hugur þeirra
beggja oft heima í Fljótasveitinni.
Þaðan fóru þau og þangað komu þau
óteljandi sinnum til að dvelja hjá
foreldrum og skyldmennum tímun-
um saman. Veit ég, að þó að þeim
liði ágætlega á Siglufírði, enda
þeirra athafnastaður frá öndverðu,
var þörf þeirra sterk að fara í Fljót-
in, hafast eitthvað það að, sem þau
vöndust ung að árum. T.d. má þar
nefna að ótal sinnum var Friggi
óþreytandi við ár og vötn í veiðihug-
leiðingum á silungi og laxi, sem
hvort tveggja var töluvert til af í
Ysta-Móslandi. Má með sanni segja,
að ekki skorti hann áhugann né út-
haldið, því tímunum saman virtist
hann ekki gefa sér tíma til að
smakka vott né þurrt, þó til boða
stæði. Óútreiknanlegur ákafamaður.
Hann var í eðli sínum sannur sveita-
drengur. Þar sem fegurð landsins
heillaði. Fjöll, dalir, ár og vötn,
ásamt fagurgrænum landspildum
vítt og breitt, sem og öllu fijáls-
ræði, sem sveitinni fylgdi, unni hann
af heilum hug. Of langt mál yrði
að telja allan starfsferil Friðriks, en
eitt má með sanni segja, að hann
var afburða góður vinnukraftur,
enda eftirsóttur á mörgum sviðum.
Hann var t.a.m. verkstjóri á síldar-
plani hjá Þráni Sigurðssyni, sem þá
gerði út, saltaði síld í þá gömlu,
góðu daga. Þá var síldarævintýrið í
algleymingi á Siglufirði og þá eins
og oftar lét Friðrik ekki sinn hlut
eftir liggja, þegar oft þurfti að hafa
snör handtök við að taka á móti og
koma í tunnur þeim afla, sem landi
barst. Og eins og þeir vita, sem til
þekkja, hefur síldin, eða hafði ekki
áður fyrr gert sérstakt boð á undan
sér, hvort hún veiddist eða ekki. En
á stundum gátu komið strangar og
langar vökunætur, vegna mikils
landburðar, sem kostaði það, að út
varð að kalla allt vinnufært starfslið
til að bjarga verðmætunum í höfn,
og þá var mikil handagangur á plön-
unum, en allt þurfti þama að ganga
eftir settum reglum, og hafa góða
stjóm á því að ekkert færi úrskeið-
is. Og þar var svo sannarlega í fleiri
en eitt horn að líta, sem Friðriki
tókst vel að leysa. Þarna og þá á
þessum tímum athafnamanna á síld-
arárum Siglufjarðar, var það mikil
kappsmál allra, sem fengust við að
salta og verka síld, að það gangi
fljótt og vel fyrir sig. Og ekki fór
það á milli mála, að þá gat oft á
tíðum hlaupið kapp í kinn að koma
sem mestu af á sem stystum tíma.
Því fyrir kom, að að landi barst það
mikið af síld á stuttum tíma, sem
virtist ætla að verða einni stöðinni
ofviða að ráða við, sem olli því að
vinna varð samfleytt nótt og dag,
án hvíldar. Þrír sólarhringar sam-
fleytt var algéngt. En ef um lengri
tíma var að ræða, sáust ótvíræð
þreytumerki. Var þá oftast skipt liði,
sumir látnir hvíla sig um tíma. Þetta
var kallað að lenda í „törn“, sem
margir fengu sig fullsadda af. Ég
sem þetta skrifa lenti einu sinni í
slíkri „törn“ á planinu hjá Frigga
og fannst mér alveg nóg um vinnuá-
hugann og afköstin. Þar þurfti að
láta hlutina ganga og það á sem
stystum tíma. Undraðist ég þá og
undrast enn hvað Friðrik gat staðið
sólarhring eftir sólarhring og drifið
verkið áfram, þó stundum gæti
manni sýnst að sumir væru farnir
að dotta með kaffibrúsann í höndun-
um. Svo sannarlega var mikill áhafi
og hugur í Friðriki, að hveiju sem
hann gekk, enda hlífði hann sér
hvergi, gekk í öll verk jafnt sem
hinir, þar sem upp í þurfti að fylla.
Fullyrða má að Friðrik mágur
minn hafi verið mikill gæfumaður
um sína daga. Ásamt því að eignast
gott og hlýlegt heimili með konu
sinni Halldóru, átti hún sinn sterka
þátt í því að manni hennar farnaðist
jafn vel og raun varð á. Á Siglufirði
og í Fljótunum eignaðist Friggi
marga góða vini, sem sjá á eftir
góðum dreng. Margir Fljótamenn
o.fl. munu lengi muna og þakka
gestrisni og greiðasemi gegnum tíð-
ina hjá þeim hjónum á Hvanneyrar-
braut 34.
Ég sendi að lokum systur minni,
Dóru, mínar og minna innilegustu
samúðarkveðjur við fráfall síns
trausta og einlæga manns, Friðriks
Márussonar. Öllum afkomendum
þeirra hjóna biðjum við Guðs bless-
unar.
Lárus Hermannsson.
Hver minning dýrmæt perla, að liðnum lífs-
ins degi,
hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleym-
ist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynn-
ast þér.
(Ingibjörg Sig.)
Að heilsast og kveðjast er lífsins
gangur og kveð ég tengdaföður
minn, Friðrik Márusson, er lést á
Sjúkrahúsi Siglufjarðar 2. janúar
síðastliðinn, eftir stutta legu.
í huga mínum á ég góðar minn-
ingar um mætan mann, er lifði í
sátt við allt og alla, tilbúinn að
kveðja þessa jarðvist. Hann var
náttúrubarn og undi sér best utan
tildurs og orðagjálfurs, og kveð ég
hann í þeim anda, með virðingu og
þakklæti.
Far þú í friði, vinur minn.
Arngrímur Jónsson.
Með glettnisblik í heiðbláum aug-
um og bros á vör birtist Friðrik
Márusson í minningunni. Friðrik var
farsæll maður sem lifað hefur langa
og góða ævi sáttur við guð og menn.
Hann var heilsuhraustur fram undir
það síðasta þegar elli kerlingu tókst
loks að ná yfirhöndinni. Við sem
eftir lifum kveðjum með sorg í hjarta
en þakklæti fyrir samfylgdina.
Kynni mín af Friðriki hófust fyrir
um tíu árum er ég tengdist fjöl-
skyldu hans með því að giftast dótt-
ur eldri sonarins. Ég fann strax að
þar fór húmoristi sem gæddi andar-
takið hlýju og glettni. Við hjónin og
börnin okkar tvö fengum nokkur
tækifæri til að heimsækja ömmu og
afa á Sigló og dvelja um stund hjá
þeim. Þar hægði tíminn á sér í nota-
legu andrúmslofti við spjall yfir
ófáum kaffibollum og kræsingum.
Oft barst talið að heimabyggð minni,
Vestmannaeyjum, þar sem hann
hafði unnið nokkrar vertíðar á sínum
yngri árum. Þaðan átti hann góðar
minningar sem ljúft var að orna sér
við í félagi við hann.
Þrátt fyrir háan aldur var Friðrik
ern og fylgdist vel með mönnum og
málefnum sem og niðjum sínum í
námi og starfi. Hann var nútímaleg-
ur í skoðunum og opinn fyrir nýjum
hugmyndum sem skemmtilegt var
að ræða við hann.
Það var þroskandi fyrir barn
neysluþjóðfélagsins að upplifa liðna
tíma í gegnum augu manns sem
uppalinn var í torfbæ og kynnast
nægjuseminni sem einkenndi han.
En í stað þess að gylla fyrri tíma
gladdist hann yfir þeim tækifærum
sem síðari kynslóðir hafa fengið til
að mennta sig, ferðast og sinna
störfum sem hann sjálfur átti ekki
kost á. Sjálfur hafði hann unnið
hörðum höndum frá blautu barns-
beini við ýmis störf til sjávaiy og
sveita m.a. sem verkstjóri hjá ísa-
fold og Þormóði ramma á Siglufirði.
Friðrik tók námskeið í búfræðum
að Hólum og sagði hann mér eitt
sinn að helst hefði hann viljað stunda
búskap hefði tækifæri gefist til þess.
Einnig kenndi hann um tima sund
og hafði mikla ánægju af.
Friðrik var mikið náttúrubam sem
gat gleymt sér tímunum saman við
beijatínslu og veiðar í heimahögun-
um í Fljótunum. Þegar hann var í
höfuðborginni var hann aldrei léttari
og skemmtilegri en kvöldið áður en
hverfa skyldi heim á ný.
Friðrik var fallegur gamall mað-
ur, ytra og innra, sem var gaman
og gefandi að þekkja. Þó börnin mín
skilji ekki til fulls að hann er horfinn
af vettvangi, þá veit ég að hann gaf
þeim dýrmætar minningar sem
barnssálin á eftir að rækta og hlúa
að um ókomna framtíð. Fyrir það
og þær góðu samverustundir sem
við áttum er ég þakklátur.
Blessuð sé minning Friðriks Már-
ussonar.
Stefán Haukur Jóhannesson.
+ Andrea Guðrún
Ingibjörg Sig-
urðardóttir var
fædd í Stekk sunnan
við Hafnarfjörð 22.
október 1910. Hún
Iést á Droplaugar-
stöðum 3. janúar
siðastliðinn. For-
eldrar Ingibjargar
voru Sigurður
Magnússon frá Di-
granesi, f. 1868, d.
1936, og Helga Ei-
ríksdóttir frá
Kjarnholtum í Bisk-
upstungum, f. 1879,
d. 1944. Systkini Ingibjargar
voru Ólafía Lilja, f. 1900, d.
1942, Magnús Eiríkur, f. 1903,
d. 1968, Guðmundur Ágúst, f.
1904, d. 1942, Kristin Ingibjörg,
f. 1907, d. 1976, Sigurveig Fann-
ey, f. 1909, d. 1968, Þorvaldur
Axel, f. 1911, d. 1952, Guðbjart-
ur Eðvar, f. 1913, d. 1913, Guð-
mundur Diðrik, f. 1914, d. 1995,
Elín, f. 1915, Guðrún Anna, f.
1917, d. 1994, Guðbjörg Svala,
f. 1918, Guðjón Stefán, f. 1920,
d. 1989, Jón, f. 1921, og Hjalti,
f. 1923, d. 1939.
Ingibjörg eignaðist eina dótt-
ur, Valborgu Sigyn Árnadóttur,
f. 10. janúar 1949. Valborggift-
ist árið 1972 Garðari Garðars-
syni, rafvirkja, f. 27. mars 1947
Elsku amma, nú hefur þú loksins
fengið hvíldina, hún var þér kær-
komin. Margs er að minnast og
söknuðurinn mikill. Það var alltaf
svo gaman að koma í heimsókn til
þín í Hátúnið, þú áttir alltaf eitt-
hvað gott handa okkur og ef svo
og eignuðust þau
fimm börn. Þau eru:
1) Magnús Arnar,
f. 9. apríl 1970, d.
6. mai 1990. 2) Ingi-
björg, f. 3. okt.
1972, viðskipta-
fræðinemi, unnusti
hennar er Sigurður
E. Hailgrímsson, f.
27. apríl 1970, bíl-
stjóri. 3) Guðrún
Ásta, f. 15. okt.
1976, nemi og er
unnusti hennar
Hafsteinn Guð-
mundsson, f. 2. nóv.
1978, nemi. 4) Garðar, f. 8.
ágúst 1984, nemi, og 5) Eydís
Helga, f. 19. okt. 1989, nemi.
Ingibjörg fór ung til Kaup-
mannahafnar og fór að læra
hjúkrun en veiktist og fékk
berkla og varð að hætta námi.
Ingibjörg náði aldrei fullri
heilsu eftir það. Hún dvaldi í
Danmörku í 12 ár. Eftir heim-
komuna vann Ingibjörg við af-
greiðslustörf og lengst af í
efnalauginni Hjálp á Berg-
staðastræti.
Ingibjörg bjó lengst af í Há-
túni lOb en síðastliðið ár bjó
hún á Droplaugarstöðum.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Selfosskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
var ekki fórstu alltaf með okkur
niður í búð, en oftast varstu nú
búin að fara í búðina. Alltaf þegar
þú varst í heimsókn hjá okkur
varstu tilbúin að gera allt fyrir
okkur. Það voru ófá skiptin að við
komum köld inn og alltaf nuddaðir
SIMONS.
MARIONSSON
+ Símon S. Mari-
onsson sjómað-
ur fæddist 5. júlí
1913. Hann lést á
Sólvangi 26.
desember siðastlið-
inn. Foreldrar Sím-
onar voru Jóhanna
Símonardóttir og
Marion Benedikts-
son. Simon var
yngstur fjögurra
systkina, sem nú
eru öll látin. Símon
gekk að eiga Ólöfu
Helgadóttur 17.9.
1935. Ólöf var fædd
17.9. 1915 í Nýjabæ á Vatns-
leysuströnd, hún lést 2.12.1992.
Ólöfu og Símoni varð átta
barna auðið, þau eru í aldurs-
röð: Helgi Magnús, Hanna
Jenný, Erla Jónína, Viðar, Mar-
grét, Þorbjörg, Jóhanna og
Ásthildur.
Að ósk hins látna fór útför
hans fram í kyrrþey, frá Garðs-
kapellunni í Hafnarfirði föstu-
daginn 3. janúar.
Við viljum minnast með nokkrum
orðum föður og afa okkar Símonar
S. Marionssonar. Hann var borinn
og bamfæddur Hafnfirðingur. Sím-
on gekk ungur að eiga Ólöfu Helga-
dóttur. Ólöf fæddist í Nýjabæ á
Vatnsleysuströnd, en fluttist mjög
ung til Hafnarfjarðar með móður
sinni og bróður, en Ólöf hafði þá
skömmu áður misst föður sinn í
hörmulegu sjóslysi á fyrsta aldurs-
ári sínu.
Ólöf og Símon bjuggu öll búskap-
arár sín í Hafnarfirði, lengstum á
Álfaskeiði 43 og síðasta árið á
Hjallabraut 33. Þeim
varð átta bama auðið.
Jónína tengdamóðir
Símonar bjó síðustu
æviár sín á heimili
þeirra hjóna. Einnig
ólst Ásthildur „yngri“
upp á Álfaskeiðinu til
átta ára aldurs.
Símon byijaði ungur
að vinna fyrir sér eins
og tíðkaðist mikið á
þeim ámm. Sjó-
mennskan varð hans
ævistarf og var hann
bryti til sjós í meira en
50 ár. Hann var anná-
laður fyrir nýtni, sérlega góða elda-
og snyrtimennsku í starfí. Hann
sigldi til Evrópu öll stríðsárin og
var oft í mikilli hættu á þeim við-
sjárverðu tímum.
Símon starfaði um borð í ýmsum
skipum, m.a. á bátum, togurum og
starfaði um árabil hjá Landhelgis-
gæslunni. Hann starfaði lengi bæði
hjá Eimskipafélagi íslands á milli-
landaskipum og hjá Sambandi ís-
lenskra samvinnufélaga.
Er hann hætti sjómennsku vegna
aldurs vann hann sem vaktmaður
hjá Sambandinu og við innheimtu-
störf hjá tímariti Skáksambands
íslands.
Áhugamál hans voru margskon-
ar. Hann spilaði brids og hafði mjög
gaman af taflmennsku, einnig hafði
hann mjög gaman af því að horfa
á handbolta og fótbolta. Hann las
mikið, aðallega sjóferðabækur, ævi-
sögur og ýmsan annan fróðleik.
Hann fylgdist vel með þjóðmálaum-
ræðu og óskaði eftir sem réttlát-
astri skiptingu í þjóðfélaginu öllum
til handa.
Það var Símoni mjög þungbært
ANDREA GUÐRUN
INGIBJÖRG
SIG URÐARDÓTTIR
þú litlu tæmar og hendumar þang-
að til okkur varð hlýtt á ný. Þú
baðst alltaf með okkur bænirnar
fyrir svefninn og oft og iðulega
hélstu í hendumar á okkur uns við ,
sofnuðum. Alltaf varstu tilbúin að
vaka með okkur frameftir og horfa
á sjónvarpið okkur til samlætis.
Þótt þig langaði ekkert að horfa á
sjónvarpið sastu samt hjá okkur.
Það vom líka ófá kvöldin sem spil-
að var frameftir. Þú hafðir svo
gaman af því að spila. Þú nenntir
alltaf að spila við Garðar og Eydísi
þegar þau voru lítil, en við hin eldri
nenntum ekki að hafa þau með af
því að þau kunnu ekki að spila að
okkar mati.
Þú komst alltaf á öllum afmælis-
og hátíðisdögum og gladdir okkur*
með gjöfum og nærveru þinni. Þá
komst maður fyrst í jólaskap og
fannst jólin vera að koma þegar
þú mættir á svæðið á Þorláks-
messu. Þessi jól voru frábrugðin
öðrum að því leyti að þú gast ekki
komið og verið hjá okkur eins og
alltaf vegna þess að þú varst svo
lasin. Það var því mjög tómlegt hjá
okkur þessi jól.
Þú hafðir alltaf mikið dálæti á
kaffí og fátt fannst þér betra en
að fá þér kaffíbolla og hafa ein-
hvem að spjalla við og drekka þér
til samlætis. Þó að þú hafír verið
orðin veikburða hin síðari ár varstu
alltaf til í að fá smá kaffisopa þén%.r
til hressingar. í janúar á síðasta
ári fluttist þú á Droplaugarstaði
og kunnir strax mjög vel við þig
þar. Það var gaman að heimsækja
þig þangað og sjá hvað þú undir
hag þínum vel og einnig vegna
þess hversu vel var hugsað um þig
þar.
Elsku amma, við kveðjum þig í
dag með sorg í hjarta en einnig
gleði vegna þess að við vitum að
nú líður þér vel. Einnig erum við
viss um að nú eruð þið Maggi bróð"**-
ir saman og það gleður okkur, þar
sem Maggi var alltaf svo mikill
ömmustrákur.
Elsku amma, takk fyrir allt.
Inga, Ásta, Garðar og Eydís Helga
og okkur öllum í íjölskyldunni, er
Jón Gunnar Helgason sonarsonur
hans fórst með báti sínum Jonnu
SF 12 og áhöfn hans 13. október
síðastliðinn. Símon hugsaði mikið
til Eddu og elskulegu bamanna
þeirra Jóns Gunnars svo og móður
hans og föður. Það hryggði hann
mikið að hugsa um þá miklu sorg
sem þau nú ganga í gegnum. ^
Símon hafði kynnst Ægi af eigin
raun og oft lent í vondum veðrum
á sínum sjómannsferli. Hann hafði
heimt son sinn Helga úr greipum
Ægis við annan mann í ofsaveðri
á Færeyjarbanka 17. september
1961 en sjö skipsfélagar þeirra fór-
ust í því sjóslysi.
Símon hafði hlýtt hjarta, þótt
allir tækju ekki eftir því, þar sem
hann var mjög lokaður maður. Þeim
hjónun leið ætíð best heima enda
heimakær í eðli sínu. Þau voru mjög
hreykin af bamahóp sínum, síðar
tengdabömum, bamabömum og
bamabamabörnunum.
Ólöf var alla tíð helsta stoð og
stytta Símonar í lífinu og það var „
honum mjög þungbært er hún
veiktist og átti hann erfítt með að
sætta sig við veikindi hennar og
að hún skyldi þurfa að líða svo
mikið í meira en tvö ár. Hann komst
í raun aldrei yfír það. Hann setti
mestallt traust sitt á hana, en síð-
asta æviár sitt var hann orðin sátt-
ur við tilveruna eins og hún var og
sá einungis það góða í öllum.
Jóhanna, Vilhjálmur og Sigurður
Árni þakka allar góðu samveru-
stundimar í gegnum árin.
Við viljum þakka starfsfólki Sól-_„
vangs, 4. hæð, fyrir góða umönnún
og hlýlegt viðmót í hans garð.
Að leiðarlokum viljum við nöfn-
umar þakka þér, elsku pabbi, elsku
afi, fyrir allt sem þú varst okkur.
Við vitum að þú kvaddir þennan
heim þreyttur en sáttur.
Guð blessi minningu þína.
Ásthildur Símonardóttir, ^
Ásthildur Ágústsdóttir.