Morgunblaðið - 13.02.1997, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Olafur Ragnar Grímsson hvatti til lausnar Smugudeilunnar
Yaranlegra lausna
leitað sem fyrst
HARALDUR Noregskonungur og
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
íslands, hafa báðir gert fiskveiði-
deilur íslands og Noregs að umtals-
efni í opinberri heimsókn forsetans.
Ólafur Ragnar sagði í gær að deil-
an væri ekki stórvægileg og aðeins
með lausn á henni yrði málflutning-
ur íslendingar og Norðmanna á
alþjóðlegum vettvangi fullkomlega
trúverðugur.
Haraldur Noregskonungur sagði
m.a. í ræðu sinni í kvöldverðarboði
í Akershus-kastala í fyrrakvöld, er
hann ræddi samskipti íslands og
Noregs: „Eins og á milli ættingja
er einnig rúm fyrir ósætti, sem af
og til vekur sterkar tilfínningar.
Af eigin reynslu veit ég að hin
vanalega hlýja og traust er áfram
fyrir hendi. Þess vegna munum við
líka finna lausn í sameiningu."
Þurfum að sýna í verki að við
getum leyst deilur
Ólafur Ragnar Grímsson sagði í
ræðu sinni í hádegisverðarboði hjá
ríkisstjórn Noregs í gær að mikil-
vægt væri að hvergi bæri skugga
á tengsl íslands og Noregs. „Til
að vera öðrum þjóðum fyrirmynd
og nýta okkur báðum til hagsbóta
þessi tækifæri til áhrifa og ávinn-
ings þurfum við að sýna í verki að
við getum leyst okkar eigin deilu-
mál, deilumál sem ekki eru stór-
vægileg í samanburði við það sem
þorri annarra þjóða glímir við,“
sagði forseti.
„Vissulega vilja allir sjómenn
sækja fast á gjöful mið og sitja
helzt einir að aflanum. Það er hins
vegar biýnt að stjórnvöld landanna
beggja, Islands og Noregs, leiti sem
fyrst varanlegra lausna á þeim
ágreiningi um nýtingu auðlinda
hafsins sem enn er óleystur. Aðeins
á þann hátt verður málflutningur
íslendinga og Norðmanna fullkom-
lega trúverðugur á alþjóðlegum
vettvangi.“
Stj órnmálamanna
að finna lausn
Eftir fund utanríkisráðherra ís-
lands og Noregs í Ósló síðdegis í
gær voru þeir inntir viðbragða
vegna ummæla Ólafs Ragnars og
Haraldar konungs.
Halldór Ásgrímsson sagði að það
væri gott að fá hvatningu. „Við
erum ánægðir með áhuga forseta
og konungs á að tryggja nánari
og betri samskipti landanna," sagði
Halldór Ásgrímsson. „Það er hlut-
verk konungsins og forsetans, en
síðan er það stjórnmálamannanna
að finna lausn og við munum halda
þv! starfi áfram.“
Aðspurður hvort hann teldi að
Norðmenn ættu erfitt með að skilja
hve háðir sjávarútvegi íslendingar
væru, eins og áður hefði komið
fram hjá Ólafi Ragnari, svaraði
Halldór að hann gæti ekki tjáð sig
um skilning Norðmanna allra, en
hann teldi ekki að utanríkisráð-
herra þeirra ætti erfítt með að
skilja það.
Bjorn Tore Godal sagði að sam-
skipti íslendinga og Norðmanna
væru almennt það góð að þjóðimar
ættu að geta náð samkomulagi og
því væri aðeins gott að konungur-
inn og forsetinn þrýstu á um lausn
Smugudeilunnar.
Fjölmennt
á öskudag
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
KRAKKÁR í Vestmannaeyjum
fjölmenntu í bæinn fyrir hádegi
á öskudag, gengu í fyrirtæki
og sungu en fengu í staðinn
góðgæti frá eigendum og
starfsfólki fyrirtækjanna. Mik-
ill fjöldi krakka var í bænum
og voru flestir klæddir ýmiss
konar furðubúningum.
Klukkan ellefu var síðan
kötturinn sleginn úr tunnunni
og var það hápunktur ösku-
dagsgleðinnar hjá krökkunum.
Sjaldan hafa fleiri börn verið á
ferð í bænum á öskudag og
aldrei áður hafa búningar verið
jafn fjölbreyttir og vandaðir og
nú enda lék veðrið við börnin
í Vestmannaeyjum á öskudag-
inn.
\
\
Gleði í hverju
andliti
ÞAÐ var gleði í hveiju andliti í
KR-heimilinu í gær þegar þar var
haldin mikil hátið í tilefni ösku-
dagsins. Börnin voru máluð í
framan og klædd furðubúning-
um. Er öskudagurinn fyrir löngu
orðinn einn helsti gleðidagur ís-
lenskra barna.
Bankastjóra-
laun lækki
FRAMKVÆMDASTJÓRN Sam-
bands ungra framsóknarmanna hef-
ur sent Finni Ingólfssyni viðskipta-
ráðherra ályktun, þar sem skorað er
á hann „að kanna hvort unnt er að
draga til baka hækkun launa banka-
stjóra ríkisbanka umfram almennar
verðlagshækkanir í landinu á undan-
fömum árum.“ SUF skorar einnig á
ráðherra að sjá til þess að um leið
og rekstrarformi ríkisbankanna verði
breytt verði hætt að greiða stjóm-
endum þeirra sérstaklega fyrir setu
í stjórnum fyrirtækja og stofnana
sem tengjast bönkunum.
Morgunblaði^Kristinn
Obreytt
staðaí
Smugudeilu
UTANRÍKISRÁÐHERRAR fs-
lands og Noregs, Halldór Ásgríms-
son og Bjorn Tore Godal, funduðu
í Ósló í gær. Þeir sögðu eftir fund-
inn, að ekkert hefði þokast í sam-
komulagsátt í deilu þjóðanna um
rétt íslendinga til fiskveiða í Smug-
unni.
Bjorn Tore Godal sagði að við-
ræðurnar I gær hefðu ekki fært
ráðherrana nær lausn deilunnar.
„Við munum að sjálfsögðu halda
áfram að leita lausna, en í dag
hnikaðist málið ekkert, hvorki til
hins betra né verra. Það er afar
óæskilegt að þjóðir, sem eru jafn
nátengdar og Islendingar og Norð-
menn, skuli eiga í deilum sem þess-
um,“ sagði hann.
Halldór kvaðst ítreka það sem
hann hefði áður sagt, að hann sæi
ekki ástæðu til bjartsýni um lausn
deilunnar á næstu mánuðum. „Við
munum hins vegar vinna að því
áfram, enda báðum þjóðunum
mikilvægt að leysa málið.“
.0;
Stenst allt sem á Það Er Lagt
Eftirlitsvélar á gatnamótum
Verið að skoða
fyrstu filmurnar
VERIÐ er að skoða fyrstu filmurnar
úr eftirlitsmyndavél sem staðsett er
á gatnamótum í Reykjavík og tekur
myndir af því þegar ekið er á móti
rauðu umferðarljósi. Búnaðurinn var
tekinn í notkun 31. janúar sl. Önnur
filma er komin í vélina og er nú
verið að reyna tölvubún^inn sem
les af fílmunni.
Hægt er að draga fram númer
bifreiðar sem ekið hefur verið á
móti rauðu ljósi en búnaður skráir
stað og stund. Ómar Smári Ár-
mannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn
segir að næsta skref sé að senda
þau gögn sem nú eru í vinnslu til
lögfræðideildar Lögreglustjóraemb-
ættisins til ákvörðunar um sektar-
greiðslur. Sekt getur numið allt að
8 þúsund krónum.
Markmiðið með starfrækslu eft-
irlitsmyndavélanna er að draga úr
líkum á akstri gegn rauðu ljósi og
reyna þannig að fækka umferðar-
slysum á gatnamótum. Á undanförn-
um árum hafa árlega orðið á annað
hundrað umferðaróhöpp þar sem
ökumaður olli slysi eftir að hafa
ekið inn á gatnamót á rauðu ljósi.
Í u.þ.b. 40% tilvika urðu slys á fólki.
í undirbúningi er að keyptur verði
viðbótarbúnaður sem gefur mögu-
LÖGGÆSLU-
MYNDAVÉL
MERKIÐ á að minna ökumenn
á eftirlitsmyndavélabúnaðinn.
Það verður sett upp á gatna-
métum þar sem slíkur búnaður
hefur verið settur upp.
leika á ökuhraðaeftirliti á gatnamót-
um og jafnvel að búnaður af því
tagi verði settur upp sem sjálfstæðar
einingar þar sem þörf er á slíku eftir-
liti.
(
I
(
4