Morgunblaðið - 19.02.1997, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 33
leg fullkomnun og það innra líf sem
nærir öll trúarbrögð og gefur þeim
gildi sitt og tilverurétt."
Dr. Bjöm var víðsýnn og mjög
vakandi í trú sinni og tilveruskoðun.
Hann gerði sér vel grein fyrir því,
að umsvif sýnilegrar kirkju þó þýð-
ingarmikil séu takmarka ekki áhrif
Guðs til hjálpræðis og gat auðveld-
lega samræmt heimsmynd nýjustu
vísinda guðstrú sinni. Því betur sem
vísindin fengju kannað undur efnis
og orku, geisla og ljósflæðis kæmi
dásemd Guðs sköpunar fram og
regla hans í alheimi, sem stærðfræð-
in gæti öðru betur túlkað.
„Þeir sem mest vita, vita best um
takmörk þekkingar sinnar og stefn-
an virðist vera sú, að því meir sem
menn sökkva sér niður í djúp leynd-
ardóma hinnar efnislegu tilvem því
augljósari verði, að tilveran er ekki
öll þar sem hún er séð, mæld eða
vegin.“
En hann bar helst fyrir bijósti
áskorunina og hvatann til þess að
lifa í ljósinu, lifa kristilega, því áhrif
Krists og trúarinnar á hann yrðu
að koma fram í breytni og samskipt-
um og móta samfélagsmyndina til
að hún birti blik af guðsríkinu kom-
anda.
Dr. Björn varð einn helsti forystu-
maður bindindishreyfíngarinar hér
á landi. Honum hefur þótt bindindis-
hugsjónin falla vel að kalli Krists
um ábyrgðarkennd og lífsvirðingu.
Mikill sjálfsagi kom enda fram í
vinnulagi hans og vinnubrögðum.
Orðalykill hans að Nýja testament-
inu, unninn áratugum fyrir daga
tölvunnar, er mikið elju- og ná-
kvæmisverk og hefur verið guð-
fræðinemum, prestum landsins og
öllu kirkjufólki afar mikils virði.
Guðfræðingatal dr. Bjöms er líka
sögulega dýrmætt verk og vottar
sem annað vandvirkni hans.
Fyrstu fyrirlestramir, sem ég
sótti hjá dr. Birni í guðfræðinámi
mínu, em mér mjög minnisstæðir.
Þeir fjölluðu um Samtímasögu Nýja
testamentisins. Honum tókst að
opna augu mín og skilning fyrir fjöl-
breytni hennar, er hann dró fram
úr fortíð bæði „Makkabea og
Essea“, forn spekirit og trúarleið-
beiningar. Síðar átti hann eftir að
leiðbeina mér inn í hugmyndaheim
Nýja testamentisins og ritskýringu
guðspjallanna einkum Jóhannesar-
guðspjalls sem var honum afar hug-
leikið enda em meginhugtökin þar
ljós og Iíf.
Fyrir kom, að mér þóttu fyrir-
lestrar dr. Bjöms lítt hrífandi eins
og hann hikaði þá við að hefja
umíjöllunarefnið til flugs og gefa
ferskri túlkun þess byr undir vængi
en hann vildi um fram allt vera því
trúr og sannur og forðast ranghug-
myndir og órökstuddar fullyrðingar.
Hann fann til þess hve mikið var í
húfi, að sem réttast væri með farið,
er fjallað var um tilgang lífs og
opinberun Guðs leyndardóma.
Frammi fyrir þeim var sem hann
fyndi sig smáan þó væri öðmm
hávaxnari og kröftugri og stöðugt
að teyga af viskubrunnum guðfræð-
innar. En það er þessi auðmjúka
jafnvel feimnislega afstaða hans
gagnvart viðfangsefni sínu og helg-
um textum, sem mér er hvað efst
í huga, er ég minnist hans með hlýju
og þökk. Mér hefur skilist með árun-
um, að heljarstökk eigin visku og
hygginda gagnast ekki til skilnings
og túlkunar á guðsríkinu.
Dýpri skilningur fæst fyrir þá
smæð, sem upphefur Krist og fær
vitnað um dýrð hans, svo hjörtun
hrærast og trúin vaknar og glæðist.
Dr. Bjöm Magnússon lauk sínum
langa prófessorsferli í þann mund
er ég útskrifaðist úr guðfræðideild-
inni sem einn af síðustu nemendum
hans. Dr. Björn yngri, sonur hans
hafði þá verið samkennari föður síns
við deildina síðustu árin. Honum
fylgdu ferskir straumar nýrra sjón-
armiða og efnistaka, sem áttu þó
uppsrettu sína í sígildri arfleifð
kirkjunnar. Faðir hans hefur fagnað
því að geta fyrir tilstilli sonar síns
fylgst áfram með því sem unnið var
og gerðist innan deildar. Guðfræðin
var dr. Birni Magnússyni ávallt
heillandi viðfangsefni. Hann glímdi
enn við spurnir hennar og þýddi
eitt eftirtektarverðasta guðfræðirit
síðari ára „Christ Zein“ - Að vera
kristinn - eftir hinn umdeilda ka-
þólska guðfræðing, Hans Kung.
Markvert þykir mér hve margt
sem þar kemur fram samræmist vel
því sem dr. Bjöm skrifar í ritgerð
sinni löngu fyrr, er hann fjallar um
sérkenni kristindómsins. Dr. Bjöm
var framsækinn í guðfræði sinni og
trúarhugsun. Hann var fijálslyndur
í þeirri merkingu að leggja áherslu
á gildi Andans fremur en bókstafs-
ins og vildi að trúin tengdist menn-
ingu og mannlífí á skapandi og
umbreytandi hátt svo varanleg
viðmið og verðmæti settu mark sitt
á það á líðandi stundu.
Það gladdi mig mjög að sjá dr.
Björn öðm hveiju við guðsþjónustu
í Hafnarfjarðarkirkju ásamt syni
sínum dr. Oddi Borgari og fjölskyldu
hans, en hann var í sóknamefnd
kirkjunnar og vann þar mjög að
framfararmálum. Dr. Björn sótti
jafnan helgistund þar á föstudaginn
langa, er litið er í andakt og bænum
tóna og þagnar að krossi Krists.
En síðast var hann í kirkjunni við
aftansöng á aðfangadagskvöldi og
hlýddi enn einu sinni á Orðið sem
boðar þann lífs leyndardóm, að „Guð
sem“ „Immanuel," „Guð með oss“
gefst jörðu og stríðandi mannlífi í
jötubaminu sem jafnframt er hinn
krossfesti og upprisni frelsari þess.
Ég sé dr. Bjöm fyrir mér háaldr-
aðan og hruman fagnandi syngja
jólasálmana líkt og með birtu Betle-
hemsvalla yfír sér og himinsdýrð.
Hún varðaði veg hans og snart
marga fyrir þekkingu hans og þjón-
ustu sem ég þakka og dýrmæta vin-
áttu hans og ástvina. Skíni þeim í
hjarta ljósið bjarta frá ásjónu Krists.
Gunnþór Ingason.
Björn Magnússon, fyrrum pró-
fessor við guðfræðideild Háskóla
íslands, var afkastamikill fræði- og
kennimaður. Ég ætla hvorki að
rekja æviferil hans né allt það sem
hann hefur skrifað um ævina, sem
ber vitni mikill þrautseigju og ná-
kvæmi, ekki síst vegna þess að
hann vann orðalykil sinn að Nýja
testamentinu og ýmsar æviskrár
fyrir tíma tölvunnar.
Mig langar að minnast kennslu-
stunda hans í guðfræðideild. Allt
sem hann tók sér fyrir hendur vann
hann af mikilli natni og framkoma
hans við okkur nemendurna var
einlæg og fáguð. Ég minnist þess
að við gátum karpað við hina pró-
fessorana, en við Bjöm Magnússon
var ekki deilt hart, jafnvel þótt
menn gætu verið honum ósammála.
Hógværðin, sem einkenndi dagfar
hans smitaði þannig út frá sér.
í samkeppnisritgerð sinni um
Sérkenni kristindómsins fjallar
hann m.a. um prédikunina og segir
á þessa leið: „Hann (prédikarinn)
verður að vera maður til að bera
uppi það, sem hann segir, ef ekki
með yfírburðum í trú og siðgæði, -
sem vissulega er ómissandi - þá
a.m.k. í auðmýkt og hreinskilni".
Björn gerði sér grein fyrir því að
þekking skiptir máli en hann vildi
hvorki hreykja sér af henni né
dyggðugu lífi. Hann vildi vanda til
verka og sjálfur bjó hann yfír mik-
illi þekkingu, en auðmýkt og hrein-
skilni einkenndi kennslu hans.
Ég minnist kennslustunda í
barnaspurningafræðum, eins og
hann kaus að kalla þá grein. Hann
leit á barnaspurningar sem áfram-
hald af kristindómsfræðslu skól-
anna og vildi að trúarlegt og sið-
ferðilegt uppeldi barnsins héldist í
hendur. Hann gerði sér grein fyrir
því að bænin er besta veganestið
fyrir börnin út í lífið.
Björn kenndi einnig ritskýringu
Jóhannesarritanna, en siðfræðin
var hans aðalkennslugrein. í sið-
fræðinni studdist við bók N.H. Soe:
Kristelig Etik og ég minnist þess
m.a. að hann kenndi okkur hvað
skyldubági (pligtkonflikt) er. Það
rifjast upp fyrir mér þegar ég stend
frammi fyrir þeim veruleika lífsins,
sem ég hygg að komi oftar fyrir í
fjölþættu samfélagi nútímans en
áður fyrr.
Sem dæmi um hve Bjöm hélt
starfskröftum sínum lengi er sú
staðreynd að hann þýddi bókina
Að vera kristinn, eftir Hans Kung,
78 ára gamall. Á sama tíma var
hann eflaust að smíða eitthvað
heima, enda smiður góður og kaus
að standa sem lengst á eigin fótum.
Ég held að hann hafí heillast af
þessum kaþólska guðfræðingi og
gert sér grein fyrir því að guðfræði
framtíðarinnar verður samkirkjuleg
guðfræði ef Guð lofar.
Þegar ég minnist mannsins og
kennarans Bjöms Magnússonar
koma mér í hug orð Bjornstjerne
Björnsons, sem faðir minn minnti
mig oft á: „Þar sem góðir menn
fara, þar eru Guðs vegir“. Fyrir
mann eins og hann sem lifði vel og
í kærleika Jesú Krists, er ekki erf-
itt að yfirgefa þennan heim, því
hann kveður í nafni þess kærleika
sem er sterkari en dauðinn.
Ólafur Oddur Jónsson.
10-30% afsláttur
ef pantað er
í febrúar.
15% afsláttur
af skrauti.
HELLUHRAUN 14
220 HAFNARFJÖRÐUR
SÍMI: 565 2707
LEMferAjtíl
TIL ALLT AO 36 MÁNAOA
A TILBOÐI
v! 'J- • jiiÉr
t
Vinur okkar,
SVEINN GUÐFINNSSON,
Kópavogsbraut 9,
lést í Landsspítalanum að kvöldi 16. febrúar.
Ástvinir.
t
Elskulegur fósturafi okkar,
SIGURÐUR J. SIGURÐSSON
frá Hnifsdal,
andaðist á Kumbaravogi 18. febrúar.
Gunnar Jakobsson
Sigríður Jakobsdóttir,
Jóna Jakobsdóttir,
Guðmundur Jakobsson,
Sigurður Jakobsson.
t
Ástkær faðir, tengdafaðir og afi,
JÓNAS PÉTURSSON,
fyrrverandi alþingismaður,
Lagarfelli 8,
Fellabæ,
lést á Sjúkrahúsi Egilsstaða 18. febrúar.
Hreinn Jónasson, Sigríður Halblaub,
Erla Jónasdóttir, Ármann Magnússon,
Pétur Þór Jónasson, Freyja Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
STEFÁN ÓLAFSSON
læknir,
Víðimel 68,
Reykjavik,
lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni 17. febrúar.
Kolbrún Ólafsdóttir,
Áslaug Stefánsdóttir, Einar Orn Kristinsson,
Ólafur Stefánsson, Ingibjörg Þórðardóttir,
Einar Baldvin Stefánsson, Ragnhildur Steinbach,
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn,
BÖÐVAR JÓNSSON,
Háteigsvegi 54,
Reykjavík,
lést á heimili sínu 18. febrúar sl.
Betsy Ágústsdóttir
og fjölskylda.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞORSTEINN GUÐBJÖRNSSON,
Brunngötu 4,
Hólmavík,
er látinn.
Aðalbjörn Þorsteinsson, Ingibjörg Sigtryggsdóttir,
Guðmundur Magni Þorsteinsson, Lilja Björk Ólafsdóttir,
Birna Katrin Þorsteinsdóttir,
Sjöfn Þorsteinsdóttir, Hjörtur Númason,
Bjarni Hákon Þorsteinsson, Helga Hanna Þorsteinsdóttir,
Steinunn Jóhanna Þorsteinsdóttir, Reynir Björnsson
og barnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KLARA JAKOBSDÓTTIR HALL,
lést þann 7. febrúar sl. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks
deildar 3N, hjúkrunarheimilinu Eir.
Kristján K. Hall, Edda Konráðsdóttir,
Jakobína laguessa, Antony laguessa,
börn, barnabörn og barnabarnabörn.
■%
*
fy'