Morgunblaðið - 19.02.1997, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR1997
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MENNIN G ARHU S
OPNAÐ í NUUK
MENNINGARHÚS í Nuuk, höfuðborg Grænlands, var tek-
ið í notkun um síðustu helgi með miklum hátíðahöldum
og að viðstöddum fjölda erlendra gesta. Það hefur hlotið nafn-
ið Katuaq, sem merkir trommukjuði, og á nafnið að vera tákn-
rænt fyrir þá hugsun, að í húsinu verði sleginn takturinn í
grænlenzku menningarlífi. Bygging hússins er sameiginlegt
átak Grænlendinga sjálfra, sem greiða 58% kostnaðar, og
Norðurlandaráðs, sem greiðir 28%, en einkaaðilar greiða af-
ganginn. Byggingarkostnaðurinn er nær milljarður íslenzkra
króna og af því má ráða, hversu mikið er í lagt af hálfu
Grænlendinga. Þeir eru aðeins 56 þúsund talsins og búa við
óblíða náttúru í feiknarstóru og stijálbýlu landi. Full ástæða
er því til að óska þeim til hamingju með þetta nýja og glæsi-
lega menningarhús.
Fyrsti forstjóri Katuaq, Norðmaðurinn Jan Klövstad, sagði
m.a. í viðtali við Morgunblaðið við opnunarhátíðina:
„Það er ákaflega mikilvægt að hafa hús sem þetta. Það
mætir mikilli þörf fyrir sal, þar sem hægt er að halda tón-
leika, flytja leikrit og sýna kvikmyndir. Húsið gefur græn-
lenzkum listamönnum tækifæri til að koma fram og gestum
möguleika á að heimsækja Grænland.“ Lars Emil Johansen,
formaður landsstjórnarinnar, segist vona, að menningarhúsið
verði gluggi Grænlendinga út í heim og gluggi heimsins að
grænlenzkri menningu.
íslendingar lögðu sitt af mörkum við opnunarhátíðina og
færðu Grænlendingum ýmsar góðar gjafir, en framlag íslend-
inga var einnig mikið á menningarsviðinu, því Sinfóníuhljóm-
sveit íslands lék með þjóðarkór Grænlendinga, auk flutnings
ýmissa tónverka, svo og var efnt til tónleika fyrir skólabörn.
Þetta er til marks um þann vinarhug, sem íslendingar bera
til Grænlendinga, næstu nágranna sinna, og verður vonandi
hvati að nánari samskiptum og samstarfi milli þjóðanna, sem
í raun hafa verið ótrúlega lítil þar til allra síðustu árin. Sam-
eiginlegir hagsmunir þjóðanna við norðanvert Atlantshaf eru
margvíslegir, ekki sízt á sviði hafréttar og sjávarútvegs, og
nauðsyn ber því til að efla samstarf þeirra sem mest, einnig
á menningarsviðinu. Ný tækifæri hafa nú skapazt til þess
með opnun menningarhússins í Nuuk.
ALBRIGHT OG EVRÓPA
MARGIR Evrópumenn hafa haft áhyggjur af því á undan-
förnum árum að þeim stjórnmálaleiðtogum fari fækk-
andi í Bandaríkjunum, sem hafi sterk tengsl við Evrópu og
skilning á mikilvægi samstarfs lýðræðisríkjanna í Norður-
Ameríku og Evrópu. Sumir hafa óttazt að ný kynslóð banda-
rískra stjórnmálamanna mundi horfa inn á við eða þá vestur
á bóginn, til Kyrrahafsins og Asíu, fremur en til Evrópu.
Það er því talsverður fengur að því fyrir Evrópumenn að kona
á borð við Madeleine Albright skuli skipuð í embætti utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna. Albright er fædd í Tékkóslóvakíu og
flúði ásamt fjölskyldu sinni undan kommúnistastjórninni, sem
náði þar völdum 1948. Hún er sérfræðingur í málefnum Evrópu
og talar mörg evrópsk tungumál. Það er því viðbúið að hún
leggi áherzlu á sterk tengsl Bandaríkjanna og Evrópu.
Slíkt hefur raunar komið fram áður; Albright var til dæmis
í hópi þeirra áhrifamanna, sem töldu Bosníudeiluna koma
Bandaríkjunum við og hvöttu til þess að herlið yrði sent til
Bosníu til að koma á friði.
Á fundi sínum með framkvæmdastjórn Evrópusambandsins
í Brussel í gær lagði Albright áherzlu á að hún væri „barn
klofinnar Evrópu" og sagðist vilja stuðla að því að álfan yrði
„óskipt og frjáls á ný“.
Hún lofaði því stuðningi við stækkun Evrópusambandsins
og Atlantshafsbandalagsins til austurs. Stækkun NATO er
reyndar mál, sem hún leggur ofurkapp á að koma í höfn. „Nú
getur hið nýja NATO komið því til leiðar í Austur-Evrópu,
sem það gerði í vesturhlutanum: slökkt gamalt hatur, stuðlað
að samruna, búið bættum efnahag öruggt umhverfi og haml-
að gegn beitingu ofbeldis á svæði, þar sem tvær heimsstyijald-
ir og kalda stríðið hófust,“ segir Albright í grein sinni um
stækkun NATO í nýjasta hefti The Economist.
Albright leggur ríka áherzlu á þátt Bandaríkjanna í þess-
ari þróun — þar kann hún reyndar að misbjóða einstökum
Evrópuríkjum, ekki sízt Frakklandi, þótt hún hafi lagt sig
fram um að bæta tengslin við Frakka í Evrópuför sinni. En
reynslan hefur sýnt að þátttaka Bandaríkjanna er nauðsynleg
til að tryggja frið í Evrópu.
Sem Evrópuríki, sem á aðild að NATO og hefur treyst Banda-
ríkjunum fyrir landvörnum sínum, á ísland mikið undir því að
tengslin milli Bandaríkjanna og Evrópu séu sem sterkust. Stefna
Madeleine Albright er því í þágu íslenzkra hagsmuna.
NÆRRI lætur að búið sé að
frysta hátt í fímm þúsund
tonn af loðnu fyrir Jap-
ansmarkað það sem af er
vertíð samanborið við um 20 þúsund
tonn á sama tíma í fyrra. Fullljóst
þykir nú orðið að ekki einu sinni
kraftaverk myndi duga til að uppfylla
samninga við Japani að þessu sinni.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins miðuðust draumar manna
við að hægt yrði að flytja allt að 40
þúsund tonn af frystri loðnu til Jap-
ans í ár og ljóst var talið að trygg
sala væri sem stæði fyrir allt að 25-30
þúsund tonn. í gær töldu nokkrir við-
mælendur Morgunblaðsins óraunhæft
að ætla að það takist að frysta um-
fram tíu þúsund tonn af loðnu á Jap-
ansmarkað. Metloðnuvertíð var í
fyrra, en þá voru framleidd um 37
þúsund tonn á Japansmarkað frá ís-
landi.
Ástæður slælegs gengis nú má
m.a. rekja til smárrar hrygnu sem
leitt hefur til þess að öll flokkun hef-
ur gengið mjög hægt og illa fyrir
sig. Þá hefur mjög hátt hlutfall verið
af hæng í heildaraflanum eða allt að
80% miðað við innan við 50% áður
og á þessu hafa engar skýringar
fundist. Auk þess hefur loðnan verið
að ganga á methraða vestur með
suðurströndinni sem gert hefur það
að verkum að vinnslustöðvar hafa náð
að framleiða mun minna en fyrstu
áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki er
gott að spá fyrir um hvaða áhrif þetta
ástand mun hafa í för með sér, að
sögn viðmælenda. Þó óttast menn að
ónóg framleiðslugeta íslendinga að
þessu sinni muni skapa Kanadamönn-
um aukið rými á Japansmarkaði á
okkar kostnað. Hugsanlegt væri
meira að segja að Kanadamenn næðu
hreinlega af okkur Japansmarkaði.
Japönsku kaupendumir eru, að sögn
framleiðenda, að verða fremur óþolin-
móðir, og kunna að slaka eitthvað á
sínum stærðarkröfum úr því sem
komið er, þó framleiðendur hafi verið
undir annað búnir, en þess ber að
geta að þær miklu loðnubirgðir, sem
fyrir eru í Japan og telja um 25 þús-
und tonn, eru að meginuppistöðu til
smærri loðna.
10-20% af magni
frá því í fyrra
„Eins og menn meta horfurnar
núna, eru þær ekki sérlega uppörv
andi í samanburði við það sem gerð-
ist í fyrra,“ segir Þórður Friðjónsson,
forstjóri Þjóðhagsstofnunar. „Hver
loðnufrystingin verður endanlega er
ekki gott að segja, en í fyrra gaf
frystingin á Japansmarkað nálægt
þremur og hálfum milljarði. Það, sem
til umræðu er núna, er að það náist
ekki að frysta nema 10-20% af því
magni, sem náðist að frysta á Japan
í fyrra. Gangi þetta eftir, yrðu tekjur
af Japansfrystingu tveimur til þremur
milljörðum króna minni en í fyrra.
Það skal hinsvegar tekið fram að
verðmæti úr Ioðnuafurðum þarf ekki
að minnka um sem nemur þessari
upphæð þar sem verið er að frysta
fyrir aðra markaði sem ekki var gert
í fyrra í sama mæli og nú er gert,“
segir Þórður.
Vægast sagt
skelfileg vertíð
„Vertíðin verður ekkert blásin af
fyrr en ekki verður lengur hægt að
finna loðnu, sem hægt er að frysta.
Því er hinsvegar ekki að neita að
yfírstandandi vertíð hefur verið væg-
ast sagt skelfileg. Búið er að frysta
miklu minna magn en við bjuggumst
við, þótt ekki hafí verið -----------
gert ráð fyrir neinni met-
vertíð eins og í fyrra. Samt
sem áður tel ég að það
hafi ekki hvarflað að
nokkrum manni að vertíðin
Líkur eru á verulegum tek;
vegna loðnufrystingar á Japa
VÆNTING
AÐ ENGU OR
Þær miklu væntingar, sem ríkjandi voru manna á me
ar fyrir aðeins örfáum dögum, eru nú nánast að engu
í gífurlega fjárfestingu vítt og breitt um landið til unc
um svokallaða sem er um þrjár vikur í febrúarmánu
meðaltali þrefalt verð á við Rússa fyrir frysta loðnu. <
innti menn eftir því hvort tími væri kominn til að blás
hún kannski eitthvert annað eða á
hún eftir að koma?“
Að sögn Halldórs getur þetta ekki
þýtt neitt annað en gríðarlegan tekju-
missi fyrir þjóðarbúið í heild þótt
hann telji of snemmt að flauta vertíð-
ina af. „Við höldum enn í vonina um
að hægt verði að framleiða meira
magn, en erum famir að gefa það
upp á bátinn að fjögurra ára loðnan
finnist. Ætli það væri ekki best að
Hafrannsóknastofnun gerði út túr til
þess að finna þessa loðnu. Ef ekki,
þá kemur vonandi loðnuvertíð eftir
þessa vertíð. Menn, sem hafa verið í
loðnunni lengur en sl. þijú ár, vita
að það hafa komið margar slæmar
vertíðir eins og sú, sem við erum að
upplifa núna. Þetta er hálfgert lott-
erí.“
Kannski búið að slátra
öllum mjólkurkúnum
Mikið hefur
verið fjárfest í
greininni
yrði eins slæm nú og raun ber vitni,“
segir Halldór G. Eyjólfsson, markaðs-
stjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna.
Halldór segir að sú stóra loðna,
sem fiskifræðingar voru búnir að spá
að myndi veiðast, hafi enn ekki látið
sjá sig, en m.a. hafi samningar við
Japani byggt á mun stærri loðnu en
veiðst hafi síðustu daga og vikur.
Fiskifræðingar hafi spáð því að um
30% af loðnunni yrðu fjögurra ára
og því hafi allir búist við því að hún
yrði þokkalega stór, en reyndin hafi
síðan orðið önnur. „Við hljótum að
auglýsa eftir þessari stóru loðnu. Fór
„Því miður er hljóðið í okkur slæmt.
Vertíðin hefur gjörsamlega farið for-
görðum vegna þess að stærð á loðn-
unni hefur ekki verið eins og menn
höfðu búist við. Menn gerðu samninga
miðað við að stærðin væri
meiri og það hefur gjörsam-
lega farið í vaskinn. Eins
hefur hlutfall hrygnu í afla
verið mjög h'tið sem þýðir
að við höfum ekki fengið
frystingar. Allt upp í 70% í
í Evrópu sem stendur. Það er auðvit-
að mjög alvarlegt mál, ef þetta er
rétt, að búið sé að slátra öllum mjólk-
urkúnum. Á hinn bóginn segja menn
að þessi fískur sé einhvers staðar, en
hún hegði sér bara öðruvísi en hún
venjulega gerir. Það veit enginn neitt.
Menn bjuggust við að það myndi
gerast eitthvað um síðustu helgi þeg-
ar loðnan fór af stað suður með
ströndinni. Þá venjulega skilur stóra
hrygnan sig frá þeirri smáu, en það
gerðist ekkert. Hún tók hinsvegar upp
á því allt í einu að fara að éta þegar
hún kom upp að suðurströndinni með
þeim afleiðingum að hún fylltist af
átu og þá vilja menn hana ekki. Þetta
hafa verið tómir mínusar fyrir okkur
og hið versta mál.“
Víkingur sagðist engu vilja spá um
endalok vertíðarinnar. Hinsvegar
hefði hann persónulega haft það fyr-
ir sið undanfarnar loðnuvertíðir að
raka sig ekki fyrr en að aflokinni
loðnuvertíð. Sú athöfn hefði hins veg-
ar farið fram í gærmorgun. Það
mætti segja að það endurspeglaði
hans eigin skoðun. „Vertíðin hefur
ekki einu sinni gengið eftir sam-
kvæmt spám svartsýnustu manna.
Ástandið er miklu verra.“
nóg til
aflanum hafa verið hængur, sem ekki
er hægt að nota,“ segir Víkingur
Gunnarsson, framleiðslustjóri hjá Is-
lenskum sjávarafurðum hf.
Að sögn Víkings höfðu fiskifræð-
ingar spáð því að stórt hlutfall af fjög-
urra ára loðnu yrði í aflanum. Það
væri sú loðna, sem sárlega vantáði
nú og margir væru komnir með skýr-
ingar á því af hveiju hún hefði ekki
sýnt sig. „Menn eru að geta sér þess
til að stóra loðnan hafi verið veidd í
sumar því þá veiddist mjög mikið af
stórri og góðri loðnu. Ef svo er, er
hún einhvers staðar í mjölgeymsíum
Vonin er ekki
alveg horfin
Ekki hefur verið ákveðið hvort
loðnufrystingu á vegum Hraðfrysti-
húss Eskifjarðar hf. er lokið að sinni
þótt það líti helst út fyrir að svo sé,
að sögn Magnúsar Bjarnasonar fram-
kvæmdastjóra. „Við erum ekkert búin
að gefa upp alla von þó óhætt sé að
segja að loðnufrysting á Japan hafi
brugðist að verulegu leyti. Aðeins er
búið að frysta 700-800 tonn á Japan
það sem af er, en áætlanir gerðu ráð
fyrir þijú þúsund tonnum. Engin
loðnufrysting er í gangi eins og er,
enda bræla á miðunum auk þess sem
loðnan er komin nokkuð langt í burtu
frá okkur og er því orðin heldur göm-