Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 49
BRÉF TIL BLAÐSINS
Myndlist úthýst
á menningarári
Frá Guðbjörgu Lind Jónsdóttur:
FÉLAG íslenskra myndlistarmanna
harmar þá óskiljanlegu ákvörðun
borgarstjórnar að ætla að úthýsa
Myndlistaskóla Reykjavíkur og
grafíkverkstæðinu úr húsnæðinu að
Tryggvagötu 15 fyrir árið 2000.
Myndlistaskóli Reykjavíkur hefur
um langan tíma gegnt veigamiklu
hlutverki í myndlistarlegu uppeldi
Reykjavíkur - ef ekki þjóðarinnar
allrar. Bæði nemendur og kennarar
skólans hafa á undanförnum árum
sætt sig við nánast óviðunandi
vinnuaðstæður vegna breytinga á
fyrrnefndu húsi í þeirri trú að skól-
inn yrði þar áfram.
Með grafíkverkstæðinu rættist
gamall draumur myndlistarmanna
um að fá aðgang að verkstæði þar
sem fulikominn tækjabúnaður væri
fyrir hendi til ástundunar hinna
ýmsu greina svartlista en fram að
þessum tíma hafa listamenn þurft
að sækja þessa aðstöðu til verk-
stæða í útlöndum.
Félagsmenn íslenska grafíkfé-
lagsins hafa unnið mikið og fórn-
fúst starf til þess að koma þessu
sérhæfða verkstæði á laggirnar.
Mikil áhersla hefur verið lögð á að
uppfylla þær kröfur sem gerðar eru
til loftræstingar og annars aðbún-
aðar sem talist getur vistvænn á
stað þar sem unnið er með hættuleg
efni. Mikið af þeim búnaði sem fyr-
ir hendi er á verkstæðinu er sér-
smíðaður í þetta húsnæði og því
flókið mál ef ekki ógerlegt að flytja
hann brott.
Það er sorglegt til þess að vita
að nú - eftir tíu ára sleitulausa
vinnu, þegar verkstæðið er loks
fullbúið - að fyrrgreindar fréttir
skuli berast.
Það er talsverð kaldhæðni í því
fólgin að það skuli einmitt vera
árið 2000, sem bæði Myndlistaskól-
inn í Reykjavík og grafík-verkstæð-
ið eiga að vera komin út úr hús-
næðinu við Tryggvagötu 15 en það
ár hyggst Reykjavíkurborg gera
menningunni hærra undir höfði en
alla jafna, þar sem Reykjavíkurborg
mun verða ein af menningarborgum
Evrópu það árið!
Þetta er mikið áfall fyrir mynd-
listarmenn og aðra þá sem láta sig
myndlistarlegt uppeldi einhveiju
skipta.
Félag íslenskra myndlistarmanna
skorar á borgarstjóra að endur-
skoða þessa ákvörðun sína og koma
í veg fyrir menningarslys.
GUÐBJÖRG LIND JÓNSDÓTTIR
fyrir hönd Félags íslenskra
myndlistarmanna.
Tíðindi í íslensku
tónlistarlífi
Frá Pálma Gunnarssyni og
Tryggva Htibner:
HIÐ árlega jólaplötuflóð skellur á
um jólin og flóran af íslenskum
hljómplötum er fjölbreytt að vanda.
Gagnrýnendur rýna sem mest þeir
mega í skæðadrífuna, eru oftast í
jólaskapi, jákvæðir og flestar plötur
fá nokkuð jákvæðar umsagnir —
sem þær standa auðvitað jafn mis-
jafnlega undir eins og gengur —
sitt sýnist hveijum. Hins vegar
finnst okkur undirrituðum að þeir
hafi nú ástæðu til að draga fram
stríðsletrið og stóru orðin, því veru-
leg tíðindi virðast hafa gerst í ís-
iensku tónlistarlífi. Hér er átt við
plötu Margrétar Kristínar: Fabula.
Reyndar hefur eitthvað verið skrif-
að um þessa plötu og hún fengið
„góða“ dóma en þó ekki mjög mik-
ið betri en gerist og gengur, sem
er alls ekki sanngjarnt því hér er
á ferð einstakur gæðagripur —
sannkallað listaverk. Sérlega frum-
leg en um leið aðgengileg tónlist
sem varla er hægt að skilgreina.
Maður nokkur sem um árabil stund-
aði nám í skilgreiningarfræðum
erlendis lét svo um mælt að þetta
væri „Neo impressioniskt leikhús-
djasspopp með technorómantísku
ívafi“ og er varla ástæða til að ve-
fengja það. Hinu má furðu sig á
að þetta er frumverk (debut)
Margrétar því augljóst er að þarna
býr fjölbreytt kunnátta og þjálfun
að baki. Hún semur lögin og text-
ana, syngur og leikur á hljómborð.
Aðstoðarmenn hennar eru nokkrir
en óhjákvæmilegt er að geta þáttar
Jóns Elvars Hafsteinssonar sem
auk þess að leika af sinni alkunnu
snilld á gítarinn og útsetja lögin
sýnir á sér nýja hlið sem upptöku-
stjóri en hljómun, „sánd“, á þessari
plötu hlýtur að teljast með því besta
sem gerist, sérstaklega er söng-
hljóðritun vönduð.
í sem stystu máli ætti ekki nokk-
ur einasti maður að láta þessa
hljómplötu framhjá sér fara, að því
tilskildu þó að hann hafi meira
gaman af góðri tónlist en vondri.
PÁLMI GUNNARSSON,
tónlistarmaður,
TRYGGVI HÚBNER,
tónlistarmaður.
Uppgjör vegna
áramóta
parta, enda voru þetta
fjarskalega „hjúman"
náungar í heildina og
mörg dæmi eru til um
hjálpsemi þessara
ágætismanna við þá
sem bágt áttu tíma-
bundið. Það voru hreint
og beint búin til störf
sem hæfðu þessu fólki,
af æðstu mönnum þjóð-
arinnar og oft af við-
komandi ráðherrum
sjálfum. Ég tel einmitt
við hæfi nú um þessi
áramót að geta þessa
hér með og virða, að
loknum starfsárum
mínum í tollinum.
PÁLL HANNESSON,
Ægisíðu 86.
Frá Páli Hannessyni:
GAGNVART mér per-
sónulega, sem hefi
starfað í tollinum í 40
ár, verð ég að viður-
kenna og segja eins og
er að þeir stóðu sig af-
bragðsvel, yfirmenn
tollgæslunnar vegna
veikinda minna, tíma-
bundinna og kennderís
hér áður fyrr, meðan
ég starfaði við það
embætti, enda skilaði
framkoma þeirra og
áfallahjálp við mig
árangri. Þetta voru allt Páll Hannesson
ágætismenn og eru það
einnig víða annars staðar í embætt-
isgeiranum í þjóðfélagi okkar. Ég
er þeim því þakklátur fyrir mína
Merking á
fylgjum
ALGENGT er að senda skjöl sem
fylgjur (attachments) til Morg-
unblaðsins með rafrænum pósti. Því
miður er verulegur misbrestur á að
upplýsingar séu látnar fylgja með
um hvaða forrit hafi verið notað
þegar skjalið var stofnað. Það eru
því vinsamleg tilmæli að framvegis
sé þess getið hvaða forrit var notað
við gerð fylgjunnar og einnig véla-
gerð PC, Macintosh eða aðrar vélar.
Blab allra landsmanna!
|Í0ir0iml>Itet«ib
-kjarni málsins!
UTSALA
-herra-
GARÐURINN
Kringlunni
í dag hefst...
OPIÐ í DAG LAUGARDAG FRÁ KL. 11
Stórlækkað verð á öllum vörum!
sgSÉÍIk
DALBREKKU 16, KÓPAVOGI Slmi 554 6020
OPIÐ VIRKA DAGA
FRÁ 13:00 18:00