Morgunblaðið - 19.02.1997, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 19.02.1997, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ KAUPMANNA- SAMTÖK íslands hafa ítrekað komið þeirri ósk á framfæri við stjórnvöld, að fríhafn- arverslunum í flug- höfnum fyrir komufar- þega verði lokað, en að öðrum kosti aðeins selt þar áfengi og tób- ak svo lengi sem ríkið hefur einkasölurétt á þeim vörum. Óvirðing við verslunarstéttina í þessu sambandi hefur verið bent á þá óvirðingu sem íslenska ríkið sýni fjölmennustu atvinnugrein landsins, og jafnframt þeirri sem greiðir mesta skatta og álögur til samneysl- unnar. Sem dæmi má nefna að um 23 þúsund manns starfa við verslun, og tekjuskattar sem verslunin greið- ir er tæplega fímm sinnum hærri en tekjuskattar sem sjávarútvegur- inn greiðir, og rúmlega tvisvar sinn- um hærri en greiddur telquskattur iðnaðarins. Annað er eftir þessu. Það er því ekki nokkur vafí á því að verslun er mjög mikilvæg starfs- grein í efnahagskerfí landsins og á skilið allt aðra og meiri virðingu en stjómvöld sýna greininni með rekstri fríhafnarverslana fyrir komufarþega í flughöfnum. Fullvíst má telja, að aðrar starfs- greinar tækju því ekki þegjandi, að ríkið ræki skattfijálsa sam- keppnisstaði hvort sem það væri í flughöfnum eða annars staðar. Enda er þessi fram- koma íslenskra stjóm- valda með endemum. í Evrópu er aðeins vitað um tvö lönd þar sem slíkar verslanir munu fínnast, þ.e.a.s. Ung- veijaland og Tyrkland. Meginreglan í öllum siðprúðum þjóðlöndum er sú, að viðskiptavinir fríhafnarverslana verða að sýna brottfararspjald til að geta keypt vömr tollfijálst. Spurningar til utanríkisráðherra Þar sem stjómvöld hafa einfald- lega skellt skollaeymm við óskum kaupmanna í þessu efni, þykir mér rétt að bera upp þá spumingu við utanríkisráðherra sem fer með for- ræði fríhafnarmála, a.m.k. í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar, hvert sé markmið ríkisins með fríhafnar- rekstri, og þá sérstaklega komu- verslana. Einnig væri gott að fram kæmi hvort hann telur að það sé yfirleitt hlutverk ríkisins að standa í verslunarrekstri, fremur en rekstri tannlæknastofa, hárgreiðslustofa, bílaverkstæða eða annars slíks þjónustureksturs? Er ástæðan fýrir þessum rekstri tekjuþörf ríkisins, og ef svo er, telur hann þá ekki að áhrifaríkara væri og eðlilegra með tilliti til þess að mismuna ekki þegnunum, að reka þetta í þéttbýli þar sem fólk er flest? Áformar ríkið að halda áfram rekstri fríhafnarverslana fýrir komufarþega, og e.t.v. að efla þær? Verður komuverslunin sem nú er á fyrstu hæð í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar e.t.v. flutt upp á 2. hæð til að auka rými fyrir farangur á 1. hæðinni? Telur ráðherrann að sú sala tapist sem nú fer fram í komu- verslun sömu flughafnar ef hún verður lögð niður, eða er hann þeirr- Hvert er markmið ríkis- ins með fríhafnar- rekstri? spyr Sigurður Jónsson. Þá sérstak- lega komuverslana? ar skoðunar að þessi verslun færist inn í almenna verslun í landinu? Hver var velta umræddrar komuverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á síðasta ári, og hvern- ig skiptist sú velta á milli a) áfeng- is og tóbaks, b) snyrtivöru, c) sæl- gætis, og d) annars? Hvaða tekjur hefur ríkið beint af fríhafnar- rekstri, og hveijar eru tekjur flug- hafnanna af þeim í formi húsa- leigu? Hvaða tekjur telur ráðherr- ann að ríkið hafi af almennri versl- un í landinu? Vonandi berast svör frá utanrík- isráðherra innan tíðar við þessum spumingum, og víst er að verslun- arfólk um allt land mun fýlgjast með þeim af athygli. Höfundur er framkvæmdasijóri Kaupmannasamtaka íslands. Opið bréf um fríhafnar- rekstur Sigurður Jónsson Lagabreyting til eflingar atvinnulífi EFNAHAGS- og viðskiptanefnd Alþing- is hefur nú til athugun- ar frumvarp til laga er varðar heimildir ein- staklinga og fyrirtækja til að draga frá skatt- skyldum telq'um sínum tvöfalda þá upphæð sem viðkomandi kynnu að veija til eflingar vís- inda- og menningar- starfsemi. Ef fyrirtæki gæfí t.a.m. 100 þúsund krónur til menningar- og vísindastarfsemi mætti það samkvæmt frumvarpinu draga 200 þúsund krónur frá útgjöldum sínum. Það liggur í hlutarins eðli að hljóti frumvarpið náð fyrir augum nefndarmanna, annarra alþingis- manna og ekki síst ríkisstjórnar, mundi það hafa stórkostlega hvetj- andi áhrif á fyrirtæki og aðra lög- aðila til að styðja við menningu og vísindi í landinu. Ekki mun af veita. Þetta framsækna frumvarp ber flutningsmönnum Ágústi Einars- syni, Svanfríði Jónasdóttur og Rannveigu Guðmundsdóttur gott Fallegar og vandaðar gjafavörur á frábæru verði Listhúsinu (gegnt Hótel Esju), sími 568 3750. vitni og er það mjög í anda þess sem frændur vorir írar hafa komið sér saman um á undan- fömum árum með stór- kostlegum árangri fyr- ir alla lista- og menn- ingarstarfsemi þar í landi. Þar þríst nú blómlegur kvikmynda- iðnaður í skjóli sam- bærilegrar lagasetn- ingar og framleiðend- ur, leikstjórar, tón- skáld og höfundar af ýmsu tagi hafa flust búferlum til írlands sökum skattalaga sem þar eru í gildi. Auk þess em hvers kyns verkefni er tengjast hinni fjölbreytilegustu menningarstarfsemi mun líklegri til að hljóta brautargengi vegna hinna mjög svo hvetjandi skattaívilnana fyrirtækja sem í auknum mæli vilja tengjast slíkri starfsemi. Ekki þarf að orðlengja um þann hag sem írar síðan hafa beint og óbeint af búsetu og starfsemi hinna fjölmörgu heimsþekktu skapandi einstaklinga sem kosið hafa Irland sem samastað vegna hins hagstæða skattaumhverfís. Óhætt er að fullyrða að ríkiskass- inn fær veitta skattaafslætti marg- falt til baka gegnum hið blómlega atvinnulíf sem af þessu skapast, að ekki sé talað um allt það erlenda fjármagn sem óhjákvæmilega fylgir starfsemi sem þessari, ekki síst á sviði kvikmyndagerðar. Það er e.t.v. ekki síst fyrir ís- lenska kvikmyndagerð sem hið nýja frumvarp gæti skipt sköpum. Þar er um að ræða vaxandi listgrein sem jafnframt hefur sýnt sig og sannað sem umfangsmikill og arðbær at- vinnuvegur. Þrátt fyrir mikinn fyölda Jakob Frímann Magnússon Hið nýstofnaða lottó á Bretlandseyjum, segir Jakob Frímann Magnússon, hefur þeg- ar stóreflt menningarlíf þarílandi. menntaðra og hæfíleikaríkra ein- staklinga á því sviði skortir mikið á að hægt sé að styðja þann mikla fy'ölda verkefna sem úthlutunamefnd Kvikmyndasjóðs berst á ári hveiju. Þá er ekki síður mikilvægt að benda á þann stuðning sem aðrar listgreinar, s.s. bókmenntir, tón- list, málaralist, starfsemi safna og vísindarannsóknir hvers kon- ar, gætu vænst nái frumvarpið fram að ganga. Hið nýstofnaða lottó á Bretlands- eyjum hefur þegar stóreflt menn- ingarlíf í því landi. Á íslandi situr íþróttahreyfíngin ein að stærstum hluta íslenska lottógróðans, vel á þriðja hundrað milljóna króna ár- lega. Knattspymumaðurinn Friðrik Sophusson fjármálaráðherra hefur bærilega staðið vörð um hag íþróttahreyfingarinnar. Nú er lag fyrir listamanninn Davíð Oddsson forsætisráðherra að stuðla að bættu starfsumhverfí kolleganna úr lista- og menning- arlífínu. Áðurnefnt fmmvarp er kjörið tækifæri fyrir hérlend stjórnvöld að hlúa að vaxt- arbroddi sem til þessa hefur ekki notið sannmælis á mælikvarða íslensks atvinnulífs. Höfundur rekur útgifufyrirtæki í Bretlandi. Váin á Skeið- arársandi NÚ ERU famar að berast fréttir af óförum fólks á Skeiðarársandi, þar sem það lendir í hættu á óstöð- ugri jörð í nágrenni ísjaka á þeim svæðum sem hlaupið fór yfír í nóv- ember síðastliðnum. Þetta er varla vonum seinna. Um hveija helgi og jafnvel virka daga er sandurinn full- ur af forvitnu fólki að skoða verk- summerkin eftir náttúruhamfarimar, líka fólki sem litla sem enga reynslu hefur af slíku landslagi og innbyggð- um hættum þess. Forvitni um ástandið á Skeiðarárs- andi er auðskilin. Þar em nýlega afstaðnir þeir viðburðir í íslenskri náttúm sem ugglaust em með þeim mestu sem núverandi kynslóðir upplifa. Af þeim hefur farið mikið fréttaflóð, í kringum þá hafa fjölmiðlar byggt upp mikla spennu og þeir hafa sýnt fólki myndir af yfirþyrmandi ævintýralegu landslagi, sem flestir vita að þeir eiga ekki möguleika á að sjá í annað sinn. Því þyrpist fólk að skoða, líka fólk sem ekki er vant útivist og um- gengni við náttúm, sem er breytingum undir- orpin og býr yfir marg- víslegum hættum og það sumum ósýnileg- um, ef ekki er farið fram með at- hygli og varfæmi. Þessir forvitnileið- angrar almennings um Skeiðarár- sand verða varla stöðvaðir alls eðlis málsins vegna, og það er reyndar alls ekki æskilegt. En það er samt ekki minnsti efi á því að hér þarf að hafa visst vit fyrir fólki, ef ekki á að fara illa. Mér liggur við að fullyrða að við þurfum ekki að efast um að það muni týnast fólk á sandinum á næstu missemm, eða að minnsta kosti lenda í svo alvarlegum hremmingum að þeir sem úr þeim sleppa „muni lofa sinn sæla“. Hér mun áreiðanlega ekki eiga við spumarorðið hvort, heldur orðið hvenær og svo ef til viil hveijir, hve margir og hvernig. Gleymum því ekki að hingað munu flykkjast erlendir ferðamenn í þús- undum, sem flestir hveijir munu alls ekki vita hvað sandbleyta er eða hvemig hún bregst við eða bregðast má við henni. Þetta fólk er í sér- stakri hættu, þar sem það þekkir ekki fyrirbærið og skilur það ekki. Margir þeirra munu ekki einu sinni trúa á það og telja alla viðvömm um það ástæðulitla og ef til vill merki um varfærni fram úr hófi. Framkvæmdastjóri Almannavama ríkisins segir í Morgunblaðinu 21. janúar nýliðinn að málið hafí ekki komið upp á borðið hjá þeim en slíkt getur ekki verið. Ef Almannavamir hafa ekki vitað af þessari hættu, hvar vora þær þá með hugann? Þetta er alþekkt fyrirbæri úr sögu Skeiðar- árhlaupa og auravatna almennt og hefur vissulega verið í umræðunni undanfama mánuði. Auðvitað vita Almannavarnir af hættunni eins og raunar landsmenn allir meir og minna, þó þeir sem um sandinn fara séu ekki allir jafn raunsæir á að- stæðurnar eða jafn varkárir. En í hveiju eru hætturnar á sandinum fólgnar? Er hægt að gera grein fyr- ir þeim á einfaldan hátt og er hægt að varast þær af ummerkjum? Þessu er í raun ekki auðsvarað. Hætturnar em margvíslegar og ekki allar af sama toga og vísbendingar og um- merki um þær em bæði sýnileg og ósýnileg. Líklega hafa nýleg dæmi um ófarir manna á sandinum komið nokkuð í opna skjöldu. Fæstir munu hafa átt von á því að miklar hættur leyndust þama á meðan kaldast er í veðri og frost enn í jörð, en frekar búist við, að með hækkandi sól, vaxandi hlý- indum og sýnilega vaxandi bráðnun ísjakanna myndi hættuástandið skapast. Það mun líka gerast. Á meðan jakarnir bráðna lítið og bræðsluvatnið frýs meira og minna jafnóðum skapast ekki nein teljandi hætta á sandbleytum af völdum sól- bráðar og hlýinda ofan yfirborðs sandsins. Slíkar sandbleytur geta verið sýnilegar upp við jakana í viss- um tilvikum, en ósýnilegar í öðmm. Þetta veltur mjög á grófleika aursins og öðrum áðstæðum efnisins sem að jökunum liggur. Nefna má nokkrar ástæður þess að hættuástand skapast strax nú á meðan enn varir kaldasta skamm- degið og menn vænta almennt lítillar hættu. Meginorsakir hættuástandsins em fólgnar í því orkuríka og óreiðukennda ferli sem þetta hlaup var, hversu hratt atburðir á sandinum gerðust og hversu mikið magn vatns, aurs og jaka var á ferðinni. Jakamir raddust um með mikl- um hamagangi og höfðu lítil tækifæri til þess að setjast fyrir í jafnvægi við umhverfið. Hlaupið kastaði aur að þeim eða gróf frá þeim eftir at- vikum, eftir að þeir strönduðu og allt skapar þetta margbreytilegar aðstæður þar sem jafn- vægi efnis og afla er ekki fullkomið. Jafnvægi hefur síðan verið að komast á smám saman og verður svo næstu misserin og því fylgja breyttar aðstæður sem geta búið yfír hættum. Fyrsta beina ástæðan, sem ég nefni, fyrir því að hættuástand skap- ast við jakana núna er sú, að lítið frost var komið í jörðu þegar hlaupið kom og jakar settust víða fyrir í Fólk getur hæglega týnst á sandinum, segir Páll Imsland, í þessari fyrri grein sinni, og var- ar við hættum. vatnsósa sandi og aur, jafnvel ofan á frosnu lagi. Vatnið hefur síðan leit- að burt eftir mætti og skilið jaka eftir í óstöðugu jafnvægi, jafnvel yfír eða við holrými undir föstu eða frosnu yfirborðslagi. Önnur hugsanleg ástæða er að frosthreyfíngar í sandinum af völd- um frostþenslu í kaldri vetrartíð, eins og verið hefur lengstum fram undir þetta, geta átt hlut að máli við sköp- un óstöðugleika og þar með hættu- svæða. Þriðja ástæðan getur legið í því að jakar lágu saman þar sem þeir strönduðu og á milli þeirra eða í skjóli þeirra urðu til skútar og skvompur, holrými sem ekki fylltust framburði. Þessi holrými geta haldist eftir að vatn sýgur úr þeim og fallið saman þegar minnst varir. Aðstæður geta verið þannig að engin sýnileg ummerki séu um slík holrými á yfír- borði. Fjórða ástæðan getur fólgist í ís- hroða eða krapi, sem sest hefur fyrir í sandinum og sígur síðan saman eða jafnvel bráðnar og skilur eftir sig holiými, sem hrynja. Þannig má lengi finna afbrigði af afleiðingum óreiðunnar sem við köllum Skeiðarár- eða Grímsvatna- hlaup, sem leitt geta til hættu- ástands á sandinum, en hér verður slíkri upptalningu hætt. Þó ætla ég að nefna eina ástæðu enn, sem leitt getur til hættuástands, en sú á sér gjörólíkar orsakir. Orsakir hennar liggja ekki í hlaupinu heldur eðli mála á sandinum sjálfum. Fyrir henni verður gerð grein hér í blaðinu á næstunni. Höfundur er jarðfræðingur. Páll Imsland

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.