Morgunblaðið - 19.02.1997, Side 1

Morgunblaðið - 19.02.1997, Side 1
72 SÍÐUR B/C/D 41.TBL. 85.ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Kossar í Kreml FAGNAÐARFUNDIR urðu með þeim Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, og Borís Jelts- ín, Rússlandsforseta, í Kreml í gær. Kyssti Arafat forsetann á báðar kinnar og enni og sagði heimsbyggðina fagna batnandi heilsu Jeltsíns. Talið er að með fundinum viþ'i Rússar freista þess að ná aukinni aðild að friðarumleitunum í Miðaustur- löndum. Hafa áhrif Rússa dvínað í þessum heimshluta eftir að Sov- étríkin liðu undir lok en nú eru þeir áfram um að snúa þeirri þróun við. Von er á Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, til Moskvu í næsta mán- uði. Á fundinum í gær þáði Jelts- ín boð Arafats um að vera við- staddur hátiðahöld í Betlehem árið 2000, þegar þess verður minnst að tvö þúsund ár eru lið- in frá fæðingu Jesú Krists. Heitir undan- þágu frá skatti Lusnje í S-Albaníu. Reuter. I TILRAUN til að sefa reiði fólks í Suður-Albaníu, sem er fullt gremju út í stjórnvöld eftir gjaldþrot svokall- aðra pýramída-sjóða, hefur Sali Ber- isha, forseti Albaníu, heitið íbúum svæðisins að þeir verði undanþegnir skattheimtu í tvö ár. Gaf hann þetta fyrirheit í ávarpi í borginni Lusnje, 85 km suður af höfuðborginni Tir- ana, í gær. „Ég gaf fjármálaráðherranum fyrirmæli um að aflétta skattheimtu í Lusnje í tvö ár til þess að hjálpa bændum og borgurum út úr þessu neyðarástandi,“ sagði Berisha. Mikil öryggisvarzla Öryggisvarzla var mikil við heim- sókn forsetans til borgarinnar. Óein- kennisklæddir lögreglumenn voru dreifðir um svæðið sem hann fór um, og vopnuð lögregla fylgdist náið með af húsþökum. í síðasta mánuði, þegar æsingur vegna gjaldþrotanna stóð sem hæst, fór varaforsætis- ráðherra lands- ins, Tritan Shehu, til að ræða vandann við íbúa Lusnje, en tókst ekki bet- ur upp en svo að hann var tekinn í karphúsið og komst aðeins undan við illan leik. Nú hefur ekkert lát verið á mót- mælaaðgerðum íbúanna í meira en mánuð. Berisha brýndi landsmenn sína að minnast þess, undir hvaða kringumstæðum þeir hefðu þurft að lifa fyrir aðeins fimm árum, þegar landið hafði verið undir stjórn kommúnista í 45 ár. „Ég skil að þið hafið orðið fyrir miklu tjóni. En gleymið ekki hvemig líf ykkar var fyrir aðeins fimm árum. Nú hafíð þið það fjórum sinnum betra en þá,“ sagði forsetinn. Bretland og gróð- urhúsaáhrifin Meiri nið- urskurður útblásturs Lundúnum. Reuter. BREZKA ríkisstjómin greindi frá því í gær, að hún myndi skera útblástur ósoneyðandi lofttegunda meira niður fram að aldamótum en hún hafði skuldbundið sig til að gera á Ríó-ráðstefnunni árið 1992. John Gummer umhverfis- ráðherra sagðist búast við að útblástur koltvísýrings, CO2, sem er helzta „gróðurhúsaloft- tegundin", yrði á árinu 2000 milli 4 og 8% minni en hann var árið 1990. Á Ríó-ráðstefnunni skuld- bundu þróuðu löndin í heimin- um, þar á meðal ísland, sig tii að minnka losun gróður- húsalofttegunda út í andrúms- loftið niður að því marki sem hún var á 1990. Sali Berisha Bæli skrímslis- ins fundið? Inverness. Reuter. SKOZKUR strandvörður sagði í gær frá því, að hann hefði fundið það sem hann telur vera leynilegt bæli Loch Ness-skrímslisins víðfræga. Segist strandvörðurinn, George Edwards, hafa uppgötvað með sónartækinu í báti sínum níu metra breitt hellisop á botni vatnsins. Segir hann fundinn marka þáttaskil í leitinni að skrímsl- inu leyndardómsfulla. „Loksins höf- um við vísbendingu um hvar „Nessie" heldur sig, og getum því takmarkað leitarsvæðið og aukið líkurnar á að koma auga á hana eða einhvem úr fjölskyldunni," segir Edwards. Reuter Madeleine Albright fundar með utanríkisráðherrum Atlantshafsbandalagsins Vill sameiginlegt fríðar- gæslulið NATO og Rússa Morgunblaðið.Brussel. MADELEINE Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, setti fram hugmyndir um sameiginlegt friðar- gæslulið Atlantshafsbandalagsins 0g Rússlands á fundi utanríkisráð- herra NATO í Brussel í gær. Þá viðraði hún einnig hugmyndir um samráðsvettvang allra aðildarríkj- anna 16 og Rússlands, auk þeirra ríkja í Mið- og Austur-Evrópu, sem óskað hafa eftir aðild að NATO. Síðari tillagan er talin vera mót- leikur gegn tillögu sem Frakkar höfðu áður sett fram um samráðs- fund fimm stærstu aðildarríkja bandalagsins og Rússlands, en henni hefur verið illa tekið af nokkr- um aðildarríkjum NATO sem finnst sér vera mismunað. Báðum þessum hugmyndum Albright var vel tekið af Javier Solana, framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalagsins. Albright varði miklum hluta ræðu sinnar á fundinum í að reyna að sannfæra Rússa um að þeim stæði ekki ógn af stækkun NATO og um leið reyna að draga úr and- stöðu þeirra við hana. Hugmynd hennar um sameiginlegt friðar- gæslulið NATO og Rússlands er hluti af tillögu hennar um aukið samstarf NATO við Rússland. Sagðist hún sjá fyrir sér sérstakt samstarfsráð NATO og Rússlands, sem gripið gæti til sameiginlegra aðgerða, ef nauðsyn krefði. Albright greindi einnig frá því að unnið væri að gerð samnings milli Rússa og Atlantshafsbanda- lagsins, sem veitti þeim fyrmefndu fulla aðild að nýju öryggiskerfi Evrópu eftir stækkun NATO, ef frá væri talið neitunarvald. Albright ítrekaði hins vegar að í engu yrði hvikað frá áformum Atl- antshafsbandalagsins um stækkun til austurs, þrátt fyrir andstöðu Rússlands. Öll aðildarríki banda- lagsins væru samstíga á leið sinni að endanlegri ákvörðun um stækk- un, sem ráðgert er að taka á leið- togafundi NATO í Madríd í júlí á þessu ári. Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, sem sat fundinn fyrir hönd íslands, sagði að hann hefði reynst mjög gagnlegur. Hann sagði jafnframt vera ánægjulegt til þess að vita að Albright hefði lagt áherslu á samskiptin yfir hafið og samvinnu Evrópu og Bandaríkj- anna, sem og að hún væri staðföst í því að halda áfram stækkunarferl- inu og koma samskiptum Atlants- hafsbandalagsins við Rússland í gott horf. ■ Aukið samstarf/18 Mandela með unn- ustu sér við hlið NELSON Mandela forseti Suður-Afríku kynnir ástkonu sína, Graca Machel, fyrir sænsku konungshjónunum í Höfðaborg í gær. Er það í fyrsta sinn sem Machel, 51 árs ekkja Samora Machels fyrrverandi forseta Mósam- bík, kemur fram með Mand- ela við opinbert tækifæri. Varð það suður-afrískum fjöl- miðlum tilefni vangaveltna um hvort þau myndu láta pússa sig saman. Karl Gústaf Svíakonungur og Sylvía drottning eru í þriggja daga opinberri heimsókn í Suður- Afríku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.