Morgunblaðið - 13.02.1997, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Bernhard Jóhannesson
TÓMAT- og agúrkuplöntur í uppeldi.
Annatími garðyrkju-
bænda genginn í garð
Borgarfirði - Þegar sól hækkar á
lofti á þorra fara garðyrkjubænd-
ur að koma tómat-, agúrku- og
paprikuplöntum sínum út i gróð-
urhúsin en þá hafa plöntumar
verið í uppeldi undir ljósum síðan
í desember.
Það er nokkur vinna að koma
öilum þessum plöntum fyrir á sinn
stað og binda þær upp. Flestir sem
rækta í moldaijarðvegi hafa notað
tímann í vetur til að sjóða jarðveg-
inn og búa hann undir ræktunar-
tímabilið en það er mikilvægt að
vanda vel undirbúning vinnunnar
því lengi býr að fyrstu gerð.
Morgunblaðið/Silli
ARNGRÍMUR Amarson,
íþróttamaður Húsavíkur
1996.
íþrótta-
maður
Húsavíkur
1996
Það þykir misgott rauðvínið,
það ræðst af jarðvegi og sólfari
hvernig mjöðurinn bragðast.
Eins er það með grænmetið, ekki
er sama hvort það er ræktað í
jarðvegi sem búið er að með-
höndla eftir kúnstarinnar regl-
um eða hvort ræktað er í stein-
ullarmottum eða í fötum með
vikri í.
Grænmetisneysla íslendinga er
44,4 kg á mann á ári. Til að ís-
lendinga verði jafn duglegir öðr-
um Evrópubúum í grænmetisáti
þurfa þeir að auka neysluna um
20 kg á hvern íbúa.
Skipulagð-
ar ferðir á
Skeiðarár-
sand
Selfossi - Ferðaskrifstofan
Grænn-ís á Selfossi hefur haldið
uppi skipulögðum ferðum á
Skeiðarársand að undanförnu.
Ferðirnar eru á laugardögum og
sunnudögum og getur ferðaskrif-
stofan tekið á móti 9-42 manna
hópum. Ferðirnar eru farnar
undir leiðsögn manna sem þekkja
vel til staðhátta á sandinum.
Grænn-ís hefur til taks bíla sem
feija fólkið á sandinn og nú hefur
verið ákveðið að hefja einnig
ferðir frá Reykjavík, þegar viðr-
ar til þess.
Að sögn Svans Þorkelssonar
framkvæmdastjóra hafa ferðirnar
fengið mjög góðar viðtökur. „Það
er alveg magnað hversu stórbrot-
ið landslagið er á þessu svæði,
fólk stendur í andakt þegar það
ber sjónarspil náttúruhamfaranna
augum,“ segir Svanur.
Hann vildi einnig benda fólki
á það, sem hefur áhuga að kynna
sér aðstæður á sandinum, að fara
meðan ennþá er frost i jörðu og
svæðið hættulaust. Það er hætta
á að loka verði svæðinu þegar fer
að hlána í vor.
Ferðaskrifstofan Grænn-ís er
fyrsta ferðaskrifstofan á Selfossi
sem skipuleggur útsýnisferðir af
þessu tagi og miðað við viðtök-
urnar virðist vera markaður fyrir
slíkar ferðum.
Morgunblaðið/Sig. Fannar.
STÓRBROTIÐ landslagið gerir manneskjuna smáa í samanburði
við ísbrotin úr hlaupinu.
Morgunblaðið/Silli
NÚVERANDI stjórn kvennadeildar Slysavarnafélags Húsa-
víkur. Aftari röð frá vinstri: Lilja Sigurðardóttir, Halla Berg-
steinsdóttir og Vilborg Sverrisdóttir. Fyrir framan eru Hrönn
Káradóttir og Asgerður Þorsteinsdóttir.
Kvennadeild Slysa-
varnafélagsins á
Húsavík 60 ára
Húsavík - Kvennadeild Slysa-
varnafélagsins á Húsavík minnist
nú 60 ára afmælis síns en félagið
var stofnað 7. febrúar 1937.
„Það er okkur ekki vansalaust,
hér í næststærsta þorpi landsins,
að hafa allt að þessu staðið utan
hjá og ekkert hafist að til styrkt-
ar starfsemi slysavarna“, sagði í
ávarpi þriggja húsvískra kvenna
til kynsystra sinna um stofnun
deildar slysavarnafélagsins. Þess-
ar konur voru Gertrud Friðriks-
son, Auður Aðalsteinsdóttir og
Lára Árnadóttir og skipuð þær
fyrstu stjórn félagsins auk Mar-
grétar Ásmundsdóttur og Guðnýj-
ar Pálsdóttir.
Fyrstu árin var starfsemi deild-
arinnar aða'lega að afla fjár til
slysavarna > g voru þá farnar
hefðbundar lt:ðir, haldnar kvöld-
samkomur, sýnd leikrit, haldin
böll og basar og margt fleira gert
sem þá skapaði peninga en nú
hafa ljáröflunarleiðirnar breyst
vegna breyttra tíma og verið að
mörgu leyti erfiðar þó árangur
kvennanna hafi ekki minnkað.
Björgunarsveit stofnuð 1959
Ein mikilvægasta framkvæmd
deildarinnar var að koma í fram-
kvæmd stofnun björgunarsveitar-
innar Garðars árið 1959 og fékk
deildin Vilhjálm Pálsson og fleiri
áhugamenn með sér til þeirra
hluta. Sveitina skipuðu fyrst 18
menn sem störfuðu undir forystu
Vilhjálms sem lengi var formaður
og er enn starfandi félagi. Mikið
og gott samstarf hefur ávallt ver-
ið með kvennadeildinni og björg-
unarsveitinni „sem þið konurnar
hafið fóstrað svo vel og stutt á
allan hátt af alhug“, sagði Hann-
es Þ. Hafstein eitt sinn í ávarpi
til kvennanna.
í tilefni þessara tímamóta í
sögu kvennadeildarinnar hefur
bæjarstjórn Húsavíkur fært henni
að gjöf 300 þúsund krónur sem
viðurkenningu og þakklætisvott.
Núverandi stjórn skipa: Hrönn
Káradóttir, formaður, Ásgerður
Þorsteinsdóttir, Halla Bergsteins-
dóttir, Lilja Sigurðardóttir og Vil-
borg Sverrisdóttir.
Sveitarstjórnir í Borgarfj ar ðarsýslu álykta um Borgarfjarðarbraut
Ósáttir við frest-
un framkvæmda
Húsavík - Kjörinn hefur verið
íþróttamaður Húsavíkur 1996 og
þann titil hlaut Arngrímur Arnar-
son knattspyrnumaður en næst
honum í tilnefningu voru Sigur-
björg Hjartardóttir og Jóna Björg
Pálmadóttir.
Arngrímur hefur æft með
Völsungi frá upphafi ferils síns.
Hann hóf að leika með meistara-
flokki aðeins 15 ára og stóð sig
vel og er nú einn af lykilmönnum
í liði meistaraflokks. Hann var
leikmaður í unglingalandsliðinu
18 ára og yngri og á síðasta ári
lék hann með því sex leiki. Auk
þess hefur hann leikið níu lands-
leiki með 16 ára landsliði. Arn-
grímur hefur yfír að ráða mikilli
tækni samfara miklum hraða sem
er forsenda fyrir góðum árangri
í knattspymu. Arngrímur fékk
viðurkenningu fyrir að vera góður
félagi innan sem utan vallar.
Grund - Sveitarstjórnir í Borgar-
fjarðarsýslu norðan Skarðsheiðar
auk fulltrúa Hvítársíðuhrepps
funduðu í Brún 6. febrúar sl. Und-
ir liðnum „önnur mál“ var aðalum-
ræðuefnið vegalagning Borgar-
fjarðarbrautar og framtíð Reyk-
holtsskóla.
Fundarmenn voru mjög ósáttir
við samgönguyfirvöld að fresta
framkvæmdum við brúargerð og
vegalagningu á Borgarfjarðar-
brautinni. Þótt ekki sé sátt um
vegstæði í Reykholtsdalshreppi,
þá nær Borgarfjarðarbrautin
lengra en suður að Flókadalsá.
Borgarfjarðarbraut frá Ferstiklu
að Kleppjámsreykjum er um 40
km að lengd og tenging Hvanneyr-
ar við Borgarfjarðarbraut við
Götuás er um 15 km. Vegalengd
um hið umdeiida vegstæði Borgar-
fjarðarbrautar frá Flókadalsá að
Kleppjárnsreykjum er aðeins tæpir
6 km.
Eftirfarandi tillaga var sam-
þykkt samhljóða: „Sameiginlegur
fundur sveitarstjórna í Borgar-
fjarðarsýslu norðan Skarðsheiðar,
haldin í Brún 6. febrúar 1997,
skorar á samgönguyfirvöld að
hefjast handa við lagningu Borg-
arfjarðarbrautar á vori komanda
fyrir það fjármagn sem fyrir hendi
er. Liggi ekki fyrir ákvörðun um
vegstæði frá Flókadalsá að Klepp-
járnsreykjum verði byrjað þar sem
fyrir liggur ákvörðun um veg-
stæði, sunnan Flókadalsár."
Óvissa um framhald
skólahalds í Reykholti
Eftirfarandi tillaga var sam-
þykkt um skólahald í Reykholti:
„Sameiginlegur fundur sveitar-
stjórna í Borgarfjarðarsýslu norð-
an Skarðsheiðar, haldinn í Brún
6. febrúar 1997, lýsir þungum
á-hyggjum yfir þeirri óvissu sem
ríkir um framtíð skólahalds í
Reykholti. Fundurinn bendir á þá
miklu þýðingu sem Reykholtsskóli
hefur fyrir atvinnu og menningar-
mál í öllum Borgarfirði og skorar
á alla hlutaðeigendur að vinna að
áframhaldandi menntastarfi í
Reykholti, héraði og þjóð til
heilla."
>
i
i
I
i
í
!
i