Morgunblaðið - 11.01.1997, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 43
hafi þurft að vera með rúmstæðið
sitt á göngum í byggingunni. En
það merkilega var, að úr þessum
skóla komu fyrirmyndarnemend-
ur, sem síðar áttu eftir að gera
garðinn frægan í íslensku menn-
ingarlífi.
Mér verður líka oft til þess
hugsað, þegar litið er á alla þá
fullkomnu og íbornu skóla, sem
þjóðin státar af í dag, hvort ekki
hefði jafnvel verið betra að minna
hefði verið í þá lagt og þess í stað
reynt að verja fjármagni til betri
menntunar þeirra, sem skólunum
stjórna.
Síðustu kannanir í skólamálum
Islendinga virðast geta til þess
bent.
Þau Hanna og Jens eignuðust
þrjá mannvænlega syni, sem
menntuðust vel og eru fremdar
menn.
Barnabörn þeirra hjóna eru nú
orðin sex að tölu.
Þau sakna vinar í stað, þegar
amma þeirra, sem var þeim í raun
allt í þessu lífí, er horfin af vett-
vangi.
Jóhanna var einstaklega barn-
góð manneskja. Hún var gædd
þeim kostum og mikla hlýhug, að
börn löðuðust að henni. Og sem
matráðskona við skólann á Reyk-
hólum í fyrndinni, var framlag
hennar ómétanlegt. Börnin leituðu
til hennar og fullorðnum þótti líka
gott að koma í eldhúsið hjá henni
og slappa þar af og ræða málin.
Æskuheimili Jóhönnu var rómað
fyrir gestrisni.
Enda var gestrisni henni eðlileg-
ur og sjálfsagður hlutur, fölskva-
laus og einlægur. Guð blessi minn-
ingu hennar og gefi þeim gott
fordæmi, sem henni voru sam-
ferða. Ég votta eiginmanni henn-
ar, börnum þeirra, barnabörnum
og ástvinum öllum innilega samúð
mína og minna. í Guðs friði.
Bragi Benediktsson,
Reykhólum.
I kveðjuskyni langar mig að
minnast góðrar vinkonu minnar. Á
hátíðarstundum rifjum við upp og
dáumst að verkum kynsióðarinnar
sem nú er að kveðja. Við horfum
í kringum okkur og hugsum um
alla þá uppbyggingu sem hefur
átt sér stað. Við vitum að mikið
hefur verið unnið í sjálfboðavinnu,
menn hafa byggt mannvirki úr
steypu sem hrærð var í höndunum
og svo mætti lengi telja. Þegar
Hanna kom að Reykhólum seint á
fímmta áratugnum með manni sín-
um, Jens Guðmundssyni skóla-
stjóra, þá var uppbygging þar að
bytja. Á fáum árum var byggð
sundlaug og sundlaugarhús sem í
fyrstu var einnig bæði skólahús
og íbúðarhús þeirra hjóna. Sund-
laugin var byggð af slíkum mynd-
arbrag að enn er hún með betri
sundlaugum landsins. Síðan var
byggt skólahús með heimavist og
var það skóli sveitarinnar í um
tuttugu ár. En hver gaf öllum
þessum mönnum sem unnu að
uppbyggingunni að borða? Það var
Jóhanna og aðrar slíkar konur. Á
þessum tíma var ekki rafmagn og
þar af leiðandi ekki ísskápar eða
frystir né önnur þægindi. Ætli
ekki hafi þurft gott skipulag, hug-
myndaflug og útsjónarsemi til að
láta hlutina ganga í slíku heimilis-
haldi? Gestagangur á heimili
þeirra var mikill alla tíð og þá
þótti ekki tiltökumál að hýsa næt-
urgesti. Mín fyrstu kynni af Jó-
hönnu voru er ég byijaði í Barna-
skólanum á Reykhólum 9 ára göm-
ul. Þá var skólahald með þeim
hætti að börnin voru 3 mánuði á
vetri í skóla og var hópnum skipt
í eldri og yngri deild og voru hóp-
arnir til skiptis. Allir voru í heima-
vist nema börnin á staðnum. Jens
kenndi börnunum og var hann
nánast eini kennarinn í u.þ.b. 25
ár. Oftast voru börnin læs þegar
þau komu í skólann en ef svo var
ekki þá sendi Jens þau til Hönnu
og hún.keþPiji þeim að lesa. Ékki,
SIGURÐURR.
JÓHANNSSON
hefur hún fengið laun fyrir þá
vinnu frekar en aðra sem hún innti
af hendi um ævina. Á þessum
árum var ekki búið að finna upp
hugtakið heimavistargæsla en
Jens og Hanna sinntu börnunúm
eftir því sem þau höfðu tök á. Við
áttum þess alltaf kost að leita til
Hönnu ef eitthvað bjátaði á.
Seinna þegar ég var orðin fullorð-
in kenndi ég um tíma við Reyk-
hólaskóla og þá kynntist ég Hönnu
upp á nýtt. Alltaf var jafn gott
að kíkja inn til hennar og fá kaffí
og kleinu og spjalla. Og við þurft-
um mikið að spjalla, ég man eftir
að einu sinni sagðist hún hafa
heyrt eða lesið viðtal við konu sem
sagðist hafa skilið við mann sinn
af því að þau voru ósammála um
hvernig ætti að kreista tann-
kremstúpu. Hanna vissi hvað
skipti máli, aukaatriði vöfðust
aldrei fyrir henni. Ég er hrædd
um að Jens hefði mátt kreista
tannkremstúpuna skringilega til
þess að það truflaði hana. Alla
þessa áratugi hafa þau hjón verið
kjölfestan á Reykhólum, fólk hefur
komið og farið en þau hafa alltaf
verið á sínum stað. Ósjaldan voru
piparsveinar við kennslu í skólan-
um og þá gekk Hanna þeim í
móðurstað.
Ævistarf hennar væri kannski
ekki tiltökumál ef hún hefði verið
hraust. Hanna þjáðist af liðagigt
í marga áratugi, þegar ég sá hana
fyrst voru hendur hennar og fætur
orðnir hnýttir. Hún þurfti að temja
sér ný vinnubrögð og aðferðir við
verkin eftir því sem henni versn-
aði. Liðagigt er kvalafullur sjúk-
dómur en ég man aldrei eftir að
hafa heyrt hana kvarta, þó kom
fyrir að hún sagðist vera eitthvað
löt í dag, hún var aldrei veik eða
þreytt. Seinustu tvö árin hafa ver-
ið henni erfið, ellin bættist við liða-
gigtina og loks gat hún ekki hugs-
að um heimilið lengur né sjálfa
sig. Það varð henni ákaflega erf-
itt, alla ævi hafði hún verið að
þjóna öðrum og það var henni
ekki að skapi að þurfa að gefast
upp og láta aðra þjóna sér. Það
hefur verið lærdómsríkt að fýlgj-
ast með henni takast á við lífið
og sjúkdóminn og sárt að horfa
upp á ósigra hennar síðastliðin ár.
Langþráð hvíld er nú komin. Ég
kveð Hönnu mína með miklu þakk-
læti fyrir allt og sendi ættingjum
innilegar samúðarkveðjur.
María Játvarðardóttir.
Skammdegissólin sendi nær lá-
rétta geisla inn um gluggana. Birt-
an var svo falleg. Síminn hringdi.
Mér var tilkynnt andlát Jóhönnu
Ebenesersdóttur á Reykhólum. Ég
klæddi mig, fór út í gönguferð.
Það dró í loftið og í logni féllu
dúnlétt svífandi snjókorn. Jörð
varð alhvít. Mér fannst birtan,
veðurblíðan eins og falleg kveðja
til Hönnu - í samræmi við líf henn-
ar.
Andlát hennar kom þó ekki á
óvart. Við höfðum talað saman í
síma á nýársdag. Þá fann ég að
mjög var af henni dregið. Hún
sagði mér þá að sér liði illa, en
þannig hafði ég aldrei heyrt hana
lýsa líðan sinni. Þó allir vissu að
hún hafði árum saman oft verið
sárkvalin af heiftarlegri liðagigt
voru svörin er spurt var um heilsu
hennar, að hún væri ekki nógu
góð - þyrti að vera betri.
Ég minnist fyrstu kynna af
Hönnu og heimili hennar og Jens
skólastjóra á Reykhólum. Ég hafði
sótt um sumarstarf hjá Þorsteini
Einarssyni, íþróttafulltrúa og ætl-
aði að taka með mér son minn þá
6 ára gamlan. Þorsteinn sagðist
þá ætla að senda mig að Reykhól-
um. Þar þekkti hann svo góða
konu.
Sumardvölin og starfíð við
sundlaugina á Reykhólum, sem
upphaflega átti að vera nokkrar
vikur, urðu mörg sumur.
Kynni mín af „góðu konunni“
sem hann Þorsteinn hafði nefnt
stóðu svo sannarlega undir vænt-
ingum og langt fram yfir það.
Heimavist skólans var í viðbygg-
ingu við skólastjórahúsið og notaði
ég hvert tækifæri að smeygja mér
inn til þeirra, njóta heimilishlýju
og gestrisni. Það kom sér vel að
stórt var eldhúsborðið á heimilinu
sem mér fannst eins og umferð-
armiðstöð - nágrannar, aðkomu-
fólk, gestir komu og fóru, þáðu
mat, kaffi. Það var spjallað og
rætt um viðburði samtíðarinnar,
menn og málefni, húsbóndinn fjöl-
fróður, glettinn, sagði skemmti-
lega frá og hafði sínar skoðanir á
öllu. Húsmóðirin, hún Hanna,
greind og athugul, lagði sitt til
mála. Mér fannst hún nær stans-
laust vera að bera fram og bæta
við veitingar svo enginn færi af
bæ án þess að þiggja góðgerðir.
Þar fundu allir sig velkomna svo
einlæg var gestrisni þeirra.
Hanna eins og hún var alltaf
kölluð var fædd á bænum Tungu
í Valþjófsdal í Önundarfírði. Þar
ólst hún upp hjá foreldrum sínum
og 6 systkinum. Mér hefur verið
sagt að æskuheimili hennar hafi
verið annálað fyrir glaðværð.
Börn og unglingar af nágranna-
bæjum hafi sótt mikið þangað í
leiki og félagsskap við systkina-
hópinn. Þegar hún giftist Jens
Guðmundssyni var hann kennari
og síðar skólastjóri á Reykhólum.
Þar hafa þau búið öll sín búskapar-
ár.
Skólinn var heimavistarskóli og
alltaf mannmargt í kringum hana.
Þar naut sín vel hennar eðlislæga
hlýja og umhyggja, því oft hefur
þurft að hugga og hlynna að að-
komubörnum sem flest voru að
fara að heiman í fyrsta skipti.
Synirnir þrír, Ebeneser, Eiríkur
og Helgi, nutu mikillar umhyggju
í uppvextinum. Þeir hafa allir hlot-
ið góða menntun og ég veit að það
var gleði móður þeirra að þeim
hefur vegnað vel.
Um fertugsaldur veiktist Hanna
af liðagigt sem ágerðist og lék
hana illa og mátti segja að hún
væri altekin af þessum sársauka-
fulla sjúkdómi. Hún háði hetjulega
baráttu, leitaði sér lækninga sem
völ var á. Þrátt fýrir sjúkrahús-
vist, skurðaðgerðir og að þurfa
stöðugt að vera á sterkum lyfjum
stóð hún upp, komst heim og gekk
að heimilisstörfum. Það var fyrst
og fremst hennar jákvæða hugar-
far og ótrúlegur lífsþróttur sem
hélt henni frá að láta fötlunina
buga sig. Oft fammst mér hún
bera sig of vel, harka svo af sér
að það vildi gleymast hve illa hún
var í raun farin. Umhyggja hennar
fyrir heimilinu, fjölskyldunni,
barnabörnum, sem oft voru hjá
þeim í heimsókn og sumardvöl,
náði út yfir allt. Síðustu mánuðir
voru henni erfíðir. Hún dvaldi þá
á Elli- og hjúkrunarheimilinu á
Reykhólum. Ég vissi að hún var
ekki vel sátt við þá tilhögun, en
ekki voru tiltækar aðrar ráð-
stafanir. Hún þurfti hjúkrun og
aðhlynningu, þó hugurinn væri
heima.
Að lokum vil ég þakka kærleik
hennar og vináttu og allt sem var
þegið á heimili þeirra hjóna. Þröst-
ur, sonur minn, sem þótti svo
vænt um Hönnu, minntist oft
æskusumra á Reykhólum. Þar
hafi verið svo gott að vera, allir
okkur svo dæmalaust góðir og
gaman að tefla við hann Jens.
Ég færi fjölskyldunni og öllum
aðstandendum einlægar samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning Jóhönnu
Ebenesersdóttur.
Dæm svo miidan dauða
Drottinn þínu barni
sem að léttu laufi
lyfti blær frá hjarni.
Eins og lítill lækur
Ijúki sínu hjali,
þar sem lygn í leyni
liggur marinn svali.
(Höfundur ókunnur)
Rósa Frímannsdóttir.
+ Sigurður Rudolf Jóhanns-
son fæddist í Vestmanna-
eyjum 14. október 1930. Hann
lést í Landspítalanum 2. janúar
síðastliðinn og fór útför hans
fram frá Fossvogskirkju 10.
janúar.
Kæri bróðir minn, mig langar að
minnast þín með fáum orðum.
Þú varst yngstur systkinanna í
Höfðahúsi í Vestmannaeyjum. Þeg-
ar þú fæddist komstu eins og sólar-
geisli inn í húsið við Vesturveg.
Fyrir í Höfðahúsi voru þá auk for-
eldra, systkinin María systir okkar
elst, næstur Kalli, þá Þórir og síðan
komst þú. Ég rak lestina, fædd
annars staðar, en tekin í fóstur sex
mánaða, af þeim fyrirmyndarhjón-
um, foreldrum þínum og frá þeim
tíma foreldrum okkar allra, Ingi-
björgu og Jóhanni. Ég var frá upp-
hafí ein af systkinunum og naut
þess fyrirmyndarfjölskyldulífs sem
fyrir hendi var í Höfðahúsi. Ingi-
björg, Jóhann og öll systkinin eru
látin. Og nú hverfur þú yfír móðuna
miklu til móts við þá sem þegar eru
farnir.
Sigurður bróðir minn, sólargeisl-
inn, sem þurftir frá barnæsku að
bera þann þunga klafa að vera aldr-
ei heill heilsu. Þú kvartaðir aldrei,
heldur fluttir með þér gleði hvar
sem þú komst.
Þú varst lánsamur maður að
eignast frábæran lífsförunaut,
Kristínu Pétursdóttur. Ykkar góða
samband speglaðist í mörgu, en
kannski hvergi eins vel og í upp-
byggingu sælureitsins fyrir austan
fjall. Þrátt fyrir heilsuleysi þitt var
alltaf stefnt að því að sumarhúsið
og umhverfið allt yrði ykkar stolt
og það tókst. Því miður færð þú
ekki að njóta alls þessa eins lengi
og þú hefðir kosið, en það gera
aðrir og þeir munu sjá handbragð
þitt og umhyggju í vaxandi gróðri
í umgjörðinni um húsið ykkar. Ég
kveð þig nú, bróðir minn. Við hjón-
in þökkum þér öll liðnu árin. Guð
fylgi þér á hinni nýju slóð.
Kristínu, konu þinni, og börnum
ykkar - og sonunum og fjölskyldum
þeirra sendum við innilegar samúð-
arkveðjur.
Ragnhildur systir og
Sigurður Eyjólfsson.
Við viljum með nokkrum orðum
minnast góðs vinar og samstarfs-
manns til margra ára.
Fyrir nokkrum árum þurfti Siggi
að gangast undir aðgerð sökum
veikinda og virtist eftir það ekki
ganga heill til skógar, samt hélt
hann áfram störfum, meðan nokkur
von var og í raun langt fram yfir
þann tíma sem eðlilegt gat talist.
Eftir að hann hætti störfum hér,
fyrir tveimur árum lá leið hans oft
á spítalann, kom hann ávallt við
hérna hjá okkur á vaktinni, síðast
nokkrum dögum fyrir jól. Rétt fyrir
nýárið var hann lagður inn á spítal-
ann sem reyndist hans síðasta ferð
hingað.
Við hér á vaktinni biðjum guð
að blessa minninguna um góðan
dreng og sérlega traustan og glað-
væran félaga, sem reyndist starfs-
félögum heilladrjúgur þegar á
reyndi.
Kristínu og öðrum aðstandendum
vottum við okkar dýpstu samúð.
Samstarfsfólk á vakt- og
flutningadeild Landspítalans.
t
Þökkum inrtilega auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför föður míns,
tengdaföður og afa,
HRÓLFS H. JAKOBSSONAR,
Hólabraut 16,
Skagaströnd.
Sylvía Hrólfsdóttir,
Pétur Eggertsson,
Hrólfur E. Pétursson,
Brynjar Pétursson,
Viktor Pétursson.
t
Hjartans bestu þakkir sendum við þeim,
sem minntust elskulegs eiginmanns
míns og föður okkar,
AÐALSTEINS SIGURÐSSONAR
skipasmíðameistara
frá Bæjum.
Auðsýnd vinátta ykkar og ástúð mun
lifa í minningunni.
Marta Markúsdóttir,
Kristín Aðalsteinsdóttir,
Gréta Aðalsteinsdóttir,
Trausti Aðalsteinsson,
og aðrir aðstandendur.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur-
gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl-
unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfí
(5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS).
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi-
legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða
2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu).
1