Morgunblaðið - 11.01.1997, Side 42

Morgunblaðið - 11.01.1997, Side 42
42 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ JÓHANNA EBENESERSDÓTTIR + Jóhanna Eben- esersdóttir var fædd í Tungu í Valþjófsdal, Ön- undarfirði, 4. sept- ember 1919. Hún lést á dvalarheimil- inu Barmahlíð, Reykhólum, 5. jan- úar 1997. Foreldr- ar Jóhönnu voru Ebeneser Jónsson bóndi í Tungu og kona hans Jóna Guðfinna Vigfús- dóttir. Hún var 4. í röðinni af 7 systk- inum og eru nú 4 þeirra á lífi, þau Vigdís, Vigfús, Birgitta og Kristján. Látnar eru Kristjana og Guðrún. Jóhanna giftist 10. júní 1948 eftirlifandi eiginmanni sínum, Jens Guðmundssyni, fyrrv. skólastjóra. Bjuggu þau allan sinn búskap á Reykhólum. Börn þeirra eru: 1) Ebeneser, f. 26.8. 1947, búsettur á Reyk- hólum. Barn hans og fyrrver- andi eiginkonu, Þóru Stein- þórsdóttur, er Kristján Þór, f. 20.9. 1975, starfsmaður Þör- ungaverksmiðj- unnar á Reykhól- um. 2) Eiríkur, f. 8.11.1949, kvæntur Astu Þórarinsdótt- ur, búsettur í Kópa- vogi. Börn þeirra eru: Vigfús, f. 25.10. 1972, nemi, sambýliskona er Guðrún Björk Mar- inósdóttir, nemi. Dóttir hans og Evu Ólafsdóttur: Erna Sif, f. 3.5. 1990. Orri, f. 5.8. 1979, nemi. Þuríður, f. 29.7. 1984. 3) Helgi, f. 30.11. 1950, kvæntur Helgu Guðna- dóttur, búsettur í Reykjavík. Börn þeirra eru: Edda Lára Halldórsdóttir, f. 1.4. 1969, kennari, sambýlismaður henn- ar er Halldór Sölvi Hrafnsson. Dóttir þeirra: Signý Hlín, f. 15.1. 1991. Jóhanna, f. 4.8. 1980, nemi. Baldur Guðni, f. 17.9. 1983. Útför Jóhönnu fer fram frá Reykhólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. Hanna tengdamóðir mín lést fyrsta sunnudag í janúar. Hún Hanna var ólík um margt öllum öðrum sem ég hef kynnst. Fyrir okkur sem þekktum hana er mikil eftirsjá að henni. Hanna ólst upp ásamt 6 systkin- um sínum á bænuin Tungu í Val- þjófsdal í Önundarfirði. Hún var ekki gömul þegar hún hleypti heimdraganum og réð sig í vist á bæjunum í firðinum eins og gekk og gerðist í þá daga með ungl- inga. Síðan réðst hún í vist suður til Reykjavíkur og vann þar nokkur ár, einnig vann hún styttri tíma á ísafirði og við bú móðursystur sinnar Þórunnar Vigfúsdóttur á Skálpastöðum í Borgarfirði. Hún gerðist ráðskona á Laugum í Dala- sýslu um tíma. Þar kynntist hún Jens Guðmundssyni, sem þá var ungur kennari á Laugum, og gift- ist honum 10. júní 1948 og bjuggu þau á Reykhólum frá því ári. Fyrstu árin bjuggu þau í sund- laugarhúsinu sem í þá daga var notað bæði sem skólahús og heimavist fyrir utah það að vera heimili kennarans og fjölskyldu hans. Ég hitti Hönnu fyrst sumarið 1970 þegar ég kom heim með kærastanum og hún tók mér strax með mikilli elskusemi og gestrisni eins og ég komst að síðar að hún og þau hjónin bæði hvort á sinn hátt fögnuðu öllum gestum, und- antekningarlaust. Ekki var þeim síður vel tekið sem minna máttu sín af einhverjum ástæðum eða um sárt áttu að binda en stjórnmála- mönnum eða öðrum frammámönn- um sem leið áttu um sveitina. Ég veit að þeim leið öllum eins og heima hjá sér. Hönnu var mikið í mun að hvorki gesti né heimilis- menn skorti neitt. Það var oftast þannig að hún var komin með hlut- ina áður en maður áttaði sig á því að það vantaði eitthvað. Þessi umhyggja kom mér ungl- ingnum í opna skjöldu, öllum leið vel í kring um hana Hönnu, bæði MINNINGAR börnum og fullorðnum. Ég heyrði sagt að meðan þau bjuggu í skóla- stjórabústaðnum hefðu sumir krakkanna í skólanum komið til Hönnu þegar ekki gekk nógu vel og hún hafði hjálpað þeim að læra og kennt sumum að lesa. Hún hafði líka ákveðnar skoðanir á ýmsu í uppeldis- og menntamál- um. Það átti ekki að leggja of hart að börnum með bóknám svo að þau yrðu ekki leið og gæfust upp, og heldur ekki að hrósa þeim svo mikið að þau ofmetnuðust, eða gengju of nærri sér til að standa undir hrósinu, ef þau voru góð á bókina. En fáir glöddust jafn inni- lega yfir velgengni þeirra þegar árangur náðist. I þessu sambandi minnist ég jólabréfsins sem litla 6 ára langömmustelpan skrifaði sjálf til langafa og langömmu þessi jól. Það er mál manna að umhyggja fyrir velferð annarra hafi verið einkenni Hönnu allt frá blautu barnsbeini. Hún var jafnvel að stumra yfir systkinum sínum þeg- ar þau fengu barnasjúkdóma með- an hún var sjálf illa haldin. En eigin þjáningar ræddi hún ekki. Hún var alla tíð mjög ákveðin í að kvarta ekki og aldrei að hlífa sér við vinnu. Það var líka tíðar- andinn sem hún ólst upp í að mestu mannkostir væru iðjusemi og ósérhlífni. Hanna dró ekki af sér þótt hún veiktist og eltist. Um tíma var rekin hótelgisting í skólanum á sumrin á vegum Bjarkalundar. Allur þvottur var þveginn upp á gamla mátann í þvottahúsinu hennar, því ekki var þá um neinar sjálfvirkar vélar að ræða. Og þó var hún með strákana litla, sinn á hveiju árinu. Hún gekk með fjórða drenginn en missti hann á miðri meðgöngu. Hanna var mikil húsmóðir og lærði ég margt af henni í hús- stjórn á þeim tveimur sumrum sem ég dvaldi heima með henni með elsta son minn lítinn. Hún sýndi mikla nýtni í matargerð eins og henni var tamt, þar var hvorki farið illa með mat eða annað. En alltaf varð að vera meira en næg- ur matur á borðum, svo svignaði undan. Ekki veit ég til að Hanna hafi lært í hússtjómarskóla. Barnabömin urðu þess aðnjót- andi að fá að dvelja á Reykhólum, mest þó hin eldri sem voru þar langdvölum á sumrin. Fyrir utan hið næstelsta sem ólst upp frá unga aldri hjá föður sínum á heim- ili afa og ömmu. Það kom því óneitanlega í hlut ömmu að koma honum í móður stað. Þessi börn, eins og mörg önnur börn, vissu að lokið á nammibox- inu hennar Hönnu var laust þegar litlir munnar voru annars vegar. Þessara dvala munu þau búa að alla ævi, því að það er ómetanlegt að hafa fengið að kynnast þessum hjónum sem ömmu og afa og auk þess verið í sveit og umgengist dýr og land meira en þau hefðu nokkurn tíma annars gert. Á fertugsaldri fór hún að fínna fyrir sjúkdómnum sem fór svo illa með allan líkamann. Liðagigtin fór sérstaklega illa með hendur og fætur svo að hún hnýttist mikið. Lyfjagjöfin hefur áreiðanlega ekki alltaf verið sársaukalaus. Árið áður en ég sá Hönnu fyrst var hún inni á Landspítala og á Reykjalundi um tíma. Eftir það var hún ekki oft inni á spítala, enda sagðist hún hafa lært æfingarnar sínar svo vel að hún þyrfti ekki stöðugt að vera að taka pláss á spítölum frá þeim sem meira þyrftu þess með. Oft velti ég fyrir mér hvaðan þessi kona fékk alla þá orku sem hún hafði og hvernig hún hélt þess- ari léttu lund sem einkenndi fram- komu hennar og viðmót. Það er ekki langur tími, e.t.v. 2-3 ár, síðan Hönnu fór að hraka svo hratt að séð varð að hún yrði ósjálfbjarga. Ég held að hún hafi aldrei getað hugsað þá hugsun til enda. Svo dugleg og sjálfbjarga sem hún alla tíð hafði verið, gat hún ekki hugsað sér að þurfa að vera upp á aðra komin með einföld- ustu hluti frá morgni til kvölds. Öll sú tækni og hjálpartæki sem hún hafði tileinkað sér að nota kom fyrir ekki. Þess vegna trúi ég að hún hafi verið hvíldinni fegin þeg- ar kallið kom. Mig langar að þakka starfsfólk- inu á dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum fyrir þess mikilsverða starf og öllum sem hugsuðu um Hönnu undir það síðasta, ekki síst systurdóttur hennar á Reykhólum, Björk Bárðardóttur, og öðrum vin- um þar. Manni hennar, systkinum, börnum, bamabörnum og barna- barnabörnum og öðram aðstand- endum votta ég samúð mína. Þakka þér Hanna fyrir allt og allt. Ásta Þórarinsdóttir. Þegar ég settist við skrifborðið mitt og hóf að minnast Jóhönnu Ebenesersdóttur, Hellisbraut 20 á Reykhólum, sem andaðist sunnu- daginn 5. janúar síðastliðinn á dvalarheimili aldraðra á Reykhól- um, sem Barmahlíð nefnist eftir Hlíðinni fríðu, sem Jón Thorodd- sen, skáld og sýslumaður, orti svo fallega um, kom mér í hug erindi úr sálmi eftir Margréti Jónsdóttur, þar sem hún segir meðal annars: Þótt hverfi árin, líði líf, við líkam skilji önd, ég veit, að yfir dauðans djúp mig Drottins leiðir hönd. Hanna á Reykhólum, eins og hún var gjarnan nefnd í daglegu tali, er ekki lengur á meðal okkar hér í heimi, en minningin um hana lifír um ókomin ár í bijóstum þeirra, sem henni kynntust og deildu með henni kjöram. Ég kynntist Hönnu fljótlega eftir að ég kom sem prestur að Reykhólum, því að eitt mitt fyrsta verk var að kaupa lömb af eigin- manni hennar, er ég hóf búskap á staðnum. Hanna tók að vanda vel á móti mér og það var sest niður við eld- húsborðið, drukkið kaffi og rætt um landsins gagn og nauðsynjar. Heimili þeirra Hönnu og Jens Guðmundssonar skólastjóra var sem miðpunktur í hversdagslífinu á staðnum. Margir litu inn á Hellisbraut 20 og margt var skrafað. Jóhanna var af bændafólki komin í Tungu í Valþjófsdal í Önundarfirði, ein af 7 systkinum hjónanna Ebenesers Jónssonar og Jónu Guðfinnu Vigfúsdóttur. Hún var á æskuárum sínum í vist og kaupamennsku á ýmsum stöðum, og meðal annars var hún þá ráðs- kona við skólann að Sælingsdals- laug í Dalasýslu. Þar vora örlög hennar ráðin, því að þar kynntist hún mannsefninu, Jens Guð- mundssyni, sem var þá kennari við skólann. Þau fluttust svo síðar að Reykhólum, þar sem Jens gerð- ist kennari og skólastjóri við skól- ann á Reykhólum. Skólinn var fyrst til húsa í því húsnæði, þar sem sundlaugarhús staðarins er í dag. Þeir tveir bað- klefar, karla og kvenna, voru kennslustofurnar og í kjallara hússins bjuggu skólastjórahjónin og fjölskylda þeirra, auk á annan tug heimavistarbarna, sem hýsa varð í húsnæðinu. Er mér til efs, að nokkur maður mundi láta bjóða sér slíkt í dag, enda hefur Jens sagt mér það, að sum barnanna + Kristrún Sæ- mundsdóttir var fædd í Torfastaða- koti 16. febrúar 1907. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Sel- fossi 4. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Sæ- mundur Jónsson frá Stritlu í Biskups- tungum og Arnleif Lýðsdóttir fædd í Brattholti í Biskup- stundum. Þau bjuggu í Hrauntúni, Torfastaðakoti og síðast á Ei- ríksbakka í Biskupstungum. Systkini Kristrúnar, sem nú eru öll látin, voru: Lýður, bóndi á Gýgjarhóli í Biskupstungum, Jón, múrarameistari í Reylqa- vík, Kristinn, trésmíðameistari í Kópavogi, Sveinn, blikksmíða- meistari í Kópavogi, Ingiberg- ur, fyrrum yfirlögregluþjónn í Kópavogi. Tvær systur hennar létust ungar, þær Sigríður og Guðbjörg. Kristrún giftist Kristni Sig- urjónssyni frá Hreiðri í Holtum, en hann var af Víkingslækjar- ætt. Hann var bóndi og verslunarmaður á Brautarhóli í Biskupstungum þar sem þau bjuggu frá 1932-1981. Krist- inn lést árið 1987. Börn þeirra eru: Ragnar Ragnars- son, maki hans er Steinunn Jóhanns- dóttir, Sigríður Guðbjörg (lést 1989), maki hennar var Alfreð Jónsson, Siguijón, sambýlis- kona hans er Krist- björg Siguijónsdóttir, Arnleif Margrét, maki hennar er Kjart- an Runólfsosn, Hrefna, maki hennar er Eiríkur Siguijóns- son, Jón Sæmundur og Bjarni, maki hans er Oddný K. Jóseps- dóttir. Auk þess ólu þau upp dótturdóttur sína Berglindi Sigurðardóttur, en maki henn- ar er Jóhann B. Guðmundsson. Afkomendur Kristrúnar munu vera um fjörutíu. Útför Kristrúnar fer fram frá Skálholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður á Torfastöðum. Nú hefur amma á Brautarhóli loksins fengið hvíld eftir löng og erfið veikindi. Það eru tæplega 16 ár síðan hún fékk heilablóðfall og missti heilsuna. Fyrst eftir veik- indin náði hún sér að nokkra með góðri endurhæfingu en síðar fór heilsu hennar smám saman hrak- andi bæði andlega og líkamlega. Smám saman rann það upp fyrir okkur að ekkert yrði eins og áður, hún myndi ekki ná þeirri heilsu að flytja aftur austur á Brautarhól til afa og Jónda. Þó að við séum að kveðja ömmu í dag byijaði sú kveðjustund miklu fyrr. Sú amma sem við þekktum sem börn og unglingar hefur verið að hverfa síðustu árin og þess vegna eru bestu minningar um hana orðnar gamlar. Á Brautarhóli var stórt heimili og oft gestkvæmt, þess vegna reyndi mikið á húsmóðurina. Amma hafði meiri áhuga á úti- verkum en heimilishaldi, hún var mikill dýravinur og átti Rauður vísan brauðbita í eldhúsglugga- num hjá henni. Við fyrstu vorkomu var amma komin út í garðinn sinn að gróður- setja og hlúa að plöntum þrátt fyrir mikið annríki. En garðurinn var líf hennar og yndi. Yfir sumar- ið reyndi hún að veija þar öllum lausurn stundum enda bar hann þess vitni. Hún fór með okkur bamabörnin um garðinn, kenndi okkur nöfn á plöntum, umhirðu þeirra og innrætti okkur virðingu fyrir gróðrinum. Hún lét okkur líka vita hvar í garðinum við mættum leika okkur og hvar ekki en það var mikilvægt til að koma í veg fyrir skemmdir á gróðri. Það var ein besta skemmtun okkar systkinanna á veturna að labba upp að Brautarhóli og var ýmsum brögðum beitt til að fá leyfi hjá foreldrum okkar til að fara í þessa langferð. Á veturna var gott að komast í húsaskjól á Brautar- hóli eftir strembinn göngutúr í kulda og misjöfnu veðri. Amma hafði oft við orð þegar við komum að fylgjur okkar hefðu sótt svo að sér að hún hefði dottað skömmu áður en við komum. Á síðari áram hefur okkur þó komið í hug að símatæknin hafi verið notuð til að vara hana við yfirvofandi innrás og hún hafi viljað hvíla sig meðan tími var til. Venjulega hitaði amma kakó og bakaði pönnukökur handa okkur og borðuðum við eins og við gátum í okkur troðið. Enginn hefur nokkurntíma bakað jafn góðar pönnukökur og amma gerði. Stundum fengum við líka heimatil- búnar ijómakaramellur. Það besta við að heimsækja ömmu var að hún lét okkur alltaf í friði með það sem okkur langaði að gera en var samt líka tilbúin að hlusta á okkur þegar við þurftum á að halda. A jólum fórum við alltaf í kaffi- boð til ömmu og afa. Þar voru málsháttarkökur fastir liðir á kaffi- borðinu og allir urðu að lesa sinn málshátt upphátt. Síðan var sest við spil og spilað fram á rauða- nótt. Fullorðna fólkið spilaði vist og voru sumir tapsárir. En amma spilaði lönguvitleysu, gömlujómfrú og hlátursspil við okkur krakkana á meðan og hafði óendanlega þolin- mæði með okkur þó sumir kynnu ekki mikið að spila. Amma sagði okkur krökkunum oft sögur og ævintýri. Hún kenndi okkur'líka vísur og kvæði. Amma átti mikið af bókum og las mikið. í bókasafninu henanr voru m.a. skáldsögur, ljóðabækur og ævi- sögur. Hún skildi vel þá gesti sem komu og hurfu inn í innri stofu til að liggja í bókunum hennar. Kom það sér vel fyrir þau barna- börnin sem voru forfallnir bóka- ormar. Maður kom ekki að tómum kofunum hjá henni hvað varðaði efni bókanna því hún hafði lesið þær allar. Elsku amma. Minningarnar eru margar og við kveðjum þig með virðingu og þakklæti fyrir allt sem þú gafst okkur. Þ6 í okkar feðra fold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjami Jónsson frá Gröf) Systkinin frá Vegatungu. KRISTRÚN SÆMUNDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.