Morgunblaðið - 13.02.1997, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.02.1997, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunbiaðið/Stcfán Ólafsson TALIÐ frá vinstri; Zophonías Torfason, Magnús J. Magnússon, Ásbjörn Þórarinsson og Sturlaugur Þorsteinsson bæjarstjóri. Verðlaunahafar fengu áletruð viðurkenningarskjöl og málverk eftir Helgu Erlendsdóttur. Menningarverðlaun Austur- Skaftafellssýslu 1996 afhent Höfn. Morgunblaðið. Wagnersöngvari Morgunblaðið/Ámi Sæberg GLÆSILEG rödd Elsu Waage naut sín einkar vel i söngverkum Wagners, segir í dómnum. MENNINGARVERÐLAUN Aust- ur-SkaftafelIssýslu fyrir árið 1996 voru afhent síðastliðinn fimmtu- dag. Þetta er í þriðja sinn sem verðlaunin eru veitt en með þeim vill menningarmálanefnd vekja athygli á því sem vel er gert á sviði menningar og lista og jafn- framt örva fólk til dáða. Verðlaunahafar að þessu sinni voru þeir Magnús J. Magnússon og Ásbjörn Þórarinsson. Magnús fékk verðlaun fyrir ötult starf að leiklist. Hann var helsti hvatamað- ur að stofnun unglingaleikdeildar við Leikfélag Hornaíjarðar og hefur unnið fómfúst leiklistar- starf með börnum og unglingum. Síðastliðið haust samdi hann ásamt unglingum leikverkið Svip- myndir og setti á svið. Unnu um sextíu unglingar að þeirri sýningu sem þótti takast ákaflega vel. Ásbjörn Þórarinsson fékk verð- laun fyrir einstakt framtak við endurbyggingu og lagfæringu á gömlum húsum og umhverfi þeirra í gamla bæjarhlutanum á Höfn. Vekja þessi hús og um- hverfi þeirra athygli vegfarenda, gesta jafntsem heimamanna. „Framtak Ásbjörns í gamla hluta bæjarins er athyglivert og er áminning til okkar nú á 100 ára afmæli Hafnar, hversu mikilvægt það er að hlúa að hjarta byggðar- innar, gömlu Hafnarvíkinni og nágrenni hennar,“ sagði formað- ur menningarmálanefndar, Zop- honías Torfason. TONLIST íslcnska ópcran EINSÖNGSTÓNLEIKAR Elsa Waage og Mzia Bachutrize fluttu söngverk eftir Wagner, Tosti, Loewe, Bernstein og íslensk lög. Þriðjudagurinn 11. febrúar, 1997. EFNISSKRÁIN var eiginlega þrískipt, þar sem fyrri hlutinn var lagður undir Wagner en síðan komu lög eftir Tosti, bandarísku tónskáldin Frederick Loewe og Leonard Bernstein og inn á milli tvö íslensk lög, Drauinalandið eft- ir Sigfús Einarsson og Maístjarn- an. Elsa Waage hefur glæsilega rödd, sem naut sín einkar vel í söngverkum Wagners og var söng- ur hennar í fyrsta laginu Weiche, Wotan, weiche, úr óperunni Rínar- gulli, sérlega áhrifamikill. Wes- endonck-lagaflokkurinn var mjög vel fluttur, sérstaklega tvö síðustu lögin, Schmerzen og Tráume, sem reyndar eru meðal fegustu laga Wagners. Hinum eiginlega Wagner-þætti lauk með söng Valþrúðar, úr óper- unni Ragnarrökum, er hún segir Brynhildi frá uppgjöf og vonleysi Óðins, þar sem hann situr þögull með brotinn brand sinn og eigir aðeins eina von, að Biynhildur skili aftur gullbaugi Rínardætra og leysi þar með guðina „undan oki bölvun- arinnar". Þetta áhrifmikla „tónles" Valþrúðar var mjög vel flutt af Elsu Waage en auk þess naut hún undirleiks Mzia Bachuturize, sem er frábær túlkandi og átti hún og mikinn þátt í skapa sterka mynd af þessum sérstæðu listaverkum Wagners. Eftir hlé fluttu listakonurnar þrjú lög eftir Wagner við franska texta, m.a. eftir Jean Reboul og Victor Hugo. Þessi lög eru ólík því sem Wagner er þekkastur fyrir en þýð og falleg tónlist, sem Elsa og Mzia fluttu mjög vel, sérstaklega Dors, mon enfant, sérlega fallega vögguvísu, við texta eftir óþekktan höfund. Wagner samdi nokkur lög meðan hann dvaldi í París eftir flótta sinn frá Riga 1839 og voru sum þessara laga gefin út án leyf- is frá Wagner en önnur eru aðeins til sem uppköst eða hafa varðveist aðeins að hluta til. Þar með lauk Wagner-hluta tón- leikanna og það er ljóst, að rödd Elsu Waage er sköpuð fyrir flutn- ing á þessari erfiðu tónlist og að flutningur hennar og Mziu Bachut- urize var I heild mjög góður. Það væri skemmtilegt að heyra Elsu syngja þessi verk með hljómsveit, því segja má að hún verði ekki fullvígð til flutnings á óperutónlist Wagners fyrr en í samleik við full- skipaða sinfóníuhljómsveit, því stórbrotin tónhugsun Wagners er sprottin upp úr hljóðheimi hljóm- sveitarinnar, sem píanóið eitt og sér getur aldrei skilað svo vel sé, jafnvel þó meistaralega sé þar um höndum farið, eins og átti sér stað hjá Mziu Bachuturize, sem er frá- bær píanóleikari og lék alla efnis- skrána af miklu listfengi. Seinni hluti tónleikanna var af léttari gerðinni tvö falleg lög eftir Tosti, Draumalandið, sem Elsa og Mzia fluttu mjög fallega en þó í hægara lagi og sömuleiðis Maístjarnan, en bæði íslensku lögin túlkaði Elsa á sérstæðan en fallegan máta. Tón- leikunum lauk svo með fjórum bandarískum söngleikjalögum, sem voru ágætlega flutt en eru fyrir marga ekki eiginleg tónleika- viðfangsefni. Rödd Elsu og túlkun- arhæfíleikar njóta sín mjög vel í stórbrotinni óperutónlist og er Wagner þar auðheyrilega efstur á blaði. Jón Ásgeirsson. Konur sem aldrei hafa verið til BOKMENNTAFRÆÐI Fc minis m i, sálgrcining KONA VERÐURTIL Um skáldsögur Ragnheiðar Jónsdóttur fyrir fullorðna. Eftir Dagnýju Kristjánsdóttur. Bók- menntafræðistofnun Háskóla Íslands og Há- skólaútgáfan. Reylg'avík 1996.460 bls. MIKIL tíðindi eru af bók Dagnýjar Kristjáns- dóttur, Kona verður til, en það er doktorsrit- gerð sem hún mun veija við Háskóla íslands næstkomandi laugardag. Bókin er ekki aðeins fyrsta doktorsritgerðin sem er skrifuð um ís- lenskar kvennabókmenntir heldur hlýtur hún að teljast meðal bestu og gagnlegustu ritum sem komið hafa út á íslensku um nútímabók- menntir og bókmenntakenningar á síðstliðnum árum og áratugum. Ég segi bókmenntakenn- ingar því að í ritinu kynnir Dagný á jafnt skýran og gagnrýninn hátt hugmyndir femin- ista og sálgreinenda (freudista) sem beitt hef- ur verið við rannsóknir á bókmenntum um leið og hún skoðar skáldsögur Ragnheiðar Jónsdóttur (1895-1967) í ljósi þeirra. Og raun- ar liggur meira undir en sögur Ragnheiðar því að Dagný bregður einnig nýju ljósi á menn- ingarástand og bókmenntaumræðu hér á landi á árunum 1945 til 1965 með hliðsjón af sömu kenningum. Feministar hafa oft og tíðum verið gagnrýnd- ir fyrir að vera einstrengingslegir í túlkunum sínum á stöðu og hlutskipti kvenna og á skrif- um karla um þær; þeim hefur verið gefið að sök að beygja texta undir kenningar sínar og sjá skrattann í hveiju homi þar sem karlar hafa haldið um penna. í bók Dagnýjar er erf- itt að koma auga á að verið sé að þvinga við- fangsefnið undir kenninguna eða leggja út af texta á annarlegan hátt. Dagný er trú text- unum sem hún vinnur með, bæði þeim fræði- legu og bókmenntalegu, og hún er samkvæm sjálfri sér í túlkun sinni. Verður því ekki annað sagt en að greining hennar sé afar sannfærandi. Valdatafl Sálgreiningin hefur orðið fyrir töluverðri ágjöf síðustu áratugi eins og Dagný rekur í inngangi að bók sinni. Sálgreiningin hefur lif- að ágætu lífí á meðal bókmenntafræðinga en sálfræðingar hafa margir hveijir hafnað henni, að minnsta kosti þeir sem byggja rannsóknir sínar á vísindalegum mælingum. í þeirra aug- um er sálgreiningin aðeins eins konar trúar- setning sem er hvorki hægt að sanna né af- sanna. Varnarkerfi hennar við gagnrýni bygg- ist bæði á því að hún getur nærst algjörlega á sjálfri sér og verið opin í báða enda en eins og Dagný bendir á hefur sálgreiningin átt auðvelt með að taka við nýjum straumum og aðlaga sig þeim. Sálgreiningin er einnig opin í báða enda hvað það varðar að skýringartilgátur og túlkanir í hennar nafni eru aðeins skýr- ingartilgátur og túlkanir. Það er með öðrum orðum engin lokanið- urstaða til í sálgreiningunni - ólíkt því sem menn virðast oft halda um raunvísindalegar að- ferðir - heldur getur „sérhver túlkun eða skýringartilgáta undir merkjum sálgreiningarinnar [] aðeins leitt af sér aðrar frásagn- ir“, eins og segir í innganginum (65). Sálgreiningin er þannig op- inn og síkvikur texti þar sem all- ar rökstuddar túlkanir éru jafn- réttháar. Með þessu viðurkennir sál- greiningin takmarkanir sínar en um leið ligg- ur í augum uppi að aðferð sem byggir svo mjög á huglægri túlkun býður upp á misnotk- un og það er ekki síst það sem fyrrnefndir sálfræðingar hafa óttast. Hver sá sem hefur tiltekna þekkingu á valdi sínu getur snúið við- fangsefninu (sjúklingi, texta o.s.frv) í höndum sér þannig að æskileg niðurstaða fáist. Vald- hafinn getur svo hæglega beitt (rang)túlkun sinni til að knýja fram ákveðna skoðun eða beinlínis sem kúgunartæki. Þetta er í raun það sem Dagný sakar karla- veldið í íslenskum bókmenntaheimi um að hafa gert þegar það útilokaði Ragnheiði Jóns- dóttur og fleiri kvenrithöfunda úr bókmenn- taumræðunni. „Hluti af táknrænni innistæðu þeirra sem krefjast athygli," segir Dagný um tímabilið 1955 til 1965, „virðist vera að þeir eru karlmenn og hluti af hinu óskráða, þögla „samkomulagi“ menningarumræðunnar er orðinn sá að engar bókmenntir kvenna nái máli“ (388). í skjóli valds síns yfir bókmenn- talegri orðræðu útilokaði karla- veldið kvennabókmenntir úr ís- lenskri bókmenntaumræðu. En þetta er jafnframt það sem Dagný gerir með bók sinni um Ragnheiði Jónsdóttur; í skjóli valds síns yfír orðræðu bók- menntanna og sálgreiningarinnar hyggst hún ryðja verkum Ragn- heiðar braut inn í bókmenntasög- una. Hvort nýtt mat hennar og túlkun á þessum verkum er rétt eða rangt er í raun aukaatriði, enda má deila um það endalaust eins og skýrt var hér að ofan; aðalatriðið er að hafa náð yfir- höndinni í valdaleik íslenskrar bókmenntaorðræðu. Þunglyndi Hvað um það, eitt helsta höf- undareinkenni Ragnheiðar er, að mati Dagnýj- ar, sálfræðilegt raunsæi hennar. „Hún [Ragn- heiður] fjallar um sálfræðilega mótun stúlku- barna þannig, að hvergi er gert ráð fyrir að til sé neitt svokallað „kveneðli““ (11). Dagný segir að með bókum sínum taki Ragnheiður undir hina frægu umsögn Simone de Beauvo- ir: „Maður er ekki fæddur kona, heldur verður maður það.“ Samfélag og menning móta þann- ig kyn hugveru og túlkunina á því. Um þenn- an skilning Ragnheiðar fjallar meginhluti bók- ar Dagnýjar og af honum dregur hún nafn sitt: „Kona verður til.“ Ekki er rúm hér til að fara nákvæmlega ofan í greiningu Dagnýjar á sögum Ragnheið- ar en þó skal bent á áhugaverða umfjöllun um þunglyndi sem Dagný telur einkenna sög- urnar. Lesa má meginverk Ragnheiðar, sagna- bálkinn um Þóru frá Hvammi, sem þroskasögu með neikvæðum formerkjum. Hin hefðbundna þroskasaga er, að sögn Dagnýjar, saga karls og lýsir ferð söguhetjunnar til aukins þroska en ólíkt henni er saga Þóru sú að geta aldrei stigið skrefíð fram á við til aukins þroska. Ávöxtur þessarar stöðnunar og ófullnægju er þunglyndi. Dagný telur að Ragnheiður hafi án vafa sótt „reynslu af því djúpa þunglyndi sem hún leggur í persónu Þóru í sitt eigið sálarlíf" (221). Hún rekur kenningar Freuds og búlgarsk/franska sálgreinandans og tákn- fræðingsins Juliu Kristevu um þunglyndi og hvernig afstaða hins þunglynda til tungumáls- ins er öðruvísi en annarra. Hún skoðar svo verk Ragnheiðar sem þunglyndan texta sem efast sífellt um merkingu og samskiptahæfni tungumálsins. Dagný fjallar um viðtökur verka Ragnheið- ar og leiðir rök að því að fjallað hafi verið öðruvísi um bækur kvenna en karla á því tíma- bili sem Ragnheiður gaf út sín verk. í lokakafla bókarinnar reynir Dagný svo að útskýra hvers vegna bókum Ragnheiðar var tekið með meira tómlæti, úrdrætti og þögn eftir því sem leið á höfundarferil henn- ar þótt fyrstu bækur hennar hafi fengið góða dóma og verk hennar hafi verið mikið lesin af almenningi. Eins og Dagný bendir á eru engar einfaldar skýringar á þessu. Konur voru greinilega ekki innan þess valdakerfis sem stóð að bókmenntaumræðu þessa tíma- bils og sýnir Dagný fram á það. Konur tóku ekki mikinn þátt í hinni opinberu umræðu um bókmenntir og fáar mótmæltu samfélags- legri stöðu kvenna. Að mati Dagnýjar fela hinir þunglyndu textar kvenna á tilteknu tímabili hins vegar í sér neikvæða uppreisn, bæði gagnvart „þögninni sem einkennir sjúk- legt þunglyndi og hinu tóma orði sem ein- kennir aðhæfingu að þversagnakenndu hlut- verki sem var ekki þeirra [þ.e. kvennanna]" (419). Þannig segir Dagný að textar Ragn- heiðar hafí búið yfir innsæi sem hafi séð „það fyrir sem síðar varð, að risið yrði upp gegn þeirri menningarlegu áráttu að búa til konur og karla sem aldrei hafa verið til“ (419). Þröstur Helgason Dagný Kristjánsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.