Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 50
 50 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÆTTFRÆÐINÁMSKEIÐ Hin sívinsælu ættfræöinámskeið hefjast um og upp úr 13. jan. hjá Ættfræði- þjónustunni, Austurstræti 10a, og standa í 3-4 vikur (tvær mætingar á viku). Lærið að rekja ættir og setja þær upp í skipulegt kerfi. Þjálfun í rannsóknum. Frábærar aðstæður til ættarleitar. Einnig er hægt að fá teknar saman ættir og niðjatöl (hentar vel til gjafa á stórafmælum). Leitið uppl. í s. 552 7100 og 552 2275. Ættfræðiþjónustan er með fjölda nýlegra og eldri ættfræði- og æviskrárrita til sölu, kaupir slík rit og tekur í skiptum. ÆTTFRÆÐI-BÓKA- MARKAÐUR verður í Kolaportinu um helgina (á D-gangi nr. 9) og uppl. veittar þar um námskeið og annað. CE ) Ættfræðiþjónustan, Austurstræti lOa, s. 552 7100. VISA Reiki-, heiluur- og sjálfstyrkingarnámskeið Hvað fá þátttakendur út úrslíkum namskeioum. Lœra að nýta sér orku til að lækna sig (meðfæddur eiginleiki hjá öllum) ogleða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvægi. Læra að breyta hugarorkunni á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, i staðinn fyrir að breyta henni til niðurrifs. * Læra að hjálpa öðrum til þess sama. Námskeið í Reykjavík 18.-19.jan. l.stighelgarnámskeið 28.-30. jan. 1. stig kvöldnámskeið Upplýsingar og skráning í síma 553 3934 kl. 10-12 virka daga. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. Sáttmálinn minn Hamingju- og hugrœktarnámskeið 1.-2. febrúar helgarnámskeið fyrri hluti 15.-16. mars helgarnámskeið seinni hluti Krejjandi námskeið fyrir einstaklinga sem eru reiðubúnir að leggja á sig mikla einlœga vinnu sér til handa. Hentar velþeim sem hafa farið á reikinámskeið og vilja vinna meira með huglœga þáttinn. Á námskeiðinu erm.a. unnið með: Hugarfarsbreytingu frá neiðkvœðni og ótta til jákvæðni og öryggis. Endurskoðun sjálfsmyndar. Að leggja nýjan skilning í tilfinningar sínar. Áð búa sig undir að taka fulla ábyrgð á lífi sínu og líðan. Námskeiðið endar á |>ví að viðkomandi skrifar undir sanining við sjállan sig. Upplýsingar og skráning í síma 553 3934 kl. 10-12 virka daga. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. O p i ð u m h e 1 g i n a kl. 1 1-17 — OLedurflíkar á 500 kr stk Notuðu leðurflíkurnar aftur komnar á hlægilegu verði Ungmennahreifmg Rauða krossins er aftur komin með mikið magn af notuðum leður- og skinnflíkum á aðeins kr. 500,- stk. !!! Jakkar, buxur, vesti, kápur, frakkar, húfur, pils, kjólaro.fl. ofl. Allt á á seljast. Síðast seldist upp á tveimur klukkutímum svo það borgar sig að mæta snemma. Dfintikbókamarkadur ..Antikbásinn með notaðar bækur á kr. 200 stk. Um síöustu heigi varð sölusprengja og um þessa helgi verður boðiö upp á enn meira úrvalaf vönduðum bókmenntum á frábæru verði eða frá kr. 200 hverja bók. Þú ættir að vera snemma á ferðinni ef þú vilt tryggja þér bestu bækumar því mikil örtröð var á fyrstu klukktímunum um siðustu helgi. 0Viltu vita um framtídina Hann Júlíus upplýsir þig um framtíðina fyrir kr. 500,- Júlíus hefur í mörg ár verið mjög eftirsóttur til að spá fyrir fólk og þeir sem hann spáir fyrir koma flestir eftir það árlega því hann er mjög sannspár. Hann spáir í spil og bolla og þessa helgi ætlar hann að bjóða gestum Kolaportsins upp á framtíðarsýn fyrir aðeins kr. 500,- Láttu sjá þig! pQlcený hrogn og lifur Kútmagarnir eru tilbúnir í pottinn um helgina Fiskbúðin okkar fagnar nýju ári mcð því aö bjóöa þér að kaupa eitt kíló af ýsuflökum og fá annað fritt. Einnig er boðið upp á glænýja rauðsprettu, nýjan lax, hvalkjöt, sjósigin fisk, gómsæta fiskrétti, fiskipollur og mikið úrval af öðrum fiski. Líttu við ogkeyptu flsk á góðu verði fyrir helgina. KOiAPORTIÐ MARKAÐSTORG IDAG SKAK llmsjón Margcir Pétursson GENGI íslensku keppend- anna á Rilton-mótinu í Stokkhólmi var misjafnt. Jóhann Hjartarson náði efsta sæti með góðum enda- spretti, en þeir Hannes Hlíf- ar og Helgi Áss voru sein- heppnir. Þessi staða kom upp á mótinu. Sænski al- þjóðameistarinn Lars De- german (2.480) _ var með hvítt, en Helgi Áss Grét- arsson (2.470) hafði svart og átti leik. Hann er peði undir í stöðunni, en á sterk- an leik: 30. - Rf4 (Hvítur verður nú að gefa drottninguna fyrir hrók og riddara.) 31. gxf4 - Hg6+ 32. Dg3 - Kg8 (Sterk- ast virðist 32. - h5! Næstu leiki teflir svartur án áætlun- ar.) 33. Ha8+ - Kf7 34. Hd8 - Hxg3+ 35. hxg3 - Ke7 36. Hb8 - Kf7 37. e3 - Kg6 38. Hf8 - De6?? (Þarna leikur svartur af sér jafn- teflinu.) 39. e4! - Dd7 40. exf5+ og hvítur vann. Afar slysalegt tap. Helgi Áss hélt beint til Gautaborgar þar sem hann teflir nú á alþjóðlegu skák- móti. Hraðmót til minningar um norska skákfrömuðinn Arnold J. Eikrem fer fram í dag í göngugötunni í Mjódd og hefst kl. 14. Verð- launin eru 15 þúsund, 12 þúsund og 8 þúsund krónur auk stigaflokkaverðlauna. Með morgunkaffinu ... og ég geri ráð fyr- ir að fá 100-150 milljón króna arfinn greiddan út innantíðar . . . er ég leiðinlegur? ÞETTA er frá Félags- málastofnun, mamma mín. Eg var að fá inni á elliheimili. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Meira um grænmeti á Blönduósi MARGRÉT Einarsdóttir hringdi vegna athuga- semdar í Velvakanda 9. janúar um lélegt græn- meti á Blönduósi og vili koma því á framfæri að það er önnur verslun en Kaupfélagið á Bönduósi sem selur matvörur og hvetur hún R. Björk Ei- ríksdóttur tii að koma við í versluninni Vísi á Blönduósi næst þegar hún er á ferðinni. Barbídúkkur RAGNHEIÐUR hringdi og vildi vekja athygli á grein sem birtist í „Bréf til blaðsins" 7. janúar eftir Friðrik G. Friðriks- son, hún vill einnig vekja athygli á grein eftir Guð- rúnu Guðlaugsdóttur um svipað efni sem birtist í nóvember í Morgunblað- inu. Tapað/fundið Úlpa tapaðist ÚLPA var tekin í mis- gripum í þjónustumið- stöðinni Aflagranda 40, miðvikudaginn 18. des- ember. I úlpunni er merkið Lord Antony. Skilvís skili í Þjónustum- iðstöðina Aflagranda 40. Á sama stað er í óskil- um herramittisjakki, tví- litur, dökkblár og brún- rauður. Hægt er að vitja hans í þjónustumiðstöð- inni. Kross tapaðist KROSS með rauðum steinum, án keðju, í glærum plastpoka tapað- ist líklega á aðfangadag eða gamlársdag. Finnandi vinsamlegast hringið í síma 562-1953. Fundarlaun. Gæludýr Kettlingur KELINN, kassavanur kettlingur, tveggja mán- aða, óskar eftir góðri fjölskyldu. Upplýsingar í síma 552-6702 eftir klukkan 5. Lítil læða LÍTIL, grá, sjö vikna læða fæst gefins til góðr- ar fjölskyldu. Upplýs- ingar í síma 552-0436. Týnd kisa GRÁBRÖNDÓTT kisa með gula flekki niður á fæturna týndist í Rima- hverfi í Grafarvogi á ný- ársdag. Hún er eyrna- merkt R 5162 og með gula ól. Ef einhver verð- ur hennar var vinsamleg- ast hringið í síma 587-2900. Fundarlaun. Víkverji skrifar... VÍKVERJA ofbauð fár sumra fjölmiðla fyn- í vikunni yfir fyrirspurn einhvers útlendings um það, hvort íslendingar hefðu gerzt aðilar að evrópskum samningi, sem bannaði fólki að skjóta upp flugeld- um! Kjaftasögur og misskilningur eru algengir gestir á fréttastofum, en yfirleitt ganga menn úr skugga um sannleiksgildi sagnanna áður en þeir birta frétt. Svo var ekki í þessu tilfelli og í heitum pottum og kaffiboðum var aðalumræðuefn- ið að „Brussel" ætlaði að fara að banna heimilisflugeldasýningar Is- lendinga um áramót. Um síðir kom í ljós að enginn Evrópusamningur gegn flugeldum er til og málið allt er rugl. Víkverji veltir því fyrir sér hvort íslenzkir fjölmiðlar séu farnir að leita í smiðju til þeirra brezku, sem oft birta furðulegar tröllasögur af reglum Evrópusambandsins, sem oft gengur síðan illa að kveða niður eftir að sýnt hefur verið fram á að ekki sé flugufótur fyrir þeim. IÞESSU undarlega flugeldafári kom hins vegar fram ein stað- reynd, sem vakti athygli Víkveija. Sagt var frá því að fjöldi erlendra ferðamanna hefði bókað ferð hing- að til lands um áramótin 1999- 2000 til þess að geta horft á ís- lendinga fagna aldamótunum. Þetta kom Víkveija vissulega spánskt fyrir sjónir, vegna þess að aldamótin eru ekki fyrr en ári síðar. Árið 2000 er síðasta ár 20. aldarinnar (að því gefnu að 100 ár séu í öldinni) og árið 2001 fyrsta ár hinnar 21., rétt eins og árið 10 var síðasta ár fyrsta tugs tíma- talsins og árið 11 fyrsta ár annars tugarins. í Orðabók Menningar- sjóðs leikur heldur enginn vafi á merkingu orðsins aldamót, þar er tekið sem dæmi aldamótin 1900- 1901. Getur verið að erlendir ferðamenn muni flykkjast hingað fyrir misskilning, eða ætla íslend- ingar að halda upp á aldamótin á skökkum tíma? xxx LDAMOTAMENN í Reykja- Lvík voru ekki í vafa um hve- nær halda átti upp á innreið 20. aldarinnar. í Öldinni okkar er frá- sögn af hátíðahöldum á Austur- velli áramótin 1900-1901: „Síðan var sungið aftur, en að því loknu varð djúp þögn. Menn biðu þess hljóðir, að kirkjuklukkan boðaði aldamótin. Um leið og klukkan sló tólf dundu við flug- eldaskotin á miðjum Austurvelli, klukknahljómurinn kvað við í turn- inum og á þaki lyfjabúðarinnar var brugðið upp eldi, sem sló björt- um ljóma á umhverfið, svo að mönnum sýndist Thorvaldsen gamli kinka kolli framan í nýárs- mánann.“ Væri það nú ekki alveg dæma- laust hallærislegt ef Reykvíkingar héldu upp á aldamót með 99 ára millibili?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.