Morgunblaðið - 13.02.1997, Side 8

Morgunblaðið - 13.02.1997, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Annir hjá séra Gunnari Bjömssyni: ERU þetta þakkirnar fyrir alla vinnuna sem ég er búin að skaffa þessu verkstæði? Breytingar á herbergjaskipan Stjórnarráðsins Aðstaða forsætisráðherra og ríkissljórnar færð til SKRIFSTOFA forsætisráðherra verður flutt í nyrðri enda Stjóm- arráðshússins við Lækjartorg, þann enda sem fjær er á myndinni. UMTALSVERÐAR beytingar standa fyrir dyrum á skrifstofuhúsnæði for- sætisráðuneytisins og aðstöðu ríkis- stjómarinnar í Stjómarráðshúsinu við Lækjargötu í vor, samkvæmt upplýs- ingum Guðmundar Ámasonar, skrif- stofustjóra í forsætisráðuneytinu. Gerðar verða miklar breytingar á herbergjaskipan á neðri hæð hússins en við flutning skrifstofu forseta ís- lands að Sóleyjargötu 1 á seinasta ári losnuðu fímm herbergi í Stjómar- ráðshúsinu, sem verða nýtt fyrir for- sætisráðuneytið og ríkisstjómina. Fundarherbergi ríkisstjómarinnar verður fært og komið fyrir framan til í húsinu, þar sem skrifstofa forsætis- ráðherra er í dag en skrifstofuaðstaða forsætisráðherra verður hins vegar í framtíðinni þar sem skrifstofur for- seta íslands voru áður. Einnig eru hugmyndir um að uppgangi að efri hæð verði komið fyrir baka til í hús- inu af öryggisástæðum. Auk þessa verður ráðist í viðgerðir á bygging- unni en viðhald hússins er orðið mjög aðkallandi, að sögn Guðmundar. Gert er ráð fyrir að framkvæmdim- ar hefjist í byijun apríl og muni taka flóra mánuði. Á meðan framkvæmdir standa yfír verður starfsemi ráðuneytisins flutt í annað húsnæði og verður aðstaða ríkisstjómarinnar og skrifstofa for- sætisráðherra flutt í Ráðherrabústað- inn við Tjamargötu. Ekki liggja fyrir endanlegar áætl- anir um kostnað við breytingamar. Veitt var 25 millj. kr. heimild á fjáraukalögum vegna verkefnisins á seinasta ári en að sögn Guðmundar hefur ráðuneytið einnig yfir að ráða ónýttum viðhaldsheimildum sem grípa þarf til. Framkvæmdasýslu ríkisins verður falið að bjóða verkið út innan skamms en ekki hefur verið ákveðið hvort verkið verður boðið út í einu lagi. íslensk heimildarmynd um Spænsku veikina í smíðum Fylgst með Svalbarða ELIN Hirst fréttamaður er byijuð að vinna að handriti að um fímmtíu mínútna langri heimildarmynd um Spænsku veikina, skæða inflúensu sem heijaði á íslendinga í þremur bylgjum frá árinu 1918 til 1919 og dró um 200 til 300 manns til dauða í Reykjavík. En talið er að inflúens- an hafí borist til Norður-Evrópu frá Spáni. Jafnframt því að segja frá áhrif- um þessa faraldurs hér á landi hyggst Elín fylgjast með og segja frá rannsókn kanadískra vísinda- manna sem hafa fengið leyfi norskra stjómvalda til að opna graf- ir sjö manna á Svalbarða sem dóu úr Spænsku veikinni árið 1920. En eins og kom fram í frétt Morgun- blaðsins í gær er vonast til að hægt verði að fínna vírusinn sem olli Spænsku veikinni í líkum sjömenn- inganna. Auk þess mun Elín flétta aðra viðburðaríka atburði ársins 1918 saman við frásögnina um Spænsku veikina, en það ár var með eindæm- um erfítt, til dæmis miklar frost- hörkur og Kötlugos. „Þá var seinni heimsstyijöldin á enda og fullveldis- dagurinn haldinn hátíðlegur þann 1. desember," segir hún og bætir því við að óhjákvæmilega hafí þess- ir atburðir áhrif á umfjöllunina um þennan skæða faraldur. Að sögn Elínar mun heimildar- myndin að mestu verða byggð á sögulegum staðreyndum og við- tölum við menn sem upplifðu Spænsku veikina og lýsir hún hér með eftir því fólki sem hafí annað- hvort fengið veikina og/eða verið á heimili þar sem hún geisaði. Elin hefur nýlokið gerð annarrar heimildarmyndar um fangana á Mön og mun hún verða sýnd í Ríkissjón- varpinu föstudaginn langa, 28. mars nk. 30 ára afmæli NFVI Laugardagsfárið glæsilegasta sýn- ingin hingað til Jóhann Guðlaugsson Nemendafélag Verzlunarskóla ís- lands heldur nú upp á 30 ára afmæli sitt, en það hefur fært út kvíarnar jafnt og þétt í þá þijá áratugi sem það hefur starfað. Jóhann Guðlaugs- son er forseti Nemendafé- lagsins og ræddi Morgun- blaðið við hann á dögunum um starfsemi þess auk þess að fræðast eilítið um sýn- inguna Laugardagsfárið [Saturday Night Fever], sem þeir Verzlunarskóla- nemar setja nú á svið í Loftkastalanum. - Hvað hefur Nemenda- félagið gert í tilefni afmæl- isins í vetur? „Við ákváðum að halda ekki mjög formlega upp á afmælið. Þegar haldið var upp á 25 ára afmælið fyrir fimm árum var þáverandi forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, og Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, boðið á afmæiishátíðina, en núna vildum við gera eitthvað meira fyrir krakkana í skólanum. Við ákváð- um því að halda tónleika, skemmtikvöld og fleira í þeim dúr. Einnig vildum við hafa fleiri svokölluð „stutt“, sem eru óvænt- ar uppákomur í frímínútum til að skemmta nemendum. Það gengur því miður ekki alltaf eftir því þessi „stutt“ eru á svo léttum nótum að skemmtikraftamir vakna stundum ekki í tæka tíð. Við get- um því ekki alltaf treyst á slíkt, en við gerum okkar besta til að gera afmælið eins skemmtilegt fyrir nemendur og hægt er.“ - Hvaða atburðir eru framund- an á vegum félagsins? „Við eigum eftir að halda lista- hátíð og í henni er innifalin stutt- myndahátíð, en á henni em sýnd- ar stuttmyndir sem nemendur hafa gert. Einnig munum við reyna að reka litla útvarpsstöð, Útvarp Verzló. Við eigum líka eftir að fara í skíðaferðalag og að sjálfsögðu má ekki gleyma kosningunum í embætti Nem- endafélagsins, sem eru ávallt mjög fyrirferðarmiklar. Það verður því nóg um að vera á næstu mánuð- um.“ - Hverjir stóðu að stofnun fé- lagsins á sínum tíma? „Fyrir stofnun Nemendafélags- ins árið 1967 var starfrækt Mál- fundafélag skólans, MFVÍ, en Nemendafélagið var stofnað þeg- ar ákveðið var að gera miklar breytingar á lögum Málfundafé- lagsins. Fyrsti forseti félagsins var Árni Ámason og féhirðir var Magnús Hreggviðsson. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þetta gerðist og nú eru ýmsar nefndir tengdar félag- inu á einn eða annan hátt.“ - Slæman fjárhag féiagsins í upphafi skólaársins bar á góma í ræðu Þorvarðar Elíassonar, skólastjóra, á Nemendamótinu sem fram fór á dögunum. Hafa hendur stjórnar- innar verið bundnar að einhverju leyti vegna peningaleysis? „Jú, staðan hefur aldrei verið eins slæm. Við höfum reynt að bæta hana sem mest, en það var mjög erfítt því við vorum stöðugt að fá fleiri og fleiri reikninga frá ýmsum aðilum vegna síðasta árs. Það gerði okkur mjög erfítt fyrir, því við vissum þá aldrei nákvæm- lega hver staðan var. Það eina sem ► JÓHANN Guðlaugsson er fæddur 24. nóvember 1976. Hann hefur gegnt ýmsum hlut- verkum innan Nemendafélags Verzlunarskóla Islands. Á sínu öðru ári sat hann í skemmti- nefnd, en árið eftir starfaði hann sem ritstjóri Kvasis, blaðs sem gefíð er út allnokkrum sinnum yfir veturinn. Nú er hann á síðasta ári sínu í skólan- um og gegnir embætti forseta Nemendafélagsins. við vissum var að við áttum í miklum erfíðleikum. Þeir sem sátu í stjórn í fyrra tóku við mesta tapi sem hafði orðið í sögu félags- ins. Ofan á það bættist tapið í fyrra og við sitjum því uppi með það nú. Við höfum því þurft að spara eins og hægt er, enda hafa verið mjög fá „stutt“ í vetur og það er engu öðru um að kenna en peningaleysi. Einnig hefðum við viljað gera margt annað fyrir nemendur á árinu, en við höfum ekki haft mikið svigrúm til þess. Það er slæmt því að þetta félag er fyrst og fremst fyrir nemendur eins og nafnið gefur til kynna og því vilj- um við gera sem mest fyrir þá. Aftur á móti hefur félaginu sjald- an tekist að safna jafn miklum peningum í Verzlunarskólablaðið eins og núna. Nemendamótið tókst líka mjög vel. Við erum því á réttri leið. Nemendafélag Verzl- unarskólans er mjög virt og það er alveg ljóst að það er mun auð- veldara fyrir okkur að fá auglýs- ingar. Það gerir okkar verk örlítið auðveldara." - Nú settuð þið Laugardagsfár- ið á svið á nýafstöðnu Nemenda- móti. Hvemig tókst til? „Það er álit margra sem ég hef talað við, að þessi sýning sé sú glæsilegasta sem Verzlunarskól- inn hefur sett upp. Hún er frábrugðin „Cats“, sem var sett á svið í fyrra, að því leyti að hún er á mun léttari nótum og er í raun brandari út í gegn. Ég hló mikið á henni og ætla að sjá hana aftur." - Með hvaða hætti var reynt að spara peninga við undirbúning Nemendamótsins? „Við ákváðum að hafa ekki hljómsveit á hverri sýningu, sem er mjög kostnaðarsamt. í stað þess voru öll lögin tekin upp í hljóðveri, en söngurinn er vita- skuld ósvikinn. Með þessu tókst okkur líka að spara enn frekar þegar við settum tvö lög úr sýn- ingunni á geisladisk,“ sagði Jó- hann. Auðveldara fyrir okkur að fá auglýsingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.