Morgunblaðið - 13.02.1997, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 13.02.1997, Qupperneq 50
50 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BREF TEL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Tommi og Jenni Erfitt að fá þorramat til Danmerkur Frá stjórn íslendingafélagsins í Óðinsvéum: í BRÉFI dags. 20.12. 1996 (barst okkur 4.1. 1997) frá Sendiráði ís- lands í Kaupmannahöfn, var okkur tilkynnt að ekki væri hægt að fá þorramat fluttan til Danmerkur þar sem engir samningar væru fyrir hendi um innflutning á unnum kjöt- vörum milli íslands og Danmerkur. Við höfðum samband símleiðis mánudaginn 6.1. 1997 til að fá nán- ari upplýsingar. Okkur var þá til- kynnt að við gætum gleymt öllum þorramat að minnsta kosti þetta árið. Það væru engir samningar og ekkert útlit fyrir að samkomulag yrði gert og þar af leiðandi ekki hægt að flytja matinn inn löglega. Þetta var meðal annars rökstutt með því að verslanakeðjan Super Brugsen hefði reynt að flytja inn hangikjöt og skyr sem dörisk tolla- yfirvöld eyðilögðu. Einnig hafði Vi- gerslev kodforsyning (kjötverslun sem boðið hefur upp á íslenskt lambakjöt) lent í því rétt fyrir jól að dönsk toilayfirvöld eyðilögðu vör- ur úr heilum gám, þar á meðal svið, hangikjöt, lifrarpylsu og blóðmör. Eftir að hafa fengið þessar upp- lýsingar þótti okkur ljóst að ekki væri nokkur leið fyrir Islendingafé- lagið að fá einhverja undanþágu með hjálp sendiráðsins, þannig að ættmenni á íslandi voru sett í að tala við ráðherra. Það varð til þess að Guðmundur Bjarnason landbún- aðarráðherra ætlaði að beita sér í þessum málum og nota tækifærið til að ítreka bréf sem hann hafði sent til utanríkisráðuneytisins. Við pöntuðum húsnæði og mat og til stóð að bjóða upp á „danskt hlaðborð" svona til að hafa upp á eitthvað að bjóða. (Það var að sjálf- sögðu búið að panta hljómsveit frá íslandi.) Miðvikudagskvöldið 15. janúar fréttum við svo af því að búið væri að útvega undanþágu fyr- ir að minnsta kosti eitt íslendingafé- lag í Danmörku (fengum afrit af matseðlinum) og það hefði verið gert með hjálp Sendiráðsins „okk- ar“. Þetta voru að sjálfsögðu „góð- ar“ fréttir nema hvað við vorum nýbúin að borga staðfestingargjald fyrir áðurnefndan mat. Nú standa málin þannig að búið er að aflýsa „Þorrahátíð" sökum lélegrar þátttöku og kemur íslend- ingafélagið til með að taka á sig þó nokkurn kostnað. Þorrablót er annars það sem hefur risið hæst á dagskrá íslendingafélagsins í Od- ense. Þetta er því miður ekki það eina sem við höfum út á sendiráðið að setja. Við höfum ekki fengið nýjan konsúl þrátt fyrir að Harald heitinn Hansen hafi verið jarðsettur í bytjun janúar 1996. Til stóð að ekkja hans tæki við og hún var látin skrifa undir pappíra þar að lútandi. Síðan leið og beið og loksins kom tilkynn- ing: því miður hún er of gömul. Síð- an hefur ekkert gerst í því máli. íslendingar búsettir á Fjóni gátu þar af leiðandi ekki kosið til forsetakosn- inga nema með því að keyra til Jót- lands (nánar tiltekið Fredericia) og það eiga alls ekki allir bíl. Nú er eflaust einhver sem hugsar að það séu nú bæði tii lestir og rút- ur, en því skyldum við eiga að gjalda fyrir sofandahátt annarra? Opinber heimsókn forseta íslands til Danmerkur var heldur ekki aug- lýst nógu tímanlega. Við fengum upplýsingar um komu hans mánu- dagskvöldið 6. janúar sl. (við þurft- um að koma upplýsingum til félags- manna ÍFO) og opið hús var í Kaup- mannahöfn mánudaginn 13. janúar milli kl. 17 og 19, sem er ofan í kaupið ekki góð tímasetning fyrir aðra en þá sem búsettir eru í Kaup- mannahöfn. Við erum full bjartsýni og ætlum okkur að sækja strax um undanþágu fyrir innflutningi á þorramat fyrir árið 1998. Við höfum sem sagt lært það að treysta ekki á aðstoð sendi- ráðs „okkar“ í Danmörku því það virðist eingöngu starfa fyrir Kaup- mannahöfn. Ofan á allt þetta bætist svo að erfitt hefur verið að fá prestinn út á landsbyggðina. Þó skal það viður- kennt að hann messar alltaf hjá qkkur um jólin, þ.e. 26. des. er frá- tekinn fyrir Óðinsvé. Odense í febrúar 1997, fyrir hönd stjórnar íslendingafé- lagsins í Odense: GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR, INGA LÁRA SIGURJÓNSDÓTTIR, REYNIR KRISTJÁN SSON, A. KOLBRÚN ÁRNADÓTTIR, EYRÚN BALDVIN SDÓTTIR, KRISTINN HELGISNORRASON, AGNAR BENT BRYNJÓLFSSON. Fylkjum liði gegn fíkniefnum Frá Ómari Smára Ármannssyni: REYNSLA okkar íslendinga og flestra annarra þjóða af ávana- og fíkniefnum er slæm. Afleiðingarnar eru stórkostlegt samfélagsvanda- mál með öllum þeim hörmungum sem því fylgir. Mikið og lengi hefur verið rætt um aðgerðir gegn ávana- og fíkniefnum hér á landi. Nú virð- ast ráðamenn og margir aðrir loks vera að átta sig á því að fé almenn- ings hljóti að vera betur varið til að spyma við fótum, samhæfa og sameina krafta opinberra aðila, fá fólk til að draga úr neyslu, hafa jákvæð áhrif á viðhorf almennings og reyna að breyta ástandinu til hins betra í stað þess að sætta sig við að sífellt meiri þörf á fjölgun meðferðarúrræða, byggja stofnanir og þurfa síðan í framtíðinni að standa straum af rekstri þeirra með óheyrilegum kostnaði. Ástæða er til að fólk um land allt taki þessa viðleitni ráðamanna alvarlega og fylki liði um þá sem vilja vinna að fíkniefnalausu samfé- lagi. ÓMAR SMÁRIÁRMANNSSON aðstoðaryfírlögregluþjónn. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.