Morgunblaðið - 13.02.1997, Síða 2

Morgunblaðið - 13.02.1997, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Normi hf. framleiðir 4 þús. tonna straumleiðara fyrir álverið í Straumsvík Stærsta álverkefni íslenskrar vélsmiðju Morgunblaðið/Þorkell STARFSMENN vélsmiðjunnar Norma hf. voru í gær að flylja stóra straumleiðara í nýja kerskála álversins í Straumsvík en stærstu stykkin sem flutt voru eru 21 tonn að þyngd. FRAMKVÆMDIR við stækkun álversins í Straumsvík ganga sam- kvæmt áætlun, að sögn Einars Guðmundssonar, rekstrarstjóra hjá ÍSAL, og er reiknað með að fyrstu kerin verði gangsett á þriðja ársfjórðungi í ár. Prófa á raf- magnsbúnaðinn fyrir kerskálann í apríl. Meðal verkefna sem nú er unnið að er smíði og uppsetning straumleiðara sem vélsmiðjan Normi hf. í Garðabæ annast. Straumleiðararnir tengja saman 160 ker við rafmagnsbúnaðinn í kerskálanum. Að sögn Garðars Sigurðssonar, tæknilegs fram- kvæmdastjóri Norma, hófst vinna við verkefnið í júní á seinasta ári en því á að vera lokið í lok júlí næstkomandi. Um er að ræða stórt verkefni á íslenskan mælikvarða en alls eru smíðuð og sett saman um 4 þúsund tonn af áli. „Þetta er stærsta álverkefni sem nokkur vélsmiðja hefur tekið að sér hér- lendis. Hér er unnið allan sólar- hringinn," segir Garðar. Hann segir að ÍSAL hafi upp- haflega gert ráð fyrir að leiðararn- ir yrðu byggðir á staðnum en starfsmenn Norma gerðu líkan að smíðinni og komust að raun um að unnt væri að framleiða straum- leiðarana á verkstæði vélsmiðjunn- ar og flytja þá í stykkjum í nýja kerskálann þar sem starfsmenn Norma sjóða þá saman. Hefur það sparað mikla vinnu og íjármuni, að hans sögn. Fluttu inn pólska álsuðumenn Garðar segir að járniðnaður á íslandi hafi verið í mikilli lægð á þeim tímum þegar öll skip voru smíðuð erlendis og segja megi að það vanti heila kynslóð íslenskra jámiðnaðarmanna. „Við stóðum því frammi fyrir því að okkur vant- aði álsuðumenn sem hefðu hæfnis- próf samkvæmt staðli frá Iðn- tæknistofnun og urðum að flytja inn pólska járniðnaðarmenn vegna þessa verkefnis. Um þessar mund- ir eru níu Pólveijar að störfum hjá okkur, auk nokkurra íslendinga," segir hann. Verkefnið hefur verið unnið í samstarfí við Stálverktak og Stál- smiðjuna, sem vann ákveðna for- vinnu fyrir Norma, að sögn Garð- ars. Vélsmiðjan býr sig nú undir þátttöku í útboðsverkefnum vegna væntanlegra stórvirkjana og stór- iðjuverkefna og er um þessar mundir að leita að samstarfsaðil- um í öðrum löndum. Garðar segir að fyrirhugaðar stórframkvæmdir verði boðnar út á alþjóðamarkaði og íslendingar eigi að standa vel að vígi, m.a. vegna þess að vinnu- laun eru talsvert lægri hér á landi en annars staðar. „Við erum með skála sem er rúmlega 5.000 fermetrar að stærð og teljum okkur geta tekið að' okkur hvaða þungaverkefni sem er,“ segir hann. Nýjar hugmyndir um Geldinganes Gryíj’ur fyrir at- hafnasvæði UPPI er hugmynd um að á Geld- inganesi verði grafnar út gryfjur í líkingu við Ásbyrgi í Öxarfirði í N-Þingeyjarsýslu. Að sögn Þor- valdar S. Þorvaldssonar forstöðu- manns borgarskipulags, hefur hugmyndin ekki fengið formlegt samþykki í nefndum borgarinn- ar. Hugmyndin byggist á að á Geld- inganesi eru dýrmæt jarðefni, gijót og möl, sem enst gætu Reykjavík og nágrannasveitarfé- lögum næstu áratug. Um leið og gijótnám á nesinu nýttist til hafn- argerðar myndi land mótast fyrir athafnastarfsemi. ----------------------- HUGMYND er uppi um að grafnar verði út gryfjur á Geldinganesi og að þar verði athafnasvæði ■ tbúðabyggð/32 í framtíðinni. Eins og sjá má mætti jafnvel hugsa sé glerþjúp yfir gryfjunum. Morgunblaðið/Sig. Fannar. Bílvelta við Oseyrarbrú Selfossi. Morgunblaðið. BÍLVELTA varð í Ölfusinu, rétt austan við Óseyrarbrú, rétt fyrir hádegi í gær. Ökumaðurinn, ung stúlka, slapp á ótrúlegan hátt með minni háttar áverka. Hún var ein í bílnum. Bíllinn, sem er gjörónýtur, kastað- ist 16 metra frá veginum og 5-6 metra niður brekku og þaðan ofan í vatn og krap. Stúlkan náði með mik- illi hörku að komast upp á veg og gera vart við sig. Hún var blaut og köld, fann til í hálsi, baki og bijósti og var með skurð á höfði. Að sögn lögreglunnar í Árnessýslu er það mesta mildi að stúlkan skuli hafa sloppið svo vel miðað við að- stæður. Lögreglan vill ítreka það við fólk að fara varlega þegar færð er eins og hún er þessa dagana. Hálkan leynist víða undir snjónum og þá er auðvelt að missa stjórn á bílnum eins og virðist hafa verið raunin í þessu tilfelli. -----4-------- Undirskriftir með álveri Mikil þátt- taka í gær Akranesi. Morgunblaðið. UNDIRSKRIFTASÖFNUNIN Álver já takk hófst á Akranesi klukkan 17.30 í gær. Áhugafólk um atvinnu- uppbyggingu á Vesturlandi stendur að söfnuninni. Geysilegur áhugi var strax meðal fólks á svæðinu og þegar hætt var að taka niður nöfn um klukkan 19 hafðihátt á sjöunda hundrað manns ritað nöfn sín, að sögn Péturs Otte- sen, bæjarfulltrúa, eins aðstandenda söfnunarinnar. Sagði Pétur að marg- ir hefðu haft á orði að kominn væri tími til að hinn þögli meirihluti léti I sér heyra í málinu. í tilkynningu frá áhugahópnum er þeirri skoðun lýst að kostir við álver yfirgnæfi algerlega ókostina. „Álver mun skapa mörg hundruð störf og verður vítamínsprauta á allt atvinnu- líf á svæðinu og að sinni mun atvinnu- leysi hverfa. Álver mun bæta stöðu sveitarfélaganna á svæðinu og efla fjárhag landsins alls,“ segir síðan. James F. Hensel aðstoðarforstjóri Columbia Ventures Corporation Sekt setur okkur ekki á neinn lista Unglingasam- kvæmi fór úr böndunum LÖGREGLUMENN þurftu að hafa afskipti af heimasamkvæmi í húsi við Fannarfell aðfaranótt sl. laugar- dags. Þar ætlaði stúlka í 10. bekk að halda samkvæmi fyrir nokkur bekkjarsystkini sín. Raunin varð hins vegar sú að þangað komu mun fleiri með þeim afleiðingum að samkvæm- ið fór fljótlega úr böndunum. Lögreglan vísaði börnunum út og þeim var komið til síns heima. For- eldrar stúlkunnar voru að heiman. Lögreglan leggur áherslu á að böm geti ekki borið ábyrgð á sam- kvæmum sem þessum. Einhver full- orðinn þurfí ávallt að vera til taks. Reynslan sé sú að óboðnir gestir, jafnvel eldri en þeir sem fyrir eru, eigi það til að birtast þar sem gleð- skapur er í gangi. Dæmi eru um miklar skemmdir og jafnvel þjófnaði í slíkum samkvæmum. JAMES F. Hensel, aðstoðarfor- stjóri Columbia Ventures Corpor- ation, segir ástæðuna fyrir því að hann gat þess ekki í yfírlýsingu sinni að Columbia Áluminium hefði þurft að greiða sektir vegna brota á mengunarvarnareglugerð- um þá, að í yfirlýsingunni, sem birtist í Morgunblaðinu sl. sunnu- dag, hafi hann verið að svara því til að hann vissi ekki til þess að fyrirtækið væri á svörtum lista. „Sú staðreynd að við greiddum sekt fyrir að framfylgja ekki reglu- gerðum setur okkur ekki á neinn lista sem mér er kunnugt um. Ég tel að sektargreiðslurnar komi þessu máli ekki við. En að sjálf- sögðu ætlaði fyrirtækið ekki að leyna þeirri staðreynd að það hefði þurft að greiða sekt,“ sagði Hens- el. Aðspurður hvort hann óttaðist að þetta mál myndi valda trún- aðarbresti milli almennings á ís- landi og fyrirtækisins sagði hann að það ylti mjög á því hvernig um það yrði ijallað í fjölmiðlum. „Bandaríkin og Island hafa ger- ólíkar mengunarvamareglugerðir og bandaríska kerfíð er uppbyggt með allt öðrum hætti en á Is- landi. Þýðing sektargreiðslna í Bandaríkjunum er allt önnur en á íslandi," sagði Hensel. Þær upplýsingar fengust hjá bandaríska umhverfisráðuneytinu í gær að ráðuneytið hefði heimild frá Bandaríkjaþingi til að beita þau fyrirtæki sektum sem ekki framfylgdu mengunarvarnareglu- gerðum. Dave Ryan, hjá upplýs- ingadeild ráðuneytisins, sagði að deila mætti um það hvort fyrir- tæki tilkynntu það að jafnaði til yfirvalda ef þau brytu í bága við reglugerðimar. Fyrirtæki veita stundum aðstoð „Ef einhver er að gera eitthvað sem ekki er leyfilegt viðurkennir hann það yfirleitt ekki. Stundum er það þó gert og við hvetjum til þess að það sé gert. Stundum veita fyrirtæki okkur aðstoð við eftirlits- skyldu okkar. En við höfum vald til þess að beita fyrirtæki sem bijóta gegn mengunarvarnareglu- gerðum sektum,“ sagði Ryan. „Þegar við geram tijlögur um mengunarreglugerðir gefst al- menningi og fyrirtækjum kostur á að gera athugasemdir áður en reglugerðin er gefín út í endan- legri mynd. Það er á þessum um- þóttunartíma sem fyrirtæki geta sett fram athugasemdir sínar og ef þörf þykir getum við breytt reglugerðunum i samræmi við umkvartanirnar," sagði Laureen Michaels, hjá eftirlitsdeild ráðu- neytisins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.