Morgunblaðið - 19.02.1997, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAIMDIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 13
Morgunblaðið/Sig. Fannar.
EIGENDUR og hluti starfsfólks við
opnun Árnes Apóteks á Selfossi.
Arnes
Apótek
opnaðá
Selfossi
Selfossi - Nýtt apótek hefur verið
opnað á Selfossi. Apótekið heitir
Árnes apótek og þar munu starfa 6
manns í 5 stöðugildum. Eigendur
eru Helgi Sigurðsson lyfjafræðingur,
Andri Jóhannsson lyfjafræðingur,
Sigfús Kristinsson byggingameistari
og sonur hans Kristinn Vigfússon.
Árnes Apótek er til húsa þar sem
áður var Selfoss Apótek, sem flutti
fyrir nokkru í húsnæði verslunar KA.
Að sögn Helga Sigurðssonar leggst
samkeppnin vel í hann og Helgi telur
vera svigrúm fyrir tvö apótek á Sel-
fossi. „Þetta á eftir að verða til góða
fyrir markaðinn hér, ég mun gera
það að tillögu minni að apótekin sam-
ræmi afgreiðslutíma um helgar,
skipti með sér helgarvöktum, til þess
að auka hagkvæmni í rekstri og veita
betri þjónustu fyrir íbúa svæðisins."
segir Helgi Sigurðsson.
Miklar breytingar eiga sér stað í
lyfsölu á íslandi þessa dagana og
er allt starfsumhverfi orðið gjör-
breytt. Þróunin er sú að lyfsölum
fjölgar og gildir það sama um minni
bæjarfélög eins og á höfuðborgar-
svæðinu. Sigfús Kristinsson, einn
eigenda apóteksins, fagnar þessari
þróun og telur hana vera til hins
betra. Þess má geta að Sigfús er
eigandi húsnæðisins sem hýsir Ámes
Apótek en hann leigði Selfoss Apó-
teki sama húsnæði áður en það var-
flutt yfir í verslun KÁ.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason
BJÖRGUNARSVEITARMENN voru mættir víða af landinu með vel þjálfaða hunda
sína til Stykkishólms til að taka þátt í æfingu í snjóflóðaleit.
Bj örgunarhundar á námskeiði
Stykkishólmi - Björgunarsveitir á og skafrenningur til að byija með aðstæður. Æfingunni lauk svo
Vesturlandi og Leitarhundasveit og má segja að björgunarsveitar- seinni partinn og voru skipuleggj-
SVFÍ stóðu fyrir kynningu og æf- menn hafi fengið þjálfun við réttar endur ánægðir með árangurinn.
ingu í að nota hunda í snjóflóðaleit
í Stykkishólmi þann 9. febrúar sl.
Björgunarsveitarmenn voru
mættir í Hólminn kl. 10 á sunnu-
dagsmorgun. Mættu þar 75 félag-
ar frá 6 björgunarsveitum á
Vesturlandi. í byijun var farið yfir
helstu atriðin í þjálfun hunda til
leitar og hvemig standa skuli að
í snjóflóðaleit. Kom þar fram að
mikil vinna og kostnaður liggur
að baki þjálfunar hunda. Það er
ekki nóg að margir hafa byijað
af miklum áhuga en gefist upp
áður en árangur náðist. Það þarf
mikla þolinmæði og tíma til að
þjálfa leitarhunda og því eru það
duglegustu einstaklingarnir sem
hafa þolinmæði til að ná árangri
með hunda sína.
í Stykkishólm mættu eigendur
með alls 15 hunda og komu þeir
víða af landinu. Flestir hundamir
eru með A-þjálfun. Það kom fram
að tveir leitarhundar eru á Vestur-
landi, annar á Akranesi og hinn í
Stykkishólmi. Að lokinni kynningu
fóru björgunarsveitarmenn upp í
Kerlingarskarð þar sem æfingin
fór fram. Búið var að grafa menn
áður í fönn og fengu hundarnir
æfingu við að leita. Hundarnir
stóðu sig vel og sást greinilega hve
góða þjálfun margir hundanna
hafa fengið. Þá var æfð snjóflóða-
leit án hunda og snjóflóðabílar
voru notaðir.
Aðstæður á Skarðinu vom góðar
fyrir svona æfingu. Austan rok var
Pví ekki að taka lifið iétt?"
oa stefán
já, já, aftur - vegna fjölda áskoranna
Við endurtökum afmmliivuiiluna nœsta föstudag, 23. febrúar,
fyrir einlmga aðdáendur rokksins og vini hljómsveitarinnar.
Siðast var cinstakt fjör og ekki verður það mipna núna.
Hljómsveitina skipa í dag:
Stcfán Jómson söngur, Elvai Berg hljómborð. Berti Höllcr gitar,
Svcinn Óli jónsson trommur, Cunnar Bcrnbourg bassi, Hans Jcnsson
saxófönn, Porlcifur Gislason, saxófónn.
Fiöldi annarra
skemmtikrafta
kemur fram
með Lúdó.
Mana ekki
allir eftir
þessum
lögurn?
Þvíekkiað
taka lífið létt
Olsen Olsen
, rósir
Utiígarði
Jambalaya
Blueberry Hill
Sea Cruise
Whataml
livingtor
Only You
Mattum öll og samfögnum
einstakri hljómsveit
- Paa eru ekki mörg
tatkifatrin sem þessi!
Húsið opnað kl. 22:00.
Verið vclkomlnl
Borðapantanir daglega
d Hótel íslandi kl. 13-17.
HÓTEL þg'f.ANP
Sími 568-7111 - Fax 568-5018
Hvad mundir þú
gera ef þú ynnir
rúmlega 44 miilfónir
í Víkingalottóinu?
L#TT#
Til mikils að vinna!
Alla miðvikudaga fyrir kl. 17.00.