Morgunblaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ c 32 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 BJÖRN MAGNÚSSON + Björn Magnús- son fæddist á Prestbakka á Síðu í V-Skaftafellssýslu 17. maí 1904. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir í Reykjavík 4. febr- úar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 18. febrúar. Stutt kveðja í minn- ingu kærs og elskulegs tengdaföður, séra Björns Magnússonar, prófessors við guðfræðideild Há- skóla íslands. Við kveðjum nú hann Björn okk- ar, föður þessarar stóru samheldnu fjölskyldu, föður, tengdaföður, afa, tengdaafa og langafa. Allt að hund- rað manns í fjölskyldu er vissulega stór hópur. Við söknum hans öll, yngri sem eldri, því hann var slíkur öðlingsmaður og návist hans dýr- mæt. Fordæmi góðra fjölskyldusam- skipta og mannlegra samskipta yf- irleitt var sannarlega fyrir hendi 9 hjá þeim Bimi og Charlottu Jóns- dóttur konu hans, sem látin er fyr- ir allmörgum árum. Þau vora að mér fannst alla tíð einstaklega sam- hent, ímynd kærleikans, sönn hjón og foreldrar, þar sem allt hið góða í fari einstaklinga var í heiðri haft, hver fjölskyldumeðlimur fékk að njóta sín og eiginleikar hvers og eins mikilvægir metnir. Allt reyndu þau ávallt að gjöra til að gleðja, bæta, aðstoða og vernda. Fastur liður á ári hveiju voru ^ jólaboðin á Bergstaðastrætinu á jóladaginn, sem allir hlökkuðu til. Hin seinni ár, eftir að ijölskyldan stækkaði svo mjög, var vissulega þröngt setinn bekkurinn í hinu tak- markaða húsrými en hjartarýmið var svo yfrið nóg að enginn lét sig vanta nema tilefnið væri ærið. Þar var alltaf glatt á hjalla og þar nutu þau hjón sín til hins ýtrasta í faðmi fjölskyldunnar. Þessum sið hélt Björn áfram eftir lát Charlottu og var augljóst hve dýrmætar þessar stundir vora honum. Björn Magnússon var mjög sér- stakur persónuleiki, velmenntaður, fjölfróður, einstaklega hlýr, traust- ur og skemmtilegur. Af samskipt- um við hann hlutu því allir að nær- ast að andlegri auðlegð. Mig langar nú við kveðjustund að þakka elsku- legum tengdaföður mínum fyrir allt sem hann gaf okkur af kærleika, hjartahlýju og sínum sérstæða per- sónuleika. Allt mun það lifa með okkur og ylja um ókomin ár. Bless- uð sé minning hans. Svanhildur Sigurðardóttir. Hinn 4. febrúar sl. andaðist dr. theol. Björn Magnússon fyrrverandi prófessor í guðfræði á 93. aldurs- ári. Mig langar að minnast hans nokkram orðum og þakka honum . góð kynni en leiðir okkar lágu sam- an um árabil. Ég tók við embætti hans þegar hann lét af störfum fyr- ir aldurs sakir árið 1974 en áður hafði ég bæði verið nemandi hans og starfað með honum. Ég lærði fljótt að meta mannkosti hans og sú mynd breyttist ekki. Það er mikið lán að eiga góða og ráðholla sam- starfsmenn og það má með sanni segja að Bjöm Magnússon hafí verið. Bjöm var hár og höfðinglegur maður, hlýr í viðmóti, hógvær og öfgalaus. Hann var hreinskiptinn og laus við alla tilgerð. Hann flíkaði ekki tilfínningum sínum en var fast- ur fyrir og traustur þar sem það átti við. A síðari áram angraði heymardeyfð hann nokkuð. Nem- endur hans virtu hann mikils og bára hlýjan hug til hans alla tíð eftir nám. Björn lagði mikla rækt við kennslustarf sitt og leiðbeindi nemendum sínum á sinn hógláta og uppbyggjandi hátt. Ég minnist þess hve hlýlega hann bauð mig velkominn í guðfræði- deildina þegar ég hóf þar nám og eftir að ég fór að kenna þar naut ég ætíð góðs af sam- skiptum við hann. Við störfuðum lengi saman í þýðingamefnd Nýja testamentisins ásamt þeim Sigurbirni Ein- arssyni, biskupi, og Jóhanni Hannessyni, prófessor, og sýndi Björn þar hve ná- kvæmur og vandaður fræðimaður hann var. Björn var margsinnis deildarfor- seti guðfræðideildar og starfaði í mörgum nefndum innan og utan Háskólans. Hann var m.a. kirkju- þingsmaður árin 1964-1970 og kjör- félagi í Vísindafélagi íslendinga. Árið 1977 sæmdi Háskóli íslands hann doktorsnafnbót í heiðursskyni fyrir fræðastörf sín. Auk þess starf- aði hann að bindindismálum og var um tíma stórtemplar. Björn var sístarfandi, ekki aðeins að fræðiiðkunum heldur var hann einnig mjög laghentur smiður og bókbindari. Björn og fjölskylda hans áttu sumarbústað við Hreðavatn í Borgarfirði og þangað fór hann gjaman ásamt fjölskyldu sinni þeg- ar skóla lauk á vorin, sinnti þar fræðistörfum og útistörfum og það- an kom hann endumærður á haust- in. Kennslugreinar Björns við guð- fræðideild voru nýjatestamentis- fræði, einkum ritskýring Jóhannes- arguðspjalls, samtíðarsaga og guð- fræði Nýja testamentisins, og lengst af siðfræði og kennimannleg guð- fræði. Það hefur verið sérkenni guð- fræðideildar Háskóla íslands, miðað við t.d. guðfræðideildir á hinum Norðurlöndunum, að tengja saman fræðilega og hagnýta þætti náms- ins. Áherslan er ekki aðeins lögð á hinn fræðilega grann heldur einnig hvernig megi færa hann til samfé- lagsins í heild. Björn sýndi þetta í verki. Hann samdi nokkrar kennslubækur og fræðirit í kennslu- greinum sínum, t.d. skýringarrit yfir Jóhannesarguðspjall ogJóhann- esarbréfin og rit um ferming- arfræðslu sem hann nefndi „Kenn þeim unga“ og rit um helgisiða- fræði, „Þróun guðsþjónustuforms íslenzku kirkjunnar frá siðaskipt- um“. Á árinu 1994 var gefin út á vegum Guðfræðistofnunar sam- keppnisritgerð Björns „Um sérkenni kristindómsins", en þá ritgerð samdi Björn árið 1936 þegar hann sótti um dósentsembætti við guðfræði- deild. Hann þýddi einnig nokkrar fræðibækur á sviði guðfræði og trú- arbragðafræða, má þar nefna „Að vera kristinn" eftir Hans Kung, „Launhelgar og lokuð félög“ eftir Éfraim Briem og „Vígðir meistarar“ eftir Edouard Schuré. Árið 1965 gaf Björn út prédikunarsafnið „Frá haustnóttum til hásumars. Um nokkur meginatriði kristinnar kenn- ingar“. Þar túlkar hann valda kafla Nýja testamentisins. Auk þessa samdi hann fjölda greina í tímarit um guðfræðileg efni og um bindind- ismál. Merkur þáttur í fræðimennsku Björns er vinna hans við orðstöðu- lykla. Sem ritskýrandi gerði hann sér grein fyrir þýðingu þess að vita hvernig orð eru notuð í breytilegu samhengi þeirra í textum. Slíkir orðstöðulyklar era t.d. til að gríska orðaforða Nýja testamentisins og að grísku þýðingu Gamla testament- isins og era þeir ómissandi við rit- skýringu. Árið 1951 kom út orðalyk- ill Björns að þýðingu Nýja testa- mentisins frá 1912, en áður hafði hann samið orðalykil að Passíusálm- unum. Árið 1976 gaf Björn guð- fræðideild vélritað handrit að orð- stöðulykli að gamlatestamentisþýð- ingunni frá 1912 og hafði hann sjálfur bundið eintakið í skinn. Sú bók er nú varðveitt í rannsóknar- MINIMINGAR bókasafni Guðfræðistofnunar. Á þeim tímum þegar Bjöm vann að orðstöðulyklum sínum höfðu menn ekki aðgang að tölvukosti og er vart hægt að gera sér í hugarlund hve tímafrekt það hefur verið að semja þessa lykla án aðstoðar tölva. Auk þessa hefur Björn samið merk ritverk í ættfræði og persónu- sögu, má þar nefna guðfræðinga- töl, ritin „Ættir Síðupresta" sem kom út 1960, „Vestur-Skaftfelling- ar 1703-1966“, sem kom út 1970, og „Frændgarð", sem kom út 1982. Einnig samdi hann „Nafnalykil að manntali á íslandi 1801 og 1845“ og „Mannanöfn á íslandi samkvæmt manntölunum 1801 og 1845“, sem kom út 1993. Bjöm missti konu sína frú Charl- otte K. Jónsdóttur árið 1977. Frú Charlotte var elskuleg kona og vora þau hjón mjög samrýnd og gott að koma á heimili þeirra. Það hlýtur að hafa verið mikið áfall fyrir Bjöm að missa hana en hann átti góða að. Böm hans og fjölskyldur þeirra kepptust um að gera honum lífið léttara og gerðu honum kleift að búa þar sem hann undi best, í íbúð sinni á Bergstaðastræti 56, allt fram á síðasta ár er hann flutti á hjúkran- arheimilið Eir þar sem hann naut góðrar aðhlynningar. Hann hélt reisn sinni allt til æviloka. Fyrir hönd guðfræðideildar Há- skóla íslands þakka ég honum allt hans starf fyrir guðfræðideild og guðfræðimenntun á íslandi. Guð blessi minningu hans. Jón Sveinbjörnsson. Þegar nákominn ættingi eða vin- ur fer frá okkur á vit almættisins, koma upp í hugann myndir af öllum þeim góðu stundum sem við höfum fengið að eyða með viðkomandi. Mig langar í þessari ræðu minni að bregða upp nokkram af þeim myndum sem mér era kærastar og eftirminnilegastar í minningunni um afa minn, Björn Magnússon, sem nú er kominn, eftir langt og strangt ævikvöld, yfír móðuna miklu til ömmu Charlottu, sem ég minnist um leið. Fyrsta og jafnframt fallegasta myndin er auðvitað myndin af þeim sjálfum. Afí svo hár og virðulegur og amma svo falleg og brosmild. Þeirra samband fannst mér ein- kennast af gagnkvæmri virðingu, starfsorku og ánægju yfir lífinu og tilveranni. Það var því mikil eftirsjá að ömmu, þegar hún lést fyrir aldur fram vegna veikinda, fyrir afa og okkur öll þar sem þau vora svo ein- staklega samrýnd hjón. Síðan koma upp í hugann minn- ingar frá jólunum á Bergstaða- stræti eða Bestó eins og við krakk- arnir kölluðum það. Þar komum við saman, stórfjölskyldan, á jóladag, fyrst á meðan amma lifði, og síðan eftir hennar dag, hittumst við þar með afa þar til nú síðustu árin að heilsa hans leyfði það ekki lengur. Þó ijölskyldan hafi haldið þeim sið að koma saman um jólahátíðina og ánægjulegt sé að hittast svona öll saman, þá var andrúmsloftið á Bergstaðastrætinu svo hátíðlegt að enginn salur né önnur húsakynni hafa gefíð slíka hátíð í hjarta sem maður fann fyrir sem bam á jólun- um hjá afa og ömmu á Bestó. Myndin af „Sumó“, Lindar- brekku við Hreðavatn, mun í mínum huga og fleiri alltaf verða paradís minninga og yndislegra tíma. Þeir sem hafa verið þátttakendur í stemmningunni í Sumó vita hvað það er yndislegt og þá stemmningu bjuggu afi og amma til. Það var hápunktur tilverannar hjá lítilli stúlku að fá að taka Norð- urleiðarrútuna með ömmu og afa upp að Hreðavatni og fá að vera með þeim á þessum fallega, öragga stað. Þarna var og er enginn sími, ekkert sjónvarp, og síðast en ekki síst er það einróma álit fjölskyld- unnar að þar sé besta vatn og besti silungur í heimi. Afi var ekki að bera tilfinningar sínar á torg, en væntumþykjuna fann maður í gegnum verkin hans og samveruna við hann, sérstaklega í „Sumó“, eins og þegar við fengum að fara með honum að vitja um netið, sækja mjólkurbrúsann út á veg eða rölta með honum út í „skóg“ þar sem hann var að grisja og tína sprek. Þá sagði hann mér sögur frá því hann var ungur af honum og Jóhönnu systur sinni, sem hann vissi að mér þætti gaman að því ég var skírð eftir henni, en hún hafði látist ung að áram. Afí var ákaflega verklaginn og naut ég þess oft að fylgjast með honum dytta að, smíða, mála eða bara kveikja upp í kamínunni. Amma var meira á ljúfu nótunum, alltaf reiðu- búin með opinn faðminn, og tilbúin að hlusta á vandamálin sem upp komu. Einnig var gaman að hlusta á frásagnir frá bamæsku hennar í Stykkishólmi eða fylgjast með þeg- ar hún var að bjóða fuglunum góð- an daginn eða heilsa upp á álfana úti í hrauni, en tilvist þeirra þótti henni alveg jafn sjálfsögð og okkar og kenndi mér um leið að bara virð- ingu fyrir náttúrunni. Það sem mér er minnisstæðast frá dvölinni með afa og ömmu í „Sumó“, er þegar þau í sameiningu saumuðu fyrir mig tuskustrákinn sem nefndur var „Labbi“, úr íþróttagalla af föður mínum frá því hann var drengur. Ég var alveg afskaplega hrifín af þessari brúðu sem var ekki mikið minni en ég sjálf og ekki höfðu þau hjónin minni ánægju af að búa hana til og samglöddust mér yfir þessu öllu, sem var táknrænt fyrir þau og sam- skipti þeirra við barnabömin. Ég get ekki hrósað mér af mikl- um samskiptum við afa nú síðustu árin og reyndar held ég að hann hafi verið stunginn af til ömmu í huganum fyrir allnokkra. En elsku afi og langafi barnanna minna, þakka þér fyrir allt og allt og skilaðu kveðju okkar allra þegar þú kemur á eilífðarströndina til ömmu sem var þér svo kær og svo sárt að missa, til frænku okkar ungrar og bamabams þíns sem þurfti að glíma við svo erfiðan sjúk- dóm í þessu lífi og síðast en ekki síst elskulegs föður míns sem tekinn var frá fjölskyldunni allt of snemma. Guð blessi þig. Jóhanna Magnúsdóttir. Nú þegar Bjöm afí er farinn fínnst mér vera viss tímamót í lífi mínu, eitthvað sem var er horfið með honum. Minningin um afa og Lottu ömmu saman í fararbroddi í fjölskyldunni er svo sterk þó svo að nær 20 ár séu liðin frá því að amma dó. Þau vora svo fullkomin saman og höfðu með orðum sínum og gjörðum sterk mótandi áhrif á okkur sem nutum þess að vera með þeim á uppvaxtaráram okkar. Ég var svo heppin að eiga mitt æskuheimili í sama húsi og afi og amma við Bergstaðastrætið. Æsku- minningar tengdar þeim og fallega heimilinu þeirra era allt bjartar og góðar minningar. Þar vora alltaf allir velkomnir og gestkvæmt mjög. Ævintýraljómi var yfir jólaboðun- um þegar öll fjölskyldan kom saman hjá þeim, söng og dansaði í kringum jólatréð, eplalykt og orgelhljómur fylltu loftið. Og kvöldin þegar ég sat hjá afa og ömmu og hlustaði á útvarpsleikritin með þeim eða spjallaði við þau, þar var aldrei sjón- varp. Kontórinn, vinnuherbergi afa, var heillandi staður þar sem bæk- umar hans voru í aðalhlutverki og afí sjálfur niðursokkinn í ættfræði- grúsk með spjaldskrámar og bækur í kringum sig. Þar áttum við krakk- arnir oft skemmtilegar stundir þeg- ar við fengum að kíkja á frímerkja- safnið eða í blöð og bækur, af nógu var að taka. Afí var mjög skipulagð- ur og hélt öllu vel til haga. Eftir að amma dó og ég orðin fullorðin áttum við afi margar góð- ar stundir saman í Lindarbrekku, sumarbústaðnum og paradís fjöl- skyldunnar við Hreðavatn. Þar kynntist ég afa vel, þúsundþjala- smiðnum sem aldrei féll verk úr hendi. Oft sat hann við skriftir við gömlu ritvélina en í Lindarbrekku þurfti að bera vatn, kol og eldivið í hús, ná í silung í soðið og gera að honum, smíða og dytta að ýmsu jafnvel sauma á handsnúnu sauma- vélina, allt þetta gerði afí. Og á kvöldin var spjallað saman yfír te- bolla og hann hafði gaman af að segja frá æskudögum sínum á Prestbakka. Meðan kraftar og heilsa leyfðu gerði afi sitt til að styrkja fjölskylduböndin. Hann gifti mörg af sínum barnabörnum og skírði langafabörn, var með okkur í afmælum og á stóram stundum í fjölskyldunni. Hann var nálægur og gaf okkur svo margt. Að lokum vil ég þakka elsku afa fyrir allt sem hann gaf mér. Charlotta Ingadóttir. „Ekki prédikum vér sjálfa oss, heldur Krist Jesúm sem Drottin, en sjálfa oss sem þjóna yðar vegna Jesú. Því að Guð sem sagð: „Ljós skal skína fram úr myrkri.“ - hann lét það skína í hjörtu vor, til þess að birtu legði af þekkingunni á dýrð Guðs eins og hún skín frá ásjónu Jesú Krists.“ (2.Kor. 4:5-6.) Ljós skín fram úr myrkri. Það segja jól, því himinsbirta skín í næturhúmi yfír Betlehemsvöllum og það segja páskar, því upprisubirta þeirra skín gegnum kvöl og kross föstudagsins langa. Og ljósið skín í þeirri sál og því hjarta, sem Andi Guðs hefur fengið að snerta og opna svo frá því stafar birtu Guðs þekk- ingar eins og hún opinberast í Jesú Kristi. Það er mikilvægt köllunarhlut- verk að vitna um þetta ljós, bregða birtu Guðs þekkingar á lífsleið manna. Það gera þeir sem boða Orð hans og ljós, prédika og vitna um Jesúm Krist. Það gera þeir, sem fást við trúarspeki og guðfræði. Hana er hægt að stunda sem hlut- læga fræðigrein og skilgreina fræðasviðið, rýna í framtexta, glöggva sig á hugmyndafræði hans og áhrifum, bera hann saman við samtímasögu og bókmenntir. En vægi boðskaparins kemst þó ekki fyllilega til skila nema gengið sé til móts við hann, tekin sú áhætta trú- ar að lifa hann og fylgja því Orði sem þar er í forgranni og höndlast því ljósi er bregður birtu sinni yfir bókstafí og vitnisburði. Dr. Björn Magnússon var í tugi ára prófessor í Nýja testamentis- fræðum við guðfræðideild Háskóla íslands. Hann tamdi sér hlutlæg vinnubrögð og fór eftir ýtrastu rannsóknarkröfum en greinilegt var á því hvemig hann nálgaðist við- fangsefni sitt, að hann var höndlað- ur af því ljósi, sem það vitnar um og vildi draga fram dýrð þess og ljóma enda vígður prestur og hafði farsællega þjónað sem slíkur áður en hann gerðist háskólakennari. „Sérkenni Kristindómsins." Svo nefnist gagnmerk ritsmíð, sem dr. Bjöm samdi, er hann 32 ára sótti um dósentsstöðu við Háskólann. Hún birtir yfirgripsmikla þekkingu hans á guðfræði og þeim straumum sem um hana léku á umbrotatíð kreppuára. Vandvirkni dr. Björns og glögg- skyggni kemur þar vel fram. Rit- gerðin er margslungin en mjög læsi- leg og hefur enn miklu að miðla af guðfræðiþekkingu og trúarsýn. „Svo framarlega sem Kristur hefur birt oss eðli Guðs, en það er grand- vallaratriði Kristindómsins og sér- staða öðru fremur," segir dr. Bjöm, „þá er afstaða Guðs til manna frem- ur öllu öðra sjálfsfórnandi kærleik- ur. - Og hann auðkennir jafnframt kristni sem líf frá Guði, hið hugsjón- arlega líf sem nærist frá lífsupp- sprettu Guðs. - Starf Jesú var ekki fyrst og fremst að veita mönnum nýja þekkingu á Guði og tilverunni þótt hann veitti hana mikla og verð- mæta heldur var starf hans fólgið í því allra helst að vekja nýtt líf, glæða það og efla með því að koma mönnum í samband við uppsprettu lífsins, því er Kristindómurinn í innsta eðli sinu trúarbrögð lífsins". Kaflinn um Guðsríkið er afar skil- merkilegur og fræðandi og þar kem- ur glöggt fram, „að Guðsríkið er bæði nálægt sem veraleiki og fjar- lægt sem von. Það er bæði siðferði-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.