Morgunblaðið - 13.02.1997, Page 39

Morgunblaðið - 13.02.1997, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 39 AÐSENDAR GREINAR Á að hefja hvalskurð á ný? Nei ráðherra! ÞAÐ HLÝTUR að gleðja hvern sannan Islending, sem ann glæstum framburði íslenskrar tungu, að heyra 'nvernig Þor- steinn ráherra beitir tungutaki sínu, með gullaldar framburði, réttum áherslum og skýrum framburði sérhljóða. Það hefði verið gleðiefni að heyra slíkt gullaldarmálfar notað til verndar stóru lagarspendýr- anna í sjóvarpsviðtali við Þorstein ráðherra nú í byijun árs. Þar lýsir Þorsteinn ráðherra yfír áhuga sínum á því að hafin verði hvaladráp á ný, þótt slíkt hefði sáralitla tekjuaukningu í för með sér fyrir þjóðarbúið, sam- kvæmt orðum Þorsteins ráðherra sjálfs. Allur málflutningur Þor- steins ráðherra í áðurnefndu við- tali var á þann veg að ekki er ólíklegt að til þessa viðtals verði vitnað um ókomna framtíð, þegar slík iðja sem hvaladráp hefur áunnið sér sama almenningsálit hér á landi eins og annars staðar á meðal siðmenntaðra þjóða svo sem Bandaríkjamanna og margra vestrænna Veigamestu Þorsteins ráð- herra í áðurnefndu viðtali, virðast áhugi Þorsteins fyrir því að tryggja íslendingum ákveðinn sess við hlið Rússa, Japana og Norðmanna til hvala- drápa. Þ.e. veiðikvóta til jafns við þessar þjóðir. Ef til vill hefur Þorsteinn ráðherra það í huga að fá hlut í síðasta hvalnum á móti áðurnefndum þjóðum. Því ekki má gleyma þeirri sorg- legu staðreynd að í auknum mæli deyja fleiri og fleiri hvalir af völd- um síaukinnar mengunar í höfun- um. Islendingum ætti að vera það enn í fersku minni hvernig þeir fóru að þegar þeir tryggðu sér óvéfengjanlegan veiðiaflarétt á geirfuglastofni jarðarinnar um ókomna framtíð. Dr. Christian Roth fráfarandi forstjóri ÍSAL kom fram nú fyrir skemmstu í áhugaverðu sjón- varpsviðtali. Þar setur dr. Roth fram skoðun sína og margra vís- indamanna og sérfræðinga á sviði náttúruverndar og markaðsmála, um stöðu íslands á meðal annarra vestrænna þjóða og hvar hættur leynast í framtíð og hvar gullin tækifæri bíða þjóðarinnar. Dr. Roth var spurður um hvað honum fyndist um væntanlegar hvalveið- ar íslendinga. Hann svaraði skorinort að á meðal íslendinga væri mikill áhugi á því að veiða hvali. Þessa stefnu telur dr. Roth hættulega velgengni ísjensku þjóðarinnar. Hann varar íslend- inga fastlega við því að hefja hvalveiðar á ný og lét í Ijós þá skoðun, að ef íslendingar byrji hvalveiðar, þá muni stórar hval- Það værí þjóðráð, segir Rósa B. Blöndals, að bjóða sjávarútvegsráð- herra í hvalaskoðun. veiðiþjóðir, eins og Rússar, Japan- ir og Norðmenn, beita áróðursafli sínu á þann hátt, að þeir skýli sér á bak við aðgerðir smáþjóðarinn- ar, þannig að íslendingar komi verr út í alþjóðlegu almenningsá- liti en þeir sjálfir og ekki væri það til að styrkja stöðu íslendinga að þótt þeir hefðu mikinn áhuga á að veiða hval, þá væri áhugi á að neyta hans til matar tæpast fyrir hendi, þannig að þessi mikla þörf til hvaladrápa við stopulan markað hvalaafurða, reynist flestum utanaðkomandi mönnum torskilin. Dr. Roth er tvímælalaust með færustu mönnum á sviði alþjóða- markaðsmála og hefur mikla kunnáttu og reynslu um alþjóðleg málefni. Dr. Roth tók skýrt fram að það væri löngu úrelt kenning að hval- ir taki afla frá fiskimönnum. Það er staðreynd meðal vísindamanna að veiðidýr taki annan hluta en veiðimenn úr sama stofni. Dr. Roth sagði að samkvæmt nútíma vísindakenningum væri mikið af hval þar sem mikil gróska og líf væri í sjónum, þannig að mikill Ú'öldi hvala lofaði góðu um mikla veiði fyrir sjómenn en alls ekki hið gagnstæða. Ef íslendingar væru ekki blindaðir af villandi áróðri, þá ættu þeir líka að geta áttað sig á þessari augljósu stað- reynd af eigin reynslu. Áður fyrr þegar hvalastofnarnir voru marg- falt stærri og líka fleiri en nú er og hvalir voru hér inni í flestum fjörðum var fiskigengd allt í kringum landið einnig margföld. Ætli ofveiði og stöðugt aukin mengun sé ekki meginógnvaldur lífríkis sjávar? Dr. Roth tók að lokum fyrir í áðurgreindu sjónvarpsviðtali hina gífurlegu möguleika sem íslend- ingar hefðu til tekjuaukningar af ferðamönnum, vegna hinna síau- knu vinsælda og tekna af hvala- skoðun. Hann benti réttilega á að ef íslendingar færu að veiða hval á ný, þá hættu þessi tignar- legu spendýr að gleðjast við að leika sér við báta hvalaskoðunar- mannanna og þar að auki hafa flest samtök hvalaskoðunar- manna megnustu óbeit á hval- veiðum og sniðganga þau lönd, sem stunda hvaladráp. í Noregi kvarta menn sáran yfir því að þeir sjái aðeins hvölunum bregða fyrir og svo séu þeir horfnir, gagnstætt því sem er hér við land. Spyija mætti: 1. Af hveiju fá íslendingar ekki eðlilegan aðgang að afar vin- sælu erlendu sjónvarpsefni um hvalarannsóknir og skoðun, án veiða? Þessar rannsóknir skila stöðugt nýjum og merkum upp- lýsingum, varðandi síaukna þekk- ingu mannanna á ótrúlegum þroska og næmu tilfinningalífi þessara risavöxnu vina okkar. Flókið merkjakerfi þeirra er einn- ig sem óðast að ná í auknum mæli til mannlegs skilnings. 2. Af hveiju er eftirlætismynd í íslensku sjónvarpi, þegar hvalir koma til umræðu, augnablikið þegar beittur skutull hittir hval- inn og blóðið flæðir og fossar þegar forminu er sundrað? Eiga íslenskir ráðamenn að fórna stórtekjum af hvalaskoðun? Nei, ráðherra! Getur hvalaskoðun og hvala- dráp farið saman? Nei, ráðherra! Nú væri þjóðráð að forvígis- menn um hvalaskoðun, byðu Þor- steini ráðherra og öðrum ráða- mönnum til hvalaskoðunar. Svo að þeir sjái fallega sporðinn koma upp úr hafinu í fegurð og friði. Já, ráðherra! HSfundur er skáld. ¥ * Ödýrt vinmiafl til sölu UMRÆÐAN um laun og launaþróun í landinu heldur áfram og sýnist sitt hveijum. Nokkrir tala um það sem heimtufrekju hjá verkafólki að krefjast 70 þús. króna lág- markslauna á mánuði en fiestir landsmenn, þar á meðal höfundur þessarar greinar, telja 70 þús. króna tak- markið einungis áfanga á lengri leið til að minnka launamis- réttið sem hér ríkir. Að maka krókinn Menn greinir ekki á um þá stað- reynd að almennt góðæri sé nú ríkj- andi í íslenskum atvinnugreinum, heldur hvemig eigi að skipta gróð- anum. Menn deila um það hvort þeir sem vinna framleiðslustörfin eigi að fá hlut í gróðanum eða hvort þeir eigi að sitja hjá garði meðan atvinnurekendur og þeir sem hærri launin hafa maka krókinn. Á und- anförnum ámm hefur arður af rekstri fyrirtækja aukist jafnt og þétt. Þá góðu afkomu má fyrst og fremst rekja til fólksins í fram- leiðslustörfunum. Á það er sífellt bætt meira vinnuálagi og á þann hátt hefur framleiðni margra fyrir- tækja aukist umtalsvert. Þess vegna á aukinn arður að renna fyrst til fólksins í framleiðslustörfunum en síðan til annarra þjóðfélagshópa. Launamisrétti Aðilar vinnumarkaðarins deila hart um hækkun lægstu launa. Einn aðalfulltrúi atvinnurekenda, Þórar- inn V., vill af öllu sínu örlæti hækka þau um 3%-4% á næstu 2 árum. Þannig mundu núverandi 50 þús. króna mánaðarlaun hækka um 2 þús. krónur og yrðu að tveimur árum iiðnum komin í tæplega 52 þús. krónur. Á þessum launum er verkafólki ætlað að lifa. Það væri gaman að vita á hvaða launum maður- inn er, sem leggur fram slíka hugmynd og fróð- legt að bera þau saman við laun verkafólks. Er hann með árstekjur verkamanns á mánuði eða bara 500 þús. krón- ur? Treystir hann sér til að lifa á 52 þús. króna mánaðarlaunum? Mun sagan endurtaka sig? Og áfram má spyija. Ef lægstu laun hækka og verða 70 þús. krónur á mánuði, mun þá sagan frá árinu 1995 endurtaka sig? Þá samdi verkafólk um 5.400 króna hækkun á sín mánaðarlaun en á því sama Munu háu launin, spyr Sigrirður T. Sigurðs- son, hækka einu sinni enn tífalt meira en lægstu launin? ári hækkaði kjaradómur mánaðar- laun hálaunaðra embættismanna, alþingismanna og ráðherra um allt að 60 þús. krónur. Það er eðlilegt að fólk spyiji og vilji fá svör. Mun sagan endurtaka sig? Kjaradómur Munu háu launin hækka einu sinni enn tífalt meira en lægstu launin? Verða svörin, sem verkafólk fær eftir næstu hækkun kjara- dóms, þau sömu og síðast, að það séu ekki ráðherrar og alþingismenn sem þessu ráði, heldur kjaradómur og hækkunin verði að teljast eðlileg miðað við launaþróunina í landinu. Sigurður T. Sigurðsson Þessi svör fékk verkafólk haustið 1995 og mun vafalítið fá að heyra þau aftur. Við alþingismenn og ráðherra vil ég segja þetta: Kjara- dómur er ykkar verk. Reynið ekki að afneita þessu afkvæmi ykkar, þið eruð skilgetnir foreldrar þess. Vesalings barnið er bæði í útliti og innræti nákvæmlega eins og þið sjálfir og þykir þá flestu verkafólki nóg um. Feigðarstefna Ríkjandi láglaunastefna stjóm- valda og atvinnurekenda er búin að festa fátækt í sessi hérlendis. Hún er nú þegar búin að leggja í rúst þúsundir heimila og valda flestu verkafólki varanlegu fjárhagstjóni. Stjórnvöld og atvinnurekendur segj- ast með láglaunastefnunni vera að forðast verðbólgudrauginn. Sú skýr- ing er þó einungis fyrirsláttur, því ef þeir væru einlæglega að forðast þenslu í þjóðfélaginu þá myndu þeir ekki sperrast við að hækka eigin laun og eigin gróða jafnótæpilega og þeir gera. Öll þjóðin veit að hér er á ferðinni eiginhagsmunagæsla, sem á komandi árum mun sundra íslensku þjóðinni ef heldur sem horf- ir. Ódýrt vinnuafl Það er sorglegt til þess að vita að ísland er að verða mesta lág- launaland í V-Evrópu og auðsjáan- lega ætla stjómvöld sér ekki að breyta þeirri stöðu ótilneydd. Þetta sannar auglýsingabæklingur Mark- aðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar, frá því í janúar 1995, en í þeim bæklingi er ísland auglýst sem eitt mesta láglauna- svæði í V-Evrópu. Sanngjarnar kröfur íslendingar! Við fömm fram á að lægstu iaun verði ekki undir 70 þús. krónum á mánuði og að elli- og örorkulífeyrir fylgi launaþróun í landinu. Við viljum einnig að réttlát- ari skattheimtu verði komið á þann- ig að ekki sé verið að skattleggja laun sem vart duga til framfærslu. t.d. mætti vel skoða tillögur ungra sjálfstæðismanna, sem þeir kynntu nýlega fyrir forsætisráðherra. Höfundur er formaður Verkamannafélagsins Hiífar. Um Geitland í SUNNUDAGS- BLAÐI Morgunblaðs- ins þann 9. febrúar sl. ritar guðfræðingurinn Geir Waage um Geit- landsdóm Hæstaréttar frá 1994 og gagnrýnir ályktanir Hæstaréttar og niðurstöðu. Ég vil strax taka það fram að það er ekkert við það að athuga að guð- fræðingur riti um lög- fræði og mér fannst athyglisverð gagnrýni Geirs á heimildir ís- lenska ríkisins til sölu landsins á sínum tíma til Hálsahrepps. Þetta var sannarlega land Reykholts- kirkju, en ekki íslenska ríkisins. Geitlandsmálið kemur mér við að því leyti að ég flutti það fyrir ákærðu, en málið var rekið sem opinbert mál. Málið var því ekki eignardómsmál eða landamerkja- mál og niðurstaða Hæstaréttar hefur ekkert gildi um eignarrétt til eða frá. Allt slíkt er ódæmt. Nægilegt var fyrir mig að sýna fram á að einhver efi væri um beinan eignarrétt ætlaðra eigenda til þess að fá sýknu af ákæru. Ákæruvaldinu bar að leggja fram fullkomnar sönnur um beinan eign- arrétt, þar sem íslenskum ríkis- borgurum eru heimilar fuglaveið- ar, þar sem eignarheimildir eru óbeinar, eins og er um afréttarrétt- indi. Varðandi brottfall beins eignar- réttar er til gamall Landsyfir- réttardómur frá 21. júlí 1873, sem nefndur hefur verið Vilborgarkots- dómur. Þar hafði lögbýli eyðst og verið í eyði í ómunatíð. Konungs- valdið hélt fram eignarrétti, en því var hafnað með þeim orðum, „að hér á landi á eigi konungur það land, sem enginn finnst eigandi að, heldur er það almenningur". Beinn eignarréttur er einnig talinn geta fallið niður við aðilaskipti að landi. Sé land háð beinum eignar- rétti, en eigandi selur bara afréttarréttindi, þá fær afsalshafi ekki meiri rétt, en afsalið segir til um. Um þetta má vísa til fræðilegrar umfjöllunar Þorgeirs Örlygssonar, prófess- ors, í afmælisriti Gauks Jörundssonar og heitir greinin: „Um eignarhald á landi og náttúruauðlindum". Öll tiltæk gögn um *• Geitlandið, önnur en heimildir um nám þess í upphafi eru á þá lund, að Reykholtskirkja hafi einungis eignast afrétt og þá verður meiri eignar- réttur ekki með afsölum leiddur af rétti kirkjunnar. Svo ber líka að benda á það, að í afsali til Hálsahrepps er afsalað afrétti ber- um orðum. Eins og gögn lágu fyr- ir Hæstarétti var verulegur vafi um inntak eignarréttar og því var Geitlandsmálið kemur mér við að því leyti, seg- ir Ólafur Sigurgeirs- son í fyrri grein sinni, að ég flutti það fyrir ákærðu, en málið var rekið sem opinbert mál. útilokað í opinberu máli að sak- fella. Kannski verður síðar i dóms- máli um það atriði hægt að fá dóm á aðra lund, en til þess þarf gögn eða heimildir, sem ekki virðist vitað um nú. Grein II verður um veiðirétt í Geitlandi. Höfundur er f héraðsdómslögmaður. Ólafur Sigurgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.