Morgunblaðið - 13.02.1997, Side 33

Morgunblaðið - 13.02.1997, Side 33
32 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. JAFNRÆÐII ATVINNULÍFI AVEGUM Verzlunarráðs hefur verið tekin saman afar athygl- isverð skýrsla um jafnræði í atvinnulífi á milli opinberra aðila og einkaaðila, sem lögð verður fram og rædd á Viðskipta- þingi í dag. í skýrslu þessari er gerð ítarleg grein fyrir hlut hins opinbera í efnahags- og atvinnulífi landsmanna. Þar kemur fram, að útgjöld hins opinbera eru um 38% af vergri landsfram- leiðslu, að áætluð velta opinberra og hálfopinberra fyrirtækja sé um 30% af heildarveltu atvinnufyrirtækja í iandinu, að 13 af 50 stærstu fyrirtækjum landsins eru í opinberri eigu og loks að um þriðjungur af íslenzkri efnahagsstarfsemi er í lokuðu umhverfi, þar sem ríkið hefur yfirburðastöðu og samkeppni er lítil. Þar eru m.a. nefnd fjarskipti, póstdreifing, fjármálaþjón- usta o.fl. í skýrslu starfshóps Verzlunarráðsins er bent á, að samkeppn- isstaða einkarekstrar og ríkisrekstrar sé yfirleitt mismunandi. Þar er nefnt sem dæmi, að opinber fyrirtæki eru oft undanþeg- in opinberum gjöldum. Stofnfé þeirra hefur verið lagt fram af skattborgurum. Sumir opinberir aðilar hafi trygga tekjustofna á fjárlögum. Mismunandi reglur gildi um reikningsskil o.sv.frv. I skýrslunni segir m.a.: „Með því að viðhalda mismunandi samkeppnisstöðu er farið gegn hinni svokölluðu jafnræðisreglu með því að meðhöndla sams konar aðstöðu á mismunandi hátt. Einstökum fyrirtækjum er veitt óeðlilegt forskot, sem ekki bygg- ir á gæðum vöru eða þjónustu heldur á þeim hlunnindum, sem þeim eru veitt, af hinu opinbera, umfram keppinautana. Á þenn- an hátt er samkeppni skekkt og markmið samkeppnisreglna gert að engu. Af þessu leiðir, að kostir frjálsrar samkeppni fá ekki notið sín. Vegna skorts á fullnægjandi samkeppni mun innbyggt óhag- ræði verða á viðkomandi atvinnusviði. Hvati til þróunar og nýj- unga verður minni en ella og minna svigrúm til samkeppni í verði og gæðum, neytendum til tjóns. Að síðustu má nefna, að samkeppnisforskot vegna ójafnræðis á milli opinberra aðila og einkaaðila verður ekki til af sjálfu sér. Skattgreiðendur borga fyrir forskot viðkomandi fyrirtækja. Sú greiðsla er annaðhvort í formi minni tekna eða aukinna útgjalda fyrir hið opinbera. Að auki fellur á þá kostnaður, sem neytendur, vegna hins inn- byggða óhagræðis sem minni samkeppni veldur.“ Starfshópur Verzlunarráðsins bendir á ýmsar leiðir til úrbóta og nefnir fyrst einkavæðingu en jafnframt segir í skýrslunni: „Einkavæðing er hins vegar engin trygging fyrir því, að sam- keppni blómstri, einkum ef hið einkavædda fyrirtæki hefur einok- un eða er markaðsráðandi á viðkomandi markaði. í slíkum tilvik- um þarf að grípa til hliðaraðgerða samhliða einkavæðingunni, s.s. að opna fyrir samkeppni þar sem einokun hefur ríkt.“ Að öðru leyti er bent á útboð, hlutafélagavæðingu ríkisfyrirtækja o.fl. Það er fagnaðarefni, að Verzlunarráðið hefur tekið þetta mál upp með þessum hætti og að Viðskiptaþing er helgað þessu málefni. Það er óþolandi í hve ríkum mæli lítil einkafyrirtæki hafa átt undir högg að sækja í samkeppni við opinber fyrir- tæki, sem í sumum tilvikum hafa beitt afli í samkeppni við einka- fyrirtækin. Vonandi verða þær umræður, sem leiða af skýrslu Verzlunarráðs og viðskiptaþingi til þess, að aukin áherzla verði lögð á að jafna samkeppnisskilyrðin í íslenzku atvinnulífi. VÍSINDALEGAR RANNSÓKNIR RLR RANNSÓKNUM á meðferð sakamála hefur fleygt mjög fram á síðustu árum. Lögregluyfirvöld hafa æ oftar tekið nýj- ustu vísindarannsóknir í sína þágu og er nú svo komið að hvers konar líkamsvessar, sem afbrotamenn skilja eftir sig, eru eins og fingraför voru áður. Með svokölluðum DNA-rannsóknum er hægt að heimfæra gögn að ákveðnum einstaklingi og þannig getur lögreglan annaðhvort sannað að hinn grunaði hafi verið að verki, eða þá sýnt fram á sakleysi grunaðs manns. í Morgunblaðinu í gær var frá því skýrt að lokið væri viðamik- illi og nákvæmri rannsókn á voveiflegu dauðsfalli manns í Hafn- arfirði í lok síðastliðins árs. Grunur beindist að ákveðnum ein- staklingi og nú hafa DNA-rannsóknir styrkt grun lögreglunn- ar, þar sem rannsókn á munnvatni, sem fannst í vindlingastubbi á vettvangi hefur leitt í ljós að munnvatnið er frá hinum grun- aða. Ennfremur rannsakaði lögreglan forhlað í skoti, sem hæfði hinn látna, en forhlað er plata sem aðskilur púður og högl í haglaskotum. Tæknideild Rannsóknarlögreglunnar sýndi fram á að för í forhlaðinu á skotinu, sem hæfði hinn látna, voru sams konar og för, sem haglabyssa hins grunaða myndar, þegar hleypt er af skoti. Þessar lýsingar á rannsóknaaðferðum Rannsóknalögreglunn- ar sýna að hún hefur tileinkað sér nýjustu tækni og tæknileg rannsóknavinna þar er á háu stigi. Lögreglan á lof skilið fyrir slík vinnubrögð. Harðar deilur borgarfulltrúa Reykjavíkur um nýjatillögu að skipulagi Geldinganess REYKJAVÍK: Aðalskipulag 1990-2010 I REYKJAVÍK: Aðalskipulag 1996-2016 Ibúðabyggð eða athafna svæði framtíðarinnar? Tillögnr Reykjavíkurlistans um skipulag Geld- inganess í endurskoðuðu Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 hafa verið gagnrýnd- ar af borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks. Krist- ín Gunnarsdóttir kynnti sér nýjar og gamlar hugmyndir að skipulagi nessins og leitaði umsagna meiri- og minnihluta í borgarstjórn. VMSÍ vill færa þriðj- ung af bónusgreiðslum yfir í dagvinnutaxta Morgunblaðið/Halldór FORYSTUMENN Verkamannasambandsins, Vinnuveltendasam- bandsins og Vinnumálasambandsins komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi í gær. Landssamband verslunar- manna ræðir kröfugerð VR Hentar ekki vel félög- um á landsbyggðinni AMKVÆMT tillögu að end- urskoðuðu Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016, er gert ráð fyrir allt að 200 hektara iðnaðarsvæði, 50 hektara hafnarsvæði á Geldinganesi og í Eiðsvík, og íbúðabyggð á austur- hluta nessins. í gildandi Aðalskipu- lagi 1990-2010, er gert ráð fyrir íbúðabyggð á Geldinganesi, hafnar- svæði við Eiðsvík og athafnasvæði á austurhluta nessins. Ekki eru allir borgarfulltrúar sáttir við þessa breytingu og segir Gunnar Jóhann Birgisson, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks í skipulagsnefnd, að ljóst sé að aldrei verði íbúðabyggð á nesinu þrátt fyrir að í tillögunni sé tekið frá svæði, þar sem valið standi um íbúðabyggð eða athafnasvæði í fram- tíðinni. Segir hann að í raun miðist tillagan við að hægt sé að nálgast malarnámur á nesinu. Guðrún Ág- ústsdóttir, formaður skipulagsnefnd- ar, segir að ásókn í athafnalóðir í borginni hafi aukist stórlega og að Geldinganes sé í raun eina stóra at- hafnasvæðið, sem eftir er innan borgarmarkanna. Vísa hafi þurft frá fyrirtækjum sem sótt hafa um lóðir. Framtíðarbyggingarland í tíð sjálfstæðismanna í borgar- stjóm var efnt til hugmyndasam- keppni árið 1990 um framtíðarskipu- lag á Geldinganesi og var nesið kynnt sem framtíðarbyggingar- svæði fyrir 7-8.000 manna byggð. í verðlaunatillög- unni var gert ráð fyrir þjónustu-, verslunar- og félagskjarna á hábungu nessins, þar sem reisa átti þriggja til sex hæða íbúðarhús. Neðan við hábunguna var gert ráð fyrir hverfi rað- og einbýlishúsa innan við hring- veg, sem leggja átti um nesið en með ströndinni og utan hringveg- arins var breitt ósnert strandbelti til útivistar og göngustígur ofan sjávar- hamranna. Samkvæmt Aðalskipu- lagi 1990-2010, sem nú hefur verið endurskoðað, var lagt til að Geld- inganes tæki við af Hamrahlíðar- löndum og kæmi til úthlutunar eftir 5—7 ár eða upp úr aldamótum. í skýrslu verkefnisstjórnar, sem skipuð var fulltrúum Aflvaka Reykjavíkur hf. og Reykjavíkurborg- ar, frá miðju ári 1995, um forkönnun á sérsvæði fyrir orkuiðnað í Reykja- vík er fjallað um Geldinganes og þar er komist að þeirri niðurstöðu að vænlegasti staðurinn fyrir uppbygg- ingu á sérstöku iðnaðarsvæði, allt að 200 hektarar að stærð, sé á Geld- inganesi og í Eiðsvík. I áætluninni er gert ráð fyrir að reist verði sæ- strengsverksmiðja í fyrsta áfanga en vafasamt er talið að ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir og setja þar á stofn atvinnurekstur fyrr en komin sé vegtenging yfir í Klepps- vík. Verkefnisstjórnin lagði meðal annars til að tryggt yrði við endur- skoðun aðalskipulags Reykjavíkur, að gert yrði ráð fyrir að Geldinganes- ið yrði nýtt sem iðnaðar- svæði og íbúðabyggð í ná- grenninu yrði takmörkuð. Jafnframt var lagt til að fram færi könnun á lík- legri þróun vinnumarkaðar og iðnaðarstarfsemi næstu 10-15 árin og að gert yrði hermilíkan af nesinu með færanlegri staðsetningu mismunandi stóriðjuvera auk ann- arrar iðnaðarstarfsemi. Stórt samfellt athafnahverfi og erlendir fjárfestar í greinargerð með tillögu að end- urskoðuðu Aðalskipulagi Reykjavík- ur 1996-2016 segir að til lengri tíma sé Geldinganes-Eiðsvík besti kostur- inn í borginni til að byggja upp stórt samfellt athafnahverfi og þjónustu í tengslum við flutninga- og iðnaðar- höfn og þjóðbraut til og frá borg- inni. í öðrum athafnahverfum sé ekki að finna 10 hektara eða stærri lóðir í tengslum við höfn, sem hentað gæti stærri atvinnurekstri, til dæmis fyrir erlenda fjárfesta. Bent er á að í Eiðsvík sé mikið dýpi og skýlt fyr- ir úthafsöldu, þannig að víkin sé kjör- in til hafnargerðar frá náttúrunnar hendi. Á Geldinganesi mætti sjá fyr- ir sér mjög fjölbreyttan rekstur og þjónustustarfsemi auk íbúðabyggð- ar, sem nýtti sér aðgang að orku, svo sem rafmagni, heitu og köldu vatni og gufu. A austanverðu nesinu gæti verið ýmiss konar þjónusta sem tengdist íbúðabyggðinni þar og á Borgarholti eins og til dæmis smá- bátahöfn og veiðibryggja. Aðalgrjótnámssvæðið Fram kemur að dýrmæt jarðefni eru á nesinu, grjót og möl, sem þyrfti að nýta við hafnargerð í Eiðsvík og við fleiri framkvæmdir. í undirbún- ingi sé gijótnám á vegum Reykjavík- urhafnar vegna uppbyggingar Eyja- garðs við Orfirisey. Er því haldið fram að Geldinganes gæti orðið aðal- gijótnámssvæðið 'fyrir Reykjavík og nágrannasveitarfélögin næstu ára- tugina. Eiðsvíkurhöfn þurfi uppland á láréttum fleti inn á Geldinganesi og yrði gijótnámið því á miðhluta nessins, innan marka hafnar- og athafnasvæða. Jafnframt segir að í samvinnu við Aflvaka hf. hafi verið unnar frumtillögur um hvernig nýta megi námurnar í áföngum fyrir at- vinnustarfsemi, þannig að mannvirk- in sjáist sem minnst frá byggð auk þess sem skýlt verður fyrir veðrum og vindum. Getum ekki vísað fyrirtækjum frá Guðrún Ágústsdóttir, formaður skipulagsnefndar, segir að Geldinga- nes sé í raun eina stóra athafnasvæð- ið, sem eftir er í borginni og að besti hluti nessins, suðurhlutinn, hafi allt- af átt að fara undir höfn. „Ásókn í athafnalóðir hefur stóraukist," sagði hún. „Við höfum þurft að vísa frá fyrirtæki eins og Marel, þar sem við áttum ekki nægilega góða lóð til að bjóða þeim innan borgarmarkanna. Borgin verður að geta byggt upp atvinnustarfsemi innan sinna vé- banda og getur ekki vísað þeim sem sækja um atvinnulóðir í nágranna- sveitarfélögin. Þess vegna er ákveðið að taka hluta af Geldinganesinu frá.“ Benti hún á að tillagan gerði ráð fyrir að fresta ákvörðun um hvort stærsti hluti nessins ofan hafnar- svæðisins yrði athafnasvæði í fram- tíðinni eða íbúðasvæði. „Ég vil taka það skýrt fram að þarna er átt við athafnasvæði en ekki iðnaðarsvæði,“ sagði hún og benti til samanburðar á Ármúla og Skeifuna sem dæmi um athafnasvæði. íbúðabyggð austast Tillagan gerir ráð fyrir að stofn- braut og tengingin frá Kleppsvík yfir á nesið verði flutt inn- ar á nesið miðað við nú- gildandi skipulag og frá íbúðabyggðinni í Borgar- holti og við Leirvog og er gert ráð fyrir 5-700 manna íbúðabyggð austast á nesinu. „Með þessu móti er hægt að friða Leirvoginn og hafa íbúðabyggð umhverfis hann allan," sagði Guð- rún. „Það þýðir að aðstæður fólks í Borgarholti og þeirra sem vilja njóta útivistar á svæðinu munu gjör- breytast. Ég tel að þessi ákvörðun okkar ásamt því að leggja niður Hlíðarfótinn sé mesta umhverfisbót aðalskipulagsins.“ Guðrún sagðist efast um að Geld- inganesið væri besta byggingar- landið innan borgarmarkanna eins og haldið hafi verið fram. Sagði hún að mjög vindasamt væri á nesinu og að náttúrufar væri mun meira aðlaðandi í Hamrahlíðarlöndum austan við Vesturlandsveg við Úlf- arsfell og í Grafarholti, þar sem áður var gert ráð fyrir iðnaðarsvæði en hefur nú verið breytt í íbúðar- húsabyggð samkvæmt nýju tillög- unum. Ósáttir við breytingarnar Gunnar Jóhann Birgisson sagði að hafa bæri í huga að aðalskipulag væri endurskoðað á fjögurra ára fresti þannig að í megindráttum gætu allir verið sáttir við endurskoð- að Aðalskipulag 1996-2016 að und- anskildum þeim þáttum, sem stæði til að breyta. „Við erum ósáttir við þær lausnir, sem menn eru með í dag í þeim málum, þar sem virkilega þurfti að taka á hlutunum," sagði hann. „Það er ákveðin þróun á þessu 20 ára aðalskipulagstímabili og það þarf alltaf á fjögurra ára fresti að bregðast við breyttum aðstæðum. Og við teljum að R-listinn sé að bregðast ranglega við í þeim málum sem mestu máli skipta.“ Sagði hann að sjálfstæðismenn væru mjög ósáttir við breytingarnar á Geldinganesi, þar sem lagt er til að í stað 6 þús. manna íbúðabyggðar kæmi iðnaðar- og athafnahverfi. „í upphafi skipulagsvinnunnar lagði R-listinn til að þessu yrði breytt í iðnaðar- og athafnasvæði en þegar við fórum að gagnrýna það, þorðu þeir ekki að standa við sín eigin orð og lögðu til að þetta yrði valkvætt á skipulagstímabilinu, það er að segja annaðhvort iðnaðar- og at- hafnasvæði eða íbúðabyggð," sagði hann. „Ef hinsvegar er lesið í skipu- lagið kemur berlega í ljós að þarna verður engin íbúðabyggð. Eftir að í ljós kom að þarna er mjög gott fyll- ingarefni á að breyta Geldinganesi í námur og mér finnst eins og tillög- ur R-listans snúist fyrst og fremst um hvernig hægt er að ná fyllingar- efninu úr Geldinganesi." Falin umhverfisspjöll Gunnar Jóhann vitnaði í greinar- gerð með skipulagstillögunum, en þar kemur fram hugmynd um að grafa inn í nesið stór „Ásbyrgi" til að fela umhverfisspjöll sem yrðu á nesinu. „í stað þess að námurnar séu sýnilegar eiga þær að hverfa inn í nesið og síðan á að byggja athafna- hverfin inni í þessum Asbyrgjum," sagði hann. „Ég tel þetta algerlega óviðunandi tillögur og í raun ekki skipulagstillögur sem maður getur ímyndað sér að séu uppi á Islandi árið 1997 heldur frekar á tímum iðnbyltingarinnar á Bretlandi." Gunnar Jóhann telur að færsla stofnbrautarinnar innar á nesið sýni einnig og sanni að íbúðabyggð verði ekki á nesinu. Með því að færa brautina grafi hún nesið í sundur en eftir standi bútur austast á nes- inu sem ætlaður sé fyrir íbúða- byggð. „Þeir sérfræðingar, sem tóku þátt í hugmyndasamkeppninni á sínum tíma um Geldinganesið sem íbúðabyggingasvæði, voru flestallir sammála um að þessi hluti nessins væri langverst fallinn til íbúða- byggðar," sagði hann. „Þetta er því tillaga, sem menn eru að bræða saman á síðustu stundu til að reyna að fela hvað þarna er virkilega á ferðinni. Við höfum líka gagnrýnt að með því að færa stofn- brautina færist þetta 125 hektara hafnarsvæði inn- ar á nesið og yfir allan suðurhlutann. Það er því ljóst að á Geldinganesi verður einungis iðnaðar- og at- hafnasvæði. Af hverju ætlum við ekki að fylgja þeirri stefnu, sem við höfum fylgt undanfarin ár, að byggja með ströndinni? Þetta er síð- asta svæðið, sem Reykjavíkurborg á sem liggur að sjó og því var lýst í samkeppninni árið 1990 sem ein- stöku byggingarsvæði hvað varðaði legu, náttúru, umhverfi og útsýni en nú ætla menn að færa alla byggð- ina upp á heiði og byggja athafna- starfsemina með sjónum. Ég tel það séu engin rök fyrir því að gera þessa breytingu.“ ATVINNUREKENDUR hafa nú til skoðunar nýjar hugmyndir sem full- trúar Verkamannasambandsins lögðu fram í gær um launabreyting- ar í fiskvinnslunni. Tillögur VMSÍ ganga út á að færa um þriðjung kaupaauka fiskvinnslufólks inn í dagvinnulaunin með tilfærslu 60 króna úr bónusnum á hveija vinnu- stund yfir í tímakaupið, sem myndi leiða til umtalsverðrar hækkunar á yfirvinnu og hugsanlega á öðrum álagsgreiðslum fiskvinnslufólks, sem reiknaðar eru út frá dagvinnu- kaupi. Viðræður héldu áfram í gærdag í undirnefndum og á milli samn- inganefnda VMSI og samtaka vinnuveitenda um launabreytingar í fiskvinnslufyrirtækjum. Fulltrúar samningsaðila hittust af og til yfir daginn við útfærslu hugmynda sem vinnuveitendur kynntu í fýrradag. Eftir hádegi komu samninganefnd- irnar svo saman hjá ríkissáttasemj: ara en þar lögðu fulltrúar VMSÍ fram nýju tillögurnar um að færa kaupauka í fiskvinnslunni að stór- um hluta inn í tímakaup. Þýðingarmikill þáttur kjaraviðræðnanna Síðdegis í gær fóru vinnuveitend- ur yfir tillögurnar til að reikna út kostnaðarauka fyrirtækjanna af til- færslu bónusgreiðslna í tímakaupið og hvaða áhrif það hefði á ýmsar álagsgreiðslur í fyrirækjunum. Vinnuveitendur höfðu lagt til að samið yrði um mismunandi útfærsl- ur þessa í einstökum fyrirtækjum en munu þó ekki vera andvígir því að leið VMSÍ verði farin með þeim fyrirvara að þær leiði ekki til launa- kostnaðarhækkana í fiskvinnslunni. Einnig eru vinnuveitendur með fyr- irvara um hversu langt sé skynsam- legt að ganga við að draga úr vægi afkastahvetjandi launakerfa á borð við bónusgreiðslur. Niðurstaðan þýðingarmikil fyrir framhald kjaraviðræðna Ssamkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er litið svo á að niður- staða þessara viðræðna sé mjög þýðingarmikil fyrir framhald kjara- viðræðna á almenna vinnumarkað- inum. VIÐRÆÐUR samninganefndar Sambands íslenskra bankamanna og samninganefndar bankanna um launalið væntanlegra kjarasamninga eru komnar í gang af töluverðri al- vöru, að sögn Friðberts Traustason- ar, formanns SÍB. Steingrímur Her- mannsson seðlabankastjóri, sem sæti á í samninganefnd bankanna, segir að enn sé mikill hægagangur á við- ræðunum og töluvert beri í milli samningsaðila, „en ég hef oft séð verri dæmi,“ segir hann. Samninganefndimar komu saman í gær og að sögn Friðberts lagði samninganefnd bankanna fram hug- myndir um að reynt verði að ná samn- ingum sem hefðu að markmiði 3%-4% kaupmáttaraukningu á ári. „Hins vegar vilja þeir ekki festa sig í prósentuhækkunum á þessu stigi. Við höfum hins vegar sagt þeim að í okkar kröfugerð um 14% launa- Ekki var tekin formleg afstaða til kröfugerðar Verslunarmannafélags Reykjavíkur á fundi samninga- nefndar Landssambands verslunar- manna í fyrrakvöld. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður sam- bandsins, sagði að nefndin hefði ekki lokið umfjöllun um kröfugerð- ina. Hún myndi bíða og sjá hver þróunin yrði í kjaraumræðu næstu daga. 70% í sumum félögum eingöngu á taxtakaupi Ingibjörg sagði að samsetning margra verslunarmannafélaga á landsbyggðinni væri mjög ólík VR. Dæmi væru um félög þar sem 70% félagsmanna væru á taxtakaupi, en hjá VR væri staðan önnur. Hjá þess- „Menn verða að taka sig á og hækka lægri launin,“ segir Stein- grímur Hermannsson hækkun sé reiknað með 2 1/2% til 3% verðbólgu og að kaupmáttaraukn- ingin yrði nær 5% á ári,“ segir hann. Friðbert segir enn óleyst hvernig þessar hugmyndir aðila verði útfærð- ar. „Við viljum ekki koma upp nefnd- afargani til að skoða stöðuna á hálfs árs fresti, heldur frekar koma því þannig fyrir að við hveija kauphækk- un verði miðað við neysluverðvísi- töluna. Ef forsendur standist ekki verði það bætt. Það er í umræðunni okkar í milli að reyna að fínna ein- hveija slíka leið. Við höldum hins vegar stíft við þá kröfu að þeir sem eru undir 100 þúsund kr. hækki um félögum hentaði sú aðferð sem VR vildi beita ekki mjög vel. Samn- inganefndin hefði ekki hafnað leið VR, en það væri þó ljóst að það þyrfti fleira að koma til ef menn vildu feta sig eftir henni. Jóhann Geirdal, formaður Versl- unarmannafélags Suðurnesja, tók undir með Ingibjörgu og sagði að staða verslunarmannafélaganna á landsbyggðinni og VR væri um margt ólík og þess vegna væri ekki víst að félögin gætu farið eins að við gerð kjarasamninga. í því fælist enginn áfellisdómur yfir kröfugerð VR. Kröfurnar tækju mið af sam- setningu félagsins og það þyrfti samninganefnd landssambandsins einnig að gera. aukalega um 7%, hvernig sem því verður við komið,“ segir hann. Bankarnir taka undir sjónarmið forsætisráðherra „Af okkar hálfu hefur verið rætt um þau sjónarmið sem forsætisráð- herra hefur sett fram um ákveðna kaupmáttaraukningu á næstu árum. Auk þess hafa undirnefndir verið að skoða sérstök mál sem varða lagfær- ingar á samningum og tillögur um sameiningu launaflokka," segir Stein- grímur. Hann segir markmiðið um 3-4% aukningu kaupmáttar árlega á næstu tveimur til þremur árum nokk- uð rausnarlegt en það væri mjög ánægjulegt ef það markmið næðist. „Ég er þeirrar skoðunar að menn verði að taka sig á og reyna að hækka lægri launin. Ég fagnaði fýrir mitt leyti útspili Davíðs Oddssonar," segir Steingrímur. Athafnasvæði ekki iðnaðar- svæði Síðasta svæðið við sjó Viðræður bankamanna og viðsemjenda um launalið hafnar af alvöru Bankarnir vilja auka kaupmátt um 3-4% á ári

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.