Morgunblaðið - 19.02.1997, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HARALDUR Noregskonungur og
ólafur Ragnar Grlmsson, foreeti’
íalands, hafa báðir gert fiskveiði-
deilur Islands og Noregs að umtals-
efni í opinberri heimsókn foreetans.
s?Q^íui^>
ÞÚ skalt ekki halda að ég láti einhvern kóng segja mér fyrir verkum, hr. Godal. Það
segir mér heldur enginn forseti fyrir verkum, hr. Ásgrímsson.
Almannavarnaæfingin Samvörður ’97
Þátttaka SÞ og samtaka
bj örgnnar s veita rædd
FULLTRÚAR hjálparstarfs Sam-
einuðu þjóðanna og alþjóðlegra
samtaka björgunarsveita
(INSRAG) áttu viðræður við Al-
mannavarnir ríkisins og fleiri aðila
hér á landi um möguleika á að
taka þátt í almannavamaæfíng-
unni Samverði ’97, sem haldin
verður hér á landi í sumar.
Á Samverði ’97, sem haldin
verður á vegum Friðarsamstarfs
Atlantshafsbandalagsins, verða
æfð viðbrögð við hörðum jarð-
skjálfta á Suðvesturlandi. „Við hjá
Almannavörnum leggjum mikla
áherzlu á að þessi æfíng verði
gerð eins raunveruleg og hægt er.
Til þess að það geti gerzt þurfa
þeir alþjóðlegu aðilar, sem sinna
björgunarstörfum í kjölfar nátt-
úruhamfara, að vera með í æfíng-
unni,“ segir Sólveig Þorvaldsdótt-
ir, forstjóri Almannavama.
Sólveig segir að hlutverk starfs-
fólks Sameinuðu þjóðanna í björg-
unarstarfí vegna náttúruhamfara
sé einkum samræming aðgerða.
„Stundum þegar náttúrahamfarir
verða era margir, sem vilja hjálpa,
oft meira af áhuga en getu. Eins
býðst oft nóg af björgunarliði, sem
hefur getu til að hjálpa, en ekki
er þörf á því öllu. SÞ sjá því um
að aðstoða heimamenn við að
flokka úr og halda svo utan um
aðgerðir björgunarliðsins þegar
það er komið inn í landið.“
INSRAG era alþjóðleg samtök
björgunarsveita, sem stofnuð voru
árið 1991 og starfa í tengslum við
Sameinuðu þjóðirnar. A þeirra
vegum myndi koma björgunarlið
hingað til lands. Sólveig segir að
sumar þeirra sveita, sem þegar
hafa tilkynnt þátttöku í æfíngunni
á vegum samstarfsríkja NATO, til
dæmis austurrískar og rússneskar
björgunarsveitir, séu í INSRAG.
Ekki sé því víst að þátttaka í æf-
ingunni breytist mikið frá því, sem
þegar hafí verið ákveðið.
Landsbjörg á einnig aðild að
samtökunum, en hefur ekki haft
bolmagn til að leggja til björgun-
arlið í alþjóðleg verkefni, að sögn
Sólveigar.
NATO vill fleiri með
Sólveig segir að leitað hafí ver-
ið álits Atlantshafsbandalagsins á
þátttöku SÞ og INSRAG í æfíng-
unni. „Við fengum þau svör á
fyrsta fundi um æfinguna að eitt
af markmiðum æfingarinnar væri
að íslendingar æfðu raunveralegt
tilfelli og það væri því alveg sjálf-
sagt að leyfa öðram að vera með,“
segir hún.
Sólveig segir að enn hafi ekki
verið ákveðið hvort af þátttöku
þessara aðila verði.
------» --» 4---
Samninganefnd Dags-
brúnar og Framsóknar
Vill aðgerð-
ir í febrúar
SAMNINGANEFND Dagsbrúnar
og Framsóknar fundaði á mánu-
dagskvöld og samþykkti eftirfar-
andi ályktun:
„Samninganefnd Dagsbrúnar og
Framsóknar átelur harðlega þann
seinagang sem einkennt hefur
kjaraviðræður frá upphafi.
Samninganefndin skorar á
stjórnir Dagsbrúnar og Framsóknar
að hefja þegar í stað undirbúning
aðgerða, sem komi til framkvæmda
þegar í þessum mánuði.“
Tillaga um útvarpsráð
Hætti afskiptum af
ráðningu fréttamanna
MÖRÐUR Árnason og Svanfríður
Jónasdóttir, þingflokki jafnað-
armanna, hafa lagt fram tillögu
um breytingu á útvarpslögum þess
efnis að vald útvarpsráðs til af-
skipta af ráðningu fréttamanna á
fréttastofu Ríkisútvarpsins verði
afnumið.
Tillöguflytjendumir telja að
þessi lög séu arfur frá þeim tíma
þegar stjómmálaflokkar voru ráð-
andi í fjölmiðlun á Islandi. Nú séu
hins vegar breyttir tímar og fag-
mennska, menntun og hæfni ráði
meiru en meint stjómmálaviðhorf
fréttamanna.
Þingmennimir telja að með nú-
verandi kerfi sé hætta á að blokkir
myndist í útvarpsráði um einstaka
umsækjendur um fréttamannastöð-
ur og undir hælinn sé lagt hvort
fagleg hæfni sé látin ráða. Þeir sem
ráðnir séu undir þeim kringumstæð-
um mæti tortiyggni í starfí og
hætt sé við að reynt sé að beita
þá pólitískum þrýstingi.
Ráðstefna um einkavæðingu
Ljóst að einka-
væðing er
rétta leiðin
Birgitta Kantola
BIRGITTA Kantola,
framkvæmdastj óri
hjá Alþjóðafjár-
festingastofnun-
inni (International Financ-
ial Corporation), flytur í
dag ávarp á ráðstefnu, sem
haldin er á vegum ríkis-
stjómar íslands, um mark-
aðs- og einkavæðingu.
Alþjóðafjárfestinga-
stofnunin var stofnuð að
upplagi Alþjóðabankans
árið 1956 til að ýta undir
fjárfestingu í einkageiran-
um í fátækum ríkjum. Átti
hún að starfa samhliða
Alþjóðabankanum, sem var
stofnaður til að fjármagna
uppbyggingu eftir heims-
styijöldina síðari og þróun-
arverkefni með því að lána
aðildarríkjum.
- Hefur hlutverk Al-
þjóðafjárfestingastofn un -
arinnar breyst frá því að hún var
stofnuð?
I grundvallaratriðum hefur
verkefnið ekki breyst. Stofnuninni
var ætlað að ýta undir þróun
einkageirans í aðildarríkjum henn-
ar og það er enn meginverkefnið.
Starfsemin verið sveiflukennd, en
í augnablikinu er mikið um að
vera hjá okkur enda mikið fjár-
magnsstreymi í heiminum.
- Þegar talað er um að auka
Ijárfestingu í einkageiranum, er
þá átt við stuðning við fyrirtæki í
viðkomandi landi eða fá utanað-
komandi fyrirtæki inn í iandið?
Að hluta til snýst málið um að
Iána til einkageirans í þróunarríkj-
um, en ekki aðeins að lána, heldur
einnig hvetja til stofnunar og vaxt-
ar fyrirtækja á staðnum. Við ger-
um miklu meira en að færa pen-
inga inn í viðkomandi land.
Við hjálpum fyrirtækjum á
staðnum með því að ráðleggja um
skipulag, við veitum ráð um það
í hvaða verkefnum sé ráðlegt að
fjárfesta. Við erum aldrei ein um
að lána. Stefna okkar er sú að
lána aldrei meira en fjórðung
kostnaðar við hvert verkefni.
Hlutverki okkar má því líkja við
hvata vegna þess að með því að
taka þátt í verkefni tryggjum við
að fleiri bætist við. Um leið reynum
við að sýna frumkvæði með því
að ráðast í verkefni, sem aðrir
geta síðan endurtekið. Á því sviði
hefur okkur gengið vel. Við kom-
um mjög við sögu í
Suður-Kóreu og Chile,
en nú er engin þörf þar
fyrir okkur. Við gegn-
um því þróunarhlut-
verki og þegar við
sjáum að einkaframtakið er komið
á skrið víkjum við til hliðar.
- Getur þú nefnt verkefni, sem
lýsa starfsemi ykkar?
Við eigum þátt í þúsund verk-
efnum í hundrað löndum. Við get-
um nefnt fjárfestingarsjóðinn, sem
var stofnaður árið 1984 fyrir Suð-
ur-Kóreu og var sá fyrsti sinnar
tegundar. Nú er þetta gert mjög
víða í heiminum og má nota sem
dæmi um frumkvæði af hálfu AI-
þjóðafjárfestingastofnunarinnar.
Dæmi allt annars eðlis væri
kona ein, sem selur rósir í Kenýa.
Þar er um að ræða lán til eiganda
lítils fyrirtækis, sem fékk þá hug-
mynd að selja rósir til Evrópu.
Stofnunin veitti henni lítið lán og
nú blómstra viðskiptin.
Á milli þessara dæma, sem eru
á sitt hvorum enda litrófsins, en
dæmigerð verkefni eru sennilega
virkjanir, námur og olíuvinnsla.
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og
► Birgitta Kantola fæddist í
Vasa í Finnlandi árið 1948. Hún
útskrifaðist frá verslunarhá-
skóianum í Vasa árið 1969 og
lauk lögfræðiprófi frá háskól-
anum í Helsinki árið 1973. Á
áttunda áratugnum starfaði hún
hjá tveimur stórum viðskipta-
bönkum í Finnlandi. Hún var
einnig hjá Alþjóðagjaldeyr-
issjóðnum í tvö ár. Arið 1980
gekk hún til liðs við Norræna
fjárfestingabankann. 1987 tók
hún að sér verkefni fyrir Alþjóð-
afjárfestingastofnunina. 1988
sneri hún aftur til fjárfestinga-
bankans, og 1991 varð hún fram-
kvæmdastjóri hjá honum.
Gegndi hún því starfi til 1995
þegar hún var ráðin fram-
kvæmdastjóri hjá Alþjóðafjár-
festingastofnuninni.
Alþjóðabankinn hafa oft verið
gagnrýndir fyrir að knýja ríkis-
stjórnir til að grípa til harkalegra
aðhaldsaðgerða og virða mannlega
þáttinn að vettugi. Hvemig svarar
þú slíkri gagnrýni?
Hér er vitaskuld um að ræða fjár-
málastofnanir og áherslan er því á
efnahagsþáttinn. En Alþjóðabank-
inn og stofnanir hans vanrækja
ekki félagslega þáttinn. Auðvitað
er hægt að gagnrýna okkur eftir á
fyrir ýmsa hluti, sem við höfum
tekið þátt í; verkefni sem gengu
ekki vel, en það var vitaskuld ekki
ásetningur. I upphafí síðasta ára-
tugar var hinum fátæku ekki veitt
næg athygli og við höfum
lært af því. Nú er farið
að leggja áherslu á um-
hverfísmál, sem _ skipta
okkur öll máli. í þeim
efnum höfum við líka
lært mikið.
Ég kom til stofnunarinnar fyrir
ári og hef aldrei hitt fólk, sem er
jafnhlynnt málstað þróunarríkja
og ákveðið í að draga úr fátækt.
- Fyrirlestur þinn er um einka-
væðingu. Hvers vegna er þessi
áhersla lögð á einkavæðingu?
Það er einfalt að svara því frá
sjónarhóli Alþjóðaijárfestinga-
stofnunarinnar þar sem hlutverk
okkar er að ýta undir einkafram-
takið og fá ríkisstjórnir til að
einkavæða. En það er einnig stefna
bankans og stofnana hans því að
íflestum tilfellum hefurþað reynst
góð aðferð til að ná árangri og
eftir fall kommúnismans hefur
verið Ijóst að það var rétta leiðin.
Ég held að í þróunarríkjunum
hafi verið fallist á að það sé ein
af staðreyndum lífsins að ríkis-
stjórnir eigi ekki að vasast í hlut-
um, sem einkafyrirtæki geta gert
jafnvel eða betur.
Vanrækjum
ekki félags-
lega þáttinn