Morgunblaðið - 19.02.1997, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Hagfræðistofnun Háskóla íslands
Aukin menntun leiðir
til nieiri hagvaxtar
SAMHLJÓÐA niðurstaða þeirra
rannsókna sem gerðar hafa verið á
sambandi hagvaxtar og menntunar
er að sterkt jákvætt samband ríki
þar á milli. Það er að segja að auk-
in menntun leiði til meiri hagvaxtar.
Lauslegar tölfræðilegar rannsóknir
gefa til að mynda til kynna að 1%
hækkun á meðalskólagöngu vinnu-
aflsins leiði til 0,3% hagvaxtar á til-
teknu ári, að öðru óbreyttu.
Þetta kemur meðal annars fram
í greinargerð Hagfræðistofnunar
Háskóla íslands sem Bjöm Bjama-
son menntamálaráðherra og Tryggvi
Þór Herbertsson, forstöðumaður
Hagfræðistofnunar, kynntu á blaða-
mannafundi í gær.
í greinargerðinni sem tekin var
saman að ósk menntamálaráðherra
kemur fram að mannauður, sú þekk-
ing sem einstaklingur hefur yfir að
ráða, skýri að talsverðu leyti mis-
munandi framleiðni milli þjóða.
Áréttað er að auðlegð íslendinga
byggist að miklu leyti á náttúruauð-
lindum. En „til að hagvöxtur geti
verið jafn og stöðugur um ókomin
ár þarf að minnka vægi náttúruauð-
linda í auðlegð íslendinga með því
að leggja meiri áherslu á mannauð-
inn.“ I máli Tryggva kom fram að
til mikils væri að vinna til að ná
þessum árangri, þó ljóst væri að það
gerðist ekki á skömmum tíma.
„Stjórnvöld gætu haft áhrif á
mannauðinn með því að hvetja ein-
staklinga til menntunar og búa
skólastarfmu gott umhverfi. Liður í
þessu væri að efla rannsóknir, bæði
grunnrannsóknir og hagnýtar rann-
sóknir sem koma atvinnulífinu strax
til góða,“ segir ennfremur í greinar-
gerðinni.
Lagt til að hvetja nemendur
til dáða með umbunarkerfi
Tryggvi nefndi ennfremur nokkrar
leiðir sem stjórnvöld gætu farið til
að auka mannauð þjóðarinnar. Hann
lagði til dæmis til að aukin áhersla
verði lögð á að auka gæði menntun-
ar en ekki fjölda prófgráða, svo sem
með lengra skólaári, bættu námsefni
og betur menntuðum kennurum. En
rannsóknir sýni að fjöldi stunda á
bakvið prófgráðu sé minni á íslandi
en í mörgum löndum OECD og því
gætu gæði prófgráða milli landa
verið mjög mismunandi.
Þá lagði hann til að nemendur
yrðu hvattir til dáða með einhvers
konar umbunarkerfi en einnig að öll
skólastig og rannsóknir innan þeirra
yrðu efld, þó þannig að arðsemi
mismunandi tegundar menntunar
væri að einhverju leyti höfð til hlið-
sjónar sérstaklega á framhalds- og
háskólastiginu.
Auk þess lagði Tryggvi til að
rannsóknar- og þróunarstarf fyrir-
tækja almennt yrði styrkt, til dæmis
með skattaívilnunum, en ekki með
sértækum aðgerðum. En í greinar-
gerðinni segir að þó ljóst sé að mik-
ið átak hafi átt sér stað í rannsókn-
ar- og þróunarstarfi á íslandi síðastl-
inn aldarfjórðung, sé framlag íslend-
inga til þessa málaflokks hlutfalls-
lega minna en annarra OECD ríkja.
Launþegum verði greitt í
samræmi við menntun
Þá lagði Tryggvi til að stjómvöld
hvetji til þess að launþegum verði
greitt í samræmi við menntun sína
og hæfileika þannig að menntun
verði eftirsóknarverðari fyrir ein-
staklinginn en hún er í dag. Máli
sínu til stuðnings benti hann á rann-
Hlutfallsleg skipting auðs í flokka
hjá nokkrum af ríkustu þjóðum heims
I I Náttúruauðlindir I I Fjármagn I I Mannauður
Ástralía
Kanada
Lúxemborg
Sviss
Japan
Svíþjóð
ísland
Danmörk
0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100%
SAMSETNING auðs hjá sjö af tíu ríkustu þjóðum heims. ísland er
í sjöunda sæti hvað varðar auð á mann. Þar sést að auður íslend-
inga er að 56% kominn til vegna náttúruauðlinda, 15% vegna
fjármagns og 29% vegna mannauðs.
sókn Félagsvísindastofnunar sem
gerð var á árunum 1993 til 1995
en þar kemur fram að launabilið á
milli menntaðra og ómenntaðara
einstaklinga hefur minnkað á
undanförnum áratugum. „Sennilegt
er að haldi þróunin áfram sem horf-
ir, þ.e. ef tekjudreifingin breytist
ekki, muni skynsamir einstaklingar
kjósa annað af tvennu: Að starfa
erlendis þar sem hærri laun eru
greidd að námi loknu eða mennta
sig ekki. Af þessu má sjá að að
hugsanleg hætta er fyrir hendi að
menntunarstig íslendinga lækki í
framtíðinni að óbreyttu kerfi," seg-
ir í greinargerðinni.
í máli Bjöms Bjarnasonar
menntamálaráðherra á blaðamanna-
fundinum í gær kom fram að hann
liti á greinargerð þessa sem nauð-
synlegan þátt í almennri umræðu
um mennta- og skólamál, þar sem
kæmi m.a. fram rökstuðningur fyrir
því að fjárfesting í skólakerfinu
væri ekkert annað en fjárfesting í
auðugra þjóðfélagi. Hann tók undir
þau sjónarmið Tryggva að leggja
bæri áherslu á að auka gæði mennt-
unar en ekki prófgráða og að umb-
una ætti þeim sem mennta sig með
hærri launum. Þá samsinnti hann
því að mikilvægt væri að efla rann-
sóknir og þróunarstarf.
Andlát
JÓNAS PÉTURSSON
JÓNAS Pétursson,
fyrrverandi alþingis-
maður, lést á Sjúkra-
húsi Egilsstaða í gær,
18. febrúar, á áttug-
asta og sjöunda ald-
ursári. Hann var þing-
maður Sjálfstæðis-
flokksins á Austur-
landi á árunum 1959-
1971.
Jónas fæddist 20.
apríl árið 1910 á
Hranastöðum í Eyja-
firði. Foreldrar hans
voru Pétur Ólafsson
bóndi þar og Þórey Helgadóttir
húsmóðir.
Hann lauk búfræðiprófi á Hólum
árið 1932 og varð ári síðar bóndi á
Hranastöðum. Þar bjó hann til árs-
ins 1946. Jónas var ráðunautur
Búnaðarsambands Eyjafjarðar og
eftirlitmaður Nautgripasambands
Eyjafjarðar á árunum 1934-1940.
Hann var bústjóri og tilrauna-
stjóri á Hafursá á Fljótsdalshéraði
1947-1949 og á Skriðuklaustri í
Fljótsdal 1949-1962. Frá þeim tíma
bjó hann á Lagarfelli í
Fellabæ.
Jónas varð þing-
maður Austurlands
fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn árið 1959 og
gegndi þingmennsku
til ársins 1971. Þá sat
Jónas í hreppsnefndum
um langt skeið, fyrst í
Hrafnagilshreppi á 4.
og 5. áratugnum en
síðar í Fljótsdalshreppi
1954-1962.
Hann var fulltrúi hjá
Norðurverki við Lagar-
fossvirkjun 1971-1974. Þá var hann
framkvæmdastjóri Verslunarfélags
Austurlands 1974-1982.
Jónas sat í ýmsum opinberum
stjórnum og ráðum, þ.á m. í Rann-
sóknaráði ríkisins, stjórn Rann-
sóknastofnunar iandbúnaðarins,
stjórn Atvinnujöfnunarsjóðs og í
nýbýlastjóm, síðar landnámsstjóm.
Jónas kvæntist Önnu Jósafats-
dóttur húsfreyju árið 1933, en hún
andaðist árið 1984. Eignuðust þau
þijú böm, Hrein, Erlu og Pétur Þór.
Stenst Allt Sem Á Það Er Lagt
'mm
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Dyrfjöll á
íshöllinni
HEILMIKIL íshöll hef ur
myndast á gamalli brú yfir
Staðará við Hofteig á Jökul-
dal. Höllin myndast við það
að vatn sem sprautast úr
lekri vatnieiðslu í brúnni
frýs. Börnin á Hofteigi, Agn-
ar og Kolbjörg Lilja Bene-
diktsbörn, leika sér oft í höll-
inni. Agnar vekur athygli
blaðamanna á efri hluta hall-
arinnar sem svipar til Dyr-
fjalla og sýnir einnig tröll-
karl sem ísinn hefur myndað.
Á bak við sést í heimilisraf-
stöðina.
Nýlega fundu systkinin
rúmgóðan helli í klakanum.
„Ég sá gat á milli grýlukerta
og þegar ég braut frá opinu
kom í þ'ós stærðar hellir með
efri og neðri koju,“ segir
Agnar. Systkinin fara oft í
hellinn og borðuðu þar morg-
unmatinn sinn einn daginn.
Á minni myndinni sjást Agn-
ar og Kolbjörg i opinu á hell-
inum sem þau nefna Náttúru-
öfl og með þeim er lítil
frænka þeirra, María Brá
Finnsdóttir.
Halldór
ræddi mál
Sophiu
við Ciller
Morgunblaðið. Brussel.
HALLDÓR Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra ræddi málefni
Sophiu Hansen við Tansu Cill-
er, utanríkisráðherra Tyrk-
lands, að afloknum fundi utan-
ríkisráðherra Atlantshafs-
bandalagsins í Brussel í gær.
Aðspurður sagðist Halldór
ekki geta sagt til um hvort
þessi fundur myndi bera ein-
hvem árangur í forræðisdeilu
Sophiu fyrir tyrkneskum dóm-
stólum en hann sagðist þó
vera ánægður með hann.
„Ég skrifaði henni bréf fyr-
ir allnokkru um málefni Sop-
hiu Hansen þar sem ég fór
yfír það og óskaði eftir fundi
með henni hér í dag (í gær).
Ég er ánægður með fundinn
en vil þó ekki tjá mig um það
frekar á þessu stigi.“
V
I
í
>
I
I
i
I
I
I
{
[
ft
I
e
e
{;
(
e
t
(
«
‘i
i
(.
€