Morgunblaðið - 13.02.1997, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Prófreglur
á hreint
PRÓF eru haldin til
þess að meta fæmi og
getu stúdenta í náms-
efninu. Árangur á próf-
um er helsti vitnisburð-
ur sem Háskóli íslands
gefur um hæfni stúd-
ents til þess að takast
á hendur vandasamt
starf í atvinnulífinu eða
. í framhaldsnámi. Það
er mikið undir prófum
komið og oft segja þau
fyrir um hvort stúdent
fái að stunda það nám
sem hugur hans stend-
ur til. Vegna þessa mik-
ilvægis er það brýnt
hagsmunamál stúdenta
að framkvæmd prófa og prófvarsla
sé í alla staði óaðfínnanleg.
Víða pottur brotinn
Stúdentar í Háskóla íslands vita
að ekki er allt með felldu í þessum
málum í Háskólanum. Alltof algengt
er að próf hefjist eða ljúki ekki á
réttum tíma eða að einstakir nem-
•* endur sitji sem fastast eftir að próf-
tíma lýkur. Einnig er algengt, svo
eitthvað sé nefnt, að blaðsíður vanti
í prófin og að upplýsingar um leyfi-
leg hjálpargögn og vægi spuminga
vanti. í framhaldi af
mistökunum sem urðu
við framkvæmd haust-
prófa í læknisfræði
fluttu fulltrúar Vöku
tillögu í Háskólaráði
um að gangskör yrði
gerð að umbótum í
þessum málum og að
núverandi prófafyrir-
komulag yrði tekið til
nákvæmrar endurskoð-
unar. Tillagan hlaut
einróma samþykki
ráðsins og endurskoðun
er þegar hafín.
Jafnræðis sé gætt
Það er mín skoðun
að til þess að próf geti dregið upp
raunhæfa mynd af hæfni stúdents
í námsefninu þurfi framkvæmd þess
að vera á þann veg að jafnræðis
sé gætt og að ekki sé minnsti mögu-
leiki á því að honum sé mismunað.
Eins og gefur að skilja er þetta
atriði sérstaklega mikilvægt þegar
um samkeppnispróf er að ræða.
Vaka vill samstillt átak
í reglugerð um Háskóla íslands
er m.a. kveðið á um að kennari
skili einkunnum eigi síðar en þrem-
Heiðrún
Hauksdóttir
ur vikum eftir prófdag. Það er allt-
of algengt að háskólakennarar skili
ekki af sér einkunnum fyrr en löngu
eftir umræddan tíma. Þessi slóða-
gangur veldur mörgum stúdentum
miklum vandræðum, m.a. vegna
þess að námslánin fást ekki greidd
fyrr en eftir að námsárangur í öllum
greinum liggur fyrir. Síðastliðið vor
samþykkti Háskólaráð tillögur
Síðastliðið vor, segir
Heiðrún Hauksdóttir,
samþykkti Háskólaráð
tillögur Vöku um próf-
sýningar.
Vöku um prófsýningar. Nemandi á
fullan rétt á því að skoða prófúr-
lausnir sínar og fá rökstuðning
kennara fyrir þeim. Því miður er
þessi réttur ekki sjálfsagður í aug-
um margra kennara því margir af
þeim nemendum sem hyggjast nýta
sér þennan rétt sinn koma að lokuð-
um dyrum kennara sinna. Það er
ljóst að til að ráða bót á þessum
vanda, er samstillts átaks kennara
og nemenda þörf. Það vantar skýr-
ar verklagsreglur um þessi mál og
móta þarf reglur þar sem engar eru
fyrir. Prófareglurnar verða að kom-
ast á hreint.
Höfundur er viðskiptafræðinemi
og skipar fyrsta sæti á lista Vöku
til Háskólaráðs.
Fjölgnm tölvum
NYLEGA var til-
V' laga stúdenta um
námsnet samþykkt í
Háskólaráði, en hug-
myndin um námsnetið
er upphaflega komin
frá Jóni Erlendssyni,
forstöðumanni Upp-
lýsingaþjónustu Há-
skóla Islands. Stúd-
entaráð hefur unnið
að nánari útfærslu
hugmyndarinnar, en
ráðið setti á laggirnar
starfshóp um málið.
Námsnetinu er ætlað
að færa kennslu og
nám inn á alnetið og
auðvelda þar með
Ragnheiður Dögg
Agnarsdóttir
stúdentum að nálgast gögnin hvar
sem þeir eru staddir. Framtíðar-
sýnin er sú að stúdentar stundi
*Banana
Biddu um Banana Boat
ef þú vilt spara 40-60%
FERMINGARTILBOÐ
Nýja myndastofan
Laugavegi 18,
sími 551 5125
sjálfsnám í auknum
mæli með hjálp nets-
ins og með minnkandi
vægi fyrirlestra geti
kennarar einbeitt sér
frekar að fræðastörf-
um. Ljóst er að þessi
framtíðarsýn verður
ekki að veruleika
nema að aðgengi stúd-
enta að tölvum og há-
skólanetinu sé bætt.
í Háskóla íslands
eru um 130 tölvur fyr-
ir þá rúmlega 5.700
nemendur sem þar
stunda nám. Helming-
ur þessara tölva eru
þriggja ára eða eldri
og þar með úreltar. Það er því ljóst
að úrbóta er þörf til þess að hægt
sé að nýta tölvutæknina til fulls
við nám og kennslu.
Tillögur Röskvu
Röskva ætlar að setja fram
markvissa áætlun í tölvumálum
þar sem tekið verður mið af fjölda
nemenda og eðlilegri þróun tækja-
og hugbúnaðar. Til þess að tölvu-
net háskólans geti nýst nemendum
sem skyldi þarf að bæta aðgengi
stúdenta að netinu. Aðgengi verð-
ur fyrst og fremst bætt með fjölg-
un tölva og tölvuvera. Það er lág-
markskrafa Röskvu, miðað við
núverandi nemendafjölda háskól-
ans, að 250 tölvur séu til afnota
fyrir stúdenta.
Það má einnig hugsa sér aðrar
og kostnaðarminni leiðir til að
ALHLIÐA TÖLVUKERFI
BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR
fyr/rWINDOWS
Á annað þúsund
notendur
gff KERFISÞRÓUN HF
Fákafeni 11 - Sími 568 8055
www.treknet.is/throun J
bæta aðgengi stúdenta að háskóla-
netinu, s.s. fjölgun innhringilína,
sem veitir námsmönnum tækifæri
til að vinna heimavið og netvæð-
ingu stúdentagarðanna.
Tölvudagur íslenskra
námsmanna
Tryggja þarf að stúdentar geti
keypt tölvur á eins hagstæðu verði
og mögulegt er hveiju sinni. Tölvu-
dagur íslenskra námsmanna sem
Röskva ætlar að setja
fram markvissa áætlun
í tölvumálum, segir
Ragnheiður Dögg
Agnarsdóttir. Tekið
verður mið af nem-
endafjölda og þróun
tækja- og hugbúnaðar.
er tilkominn að frumkvæði Röskvu,
hefur það að leiðarljósi. Átta fyrir-
tæki tóku þátt í tölvudeginum þann
25. janúar í fyrra. Nú, ári síðar,
eru rúmlega tuttugu fyrirtæki
meðal þátttakenda. Þessi fjölgun
hefur leitt til samkeppni tölvufyrir-
tækjanna í tilboðsgerð og hefur
skilað sér í lægra verði til náms-
manna. Tölvudagurinn er kominn
til að vera.
Höfundur er sálfræðinemi og
skipar 2. sæti á lista Röskvu til
Stúdentaráðs.
BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR
/yrír WINDOWS
Tökum Opus-Allt og
annan hugbúnað uppí
ÉTIKERFISÞRÚUN HF
Fákafeni 11 - Sími 568 8055
www.treknet.is/throun
Úlfaldi úr
mýflugu
SUMIR leggjast
ofboðiágt til þess eins
að ófrægja sbr. for-
síðu og aðra síðu í
DV föstud. 7. þ. m.
Virðist ekki skipta
máli, hvort rangt sé
farið með staðreynd-
ir. Blaðamennska
byggist á því að fara
rétt með staðreyndir
- kórrétt með sann-
leikann. Annars er
það engin blaða-
mennska. Ella falla
orð dauð og ómerk til
jarðar: Eins og raun
er í ófrægingaskrif-
um einhvers sem merkir þau með
sv lágstöfum, en þessir lágstafir
í skammstöfun samhæfast inn-
taki, af því að lágt er lagzt með
því að víkja mörg prósent frá
sannleikanum. Gert til þess eins
að gera ákveðinn lækni hér í borg
nógu tortryggilegan; sv gæti
táknað tvö latnesk orð sine verit-
ate sem merkir án sannleika. í
umræddri ófrægingargrein er úlf-
aldi gerður úr mýflugu. Þessi at-
laga sv að lækninum, sem nýtur
meira trausts og maklegra vin-
sælda en gengur og gerist, er
hrópleg missmíð. Læknastétt
skiptist í tvo hópa, sagði vís mað-
ur, annars vegar læknisfræðinga
- og hins vegar lækna. Sá fyrr-
greindi hópur hefur próf upp á
að vera læknar, en skortir hæfi-
leika til að vera læknar. Sá sem
er bitbein lágstafa sjúrnalistans,
er í síðari hópnum. Svo vill til,
að frómir óvilhallir kollegar
Hauks í læknastétt sem lausir eru
við rammíslenzka öfundarhyggju,
eru á einu máli um það, að Hauk-
ur Jónasson, (sá er maðurinn, er
varð fyrir þessari umgetnu per-
sónuárás) er fagmaður á hæsta
stigi. Hann er „díagnostiker",
greinir sjúkdóma af öryggi, beitir
allra nýjustu tækni við slíkt, ef
því er að skipta, fylgist vel með
læknisfræðilegum nýjungum, -
kann á fólk, kann að gefa af sjálf-
um sér. Honum þykir vænt um
fólk - er laus við hroka, sem því
miður einkennir of marga
menntamenn er hafa atvinnu af
því að fást við fólk. Hvað er eðli-
legra en að kunnáttusamur lækn-
ir sendi fólk, sem til hans leitar
og kvartar, í allsheijarrannsókn?
Væri ekki annað kæruleysi í
mörgum tilfellum?
Það vill svo til, að greinarhöf.
er þrælkunnugur ýmsum læknum
- slangur af þeim er í ætt hans
og fjölskyldu. Eitt sinn datt honum
sjálfum í hug að gerast læknir,
ef hann hefði tekið upp á því að
þræða dyggðum prýddan borgara-
legan veg og ef hann hefði valið
sér borgaralegt starf, en ekki
kúnstmálun og skriftir. Áhugamál
hans hafa hins vegar oftsinnis leit-
að inn á læknisfræðileg svið, með-
al annars með lesningu, ekki sízt
með því að lesa iðulega kaflann
MEDICINE í TIME NEWS
MAGAZINE sem er sko ekkert
rusl. Haukur Jónasson
er bandarískt lærður
og menntaður og
þjálfaður frá LAHEY
CLINIC í Boston.
I ofanálag kemur
bijósvit hans. Sumir
tala um að læknis-
fræði byggist einkum
og sér í lagi á bijóst-
viti. Greinarhöf. hefur
haft náin kynni af
Hauki: Manni finnst
hann alltaf varðveita
þessa klassísku ímynd
læknis með nærveru
sinni, sem er jákvæð
og geðug, gefur
manni trú og taust. Svo vill til,
að pistilhöf. var eftir mikið álag
sendur í alls kyns rannsóknir fyrir
tveimur árum - til Hauks. Þvílík
nákvæmni, - þvílík natni - þvílík
glöggskyggni. Þetta var indæl
Hvað er eðlilegra, segir
Steingrímur St. Th.
Sigurðsson, en að
kunnáttusamur læknir
sendi fólk, sem til hans
leitar og kvartar, í alls-
heijarrannsókn?
reynsla, hressandi og mann-
mennskuleg. M.ö.o. ekki rútína
eins og kynni að hafa gerzt ann-
ars staðar. Á meðan beðið var
eftir Le Doc sátu í biðstofu læknis-
ins tveir togarajaxlar frá síðutog-
aratímabilinu, veðurbarðir víking-
ar. Teknir tali (óhætt vegna þess
að þeir höfðu báðir verið glaum-
bræður pistilhöfundar á Langabar
í gamladaga). Samtalið á þessa
leið:
„Hvers vegna eru hreystikarlar
hér?“
„Æi, Steini minn, ég ætla bara
að láta þig vita, að ég treysti hon-
um Hauki mínum alveg fyrir mér.
Ég þekki karakterinn hans frá því
við vorum saman til sjós“
Læknir, sem er sjóaður og með
reynslu Hauks er traustverður, en
ekki snobbað fífl. Það má ekki
spyijast að sé hægt að atvinnu-
rægja slíka menn. Það kemur
flestum sem ég þekki saman um.
Þekktur yfirlæknir hér í borg,
virður vel eins og sagt var til forna,
sagði eitt sinn: „Haukur er mikill
læknir, - fáir ná slíkum árangri
í sjúkdómsgreiningu."
Enda þótt ófræging á borð við
það, sem birtist í DV, sé því miður
orðið allt of algengt rammíslenzkt
fyrirbæri, er alltaf hægt að hreinsa
loftið með því að skýra rétt frá
staðreyndum. Öfugt við sv, sem
leggst svo lágt, að það er ámælis-
vert og rýrir traust og virðingu
dagblaðs.
Höfundur er listmálari og
rithöfundur.
Steingrímur St.
Th. Sigurðsson
Léttir
meðfærilegir
viðhaldslitlir.
Ávallt fyrirliggjandi.
Góö varahlutaþjónusta.
A undan timanum
i 100 ár.
fyrir
steinsteypu.
Armúla 29, sími 38640
FYRIRLIG6JAND1: GÚLFSLÍPIVÉLAR - RIPPER ÞJÖPPUR - DJELUR
- STEYPUSAGIR - HRJERIVELAR - SAGARBLÖB - Vönduð framleiðsla.