Morgunblaðið - 13.02.1997, Síða 41

Morgunblaðið - 13.02.1997, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 41 STEINUNN GUÐJÓNSDÓTTIR + Steinunn Guð- jónsdóttir fæddist í Hafnar- firði i Hafnarfirði 5. ágúst 1915. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 8. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Guð- jón Benediktsson, vélsljóri, í Minna Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd, f. 26.11. 1890, d. 5.2. 1988 og kona hans Elinborg Jónsdóttir, á Bakka í Seylu- hreppi í Skagafirði, f. 3.1.1891, d. 22.2.1968. Systkini Steinunn- ar eru: Ásgrímur, látinn, Ingi- björg, Hulda, Guðrún, látin, Hera, Elsa, Haukur og Óskar. Hinn 19. maí 1940 giftist Steinunn Böðvari Ara Eggerts- syni, fv. skrifstofusljóra í Landssmiðjunni, f. 15. nóvem- ber 1912. Foreldrar hans voru Eggert Þorbjörn Böðvarsson trésmiður, á Melstað í Miðfirði, Þegar okkur bárust þær fréttir að elskulega amma okkar hefði sofn- að svefninum langa reikaði hugurinn til æskuáranna. Það fyrsta sem upp í hugann kom voru þær stundir sem við áttum saman á heimili afa og ömmu í Selvogsgrunni og þau ófáu lög sem við sungum saman. Að auki var amma óþreytandi að stíga dans þegar það átti við. Okkur er minnis- stæð þolinmæði hennar og góð- mennska, þegar veröldin virtist vera of flókin fyrir litla snáða að skilja. Þegar svo stóð á var amma ávallt reiðubúin að leysa úr þeim hnútum sem leysa þurfti sem oft var ekki auðvelt þar sem bamshugurinn krafðist oft svara sem ósjaldan var ekki auðvelt að greiða úr. f. 7.8. 1865, d. 17.7. 1938, og kona hans Guðfinna Jónsdótt- ir, á Mið-Hópi í Mið- firði, f. 5.8. 1868, d. 14.10. 1948. Stein- unn og Böðvar eign- uðust þijú börn: 1) Eggert, f. 21.4. 1941, d. 13.12. 1964, maki Dröfn Sigur- geirsdóttir. Þeirra börn: Böðvar Ari og Ingibjörg. 2) Guð- jón, f. 28.10. 1943, maki Guðríður Sveinsdóttir. Þeirra börn: Sveinn, Böðvar Eggert og Jóhann Pétur. 3) Sigrún Guðfinna, f. 3.6. 1950, maki Lúðvík Bjarni Bjarnason. Þeirra börn: Steinunn, Bjarni og Laufey Ingibjörg. Barna- barnabörnin eru átta. Útför Steinunnar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkju- garði. Eitt af einkennum ömmu var sú gleði og hlýja sem ávallt var til stað- ar og var auðvelt að smitast af henni og oftar en ekki var glatt á hjalla þegar amma og afi voru heim- sótt hvort sem um stutta heimsókn var að ræða eða lengur var dvalið. Þegar við horfum aftur gemm við okkur grein fyrir mikilvægi þess að hafa umgengist ömmu og afa frá unga aldri. Ekki aðeins að hafa móttekið ótakmarkaða hlýju og ást, heldur allra þeirra sagna sem amma hafði svo einstaka hæfni til að segja. Þetta varð til þess að hluta af sögu þessa lands, ekki aðeins kynslóðar ömmu, heldur þeirra kyn- slóða sem byggðu landið fyrir ömmu tíð var komið á framfæri. LILJA SIG URÐARDÓTTIR + Lilja Sigurðar- dóttir var fædd að Syðri-Skógum í Kolbeinsstaða- hreppi 19. febrúar 1909. Hún lést í sjúkrahúsi Hvíta- bandsins 2. febr- úar sl. Foreldrar hennar voru hjón- in Guðrún Guð- jónsdóttir, f. 6. júní 1873, d. 6.9. 1912 og Sigurður Þórð- arson, f. 20.10. 1868, d. 16.4. 1956. Lilja átti fjögur alsystkini, þau voru: Þórður, f. 14.10.1900, d. 7.4.1972, Guðný, f. 27.7. 1902, d. 17.3. 1983, Ól- öf, f. 23.9. 1903, d. 25.5. 1930 og Gréta, f. 1.9. 1907, d. 7.11. 1994. Fimm hálfsystkini henn- ar, samfeðra eru: Eiríkur, f. 17.9. 1917, d. 11.2. 1988, Anna f. 21.9. 1921, Ólafur, f. 1.9. 1924, Jósef, f. 4.11. 1926 og Ólöf, f. 21.2. 1930. Eftir lát móður sinnar var Lilja tek- in í fóstur af hjónun- um Rannveigu Helgadóttur og Árna Bjarnasyni að Vogi á Mýrum. Með þeim fluttist hún síð- an til Reykjavíkur innan við fermingar- aldur og dvaldi með þeim og síðar dóttur þeirra Signrborgu og manni hennar, Magnúsi Jónssyni, meðan þau lifðu. Lilja hóf sinn starfsferil hjá Landsíma íslands og stundaði siðan verslunarstörf, síðast hjá Efnalauginni Hraðhreinsun, þar til hun lét af störfum 82 ára að aldri. Li^ja var ógift og barnlaus. Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 13.30. Lilju Sigurðardóttur minnumst við systkin sem einstaks tryggða- trölls sem tilheyrði „stelpunum", nánasta vinkvennahópi móður okk- ar, Grétu S. Guðjónsdóttur. Lilja var vönduð kona og vina- föst með afbrigðum. Það segir t.d. töluvert um Lilju að hún vann í áratugi hjá sama fyrirtæki og starf- aði þar af slíkri trúmennsku að ekki hefði verið betur gert þótt hún hefði átt fyrirtækið sjálf. Hún var áð mörgu leyti sérstök þessi „skákfrænka" okkar, þessi æskuvinkona mömmu og síðar ömmu, því auðvitað nutu börn okk- ar og makar líka vináttu Lilju. Gestrisni hennar og góðvild í okkar garð var fölskvalaus og fyrir það þökkum við. Lilja og mamma höfðu fylgst að frá því að þær voru smástelpur í miðbæ Reykjavíkur á þriðja tug aldarinnar. Þeirra lífsins ganga hér í borginni var því orðin löng þegar yfir lauk, löng og farsæl. í barnsminni eru skemmtilegir kvöldfundir þeirra „stelpnanna" þegar þær hittust þessar Reykja- víkurdömur, fínar, fallegar og hláturmildar. Spékopparnir hennar Lilju urðu djúpir og augun glans- andi af gleði þegar þær ærsla- fyllstu fóru á kostum með skemmti- MINIMIIMGAR Það er síðan okkar hlutverk að koma þeim fróðleik áfram til kom- andi kynslóða. ísland er land með rótgróna menningu og sögu sem ekki má gleymast á komandi árum. Mikilvægi þess að flytja sögu þjóð- arinnar milli kynslóða er ómetanlegt og það var hlutverk ömmu að gera svo hvort heldur ómeðvitað eða meðvitað. Þrátt fyrir þær miklu breytingar sem orðið hafa á þjóðfé- lagi okkar munum við tengja fortíð, nútíð og framtíð í því formi sem elskuleg amma okkar flutti til okkar. Nú vitum við að hún kæra amma okkar er á stað þar sem henni líður vel. Eftir þau veikindi sem hún þurfti að kljást við er hún núna ánægð og lítur til þeirra sem hún elskar og heldur verndarhendi yfir okkur öllum. Elskulegi afi okkar, Guð gefi þér styrk í þeirri sorg sem þú nú geng- ur í gegnum. Sveinn, Böðvar Eggert og Jóhann Pétur. Elsku amma. Við komum til með að sakna þín mikið. Við áttum allt- af skjól þjá ykkur afa á Selvó. Aldr- ei sögðuð þið nei við að passa okk- ur og vorum við öll hjá ykkur um lengri og skemmri tíma. Við lékum okkur í garðinum á Selvó og uppi í DAS-túni. Amma var alltaf bros- andi og dansaði við okkur og söng í eldhúsinu. Við þökkum ömmu fyr- ir allt sem hún var okkur. Einn kemur og annar fer. Litla stúlkan hennar Steinu sem fæddist 25. jan- úar fær ekki notið langömmu. Afi á allar okkar hlýju hugsanir þessa daga. Guð blessi ömmu Steinu. Steinunn, Bjarni og Laufey Ingibjörg. í dag kveðjum við hana ömmu okkar, Steinunni Guðjónsdóttur eða eins og við krakkarnir kölluðum hana, „ömmu á Selvó“. Á þessari stundu hellast yfir okkur minning- amar, sérstaklega þegar hún var að dansa við okkur Óla Skans í eld- sögum og hlátrasköllum. Stundum mátti greina umvöndunarsvip, sem oftast var hrein látalæti, hjá Lilju en hún var sú í hópnum sem alltaf fannst hún bera ákveðna ábyrgð á hinum. Hinar voru alla tið meiri trillur en Lilja. Margar skemmtilegar sögur * voru líka sagðar af því þegar mömmu langaði sem stelpu út í bæjarlífið að kvöldi til. Þá nægði oftast að bera Lilju fyrir sig. Lilju var treystandi og bæjarleyfíð var fengið. Vinátta er dýrmæt en hún kem- ur ekki af sjálfu sér, hana verður að rækta ef hún á að dafna og verða ævarandi. Vinátta þeirra vin- kvennanna var ævarandi, enda hlúðu þær báðar að henni og rækt- uðu alla tíð. Samfylgdin þeirra varð svo föst í sniðum að varla leið sá dagur, alla ævina, að þær ekki hitt- ust eða töluðu saman í síma; skröbl- uðu um allt og ekkert en inntakið var auðvitað gangkvæm umhyggja. Það var skemmtileg tilviljun að heimili þeirra vinkvenna voru alla tið á sömu slóðum; miðbær og vest- urbær Reykjavíkur voru söguslóðir þeirra og því auðveldara fyrir þær að hittast, jafnvel eftir að báðar voru teknar að reskjast verulega. Þær fylgdust grannt hvor með ann- arri og þvi varð það örugglega áfall fyrir Lilju þegar mamma dó fyrir fáum árum. Lilja kom að banabeðn- um til að kveðja æskuvinkonu sína og meira segja þá var slegið á létta strengi, hvor að hlífa hinni. „Þér er alveg óhætt að kyssa mig, Lilja mín, þetta er ekki smitandi." Þær kvöddust með bros á vör, enda báðar vissar um að hittast, og geta tekið upp þráðinn hinum megin. Fyrir hönd foreldra okkar og fjöl- skyldna þökkum við Lilju af hjarta fyrir langa samfylgd og einstaka tryggð. Blessuð sé minning Lilju Sigurðardóttur. Elín, Edda, Katrín og Guðjón Grétu- og Ólafsbörn. húsinu. Amma var alltaf í léttu skapi, við minnumst hennar alltaf með brosi á vör. Við vorum mikið hjá henni sem börn og það var allt- af gott að spjalla við ömmu. Enda saknaði maður þess að geta ekki spjallað við hana síðustu árin henn- ar. Við eigum eftir að sakna hennar mikið, en áttum mörg góð ár með henni og eigum margar góðar minn- ingar um hana. Amma var búin að vera mikið lasin síðustu fjögur árin. Elsku amma, loksins ertu lögð af stað í ferðina löngu. Með þessum fáu orðum viljum við systkinin þakka fyrir allar þær samveru- stundir sem höfum átt með þér. Elsku afi, megi guð vera með þér í söknuði þínum og sorg. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, ú logar enn. gegnum báru, brim og voða sker, nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fdgru dyr, og engla þá, sem bam ég þekkti fýr. (M. Joch.) Böðvar og Ingibjörg. Látin er Steinunn, kona Böðvars móðurbróður míns - Steina mágkona eins og hún var ávallt nefnd á æsku- heimili mínu. Mínar fyrstu minningar um þau Böðvar og Steinu eru frá því að ég var lítil stelpa í Hafnar- firði og þau bjuggu á Flókagötu 6 í Reykjavík með syni sína unga þá Edda og Nonna. Mitt fyrsta sjáíf- stæða langferðalag var er ég fékk að taka ein strætisvagninn úr Hafn- arfirði, gekk síðan niður Gunnars- brautina og var komin til þeirra á Flókagötuna. Samband mitt við þau hjón átti eftir að verða mikið og náið. Má segja að á menntaskólaár- unum hafí ég átt mitt annað heimili hjá þeim. Steina var sú sem pabbi hringdi í, þegar ég fór fyrst að Laug- arvatni. Hún fór með mér í búðir til að velja fatnað fyrir veturinn, kenndi mér að sauma rúmfatnað (blúndulaus mátti hann ekki vera) og sinnti mér að öllu leyti sem besta móðir. Reglu- lega flutti rútan mér pakka með góðgæti frá þeim þjónum. Tíminn leið og háskólaárin hóf- ust. Veturinn 1961 varð ég fyrir því óhappi að fótbrotna. Send heim af slysavarðstofu með þeim fyrir-L mælum að ég mætti ekki stíga í fótinn í þijár vikur. Bjó á Gamla- Garði með enga hjálp. Með kökk í | hálsi hringdi ég í Selvogsgrunnið. Böðvar var kominn á augabragði og flutti mig heim. Hjá þeim lá ég 'j þessar þijár vikur við aðbúnað sem hæfði prinsessu. Steina vakin og sofin yfir velferð minni. Síðar er ég dvaldi árlangt í Þýskalandi átti Böðvar mörg sporin fyrir mig vegna banka- og yfirfærslustúss. Alltaf allt sjálfsagt. Ekki má gleyma allri þeirra natni og umhyggju við móð- ur mína í erfiðum veikindum henn- -'- ar. Raunbetra og hjálpsamara fólk en þau hef ég ekki þekkt. Nýlega gift og byrjuð að búa stóð ég að vori til yfir eldhúsvaskin- um þar sem lágu spriklandi rauð- magar. Bjöllunni hringt, góðir gest- ir komnir. Böðvar og Steina falleg | og prúðbúin. „Ég skal kenna þér að verka rauðmaga, Vallý mín,“ sagði Steina. Hún dró upp ermam- ar á fínu blússunni sinni og á auga- j bragði var hún búin að skafa rauð- magann og skera eftir kúnstarinnar ’ reglum. Svona var hún. Við Steina áttum mörg mikilvæg samtöl við eldhúsborðið. Hún átti afskaplega gott með að ná til ungs fólks. Uppfull af lifandi áhuga á^ því sem maður tók sér fyrir hend- ur, hvetjandi og ráðagóð. Hennar létta lund og smitandi hlátur lyfti alltaf umhverfinu. Þegar ég síðast sá Steinu var henni mjög brugðið. Samt heilsaði hún mér með sínu gamla ljómandi brosi. Ég mun ætíð minnast Steinu með djúpu þakklæti fyrir allt það sem hún gerði fyrir mig og gaf mér. Á við- kvæmum tíma í lífi mínu var hún og okkar samband mér meira virði en hún hefur jafnvel getað vitaJ?* * Það gat ég aldrei endurgoldið og veit enda að til slíks var aldrei ætlast. Ég hefði þó viljað gera meira. Blessuð sé minning hennar. Valborg. Látin er kær vinkona okkar, Lilja Sigurðardóttir, nærri 88 ára að aldri. Hún kvaddi þetta líf á þann sama hljóðláta hátt sem hún lifði alla sína ævi. Lilja ólst upp eftir lát móður sinnar hjá móður- foreldrum okkar, Rannveigu og Árna, sem þá bjuggu að Vogi á Mýrum. Þegar þeir brugðu búi og fluttust til Reykjavíkur, flutti Lilja með þeim ásamt Sigurborgu, dótt- ur þeirra, sem enn var í foreldra- húsum. Eftir að Sigurborg giftist Magnúsi Jónssyni, vélstjóra, bjuggu gömlu hjónin í skjóli þeirra ásamt Lilju, lengst af á Brávalla- götu 22. Á þessu myndarheimili bjó Lilja áfram, síðustu árin voru þær fóstursystur orðnar tvær einar eftir. Fullyrða má að þegar yfir lauk hafl Lilja því goldið vel fóstur- launin, þar sem hún varð stoð og stytta fóstursystur sinnar eftir að hún varð ekkja og heilsan fór að gefa sig. Fyrir það skulu henni nú færðar alúðarþakkir. Hjónin Sigurborg og Magnús eignuðust ekki börn en þrátt fyrir það vantaði ekki yngri kynslóðina á heimilið á Brávallagötunni, því árum saman dvöldu þar frænkur húsfreyjunnar hver á fætur ann- arri við framhaldsnám í Reykjavík. Ekki var þó um að ræða að húsa- kynnin væru sérlega rúmgóð, held- ur miklu frekar höfðingsskap hús- ráðenda og einstaka hæfni þeirra til að móta heimilisbraginn þannig, að allt gekk vel fyrir sig þótt þröngt væri búið. Þarna voru glaðar og góðar stundir og átti Lilja sinn góða þátt í því. Umhyggja hennar fyrir öllu og öllum á heimilinu var einstök. Hún sá um að við skólastúlkumar kæmum nógu snemma í skólann og að við færum ekki matarlausar af stað. Hún var okkur góður fé- lagi og má því segja að við höfum litið á hana jafnt sem móðursystur og fóstursystur í senn. Lilja hafði gaman af lestri, ekki síst ýmsum þjóðlegum fróðleik og ættfræði og hún hafði einstaklega gott minni. Hún gegndi ýmsum störfum um ævina, vann m.a. á Landsímanum þar til sjálfvirka stöðin tók til starfa, eftir það vann hún í bama- fataverslun við Laugaveg í mörg ár. Að síðustu var hún við af«*- greiðslu í Efnalauginni Hrað- hreinsun, þar til hún lét af störf- um, þá komin yfir áttrætt. Hún var sérstaklega húsbóndaholl og vann öll störf sin, hver sem þau vom, af slíkri samviskusemi að rómað var. Þrátt fyrir lipurð henn- ar og umgengisprýði, gat hún þó staðið fast á sínu, ef því var að skipta. Hún var ein af þessum hljóðu og hóglátu þegnum þessa lands. Að leiðarlokum viljum við þakka allar samvemstundir okkar með Lilju Sigurðardóttur, trygglyndi hennar og ræktarsemi alla. Bless- uð sé minning hennar. v Vogssystur. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálf- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.