Morgunblaðið - 19.02.1997, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
BISKUP, kirkjumálaráðherra og höfundur bókarinnar við
afhendingu hennar.
Nýjar bækur
• SAGA kirkjuráðs ogkirkju-
þings þjóðkirkjunnar er komin út
og er hún tekin saman af sr. Magn-
úsi Guðjónssyni fv. bikupsritara.
Fyrstu eintök bókarinnar voru af-
hent biskupi íslands og kirkjumála-
ráðherra á nýafstöðnu aukakirkju-
þingi.
I bókinni er einkum fjallað um
kirkjuráð og kirkjuþing, kirkjuráðs
frá stofnun þess árið 1931 og
kirkjuþings frá fyrsta þingi þess
árið 1957, starfsemi þeirra og áhrif
þessara stofnana á starf kirkjunnar.
í formála bókarinnar segir Ólafur
Skúlason biskup m.a.: „Kirkjuþing
hefur fjallað um ótrúlega mörg
mál. Sum þeirra hafa haft afger-
andi þýðingu fýrir mótun hins
kirkjulega starfs. Önnur hafa meir
snúið að því sem efst kann að hafa
verið á baugi á hveijum tíma. En
efnisyfírlit bókarinnar sýnir glögg-
lega að kirkjuþingsmenn og þeir
sem lagt hafa mál í hendur þeim
sem hafa gert sér glöggva grein
fyrir því hver vettvangur þess
væri.“
Útgefandi er Ská/hoJtsútgáfan.
Bókin eralls 240 bls. aðstærð.
Hún kostar kr. 2.000 ogfæstí
Kirkjuhúsinu að Laugavegi 31,
Reykjavík.
Fyrirlestur
um landafræði
listarinnar
GUÐMUNDUR Oddur Magnússon
heldur fyrirlestur í Myndlista- og
handíðaskóla íslands í dag, mið-
vikudaginn 19. febrúar. Fyrirlestur-
inn verður í stofu listfræðideildar,
Barmahlíð, sem er á fjórðu hæð í
húsnæði skólans í Skipholti 1.
Fyrirlesturinn nefnist „Um
landafræði listarinnar" og fjallar
um skilgreiningar á listastarfsemi.
Guðmundur Oddur er skorastjóri
grafískrar hönnunar við Myndlista-
og handíðaskóla íslands og fæst
jöfnum höndum við myndlist og
grafíska hönnun.
Fyrirlesturinn er opinn öllum og
hefst kl. 16.
Söngur
Passíusál-
manna í
Friðriks-
kapellu
PASSÍUSÁLMAR Hallgríms
Péturssonar komu fyrst út
á prenti 1666, en þeir hafa
verið gefnir út rúmlega 80
sinnum. Passíusálmarnir
voru sungnir við húslestra á
hcimilum á föstunni, einn
sálmur fyrir hvern dag al-
veg fram á þessa öld.
A 20. öldinni hefur þessi
gamli siður að mestu lagst
af, en Passiusálmarnir hafa
verið lesnir í útvarpinun á
kvöldin á föstunni og á síð-
ustu árum hafa einstaka
kirkjur einnig tekið upp
þann sið að lesa þá, bæði
daglega á föstunni og eins
í heild á f östudaginn langa.
í lok 19. aldar ólst fólk
enn víða um land upp við
söng Passíusálmanna og
þess vegna tókst að varð-
veita hluta af þessari gömlu
þjóðmenningu með h\jóðrit-
unum, mest á árunum frá
1960 til 1974.
Smári Ólason kirkjutón-
listarmaður mun leiða söng
Passíusálmanna með
„gömlu lögunum“ í Friðriks-
kapellu við Valsheimilið og
hefst söngur þeirra mið-
vikudaginn 19. febrúar kl.
19.30. Þeir verða sungnir á
miðvikudögum og föstudög-
um á sama tíma fram að
dymbilviku, síðast miðviku-
daginn 19. mars, en föstu-
daginn 21. mars kl. 19.30
mun Smárí halda fyriríestur
um „gömlu lögin“ við Pass-
íusálmana á sama stað.
Öllum er heimill ókeypis
aðgangur að þessum athöfn-
um.
Leskaflar í listasögu
SJONMENINHR
Lcskaflar
FRÁ ENDURREISN TIL
IMPRESSJÓNISMA
Þorsteinn Helgason. IÐNÚ1997.100
blaðsíður. 1.600 krónur.
UM er að ræða leskafla ætlaða til
kennslu í framhaldsskólum, bæði
sem námsefni og til að hafa á milli
handanna til uppflettingar og
glöggvunar.
Í aðfararorðum segir höfundur
listasögu kennda með ýmsum hætti
og í ýmsu samhengi í framhaldsskól-
um landsins. „Sums staðar er hún
fléttuð saman við almennu söguna
og annars staðar er hún þáttur af
myndmennt, á stöku stað er hún
séráfangi að skyldu fyrir alla og á
öðrum stöðum er hún í vali fyrir
áhugasama og þá jafnvel nokkrir
áfangar."
Þessi stutta málsgrein lýsir vel hve
handahófskennd og óskipuleg lista-
saga er enn í kennslukerfínu, van-
rækt fag, og ennfremur kemur fram
hin mikla vöntun sem er á íslenzku
lesmáli og textum. „Einn vandinn í
kennslunni hefur verið sá að texta
skortir til að lesa á íslenzku en allur
þorri nemenda á erfitt með að skilja
erlendar bækur um þessi fræði þó
þær séu góðar að hafa undir höndum
vegna myndefnisins."
Fram kemur, að lengi hafi verið
beðið efir kennslubók sem uppfylli
flestar þarfír, þvi vonar höfundur að
heftið sé betra en ekki að hafa í
höndunum.
Borðleggjandi má vera að honum
verði að von sinni, en hins vegar
veit skrifari ekki um neitt ritverk á
leiðinni, sem „uppylli flestar þarfír",
sem auðvitað má skilgreina á ýmsa
vegu, og mikið er nú menntakerfíð
aftarlega á merinni í þessum undir-
stöðugeira mennta. Að gefa út verk
sem uppfylli flestar þarfir er mikið
verkefni og þyrftu margir að leggja
þar saman bækur sínar svo vel fari.
Hins vegar geta samantektir sem
þessar haft ómælda þýðingu, einnig
til að pressa á framkvæmdir á vett-
vanginum og koma skilvirkara lagi
á sjónmenntafræðslu og sögu-
kennslu.
Full áberandi og um leið til ásteyt-
ingar, er hvernig ritið er hugsað og
framsett sem kennslugagn og næst-
um harðsoðið fyrir kennslustofumar.
Skilgreiningaráráttan og upptalning
fróðleiks og hugtaka gefur Íesendum
(nemendum) þannig minna tækifæri
til að lesa á milli línanna og opna
fyrir áhuga og flæði sjálfstæðra
rannsókna. Einkum og einmitt vegna
þess að óhjákvæmilega er stiklað á
stóru, farið fljótt yfir mikla sögu.
Þá eru leskaflamir að hluta til út-
skýringar á einstökum myndverkum
sem fæst eru til staðar í bókinni en
nauðsynlegt að hafa við höndina.
Strax í upphafskaflanum, sem er
um Albrecht Diirer, saknaði rýnirinn
upplýsandi orsakasamhengis, blóðs
Diirers af móður sinni, Bar-
böru Holper, 1514.
og mergs. Hvergi sést nafn Willi-
balds Pircheimers eins hinna miklu
húmanista og lýsandi anda í lok mið-
alda og upphafs endurreisnar, æsku-
félaga vinar og áhrifavalds, sem
hafði djúp áhrif á mótun heimsmynd-
ar listamannsins. Ei heldur guðföður
hans, sem var enginn annar en An-
ton Koberger, hvers prentverk var
hið mikilvægasta í Evrópu um þær
mundir, þrykkti m.a. hinn nafntog-
aða „heimsannál" húmanistans Hart-
manns Schlegel, sem einnig var
heimilisfastur í næsta nágrenni.
Hvert skyldi svo hafa verið hið beina
orsakasamhengi þess, að allir andar
voru sem í uppnámi og hinn gamli
aldatugahelmingur í dauðateygjum
jafnframt því sem nýtt tímaskeið
með ferskum hugmyndum í heim-
speki, myndlist og trúarbrögðum
boðaði komu sína með umbrotamikl-
um fæðingarhríðum? Hvaða vonar-
bjarmi snilldarinnar lék um erfíða
æsku þessa manns, sem náði að
milda að nokkru skugga sorgar og
saknaðar í húsi þar sem ungviði fjöl-
skyldunnar kvistaði niður og langir
dagar liðu við strit fyrir daglegu
brauði og harmatölur raunamæddrar
móður, en einungis þrjú börn af átján
létust ekki strax eftir fæðingu? Ekki
er minnst á að Durer var að flýja
pestina sem heijaði á Numberg, er
hann hélt fyrra sinnið yfir Alpafjöll-
in, og ekki frá athöfnum hans á leið-
inni, en hann gerði þrjár tylftir vatns-
litamynda og pennateikninga hvers
konar fyrirbæra, er á vegi hans urðu,
hinar frægu myndir af humar og
krabba auk margra einstakra lands-
lagsmynda. Náði hugblænum og
andrúminu á þann veg að það telst
fyrst aftur á 19. öld, sem sambæri-
legt kom fram norðan Alpafjalla. Þá
skrifaðist Durer á við Rafael og
þrykk eftir hann héngu uppi í vinnu-
stofu snillingsins! Á seinni ferðinni
var hann orðinn þekktur um alla
Evrópu og á ferð hans um Niðurlönd
1520-’21, var honum tekið sem þjóð-
höfðingja! Öllum þessum spennandi
fróðleik hefði verið hægt að koma að
í nokkrum málsgreinum og kveikja
þarmeð í lesendum strax í upphafs-
kaflanum. Vart fínnst betra dæmi
um afhjúpandi lífsferil sem skiptist
í tvo nákvæmt afmarkaða hluta sinn
hvorum megin við aldamótin-1500.
Um leið og forvitni lesenda (nem-
enda) er vakin er talið að menn séu
komnir 60% áleiðis að markinu, eftir-
leikurinn snöggtum auðveldari.
Hins vegar hittir í mark, bláhom-
ið, hér á útskerinu, að vísa til þess
í lok kaflans að Durer, sem þrátt
fyrir frægð og freistandi tilboð kaus
að starfa í heimaborg sinni, átti erf-
itt uppdráttar og hefur fundist hann
sem sníkjudýr „Schmarotzer". Hann
var að öllu samanlögðu ekki hærra
skrifaður en svo, að eftir andlát hans
neyddist Agnes kona hans að selja
þrykk meistarans á götum og mark-
aðstorgum, svona líkt og dagblöð!
Það er svo ekki mikið á eftirfar-
andi ummælum að byggja í kaflanum
um Þjóðveija; „Durer var meiri end-
urreisnarmaður í ítölskum anda en
Grunewald,... og, hann gerði einnig
sjálfsmyndir eins og sönnum endur-
reisnarmanni sæmdi(!)“. Raunar varð
Durer einnig fyrir dijúgum niður-
lenzkum áhrifum, og sjálfsmyndir
hans með því ágætasta sem mynd-
listin hefur fram borið í þeirri grein.
Innsæi Durers á fegurðina var vissu-
lega önnur en ítalanna, eins og fram
kemur í meðfylgjandi myndrissi af
móður hans helsjúkri og þungt hald-
inni á dánarári hennar 1514. þetta
kemur jafnframt fram í texta við
myndina í lesköflunum sem hreyfir
einmitt við kjamanum í lisheimspeki
hans. „Svo ófegraða raunsæismynd,
sem ekki hafði heldur táknrænt gild,
hefðu ítölsku meistaramir aldrei
gert. Dúrer komst í þá skoðun að
fyrirmyndin þyrfti ekki að vera falleg
í sjálfri sér til að myndin yrði falleg."
Erfitt er að meðtaka, að nafn Gi-
orgios Vasari kemur hvergi fram,
en rit hans eru sannverðugustu heim-
ildir um endurreisnina sem til eru.
Einnig er skrítið að Brunelleschis
skuli vera getið þrisvar en Ghibertis
aldrei, en varla er hægt að nefna
annan þeirra án þess að hinn komi
upp í hugann um leið. Kímið að list-
söguhugtakinu endurreisn „et di
capo rinaque" má rekja til Ghibertis.
„Eftir tíma myndhöggvarans
Lyssippos hnignaði klassíkinni, en
endurfæddist í hellinismanum" gat
að lesa í glósubókum hans. Það var
þannig engan veginn verið að vísa
til endurfæðingar fomaldarinnar
heldur endumýjunar samtímalistar
með dæmi fornaldar að leiðarljósi.
Allur hinn ágrips-, upplýsinga-
kenndi og víðfeðmi fróðleikur er
spannar fímm aldir, er í sjálfu sér
mikils- og þakkarverður, nytsemi
hans hafín yfír allan efa.
Ekki hefur verið lögð tiltakanleg
virkt í umbúðir ritlingsins og Ijós-
myndimar eins og úr Ijósritunarvél,
skuggar grunnir og feitir, línur loðn-
ar. En til þess liggja aðrar og alkunn-
ar ástæður, fáfræði, skilningsskortur
og nánasarsemi, og síst við höfund
að sakast.
Bragi Ásgeirsson
Á hvítum nótum o g svörtum
KVIKMYNDIR
Háskólabíó
UNDRIÐ (SHINE) ★★★'/!
Leikstjóri Scott Hicks. Handrítshöf-
undur Jan Sardi. Kvikmyndatöku-
sljóri Geoffrey Simpson. Tónlist Dav-
is Hirschfelder. Aðalleikendur Geof-
frey Rush, ArminMueller-Stahl, No-
ah Taylor, Lynn Redgrave, Googie
Withers, John Gielgud. 105 mín.
Ástralía. Fine Line/Momentum 1996.
MAÐUR trúir vart eigin augum,
að undanfomu hafa verið sýndar
fleiri afburðamyndir í kvikmynda-
húsum borgarinnar en á nokkmm
meðalámm. Sú nýjasta er Undrið,
átakanleg, þó vongóð áströlsk mynd
sem byggð er á sönnum, meinlegum
örlögum listamanns.
Strax á bamsaldri vakti David
Helfgott (Alex Rafalowicz) mikla
athygli og hrifningu sem píanóleik-
ari. Hér var óvenju mikið efni á
ferð. Hann var alinn upp af ströng-
um föður (Armin Mueller-Stahl),
sem lagði hart að honum að sigra
alltaf í keppni og takast á við erfið-
ustu viðfangsefnin en stóð jafnframt
í vegi hans þegar tilboð komu frá
tónlistarskólum í Evrópu og Amer-
íku. Gegn vilja föðurins hélt David
þó til náms í London þar sem hann
nam undir stjórn Cecils Parkes
(John Gielgud) en brotnaði saman
á hátindi frægðarinnar.
Nú tók við löng vistun á geð-
sjúkrahúsum heima í Ástralíu. Með
góðra vina hjálp og ekki síst eigin-
konu sinnar (Lynn Redgrave), fær-
ist hann hægt en örugglega í sviðs-
ljósið á ný.
Leikstjórinn Scott Hicks segir
þessa raunalegu sögu á óaðfinnan-
íegan hátt. Magnað upphafsatriði
virkar einsog þrumuský á heiðum
himni, okkur er það ljóst að þessa
hæfíleikamanns bíða grimm örlög.
Scott leggur sig þó ekki í framkróka
við lýsingar sínar á geðveilu Helf-
gotts, handrit Jans Sardis slær oftar
en ekki á léttar nótur svo Undrið
verður, þrátt fyrir sína hörmulegu
örlagasögu, sjaldan yfírþyrmandi og
lokin eru á þann veg að framtíðin
er farin að brosa lítiilega á nýjan
leik.
Hver er ástæðan fyrir falli Helf-
gotts þegar allt virtist ganga honum
í haginn í Lundúnum? Hafandi lokið
við eitt erfiðasta verk sem hann gat
valið sér á lokatónleikunum, Piano
Concerto 3 eftir Rachmaninoff, sem
jafnvel Parkes lærimeistari hans,
réð honum frá að glíma við, „aðeins
bijálæðingar reyna við hann“, segir
Parkes og Helfgott spyr „Er ég
nægilega óður, prófessor?" Harð-
stjóm og ofvernd Peters föður hans
er eflaust nærtækasta skýringin,
hinn ungi og tilfínningaríki lista-
maður braust undan ofurvaldi hans
aðeins landfræðilega um sinn,
kröfuhart uppeldið skemmdi meira
en það veitti. Peter er nokkur vor-
kunn, hann og kona hans misstu
flesta sína nánustu í helförinni.
Hann ætlaði ekki að láta sömu örlög
endurtaka sig í hans eigin fjöl-
skyldu. Þá verður afbrýðisemi karls-
ins í garð velgengni sonarins að
teljast önnur höfuðástæða; sjálfur
fékk Peter ekki að æfa hljóðfæra-
leik fyrir ströngum föður. Syndir
feðranna koma niður á bömunum,
stendur þar.
Helfgott er afburða vel leikinn
af þremur leikurum. Alex Raf-
alowicz túlkar hann á barnsaldri
og gerir það trúverðuglega. Noah
Taylor fer með hlutverk Helfgotts
á Lundúnaárunum og er sérstak-
lega eftirminnilegur í lykilatriðinu,
baráttunni við geðveikina, föður
sinn, Parkes og meistara Rac-
hmaninoff. Ástralski sviðsleikar-
inn Geoffrey Rush gnæfir þó yfir
aðra með ógleymanlegri túlkun
sinni á því sálarflakki Helfgotts
sem kemst að lokum útúr andlegri
og líkamlegri einangrun og eygir
ljós í myrkrinu. Rush dregur upp
grátbroslega mynd af manni á
barmi örvæntingar, ráðvilltum,
stamandi og sposkum en óað-
finnanlegum er hann sest við
píanóið. Lynn Redgrave og Sir
John Gielgud fara einnig vel með
áhrifarík hlutverk. Tónlistar-
stjórnin og flutningurinn er ein-
staklega vandaður og hljóðupptak-
an óaðfinnanleg.
Sæbjörn Valdimarsson