Morgunblaðið - 19.02.1997, Síða 17

Morgunblaðið - 19.02.1997, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 17 Gera lítið úr veik- indum Dengs STJÓRNVÖLD í Kína gerðu í gær lítið úr áhyggjum af heilsufari hins ókrýnda leið- toga, Deng Xiaopings, og sagði tals- maður utan- ríkisráðu- neytisins, að engar miklar breytingar hefðu orðið á líðan hans. Vakti orða- lagið athygli en talsmaðurinn vildi ekki svara spumingum um hvort „lítil breyting" eða einhver hefði orðið. Jiang Zemin, formaður kommúnista- flokksins, og Li Peng, forsæt- isráðherra Kína, sneru heim til Peking af landsbyggðinni á sunnudag til að vera með Deng en orðrómur er um, að hann hafí fengið heilablóðfall og eigi skammt eftir. Hann er 92 ára gamall. Hætta er talin á, að mikil valdabarátta verði í Kína eftir lát hans. Biðja liðhlaup- um griða SAMTÖK þýskra hermanna hafa farið fram á það við stjómvöld, að 600 liðhlaupum úr sovéska hernum í Austur- Þýskalandi verði veitt hæli í landinu. Að öðrum kosti verða þeir fluttir úr landi og fangels- aðir. Benda þýsku hermanna- samtökin á, að vestrænir leyni- þjónustumenn hafí yfirheyrt hermennina og þótt þeir hafí líklega ekki getað veitt neinar sérstakar upplýsingar þá muni þetta verða til að þyngja refs- ingu þeirra í heimalandinu. Innanríkisnefnd þýska sam- bandsþingsins tekur ákvörðun um þetta mál í næstu viku. Bretar lækka skuldir BRESKIR íhaldsmenn fengu kærkomna gjöf í gær þegar tilkynnt var, að vegna aukinna skatttekna ríkisins hefði tekist að lækka ríkisskuldirnar um nærri 700 milljarða ísl. kr. í janúar. Það þýðir, að lánsfjár- þörf ríkissjóðs á þessu §ár- hagsári verður miklu minni en á því síðasta. Hagfræðingar segja, að góður gangur í efna- hagslífínu sé loksins farinn að skila sér í auknum ríkistekjum. Dauðsfall tengt kúariðu? TALSMENN breskra heil- brigðisyfirvalda vildu ekki staðfesta í gær, að 15. maður- inn hefði látist af völdum Cre- utzfeldt-Jakob-sjúkdómsins en hann er skyldur riðu í sauðfé og nautgripum. Það var dag- blaðið Express, sem flutti frétt um, að 25 ára gamall maður, Adrian Hodgkinson, hefði lát- ist úr nýju afbrigði af þessum sjúkdómi. Leggst það á miklu yngra fólk en áður þekktist og er talið tengjast kúariðufar- aldrinum í Bretlandi. Deng Xiaoping Tvömorð hugsanlega framin á Hamri í Noregi um síðustu helgi ERLEIMT Foreldrar óttast um bömin sín Ösló. Morgunblaðið. MIKILL óhugur er í íbúunum á Hamri í Noregi en um helgina fundust þar lík tveggja mann- eskna, 12 ára gamals drengs og 51 árs gamallar konu. Var drengurinn myrtur með lagvopni sl. föstudagskvöld en ekki hefur enn verið skýrt frá banameini konunnar. Ekkert bendir enn til, að samband sé á milli þessara mála. Myrtur með lagvopni Drengurinn, Bujar Gashi, var innflytjandi, kom með fjölskyldu sinni frá Kosovo í Serbíu, og gekk í skóla á Hamri. Fór hann að heiman frá sér seint á föstu- dag en fannst liðið lík morguninn eftir við fáfarinn göngustíg skammt frá skólanum. í fyrra- dag var ljóst, að hann hafði ver- ið myrtur með einhvers konar lagvopni. Tengdist vændi Á sunnudagsmorgni fannst svo annað lík í aðeins 700 metra fjarlægð. Var það af konu, sem bjó á Hamri, en í gær hafði ekki verið skýrt frá því opinberlega hvað varð henni að aldurtila. Það hefur hins vegar komið fram, að hún var dæmd í 90 fangelsi á síðasta ári fyrir að hafa tælt pólska konu út í vændi. Fluttist konan nýlega til Hamars en þar afplánar eiginmaður hennar þriggja ára fangelsisdóm fyrir starfsemi tengda vændi. Mikill ótti ríkir á Hamri vegna þessara atburða og foreldrar leyfa bömum sínum ekki að vera einum á ferð á kvöldin. Sumaráætlun okkar kemur út í dag. Komdu í heimsókn! XM 1 mrfW, r l Hér eru nokkrar góðar ferðahugmyndir úr sumaráætlun okkar á frábæru verði! *MAJ0RCA BILLUND BILLUND KAUPM.HÖFN Flug + gisting: 2.júlí, 10.sept. Flugfargjald pr. mann Flug + bíll. pr. mann Flug + bfll. pr. mann 35.065.- 20.025.- 27.075.-27.650.- Flugv.skattar innif. Verðið miðast við gistingu ( íbúð á Pil Lari Playa (2 vikur. 2 fullorðnir og 2 börn 2-11 ára. Ef 2 fullorðnir ferðast saman, kr. 46.500 pr. mann. Bókist fyrir!5. mars. Flugv.skattar innif. Verðið miðast við 1 viku, Flugv.skattar innif. Verðið miðast við Flugv.skattar innif. Verðið miðast við 2 fullorðnir og 2 börn 2-11 ára ferðast saman. bíl í A flokki í 1 viku. 2 fullorðnir 4 (bíl (A flokki (1 viku. 2 fullorðnir Gildir ( brottf.3. eða 17.júl(. Bókist fyrir 3. apríl. og 2 böm 2-11 ára ferðast saman. og 2 böm 2-11 ára ferðast saman. *BENID0RM Flug og gisting pr. man 32.765.- Flugv.skattar innif. Verðið miðast við gistingu ( (búð á Trebol (2 vikur. 2 fullorðnir og 2 böm 2-11 ára ferðast saman. Brottfbr 13. maí, 15 júl( Ef2 fullorðnir ferðast saman kr.48.000.- pr mann. Bókist fyrirl5. mars. PÁSKATILBOÐ! 14 nætur á Levante ströndinni dýrlegu! Verð pr. mannfrá kr: 38.370.- Verð pr. mann frá kr: Gisting á Trebol íbúða- hótelinu. Verð pr. mannfrá kr: 42.170.*- Gisting á hinu þekkta Halley íbúða- hóteli. 14 nætur á Playa de Palma, Majorca- perlunni. Ef2 fer *Verðiö miðast við 2fullorðna og 2 börn, 2-11 ára. Innifl: Flug, gisting á Pil Lari Playa íbúðahótelinu, fararstjórn, flugvaUarskattar ogferðir tU ogfráflugveUi. BENIDORM Flugfargjald pr. mann 26.900.- Flugv.skattar innif. fyrir börn 2-11 ára. 18.910.- Ath.: Bókað og staðfest fyrir 15. mars. Nánarí upplýsingar hjá sölumönnum. OPIÐ: Á VIRKUM DÖGUM kl.:9-18. Á LAUGARDÖGUM kl.: 10-14 Á SUNNUDÖGUM kl.: 13-15 Ef2ferðast sarnan, er verðið kr. *49.500, á Trebol og *57.200,- á HaUey. *Verðið miðast við 2 fuUorðna og 2 börn, 2-11 ára. Innifl: Flug, gisting,fararstjórn, flugvaUarskattar ogferðir tU ogfrá flugveUi. Nýir umboðsmenn: V/SA SJÓVÁ-AIMENNAR FERÐIR Akranes: Auglýsingablaðið Pésinn StiUholti 18, sími 431 4222/431 2261. Grindavík: Flakkarinn Víkurbraut 27, sími: 426 8060 Sauðárkrókur: Skagfirðingabraut 21, sími 453 6262. Akureyri: Ráðhústorg 3, sími 462 5000. Vestmannaeyjar: Eyjabúð Strandvegi 60, sími 481 1450 Faxafeni 5 108 Reykjavík. S(mi: 568 2277 Fax: 568 2274 Selfoss:Suðurgarður hf. Austurvegi 22, sími 482 1666. Keflavík:Hafnargötu 15, sími 421 1353

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.