Morgunblaðið - 19.02.1997, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.02.1997, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 2.927 Sjávarútvegsnefnd Alþingis fundar um stjórnun síldveiðanna sögðujá við álveri AFRAKSTUR undirskrifta- söfnunarinnar „Álver, já takk“ sem Áhugafólk um at- vinnuuppbyggingu á Vestur- landi hefur staðið að síðustu daga var afhentur Finni Ingólfssyni iðnaðarráðherra í gærdag. Jón Sigurðsson, verkamaður og einn aðstandenda söfnunar- innar, sem afhenti undir- skriftalistana, sagði að alls hefðu 2.927 einstaklingar ritað nöfn sin til stuðnings álveri á Grundartanga. Jón segir að farið hafi verið í gegnum listana til að eyða tvíritunum og taka spaugara út af listunum. Til að mynda var talið vafasamt að enski knattspyrnumaðurinn Robbie Fowler hefði gert sér ferð til íslands til að styðja málstað- inn. fleiri þingmenn sögðu að ákvæði þess um að ekki mætti mismuna sjúklingum væru ekki nógu skýr, sérstaklega þar sem ekki væri sérstaklega tekið fram að ekki mætti mismuna eftir aldri. Ýmsir þingmenn töldu einnig að í frum- varpinu væri ekki nógu langt gengið í stuðningi við foreldra veikra barna. Margrét Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins, gagn- rýndi að í kostnaðaráætlun frum- varpsins væri aðeins gert ráð fyrir átta milljóna króna ijárveitingu, en ekki tekin fram kostnaður við ýmsar stórframkvæmdir, til dæm- is byggingu barnaspítala, sem hún taldi nauðsynlega til að framfylgja ákvæðum frumvarpsins. Morgunblaðið/Kristinn INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra sagði við umræður á Alþingi í gær að í svonefndri for- gangsröðunamefnd fyrir heilbrigð- iskerfið væri ekki stefnt að því að dýrar og umfangsmiklar aðgerðir yrðu aðeins gerðar á fólki innan ákveðins aldurs. Danir hafa meðal annars farið þá leið að gera ekki ákveðnar aðgerðir á öldruðum. Frumvarp til laga um réttindi sjúklinga er nú til umræðu á Al- þingi í annað sinn með nokkrum breytingum. Þingmenn sem til máls tóku um frumvarpið í gær fögnuðu því, en stjórnarandstöðu- þingmenn gagnrýndu ýmis atriði sem þeir töldu óskýr. Guðmundur Árni Stefánsson, Þingflokki jafnaðarmanna, og Aðgerðir ekki bundnar við aldurshámark Ekkí ástæða til breyt- inga á úthafsveiðilögnm SJÁVARÚTVEGSNEFND Alþingis sér ekki ástæðu til að breyta úthafs- veiðilögunum vegna nýlegrar ákvörðunar Þorsteins Pálssonar sjáv- arútvegsráðherra um að leyfa öllum skipum veiðar úr norsk-íslenzka sfld- arstofninum á þessu ári án einstakl- ingsbundins aflahámarks. Nefndin ræddj þetta mál á fundi í gærmorg- un. Árni Ragnar Ámason, varafor- maður nefndarinnar, segir að ákvæði laganna endurspegli þó ekki þann skilning, sem þingmenn hafi lagt í málin fyrir samþykkt þeirra í desem- ber og hugsanlegt sé að breyta þeim í framtíðinni ef hegðun sfldarstofns- ins breytist. „Niðurstaða fundarins var alveg skýr. Nefndin tekur lögin ekki upp að eigin fmmkvæði og telur þessa ákvörðun sjávarútvegsráðherra ekki vera ástæðu til þess. Við sjáum ekki betur en hún sé í samræmi við ákvæði laganna," segir Árni. Veiðar undanfarinna ára ekki dæmigerðar fyrir framtíðina Hann segir að íslendingar hafí ekki veitt úr síldarstofninum lengi og um hann eigi því ekki við ákvæði laganna um að miða beri annað hvort við þriggja ára veiðireynslu við úthlutun varanlegs kvóta til ein- stakra skipa eða þá þqu beztu árin af sex síðustu veiðiárum. „Auk þess hefur stjómarmeirihlutinn í sjávar- útvegsnefnd verið þeirrar skoðunar að um þennan stofn gildi_ alveg sér- stakar væntingar okkar íslendinga, þ.e. að hann eigi eftir að ganga inn í lögsöguna og vonandi í þeim mæli, sem hann gerði á fyrri áratug- um. Þá er ljóst að veiðamar, eins og þær hafa verið stundaðar und- anfarin tvö ár, eru engan veginn dæmigerðar um það, sem slíkt gæti leitt til. Við viljum ekki veita varan- lega aflahlutdeild í þessum stofni strax,“ segir Árni. Endurspeglar ekkí skilning þingmanna Hann segir að þrátt fyrir þetta hafi neftidarmenn verið sammála um að texti úthafsveiðilaganna end- urspegli ekki skilning þingmanna, sem hafi gert ráð fyrir að hægt yrði að viðhafa sömu aðferð og í fyrra við veiðistjórnun á sfldarstofninum, þ.e. að útdeila aflamarki á skip, sem miðað var m.a. við burðargetu. Ein ástæða þess að menn vildu hafa þennan hátt á var að talið var að frjálsar veiðar myndu hækka sóknar- kostnað og draga úr aflaverðmæti, lflct og útgerðarmenn hafa bent á. „Það er hugsanlegt í framtíðinni að lögin verði tekin upp af þessari ástæðu, en við teljum ekki ástæðu til að fara í sjíka umræðu á þessu stigi,“ segir Árni. „Það er nánast ekki unnt að finna leið, sem kemur til móts við öll sjónarmið." Hann segir að nefndin hafi verið samtaka í afstöðu sinni. „Eftir þær upplýsingar, sem menn fengu, töldu þéir að lagalegur grundvöllur væri fyrir þessari ákvörðun. Hins vegar er hugsanlegt að skoða þurfi málið betur með tilliti til framtíðarinnar." Afrýjunarnefnd samkeppnismála staðfestir úrskurð samkeppnisráðs í máli Póstdreifingar ehf. Gildir ótvírætt um Póst og síma hf. Hlutabréf í sjávarút- vegi lækka í verði GENGI hlutabréfa í mörgum sjáv- arútvegsfyrirtækjum lækkaði nokkuð í viðskiptum á Verðbréfa- þingi íslands og Opna tilboðs- markaðnum í gær, eða um allt að 6,7%. Lækkaði sérstök hlutabréfa- vísitala sjávarútvegs í gær um 2,5%. Gengislækkanir bréfanna koma í kjölfar fregna um óhag- stæða útkomu loðnufrystingar á yfirstandandi vertíð. Af einstökum félögum má nefna að hlutabréf Síldarvinnslunnar hf. lækkuðu um 6,7%, bréf í Granda lækkuðu um 2,5%, Haraldi Böð- varssyni um 2,48%, Útgerðarfé- lagi Ákureyringa um 4%, Vinnslu- stöðinni um 3,3%, Búlandstindi um 2,6% og Hraðfrystihúsi Eskifjarð- ar um 4,2%. Hafa ber í huga að gengi bréfa í mörgum þessara fyrirtækja hefur hækkað verulega undanfarna mánuði. ■ Þingvísitalan/15 ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn- ismála hefur í öllum meginatriðum fallist á niðurstöður og forsendur í ákvörðun samkeppnisráðs um erindi Póstdreifíngar ehf. að Póst- og símamálastofnun hafi misbeitt markaðsráðandi stöðu sinni í póst- dreifingu. Póstur og sími hf. kærði ákvörð- un samkeppnisráðs sem birt var í desember sl. í kærunni var dregið í efa að fyrirmæli samkeppnisráðs samkvæmt ákvörðuninni beindust að nýstofnuðu hlutafélagi. Fullyrt var að megininntak allra ákvarð- ana, álitsgerða og tilmæla sam- keppnisráðs sem vörðuðu Póst- og símamálastofnun hafi verið virt við gerð frumvarps um póstþjón- ustu sem tekið hafi gildi um ára- mót en þá tók hlutafélagið til starfa. Af þeim sökum hafi hvorki ver- ið ástæða né grundvöllur fyrir ráð- ið að beina fyrirmælum til eða leggja á hlutafélagið kvaðir eins og gert hafi verið í ákvörðuninni. í niðurstöðum áfrýjunarnefnd- arinnar segir að kvaðir sem lagðar hafi verið á Póst- og símamála- stofnun með ákvörðun samkeppn- isráðs teljist ótvírætt til þeirra skuldbindinga sem Póstur og sími hf. tók á sínar herðar með gildis- töku laga um stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamála- stofnunar 1. september 1996. Fyr- irmæli tengd ákvörðun samkeppn- isráðs giltu þess vegna tvímæla- laust um hið nýja hlutafélag. Dreifingarskylda staðfest Áfrýjunamefndin féllst á niður- stöður samkeppnisráðs að öllu leyti að undanskildum þeim þætti ákvörðunarinnar sem laut að skyldu Pósts og síma hf. um að verða við ósk Póstdreifíngar að dreifa pósti á tilteknum stöðum á sömu kjörum og samkeppnishluti Pósts og síma hf. nýtur. Nefndin telur, með vísan til grunnreglna samkeppnislaga, að Pósti og síma hf. sé skylt að fram- fylgja slíkri dreifíngarskyldu gagnvart hveijum þeim dreifing- araðila sem þess óskar. Siglufjörður Smyglaður bjór gerður upptækur , Siglufjörður. Morgunblaðið. • TALSVERT magn af bjór, alls 29 kassar, var gert upptækt á ' Siglufirði um síðastliðna helgi. Um var að ræða smyglvaming sem komið hafði til Siglufjarð- ar með MS Hauki. Skipið, sem stundar milli- landasiglingar, var tollafgreitt á Seyðisfirði en grunsemdir vöknuðu hjá lögreglunni á Siglufirði er hún komst að áfengiskaupum siglfirskra , unglinga við skipveria á f Hauki. " Kassarnir fundust við leit í bifreiðum og á heimilum. Hús- ráðendur voru teknir til yfír- heyrslu og kom í ljós að varn- ingurinn var að mestu leyti í eigu skipstjórans og eins skip- veq'a. Þó tengdust tveir sigl- firskir aðilar í landi þessu máli. Að sögn Guðgeirs Eyjólfs- sonar, sýslumanns á Siglu- fírði, telst málið að fullu upp- ( lýst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.