Morgunblaðið - 13.02.1997, Side 10

Morgunblaðið - 13.02.1997, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Einar Kr. Guðfinnsson um Landsvirkjun Orkuverð 50% hærra en þyrfti EINAR Kr. Guðfinnsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, sagði við umræður um Landsvirkjunarfrum- varpið á Alþingi á þriðjudag að upplýsingar hefðu komið fram um að gjaldskrá Landsvirkjunar væri mun hærri en eðlilegt gæti talist. Einar sagðist í samtali við Morgunblaðið fyrst og fremst vera að vitna til upplýsinga sem Krist- ján Haraldsson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða, og Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suður- nesja, hefðu gefið í umsögn sinni til iðnaðarnefndar Alþingis. „Þeir komust að þeirri niðurstöðu í um- sögn sinni að orkuverð Landsvirkj- unar væri 50% hærra en langtíma- jaðarkostnaður nýrra virkjana. Þess vegna væri augljóst mál að eiginfjármyndunin hjá Landsvirkj- un hefði átt sér stað á grundvelli of hárra orkutaxta, en ekki með eigendaframlögum, eins og for- senda frumvarpsins gengur út á,“ segir Einar. „Þar sem eiginfjárstaða Lands- virkjunar hefur sannarlega komið til vegna þess að orkutaxtarnir voru svo háir og að hér væri um að ræða einokunarfyrirtæki, þá tel ég mjög óeðlilegt að reikna upp einhvern arð á grundvelli eigenda- framlags, sem ekki skýrir nema að mjög litlu leyti eiginfjárstöðu fyrirtækisins," sagði Einar. Morgunblaðið/Halldór Ný lög um Landsvirkjun afgreidd frá Alþingi eftir hvöss orðaskipti Alþýðubandalagið eitt andvígt frumvarpinu FRUMVARP ríkisstjómarinnar um Landsvirkj- un var afgreitt sem lög frá Alþingi í gær, að undangengnum hvössum orðaskiptum milli þing- manna Alþýðubandalags og Framsóknarflokks sérstaklega. Alþýðubandalagsmenn voru einir um að standa gegn afgreiðslu frumvarpsins. Eftir að hlutverk Ríkisendurskoðunar og Samkeppnisráðs í eftirliti með gjaldskrárstefnu Landsvirkjunar var aukið frá því sem gert hafði verið ráð fyrir í fyrstu drögum frumvarpsins, féllu jafnaðarmenn frá andstöðu við það. Tveir þingmenn jafnaðarmanna, Guðmundur Árni Stefánsson og Lúðvík Bergvinsson, greiddu þó ekki atkvæði við lokaafgreiðsluna, en auk þeirra sat Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokks einnig hjá, einn stjórnarliða. Áður en til lokaafgreiðslu frumvarpsins sjálfs kom flutti Svavar Gestsson breytingartillögu, sem hafði verið felld tvisvar áður við umfjöllun málsins. Vildi hann þar með gera tilraun til að „lögfesta það, að verðlækkanir skuli einnig teknar með í lögunum en ekki eingöngu út- greiðsla arðs.“ „Reiðubúnir að grípa inn í ákvarðanir fyrirtækis“ Tómas Ingi Olrich, Sjálfstæðisflokki, sagði með breytingartillögu Svavars liggja fyrir „að þingmenn Alþýðubandalagsins eru reiðubúnir að grípa inn í ákvarðanir fyrirtækis sem ríkið á að hálfu leyti, með lagasetningu," og sagði að draga mætti í efa, að slík lagasetning fengi staðizt ákvæði stjórnarskrárinnar. Lokaafgreiðslan fór fram með nafnakalli og gerðu margir þingmenn grein fyrir atkvæði sínu. Svavar Gestsson sagði að „þrátt fyrir allt hafi tekizt að knýja stjómarliðið til undanhalds í málinu." Niðurstaðan sé þó sú, sagði Svavar, að samþykkt frumvarpsins þýði „10% skatt á landsbyggðina“. Flestir stjómarþingmenn, sem gerðu grein fyrir atkvæði sínu, vísuðu til sameiginlegrar bókunar eigenda Landsvirkjunar. Að þeirra mati sé hún nægjanleg trygging fyrir því, að útborgun arðs víki fyrir verðlækkunarsjón- armiðum. Atkvæðaskýring Péturs H. Blöndal skar sig þó nokkuð úr. Hann sagðist styðja frumvarpið í trausti þess, að iðnaðarráðherra stæði við að leggja fram þingsályktunartillögu um innleið- ingu samkeppni í orkugeiranum, „þannig að ekki þurfi að ákvarða raforkuverð í lögum eða í samningum eigenda." Finnur Ingólfsson, iðnaðarráðherra, sagði í atkvæðaskýringu sinni, að hann teldi „víðtæka pólitíska sátt“ hafa náðst um málið. Öskudagsbíó í Kringlunni SAMBÍÓIN og Kringlan buðu öllum krökkum sem voru í Kringlunni á öskudaginn í ókeypis bíó. Mikill fjöldi þáði boðið og voru krakkarnir klæddir í ýmis skemmtileg gervi. Krakkarnir fengu að sjá myndirnar Hringjarinn frá Notre Dame og Ævintýra- flakkarinn. ----4 4 4-- 30 árekstrar í ófærðinni UM 30 árekstrar urðu á höfuðborg- arsvæðinu í þungri færð í gær. Engin slys urðu á mönnum en eign- artjón varð talsvert. 24 árekstrar urðu í Reykjavík, flestir fyrir hádegi í gær. Lögreglan í Kópavogi, þar sem fjórir árekstrar urðu í gær, segir að flestir hafi þeir orðið með þeim hætti að öku- menn hafi ekki haft nægilegt bil á milli bíla. Fyrirspurn lögð fram á Alþingi í gær um árlegar heildargreiðslur til stjórnenda ríkisbankanna Hæstu bankastjóra- laun 900.000 kr. 1992 Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður jafnaðar- manna lagði í gær fram nýja fyrirspum um laun stjómenda ríkisbankanna. Biður hún ráðherra um ítarlegri upplýsingar en fram komu í svari ráðheira í fyrradag. JÓHANNA Sigurðardóttir spyr nú viðskiptaráðherra um hagsmuna- tengsl, stjórnargreiðslur, lífeyris- greiðslur og ferða- og bílahlunnindi stjórnenda ríkisbankanna. í fyrir- spuminni er m.a. óskað eftir upplýs- ingum um það í hvaða stjórnum sjóða, stofnana og dóttur- og hlut- deildarfyrirtækja ríkisbankanna einstakir stjómendur bankanna hafi átt sæti á árunum 1994-1996 og hverjar greiðslur hafí komið fyrir. Þá er óskað eftir að fram komi árlegar heildargreiðslur að viðbætt- um árlegum launagreiðslum hvers og eins á þessu tímabili, þar með taldar greiðslur fyrir setu í banka- ráði, risnugreiðslur og aðrar greiðslur eða fríðindi. Upplýsingar um heildartelqur fást ekki í svari viðskiptaráðherra sem fram kom á Alþingi í fyrradag við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um starfskjör og lífeyrisréttindi bankastjóra og aðstoðarbanka- stjóra ríkisbankanna kom m.a. fram að laun þeirra hafa hækkað um 27% til 52% síðastliðin sex ár. Fram kom að bankastjórar Búnaðarbankans hafa 535.649 krónur á mánuði sam- kvæmt tölum frá síðasta ári og hafa laun þeirra hækkað um 34% frá 1990, bankastjórar Landsbank- ans hafa 517.839 krónur og hafa laun þeirra hækkað um 27% og bankastjórar Seðlabankans hafa 480.940 krónur og hafa laun þeirra hækkað um 52% frá árinu 1990. Í svarinu kom ekki fram hveijar viðbótartekjur bankastjóranna eru fyrir setu í stjórnum fyrirtækja fyrir bankana, að öðru leyti en því að greiddar séu á bilinu 6.000- 51.000 krónur á mánuði fyrir hvert stjórnarsæti og tvöföld upphæð gegni viðkomandi formennsku í stjórninni. Hjá formönnum bankar- áða ríkisbankanna fengust ekki upplýsingar um það í gær hverjar tekjur stjórnenda bankanna væru að meðtöldum tekjum fyrir stjórn- arsetu. í janúar 1994 kynnti Sighvatur Björgvinsson, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, niðurstöður athugunar Ríkisendurskoðunar á starfskjörum helstu yfirmanna rík- isbanka og sjóða sem heyra undir iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. í athuguninni var miðað við starfs- kjör á árinu 1992, og var tekju- hæsti bankastjórinn eða forstöðu- maðurinn þá með liðlega 900 þús- und krónur á mánuði, og meðal- greiðslur til aðstoðarbankastjóra voru tæpar 500 þúsund krónur á mánuði. Frá 1992 til 1996 hafa mánaðar- laun bankastjóra Landsbanka að frádregnum greiðslum fyrir stjórn- arsetu lækkað um 2,2%, eða úr 529.094 kr. í 517.839 kr., mánaðar- laun bankastjóra Búnaðarbanka hafa hækkað um 8,4%, eða úr 494.205 kr. í 535.649 kr. og mánað- arlaun bankastjóra Seðlabanka hafa hækkað um 38%, eða úr 347.706 kr. í 480.940 kr. í niðurstöðum Ríkisendurskoðun- ar kom fram að meðaltal launa og annarra greiðslna til bankastjóra Landsbankans árið 1992 var um 780 þúsund krónur á mánuði og bankastjóra Búnaðarbankans um 770 þúsund krónur á mánuði. Bankastjórar Seðlabankans reynd- ust samkvæmt athugun Ríkisendur- skoðunar vera með lægri heildar- greiðslur en bankastjórar viðskipta- bankanna, en greiðslur til þeirra voru að meðaltali 536 þúsund krón- ur á mánuði. Sjálf launin voru ekki nema hluti af ofangreindum greiðslum, og þannig voru grunnlaun bankastjóra Búnaðarbankans liðlega 250 þús- und á mánuði en við bættist 17% starfsaldursálag, föst álagsgreiðsla, fundarseta í bankaráði og fundar- seta í Stofnlánadeild landbúnaðar- ins. Laun bankastjóra Landsbank- ans á þessum tíma tóku mið af launakjörum hæstaréttardómara og við var bætt starfsaldursálagi og greiðslu fyrir setu á bankaráðsfund- um. Þessu til viðbótar ákvað banka- ráðið að greiða þeim sérstakar lau- nagreiðslur, meðal annars vegna aukins vinnuframlags vegna kaupa á Samvinnubankanum árið 1991 og vinnu í sambandi við uppgjör á skuldum SÍS og tengdra fyrirtækja á árununum 1992 og 1993. Niðurstaðan: Laun hækkuð í Seðlabanka í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoð- urnar kallaði viðskiptaráðherra for- menn bankaráða ríkisbankanna á sinn fund og óskaði eftir að þeir tækju kaup og kjör bankastjóm- enda til skoðunar, en allar ákvarð- anir í þessum efnum eru lögum samkvæmt á valdi bankaráðanna. Varð þetta til þess að laun banka- stjóra Seðlabankans voru hækkuð til samræmis við laun bankastjóra Landsbankans og Búnaðarbankans frá 1. janúar 1995.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.