Morgunblaðið - 13.02.1997, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 45
EINAR MA TTHÍAS
KRISTJÁNSSON
+ Einar Matthías
Kristjánsson
var fæddur i
Reykjavík 2. októ-
ber 1926. Hann lést
á Sjúkrahúsi
Reykjavikur (Borg-
arsjúkrahúsinu) 4.
febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar Ein-
ars voru Kristján
Ebenezersson, f. í
Þernuvík við ísa-
fjarðardjúp 27.
apríl 1893, d. 23.
júlí 1972, og Sigríð-
ur Einarsdóttir, f.
12. desember 1899 í Reykjavík,
d. 10. júlí 1970. Einar var í
miðið fimm systkina. Hin eru:
Guðmundur Magnús, f. 22.
mars 1918, d. 1. desember 1996;
Valur, f. 25. janúar 1921; Ásta,
f. 1. september 1931; og Val-
gerður, f. 21. júní 1944.
Einar kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Guðbjörgu Sigríði
Kristjónsdóttur, 7. maí 1948 og
eignuðust þau fjögur börn sem
eru: Kristján, f. 15. júlí 1949,
kvæntur Brynhildi Geirsdóttur
og eiga þau þrjú börn og eitt
barnabarn; Bryndís, f. 9. des-
ember 1952, gift Guðmundi Ó.
Hermannssyni og eiga þau tvo
syni; Daði Þór, f. 7. september
1958, giftur Sigríði Björnsdótt-
ur og eiga þau þrjú börn; Pét-
ur, f. 3. maí 1967, kvæntur
Björgu Kr. Björgvinsdóttur og
eiga þau tvö börn.
Einar var lærður garðyrkju-
fræðingur frá Garðyrkjuskóla
ríkisins í Hveragerði. Að loknu
námi stofnuðu Ein-
ar og Guðbjörg sitt
fyrsta heimili í
Reykjadal í Mos-
fellssveit en þar
ráku þau garðyrk-
justöð í 17 ár sam-
fleytt. Árið 1967
byggðu Einar og
Guðbjörg sér nýtt
hús í Markholti 13.
Sama ár hóf Einar
störf hjá Mosfells-
hreppi og gegndi
þar störfum til 31.
október 1996. Áður
hafði hann starfað
um tíma þjá Véladeild Sam-
bandsins. Samhliða starfi sínu
hjá Mosfellshreppi var Einar í
allmörg ár umboðsmaður Sam-
vinnutrygginga í Mosfellssveit,
Kjalarnesi og Kjós. Einnig var
hann framkvæmdastjóri bygg-
ingasamvinnufélagsins Búseta
á sama svæði.
Einar var virkur í félags-
starfi sveitarinnar, m.a. var
hann í stjórn UMFA. Einnig tók
hann þátt í leikfélags- og kóra-
starfi. Hann var fyrsti formað-
ur starfsmannafélags Mosfells-
hrepps (Mosfellsbæjar) og vann
hann ötullega að ýmsum rétt-
indamálum félaga sinna. Odd-
fellow-reglan átti stóran þátt í
lífi hans, allt frá inngöngu hans
í regluna árið 1975 til dauða-
dags.
Utför Einars fer fram frá
Digraneskirkju í Kópavogi í
dag og hefst athöfnin klukkan
14. Jarðsett verður í Lágafells-
kirkjugarði.
í dag er til moldar borinn Einar
M. Kristjánsson, sem undir það síð-
asta háði harða baráttu við vágest
þann, sem lagði hann að velli. Hann
lést umvafinn ást og umhyggju
barna sinna og eiginkonu. Ekki er
því lengur hægt að nefna þau hjón-
in „Gígí og Einar“ í sömu and-
ránni, eins samrýnd og þau voru í
einu og öllu. Einar var glæsimaður
á velli, bar sig vel með sitt hlýja
viðmót og bros og ekki dró það úr
glæsileikanum að hafa konu sína
við hlið sér. Ég minnist yngri ár-
anna, þegar Einar kom fyrst í heim-
sókn þar sem fjölskyldan sat við
spilamennsku. Það var hægur vandi
að hliðra til fyrir þessum viðkunn-
anlega pilti við spilaborðið og sat
hann með okkur fram á nótt, en
ég renndi þá grun í að hann yrði
fljótlega eiginmaður Guðbjargar
fóstursystur minnar.
Einar lagði garðyrkju fyrir sig
og gekk á Garðyrkjuskólann. Þegar
komið var að því að hefja búskap
var tekin á leigu gróðrastöð í Mos-
fellsdalnum, þar sem hann ræktaði
rósir. Þarna fæddust þrjú af börnum
þeirra hjóna. Það kom að því að
dalurinn var kvaddur og sléttan tók
við, þar sem var að myndast bæjar-
kjarni, sem nú nefnist Mosfellsbær.
Einar gerðist umsjónarmaður í skól-
anum og byrjað var að byggja yfir
fjölskylduna, en hún hafði fengið
húsaskjól í hálfbyggðum skólanum.
Húsin sem byggð voru í helgar- og
eftirvinnu, urðu tvö. Elsti sonurinn
Kristján hafði lært trésmíði og ekki
er að efa að hann hafi verið liðtæk-
ur í að aðstoða föður sinn. Kristján
er nú slökkviliðsstjóri fyrir Suður-
landsumdæmi. Fjórða barnið, Pétur,
fæddist á þessum árum. Hann legg-
ur nú stund á „hljóðfræði" í Kaup-
mannahöfn, en þangað var ferðinni
heitið 20. desember sl. til þess að
halda jói með Pétri og fjölskyldu.
En enginn sér sína ævi fyrir. Éinar
var lagður inn á sjúkrahús, þaðan
sem hann átti vart afturkvæmt og
Pétur kom því heim með sína fjöl-
skyldu. Dóttirin Bryndís hafði fyrr
á árinu flust til íslands, eftir sex
ára búsetu í Gautaborg ásamt fjöl-
skyldu sinni. Daði hefur haslað sér
völl í tónlistinni og er nú skólastjóri
í tónlistarskólanum í Stykkishólmi.
Mig grunar, þótt lítið hafi borið á,
að Einar hafi verið tónelskur mað-
ur, því þar á heimilinu voru þau
stærstu heyrnartól til hlustunar sem
ég hafði séð. Einar tók þátt í félags-
lífi staðarins á sínum yngri árum,
bæði í söng og í leik. Á síðari árum
gerðist hann félagi í Oddfellow-
reglunni. En annirnar voru lika
miklar heima fyrir. Einar hafði tek-
ið að sér umboð fyrir tryggingafélag
og átti því margur nágranni erindi
til hans. Einar hélt húsi sínu mjög
vel við og ræktaði sínar eigin rósir
í litla gróðurhúsinu sínu. Hann lék
sér að því að krossa saman tvær
ólíkar tegundir rósa, svo út úr því
komu mjög sérstakar rósir. Ég varð
þess aðnjótandi að eignast slíkan
rósavönd úr hendi hans. Eins mikill
glæsimaður og Einar var, tók hann
sig einnig vel út í auglýsingum sem
birtust á sjónvarpsskjánum og það
yljaði manni svo sannarlega þegar
brosið hans barst þannig inn í stofu.
Þau hjónin voru alltaf tilbúin að
heimsækja mig þegar ég var á
sjúkrahúsi og nú síðast rétt fyrir
jólin, enda þótt Einar væri þá sjálf-
ur fársjúkur. Gígi mín, við vitum
að hann lifír þótt hann sé dáinn. í
guðs friði.
Margrét Gunnlaugsdóttir.
Ánægjulegri samfylgd er lokið. í
dag er kært kvaddur vinur okkar
Einar Kristjánsson. Hann lést eftir
þungbær veikindi og er skarð fyrir
skildi hjá eiginkonu, fjölskyldu og
vinum.
Einar og Gigi voru góðir vinir
okkar í fjölda ára og óx vináttan
með hveiju ári. Margs er.að minn-
ast frá fjölmörgum samverustund-
um við hin ýmsu tækifæri. Við horf-
um til baka og minnumst allra
stundanna á heimili okkar beggja
þar sem gleðin ríkti, enda var Einar
mjög glaðsinna, hafði létta lund og
var hvers manns hugljúfi. Við
kynntumst því ekki síst í páskaferð-
um okkar erlendis og útilegum hér
innanlands hversu jákvæður Einar
var og ákaflega þægilegur ferðafé-
lagi.
Einar var mjög myndarlegur mað-
ur og þéttur á velli, traustur og
drengur góður. Hann hafði mjög
gaman af alls konar veiði og var það
orðin viðtekin venja að fara saman
út á sjó á handfæraveiðar á hveiju
vori. Hann hlakkaði til þessara ferða
sem veittu honum gleði og ánægju.
Hann fór sjúkur í sína hinstu sjóferð
á liðnu sumri. Ferðirnar verða ekki
fleiri að sinni.
Farsæl vegferð er á enda. Við
erum þakklát fyrir samveruna. Megi
blessun guðs fylgja honum á nýjum
slóðum.
Samt er í samfylgd
sumra manna
andblær friðar
án yfirlætis,
áhrif góðvildar,
inntak hamingju,
þeim sem njóta nær.
(G.B.)
Elsku Gigi og fjölskylda, hugur-
inn er hjá ykkur. Samúðarkveðjur.
Ingibjörg og Hafsteinn.
Einari Kristjánssyni kynntist ég
fyrst er hann gerðist húsvörður við
skólana í Mosfellssveit haustið 1967.
Skólabíllinn sótti okkur krakkana
úr Mosfellsdalnum fyrst og var þá
Einar húsvörður ávallt mættur á
undan öllum öðrum. Þótt Einar hefði
í mörgu að snúast gaf hann sér oft-
ast tíma til að spjalia við okkur
krakkana úr Dalnum. Einar hafði
búið í Dalnum allmörg ár áður en
hann gerðist húsvörður.
Eftir því sem árin liðu urðu sam-
töl okkar Einars tíðari og ekkert
virtist honum óviðkomandi. Hann
var óspar á heilræðin og lá ekki á
skoðunum sínum. Alltaf var hann
þó tilbúinn að hlusta á mínar skoð-
anir og viðhorf þó aldursmunurinn
væri allnokkur. Hámarki náðu þess-
ar samræður okkar Einars veturinn
sem ég var í landsprófi, en þá var
landsprófsstofan í gamla Brúar-
landsskólanum við hliðina á kenn-
arastofunni. Á morgnana þegar ég
mætti var Einar oftast að Iaga kaffi
áður en kennararnir kæmu til vinnu.
Nokkrum árum seinna þegar ég
hóf að starfa sem sölumaður gáfust
aftur kærkomin tækifæri til að heim-
sækja Einar, þá í nýjan og stærri
skóla sem hann hugsaði um af sömu
regluseminni og myndarskapnum og
gamla Brúarlandsskólann.
Eftir að við hjónin stofnuðum fyr-
irtækið Rekstrarvörur kom Einar oft
við hjá okkur til að versla fyrir skól-
ann sinn og ekki hvað síst til að
gefa góð ráð og athuga hvort þetta
gengi ekki þokkalega hjá stráknum.
Hinn 4. janúar 1989 urðum við
hjónin fyrir því áfalli að húsið að
Réttarhálsi 2, þar sem fyrirtæki
okkar er staðsett, brann í einum
stærsta bruna sem orðið hefur í
Reykjavík. Ýmsir vinir og vanda-
menn voru þá snöggir tii að koma
og hjálpa til við björgun verðmæta,
hreinsun, flutning og annað sem
þurfti að gera til að koma starfsemi
fyrirtækisins sem fyrst af stað aft-
ur. Að öllum öðrum ólöstuðum stóð
Einar Kristjánsson þar fremstur í
flokki og lagði óbeðinn harðast allra
að sér við björgunina.
Einar Kristjánsson var í mörg ár
einn af virkustu meðlimum Odd-
fellowstúkunnar Hallveigar. í einni
af „eftirlitsferðum" sínum til okkar
í Rekstrarvörur sagði Einar við mig
að sér virtist reksturinn vera kom-
inn á góðan rekspöl og að nú væri
tími til kominn að ég gerði eitthvað
fleira en að vinna. í stöðugri við-
leitni sinni til að gera mann úr
stráknum sagðist hann vilja fá að
mæla með því að ég yrði tekinn inn
í Hallveigu. í október 1987 var ég
tekinn inn í Hallveigu fyrir tilmæli
Einars. Hallveigarbræður tóku
þessum nýja bróður einstaklega vel
og hef ég þar eflaust notið þess að
koma inn í stúkuna í skjóli vinar
míns Einars Kristjánssonar, en
margir okkar kæru bræðra héldu
að ég væri sonur hans.
Að lokum vil ég fyrir hönd okkar
Siggu þakka þér, Einar Kristjáns-
son, samfylgdina og votta eftirlif-
andi eiginkonu þinni, börnum,
barnabörnum og öðrum aðstandend-
um samúð okkar.
Kristján Einarsson.
• Fleiri minningargreinar um
Einar Matthías Kristjánsson bíða
birtingar ogmunu birtast í blað-
inu næstu daga.
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
SIGURGEIR ÓSKAR SIGMUNDSSON,
, Grund,
Flúðum,
verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju
laugardaginn 15. febrúar kl. 13.00.
Jarðsett verður í Hruna.
Rútuferðir verða frá BSÍ kl. 11.00 með
viðkomu á Selfossi.
Sólveig Ólafsdóttir,
Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, Magnús Gestsson,
Ólafur Ingi Sigurgeirsson, Sigrfður Björnsdóttir,
Sigmundur Sigurgeirsson,
Einar Logi Sigurgeirsson, Arnheiður Sigríður Þorvaldsdóttir
og barnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
ÁRNÝ SVEINBJÖRG
ÞORGILSDÓTTIR,
Leifsgötu 24,
Reykjavik,
verður jarðsett frá Hallgrímskirkju föstu-
daginn 14. febrúar kl. 13.30.
Ósk Valdimarsdóttir,
Sigurveig Valdimarsdóttir, Friðrik Andrésson,
Guðbjörg Bjarnadóttir, Benedikt Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi,
STEFÁN SIGURSVEINN
ÞORSTEINSSON
frá Horni,
Miðtúni 14,
Hornafirði,
lést 7. febrúar sl.
Útförin fer fram frá Hafnarkirkju laugar-
daginn 15. febrúar kl. 14.
Nanna Jónsdóttir,
Halldóra Stefánsdóttir,
Jón Stefánsson,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
+
Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓSEFFRANSSON,
Hjarðarholti 14,
Akranesi,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 14. febrúar
kl. 14.00.
Aldis Sigurjónsdóttir,
Þóra Jósefsdóttir, Kristinn Steinarsson,
Sigurjón Jósefsson, Aðalheiður Valdimarsdóttir,
Róbert Jósefsson, Guðrún Björnsdóttir,
Margrét Jósefsdóttir, Hermann Helgi Traustason
og barnabörn.
+
Ástkær eigimaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
bróðir,
BENEDIKT SIGFÚSSON
bóndi,
Beinárgerði,
Vallahreppi,
verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 15. febrúar
kl. 14.00.
Fyrir mína hönd, barna okkar, tengdabarna, barnabarna, barna-
barnabarna og systur hins látna,
Heiga Bjarnadóttir.
Móðir mín og tengdamóðir,
KRISTÍN JAKOBSDÓTTIR
frá Sogni íKjós,
Merkjateigi 7,
Mosfellsbæ,
verður jarðsungin frá Reynivallakirkju í
Kjós, laugardaginn 15. febrúar kl.
14.00.
Sætaferð verður frá Umferðarmiðstöð-
inni kl. 13.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Hannes Ólafsson, Þórdfs Torfadóttir.